Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. febrúar 2004

Veður kl 0900.Öskudagur.

Norðan 6 m/s snjókoma lítil skyggni 5 km frost 2 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,3 mm HÁ -0 stig LÁ -7 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Breitileg vindátt 1 m/s skýjað skyggni 30 km frost 7 stig allmikill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkomu varð vart enn mældist ekki HÁ -5 stig LÁ -7 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. febrúar 2004

Veður kl 0900.Sprengidagur.

Norðan 7 m/s snjóél skyggni 18 km frost 6 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,1 mm HÁ -5 stig LÁ -7 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Norðnorðaustan 10 til 12 m/s alskýjað skyggni 25 km frost 6 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma var 0,1 mm HÁ -3 stig Lá -6 stig
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. febrúar 2004

Flug á áætlun og góð færð.

Áætlunarflug Íslandsflugs var á áætlun í dag og var ég snemma búin í póstferð í dag.
Ágætis færð er á vegum núna hér innansveitar lítið um svell nema stöku stað,stormur var hér langt fram á nótt og hláka enn frysti svo strax í morgun.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. febrúar 2004

Veður kl 0900.Bolludagur.

Norðan 13 til 14 m/s snjóél skyggni 4,5 km frost 4 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma mældist 0,4 mm HÁ 7 stig LÁ -4 stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Sunnan 16 til 18 m/s alskýjað skyggni 30 km hiti 4 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkomu varð vart enn mældist ekki HÁ 4 stig LÁ 0 stig.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. febrúar 2004

Saumaklúbbur var í gærkvöld.

Saumaklúbbur var í gærkveldi á Munaðarnesi hjá þeim hjónum Sólveigu Jónsdóttur og Guðmundi G Jónssyni.Allt var þetta með hefðbundnum hætti konur við hannyrðir við karlar að spila,spilað var á tveim borðum brids og einu borði vist.Veisluborð var um miðnættið síðan var spilað eiithvað áfram og eða spjallað.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. febrúar 2004

Veður kl 0900.Konudagur.Góa byrjar.

Suðvestan 13 til 15 m/s skafrenningur skyggni 30 km hiti 2 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:
Engin úrkoma var Há 2 stig LÁ - 10 stig.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Suðsuðaustan 2 til 3 m/s léttskýjað skygni 35 km frost 8 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma var 0.8 mm HÁ -5 stig LÁ -8 stig.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
Vefumsjón