Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. desember 2003

Veður kl 1800.

Veðurlýsing Austan 4 til 8 m slydda skyggni 9 km hiti 1,2 stig talsverður sjór.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun: ht +2,3 fr-0,6 úrkoman var 4,1 mm.Dálítil snjókoma var í dag enn slydda komin 1730.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. desember 2003

Meyri mýs.

Þegar ég var út í bílskúr talsvert eftir hádegið fann ég enn eina músina dauða rétt við ofninn,hún var ekki þar í gær ég hefði séð það þegar ég tók bílinn út þetta er nú meyri músafaraldurinn .
Snjókoma komin um kl 1330.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. desember 2003

Veður kl.0900.

ANA 13 til 14 m kviða 17 m alskýað hiti 0,4 stig talsverður sjór jörð flekkótt að litlu leiti og frosin.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 4.9 stig LÁ -1,0 stig úrkomulaust.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. desember 2003

Veður-póstferð og músagangur.

Veður kl 06:SV 8 til 10 m hálfskíað hiti 2,2 stig
dálítill sjór.
Veður kl 09:SSV 9 til 10 m skíað hiti 2,7 stig og dálítill sjór.
Veður kl 12:SW 9 til 11 m úrkoma í grend hiti 4.2 stig dálítill sjór.
Veður kl 1800:SV 11 til 13 m skýjað hiti 4.4 stig
dálítill sjór.Hámarskhiti 5.1 lágmark 2.6 eftir daginn.úrkoma 0.1 mm.Í dagbók mun ég sennilega gefa veður upp tvisvar á dag 0900 og 1800,og skammstafað fyrir hámarkshita HÁ og lágmarkshita LÁ og úrkoma ÚR.

Fór í póstferð um kl 1300 klukkutíma fyrr enn vanalega því flugi var flítt alltaf að aukast dreyfibréf svona fyrir jólin sem má kalla ruslpóst komin heim um kl 1430.

Mikill músagangur hefur verið í haust ég fann 2 dauðar í bílskúrnum í morgun,enn ég er með eiturkerti þar því ekki vil ég fá mýs inn í íbúð enn mér var sagt að mýsnar myndu eyðast upp eftir að þær gæddu sér á kertunum því kom mér þetta á óvart að sjá hræin af þeim.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. desember 2003

Veður og lært á heimasíðu.

Jón Arnar og fjölskylda á Deutz í Litlu-Ávík.
Jón Arnar og fjölskylda á Deutz í Litlu-Ávík.
Veður kl 0900:Sunnan 10 m alskýað hiti 3,8 stig sjólítið.
Veður kl 1800:SSV 14 m skúr hiti 3,7 stig sjólítið
Veður kl 2100:VNV 10 m skúr hiti 4,0 stig sjólítið.

Mest verið í dag að átta sig betur á heimasíðunni fékk Jón Arnar í kvöld að segja mér til í gegnum síma að setja inn myndir á síðuna og ég held að ég sé að verða komin með þetta á hreint að mata heimasíðuna þökk sé Jóni.Sigursteinn bróðir kláraði að rýja féið í dag,hef ekkert meyr í dag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. desember 2003

Veður og ýmislegt.

Veður kl 09=SSV 11 til 13 M hiti 5 stig skýað sjólítið jörð aðeins flekkótt og smá svell.

Þórólfur kom fyrir hádeigið að skila mér GSM símanum sem hann fékk lánaðan þegar hann fór suður á fimmtudaginn var,ekki er hægt að nota hann hér enn þarf að notast annað slagið til að halda símanúmerinu.
Ég fór norður í Kaupfélag á Norðurfirði að taka út og í Sparisjóðinn.
Var svo í heimilisstörfum hér hjá mér að þrífa og slíkt.

Veður kl 2100 SV 12 til 14 M léttskýað og hiti 3 stig sjólítið.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. desember 2003

Póstferð og fleira.

Ég fór í póstferð í dag um tvöleytið á jeppanum hans Sigga keyrði hann í leyðinni fram á Skarð og þangað komu Björn á Melum og Hjalti í Bæ til að sækja féið sem gengur þar sem kallað er Ávíkurfé og rekið inn hér í Litlu-Ávik,Siggi er þá komin með allt sitt fé inn enn vantar tvær í heildina,og á eftir að klippa þetta sem kom í dag sem ég held að séu 29.

Veður í dag:Hægviðri fram á dag og fór hlínandi þagar kom fram á dagin,Sunnan hvasviðri í kvöld 16 til 22 m.Hiti í dag var frá -3,2 til 5 stiga hita í kvöld.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. nóvember 2003

Tommbóla og veður.

Ég og Siggi bróðir fórum á tommbólu sem kvennfélag Árneshrepps hélt í félagsheymilinu í Trékyllisvík.
Annars ekkert gert í dag nema þetta fasta taka veður.

Veður kl 09=Norðan 12 metrar snjókoma skygni 1,5 km frost eitt stig allmikill sjór.
Veður kl 18=Norðan 14 m snjókoma skygni 1,5 km frost eitt stig allmikill sjór.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. nóvember 2003

Jón Guðbjörn Guðjónsson.

Jón Guðbjörn Guðjónsson.
Jón Guðbjörn Guðjónsson.
Ég er fæddur í Litlu-Ávík í Árneshreppi Strandasýslu 14 September 1952.

Er veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík frá 12 Ágúst
1995.

Vitavörður við Gjögurvita frá 01-10-1995.

Póstur frá 01-05-1996.Leiðin Gjögur Bær í Trékyllisvík og til baka í Litlu-Ávík.

Fréttaritari Morgunblaðssins frá Maí 1996 til 2004.

Hef verið með hjólbarðaviðgerðir síðan í júlí 1996.

Símar:4514029 og NMT 8552129
GSM 8455564 (næst ekki hér í Árneshreppi).Notaður ef ég fer suður eða út úr hreppnum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2003

Gestabók af eldri fréttasíðunni.2003-mai 2008.

Hér á eftir kemur gestabókin af eldri vefsíðunni frá 1 desember 2003-til mai 2008.

Atburðir

« 2022 »
« Maí »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
Vefumsjón