Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. desember 2003

Veður kl 0900.

Norðan 13 til 14 m/s snjóél á síðustu klst skyggni 25,0 km frost 3,2 stig talsverður sjór jörð dálitlar snjóþiljur.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,6 mm HÁ +0,8 LÁ -3,9 stig.Skafrenningur var í gærkvöld og í morgun.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. desember 2003

Veður kl 1800.

Norðaustan 11 til 13 m/s alskýjað skyggni 30 km hiti 0,0 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Ekki varð vart úrkomu í dag HÁ 0,0 LÁ -2,3 stig.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. desember 2003

Vegagerðin með góða þjónustu.

Það er ekki hægt að segja annað enn vegagerðin hafi verið með góða þjónustu við Árneshrepp í haust og sem af er vetri í þessum umhleypingum að undanförnu,látið moka tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum ef veður leyfir án lítilla undantekninga,og nú í dag var opnað út úr sveitinni norðan megin frá og innnanfrá og opið var orðið fyrir umferð fyrir hádegið enn skafrenningur er á Veiðileysuhálsi og getur lokast fljótlega eftir að snójomokstri líkur að sögn Jóns Harðar umdæmisstjóra vegagerðar á Hólmavík.
Einnig var mokað innansveitar í morgun til Munaðarnes og fram urðir frá Norðufirði í Trékyllisvík enn þaðan má segja að væri fólsbílafært út á Gjögur.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. desember 2003

Veður kl 0900.

Austnorð austan 5 til 7 m/s alskýjað skyggni 30 km frost 2,2 stig allmikill sjór jörð dálitlar snjóþyljur.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,1 mm HÁ -2,0 LÁ -4,6 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. desember 2003

Póstferð seinkun.

Veður var afleitt í dag snjókoma langt frameftir degi loksins komu skil yfir og var að breytast í snjóél enn allhvass.Flugi á Gjögur seinkaði í um tvo tíma vegna veðurs enn svo rættist úr og áætlunarflugvél kom með miklar vörur póst og farþega.
Póstur var með mesta móti í dag enda var þetta næstsíðasta póstflug fyrir jól.
Framhaldsskólanemendur eru að byrja að koma heim í jólafrí.Ég komst heim til mín rétt áður enn ég þurfti að hugsa um veðurathugun kl 1800.Fréttin af sjóvarnargarðinum á Gjögri er birt í dag í Morgunblaðinu ég varð stórmóðgaður að sjá myndina í svart hvítu.Enn Bæjaris Besta byrtir mynd í lit af jólaskemmtun barnanna frá í gær í morgun.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. desember 2003

Veður kl 1800.

Norðan 8 til 9 m/s snjóél skyggni 18 km frost 4,0 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 1,5 mm HÁ -1,4 LÁ -4,5 stig.Snjókoma hefur verið í dag enn nýbyrjuð él.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. desember 2003

Veður kl 0900.

Norðan 15 til 16 m/s snjókoma skyggi 1,5 km frost 1,5 stig mikill sjór jörð klömmuð.Yfirlit frá 1800 í gær:Úrkoma 0,7 mm HÁ +1,0 LÁ -2,0 stig.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. desember 2003

Litlu jólin hjá börnum Finnbogastaðaskóla.

Frá Litlujólunum.
Frá Litlujólunum.
Í dag fór ég á skemmtun í félagsheimilinu Trékyllisvík á litlu jólin hjá börnum Finnbogastaðaskóla.Börnin fóru með ýmis skemmtiatriði svo sem leikrit ljóð og jólasögu og fleyra.Frábært hjá börnunum.Kvennfélagið sá um jólaballið og veitingar.Dansað var í kringum jólatréð og auðvitað komu jólasveinar ekki einn heldur tveir ofan úr Árnesfjalli töldu krakkarnir og vöktu þeyr sérstaklega hrifningu yngri barnana.Aðeins eru sex börn í skólanum í vetur.PS Frétt er á netfréttum Morgunblaðsins.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. desember 2003

Veður kl 1800.

NNA 17 til 19 m/s snjókoma á síðustu klukkustund hiti 0,0 stig mikill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 3,0 mm HÁ +3,0 LÁ 0,0 stig.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. desember 2003

Veður kl 0900.

NA 12 til 14 m/s rygning skyggni 5 km hiti 2,8 stig allmikill sjór jörð flekkótt af snjó og svellum enn lítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 18.5 mm HÁ +3,2 LÁ +1,5 stig.

Atburðir

« 2023 »
« Júní »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Úr myndasafni

  • Kristín í eldhúsinu.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
Vefumsjón