Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. desember 2003

Gleðilega Hátíð,og beðið afsökunar á bilun.

Gott kvöld góðir lesendur,ég bið afsökunar á þessari bilun í umsjónarkerfi Snerpu þar sem ég fer inn til að skrifa á heimasíðuna,ég vil þakka Snerpu fyrir góða þjónustu að laga þetta á annan dag jóla eftir að fréttist af bilun í kerfinu enn ég ætlaði að senda veður á síðunni sem venjulega þótt jóladagar væru enn ég sendi þá bara veðurlýsingu frá kl 21 í kvöld hér á eftir.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. desember 2003

Veður kl 1800.

Austnorðaustan 9 til 11 m/s skafrenningur skyggni 25 km frost 0.3 stig allmikill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 0,9 mm HÁ +1,4 LÁ -1,2 stig.
Talsverð frosrigning var um hádegið í dag,öll hús mjög síluð að utan.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. desember 2003

Gleðileg jól.

Jæja þá er komin aðfangadagur jóla,um leið og ég óska ykkur gleðlegra jóla þá vil ég þakka fyrir frábæra lesningu á síðunni minni og þakka ykkur lesendur góðir fyrir góða leiðsögn og ábendingar í tölvupósti.
Ég óska öllum lesendum heimasíðu minnar Gleðilegra jóla og hafið frábæra gleðilega jólahátíð. Besta jólakveðja.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. desember 2003

Veður kl 0900.Aðfangadagur jóla.

Norðan 7 til 8 m/s snjókoma skyggni 9 km frost 1,0 stig talsverður sjór,jörð dálítill snjór með misþikku yfirborði.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoman var 8 mm HÁ +3,4 LÁ -1,8 stig.
Ég bendi á veður á Vedur.is og á textavarpi sjónvarps.Það eru hvít jól hér í Árneshreppi.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. desember 2003

Aukaflug kom í dag seinnipartinn,með frægt og póst.

Eftir allskonar vændræði með veður í dag svo sem slyddu og slæms skygnis og ísíngu í lofti og hvassviðri lenti flugvél Íslandsflugs um kl 1600 í dag svo hvasst var að flugmenn sáu sér ekki fært að keyra vélina ínn á flughlað vegna hliðarvinds heldur varð að afgreyða vélina út á flugbraut og setja þar allt inn í bíla og keyra með upp að afgreiðslu mesta furða að ekkert fauk út í veður og vind,enn allt tókst vel og allur jólapóstur er nú komin til sinna eiganda og pakkar og aðrar vörur.Á leyðinni heim lenti ég í svarta éli og þurfti að vera með hausin út um gluggan til að sjá vegkant og framfyrir bílinn.Nú í þessum skrifuðu orðum er ég að hlusta á jólakveðjur sem fluttar eru í Rúv á rás eitt,þá finnst mér jólin komin.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. desember 2003

Veður kl 1800.

Suðvestan 16 til 19 m/s snjóél skyggni 4,0 km hiti 1,0 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 11 mm HÁ +6,0 LÁ +0,6 stig .Það var mjög hvass og upp í rok í dag eftir að snérist SW.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. desember 2003

Veður kl 0900.Þorláksmessa.

Austnorðaustan 8 til 9 m/s slydda skyggni 2,5 km hiti 1,2 stig sjólítið jörð dáítið snjólag misþykkt.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 6 mm HÁ +3,4 LÁ +1,0 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. desember 2003

Veður kl 1800.

Vestan 2 m/s alskýjað skyggni 28 km hiti 2,1 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Engin úrkoma var HÁ +2,2 LÁ +0,5 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. desember 2003

Áætlunarflug.

Ég fór eins og venjulega með póstin á Gjögurlugvöll enn það kom engin póstur að sunnan með flugvélinni né frægt þar á meðal mjólkurvörur í kaupfélagið og fleyri vörur.Það varð að skilja allt eftir því vélin var full af farþegum og farangri fólksins,enn aukaflug verður í kvöld eða morgun þannig að það rætist úr þessu vonandi.Enn allur jólapóstur er farin héðan úr hreppnum þá.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. desember 2003

Veður kl 0900.Vetrarsólstöður

Sunnan 1m/s úrkoma í grend skyggni 18 km hiti 1,0 stig sjólítið jörð dálitlar snjóþyljur.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoman var 3,0 mm HÁ +1,1 LÁ -5,1.Dálítið snjóaði í nótt og fram á morgun.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
Vefumsjón