Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. febrúar 2004

Börn Finnbogastaðaskóla héldu félagsvist.

Börn Finnbogastaðaskóla halda svona 3 til 4 sinnum spilakvöld (félagsvist)um haust og vetur í ferðasjóð,enn nú í gærkvöld höfðu börnin félagsvist í félagsheimilinu til stirktar börnunum á Tálknafirði sem mistu foreldra sína og afa með mjög stuttu millibili og elsta barnið hefur gengið hinum yngri í foreldrastað til að halda heimilinu saman.Þetta var vel gert af börnum skólans að gera þetta.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. febrúar 2004

Veður kl 0900.

Suðaustan 8 til 9 m/s rigning skyggni 25 km hiti 2 stig gráð.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 4 mm HÁ 4 stig LÁ 0 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Suðvestan 8 til 10 m/s léttskýjað skyggni 35 km hiti 3 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 0,8 mm Há 7 stig LÁ 3 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2004

Flug og póstur.Aurbleita á vegum.

Áætlunarflug var á réttum tíma í dag og þarafleiðandi póstferð hjá mér.
Nú eru svellin að mestu farin af vegum enn mikil aurbleita komin í staðin og víða sökkva bílar talsvert í enn frost er í jörðu að sjálfsögðu þetta er nú mest yfirborðsaurbleita.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2004

Veður kl 0900.

Suðvestan 11 til 13 m/s skúr skyggni 25 km hiti 7 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,8 mm HÁ 10 stig LÁ 7 stig.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Sunnan 13 til 14 m/s rigning skyggni 15 km hiti 8 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 0,5 mm Há 8 stig Lá 5 stig.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2004

Bændurnir á Melum losnuðu við hvalinn.

Í gær undir kvöld fengu bændurnir á Melum Björn Torfason og Kristján Albertsson hjólaskóflu til að ýta hvalnum úr fjörinni út fyrir rif eða boða á fjöru um von að hann færi á næstu flæði og það tókst sagði Björn mér um hádeigið að hvalurinn væri horfin,enn það var suðvestan allhvass vindur fram á morgun,gott að það tókst hjá þeim að losna við hvalinn og fýluna af þessu þegar fer að hlýna fyrir alvöru,hvalinn rak á melafjörur aðfaranótt 19 janúar.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2004

Búið að opna vegin til Munaðarnes.

Núna fyrir stuttu opnaðist vegurinn til Munaðarnes Sólveig Jónsdóttir sagði að minna hefði verið um snjóflóð á Munaðarneshlíðinni enn talið var og þaug þá farið yfir veginn,enn þaug hjón á Munaðarnesi eru búin að vera án vegasambands síðan 10 janúar og sjónvarpslaus síðan fyrir jól er það nú verra að mörgu leyti segir Sólveig á Munaðarnesi.Þannig að nú er vegasamband innansveitar á alla bæji nema Djúpavík enn þar er enginn.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2004

Veður kl 0900.

Suðsuðvestan 15 til 16 m/s úrkoma í grend skyggni 30 km hiti 6 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma mældist ekki Há 10 stig LÁ 6 stig.
Snjór og svell hafa bráðnað mikið í nótt.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. febrúar 2004

Byrjað að opna til Munaðarnes.

Byrjað var á mokstri til Munaðarnes nyrsta bíli hreppssins í morgun með tveim tækjum hjólaskóflu hreppsins og fugvallarvélinni með snjóblásara og tönn.
Guðlaugur Ágústsson á hjólaskóflunni sagði mér í kvöld að þeir hefðu hætt mokstri undir myrkur í dag og voru þá komnir norðurfyrir vetrarbrekku enn síðan væru öll snjófljóðin eftir út alla Munaðarneshlíð,enn haldið verður áfram mokstri á morgun.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
Vefumsjón