Suðvestan 16 til 19 m/s snjóél skyggni 4,0 km hiti 1,0 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 11 mm HÁ +6,0 LÁ +0,6 stig .Það var mjög hvass og upp í rok í dag eftir að snérist SW.
Austnorðaustan 8 til 9 m/s slydda skyggni 2,5 km hiti 1,2 stig sjólítið jörð dáítið snjólag misþykkt.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 6 mm HÁ +3,4 LÁ +1,0 stig.
Ég fór eins og venjulega með póstin á Gjögurlugvöll enn það kom engin póstur að sunnan með flugvélinni né frægt þar á meðal mjólkurvörur í kaupfélagið og fleyri vörur.Það varð að skilja allt eftir því vélin var full af farþegum og farangri fólksins,enn aukaflug verður í kvöld eða morgun þannig að það rætist úr þessu vonandi.Enn allur jólapóstur er farin héðan úr hreppnum þá.
Sunnan 1m/s úrkoma í grend skyggni 18 km hiti 1,0 stig sjólítið jörð dálitlar snjóþyljur.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoman var 3,0 mm HÁ +1,1 LÁ -5,1.Dálítið snjóaði í nótt og fram á morgun.
Suðvestan 10 til 12 m/s alskýjað skyggni 35 km frost 5,8 stig dálítill sjór jörð dálitlar þyljur.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Engin úrkoma mældist HÁ -4,1 LÁ -6,9 stig.
Ég hef verið í mestallan dag að saga í eldin og koma honum inn í kjallara þar sem spítnaketillin er hjá bróðir mínum enn hann kyndir sitt hús mikið með spítum,hann hefur verið að saga að undanförnu þegar tími er í brettakubba og umbúðalista sem hann selur í sumar þá kemur mikið af afgöngum og afsögum sem er nítt í eldin og allt sag líka.Ég sé yfirleitt um eldiviðin og allt er nýtt sem hægt er.Ég tek fram að ég kyndi mitt hús með rafmagnskyndingu.
Norðan 13 til 14 m/s snjóél á síðustu klst skyggni 25,0 km frost 3,2 stig talsverður sjór jörð dálitlar snjóþiljur.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,6 mm HÁ +0,8 LÁ -3,9 stig.Skafrenningur var í gærkvöld og í morgun.