Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. janúar 2004

Farið til Ísafjarðar.

Við bræður og sex aðrir hér úr sveitinni tókum leyguflug til Ísafjarðar þann annan í nýári til að vera við jarðarför Ingibjargar Skúladóttur mágkonu minnar,konu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar hálfbróðurs míns,enn jarðsett var á laugardag kl 1400 frá Ísafjarðarkyrkju.Við Sigursteinn gistum og hjéldum til hjá vini okkar Jóni Arnari og konu hans Hildi á Suðureyri,enn hann sá alveg um að keyra okkur sem þurfti á meðan við vorum á Ísafirði.Í dag um hádegið var sama flugvélin fengin til baka á Gjögur,þetta er 20 mínútna flug Ísafjörður-Gjögur eða öfugt þægilegt flug,þetta var tíu manna vél alls og  8 farþega og 2 flugmenn,og þessi flugvél er alltaf staðsett á Ísafirði vegna sjúkraflugs á vegum Íslandsflugs.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. janúar 2004

Veður kl 0900.

Austnorðaustan 8 til 10 m/s skýjað skyggni 30 km frost 2 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,3 mm HÁ +0,3 LÁ -2,0 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. janúar 2004

Veður kl 1800.

Suðsuðvestan 5 til 6 m/s skýjað skyggni 35 km frost 2 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkomu varð ekki vart HÁ -1,0 LÁ -4,6 stig
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. janúar 2004

Veður kl 0900.Nýársdagur.

Suðvestan 6 m/s halfskýjað skygni 35 km frost 4 stig talsverður sjór, jörð talsverður snjór með sköflum.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,1 mm Há -2,6 LÁ -5,0 .Á miðnætti var vindur komin neðrí 11 til 12 m/s þannig að það gekk vel að skjóta upp og gott skyggni og sást víða frá blis á lofti.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. desember 2003

Veður kl 1800.

Norðan 14 til 15 m/s snjóél á síðustu kls skyggni 12 km frost 4 stig allmikill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun: Úrkoma 0,6 mm HÁ -2,0 LÁ -4,1 stig.Það er nokkuð hvass ef verður svona á miðnætti að skjóta upp.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. desember 2003

Ósk um Gleðilegt ár.

Um leið og ég vil óska ykkur gleðilegs nýs árs vil ég þakka fyrir mig og vona að þið lesendur hafið haft eitthvað gaman af þessu sem ég hef reynt að koma frá mér héðan að heiman.Farið varlega með flugeldana í kvöld.Ég óska ykkur öllum lesendur góðir Gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. desember 2003

Veður kl 0900.Gamlársdagur.

Norðnorðaustan 12 til 14 m/s snjóél skyggni 18 km frost 2 stig allmikill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,1 mm Há +1,3 LÁ -2,3 stig,jörð talsverður snjór með sköflum.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. desember 2003

Veður kl 1800.

Suðvestan 7 til 8 m/s snjóél á síðustu klst skyggni 26 km hiti 0,7 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkomu varð vart enn mældist ekki HÁ +2,2 LÁ -0,1.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. desember 2003

Póstferð flug og mokstur.

Mokaðir voru vegir frá Norðurfirði í Trékyllisvík og út í Litlu-Ávík að norðan með hreppspelatornum í morgun og frá Gjögri með flugvallarvélinni á móti enn sú vél var þá búin að opna flugbrautina áður sem að sjálfsögðu hefur forgang.Ég fór í póstferð í hádeginu þegar flogið var og bæði kom póstur og fór.Það fór full vél af fólki sem ætlaði í gær 18 til 19 manns þannig að nú fækkaði mikið í hreppnum okkar.Var svoldið í eldivið eftir að ég kom úr póstferð og einnig umfelgaði ég fjögur jeppadekk.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. desember 2003

Veður kl 0900.

Breytileg vindátt 2 m/s léttskýjað skyggni 40 km hiti við frostmark dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 1 mm HÁ +1,9 LÁ -0,8 stig,Jörð talsverður snjór með sköflum.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Melar I og II.
  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
Vefumsjón