Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. desember 2019

Veðrið í Nóvember 2019.

Oft var mjög hélað í mánuðinum.
Oft var mjög hélað í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðaustan var fyrstu tvo daga mánaðarins, síðan suðlæg vindátt næstu tvo daga, síðan var norðaustlæg vindátt með kalda 5 og 6. Aðeins úrkoma var þann 1 en síðan var úrkomulaust fram til 7. Frá 7 og fram til 15 voru auslægar eða suðaustlægar vindáttir, mest hægviðri og úrkomulítið veður. Síðan var suðvestlæg vindátt með kalda um tíma og úrkomulausu veðri. Og frá 18 til 22 voru suðaustlægar eða austlægar vindáttir og hægviðri, með litilsáttar rigningu þann 21. Þann 23 snérist til Norðaustlægar vindáttar með rigningu þann dag, annars úrkomulaust, sem var til 26 . Síðan voru hægar suðlægar vindáttir út mánuðinn og úrkomulausu veðri. Mánuðurinn verður að teljast mjög góður, hægviðrasamur og úrkomulítill. Nokkuð var um hálku og oft var mikið um hélu.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 24,3 mm. (í nóvember 2018: 95,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 23.

Mestur hiti mældist Þann 22: +7,9 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7: -3,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var ? (í nóvember 2018: +2,9 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,28 stig. (í nóvember 2018: +0,55 stig.)

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt mældist. þann 15.: 3 cm.

Sjóveður. Sæmilegt eða gott allan mánuðinn, það var, gráð sjólítið eða dálítill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Norðaustan eða N stinningsgola, gola, kul, rigning, skúrir þ. 1. Enn þurrt þann 2. Hiti -1 til +4 stig.

3-4: Suðaustan kul, úrkomulaust, hiti +3 til -1 stig.

5-6: Norðaustan eða ANA stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, kul, úrkomulaust, hiti -2 til +3 stig.

7-15: Suðaustan eða austlægar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, kaldi,snjókoma, rigning, snjóél, en úrkomulaust dagana 8, 9, 10, 12 og 13. Hiti -4 til +8 stig.

16-17: Suðvestan eða Sunnan, gola, stinningsgola, kaldi, úrkomulaust, hiti +3 niður í -3 stig.

18-22: Suðaustan eða auslægar vindáttir, andvari, kul eða gola, þurrt í veðri 18, 19, 20, og 22. ,en lítilsáttar rigning þann 21. Hiti frá -3 til +8 stig.

23-26: Norðaustan stinningsgola, gola, kul, rigning þ.23. annars þurrt, hiti +6 til +2 stig.

27-30: Suðaustan síðan SV, kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust, hiti +5 og niður í -3 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. nóvember 2019

Veðrið í Október 2019.

Fallegt veður var 26 og 27. Dagana eftir norðan hretið.
Fallegt veður var 26 og 27. Dagana eftir norðan hretið.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðaustlægar vindáttir voru fyrstu 3 daga mánaðar, en síðan varð vindur auslægari og suðlægari, úrkomulaust var fyrstu 4 daga mánaðarins. Frá 7 og fram til 18 voru norðaustlægar eða austlægar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Síðan voru suðlægar vindáttir í tvo daga. Þann 21 gekk í ákveðna norðanátt með hvassviðri, fyrst með rigningu og síðan slyddu og éljum, norðanáttin gekk niður þann 25. 26 og 27 var hægviðri með léttskýjuðu eða heiðskíru veðri. 28 til 31 var suðvestanátt, með smá úrkomu þann 29. Og hlýnaði aðeins í veðri. Úrkomulítið var í mánuðinum, enda voru þurrir dagar 15. (sjá mæligögn.)

Mæligögn:

Úrkoman mældist 45,4 mm. (í október 2018: 87,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 6: +12,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 23: -4,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,3 stig. (í október 2018: +3,2 stig.)

Meðalhiti við jörð var +1,26 stig. (í október 2018: +0,42 stig.

Alhvít jörð var i 5 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 23 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 25. 8 cm.

Sjóveður. Sjóveður var mjög rysjótt í mánuðinum. Talsverður sjór, allmikill sjór eða mikill sjór var dagana 8,9,10,11,12, 16,21,22,23,24,25. Annars sjólítið eða dálítill sjór, gott eða sæmilegt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Norðaustlægar vindáttir, NA, N, ANA, kul eða gola, úrkomulaust, hiti +1 til +9 stig.

4-6: Suðlægar vindáttir, SA, ASA, úrkomulaust þ.4 og 6. en rigning þ.5. hiti +4 til +12 stig.

7-18: Norðaustan eða ANA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, súld, rigning, skúrir, úrkomulaust 12, 13 og 14. Hiti +1 til +10 stig.

19-20: Suðvestan eða S, gola eða stinningsgola, úrkomulaust þ.19. en rigning þ.20. Hiti -1 til +7 stig.

21-25: Norðan eða NNA, hvassviðri, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, rigning, slydda, él, hiti +4 og niður í -4 stig.

26-27: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, S, SA, andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti frá -4 til +3 stig.

28-31: Suðvestan, S, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning þ. 29. annars úrkomulaust, hiti 0 til +8 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. október 2019

Veðrið í September 2019.

Úrhellisrigning var þ.14. og varð að reka féið úr Melarétt í fjárhús til að draga í dilka.
Úrhellisrigning var þ.14. og varð að reka féið úr Melarétt í fjárhús til að draga í dilka.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fimm daga mánaðarins voru hægar norðlægar eða breytilegar vindáttir, lítilsáttar úrkoma, fremur svalt. Loks þann 6 snerist í ákveðnar suðlægar vindáttir, ( sem lítið var um í sumar, síðast seint í júní.) Það hlýnaði í veðri í þessum suðlægu vindáttum fram til 8.Talsverð úrkoma var þann 7. Síðan fór í norðlæga vindátt aftur þann 9 og voru norðlægar vindáttir fram til 12 með vætu. Þann 13 var skammvinn sunnanátt með skúrum. Þann 14 var norðaustan og síðan norðan með úrhellisrigningu. Úrkoman mældist 21,7 mm eftir daginn. En þann 15 var skammvinn suðlæg átt. 16 til 22 voru norðlægar vindáttir með vætu, en mikil rigning 19 og 20. Úrkoman mældist þessa tvo sólarhringa 75,1 mm. Frá 23 og til 25 voru breytilegar eða suðlægar vindáttir og hægviðri með úrkomulitlu veðri, en hlýju hitinn fór í 17,1 stig þann 24. Síðan voru hafáttir út mánuðinn með súld og kaldara veðri. Mánuðurinn verður að teljast hlýr í heild, en úrkomusamur á köflum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 148,6 mm. (í september2018: 54,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 24: +17,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 15: 0,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,1 stig. (í september 2018: +5,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,07 stig. (í september 2018: +3,07 stig.)

Sjóveður. Gott eða sæmilegt, sjólítið eða dálítill sjór. En nokkuð slæmt, talsverður eð allmikill sjór, dagana 3, 9, 10, 11, 14, 20 og 27.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-5: Norðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, eða gola, úrkomu vottur þ.1. og smávegis súld þ.5. annars þurrt í veðri, hiti +2 til +10 stig.

6-8: Suðlæg vindátt, S, SA, SSV, andvari, gola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust þ.6 og 8. annars rigning, hiti +6 til +16 stig.

9-12: Norðan NA, gola, stinningsgola, kaldi, súld eða rigning, hiti +5 til +9 stig.

13: Sunnan eða SSV, stinningsgola, kaldi, skúrir, hiti +5 til +10 stig.

14: Norðaustan, N, stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, mikil rigning, úrhelli, hiti +2 til +7 stig.

15: Sunnan, SSA, kul, gola, stinningsgola, slydda. Hiti 0 til +8 stig.

16-22: Norðlægar vindáttir, NA, NV, kaldi, gola, kul, súld, rigning, hiti +4 til +9 stig.

23-25: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, stinningsgola, þoka, súld, úrkomulaust þ. 25. Hiti +7 til +17 stig.

26-30: Norðlægar vindáttir, N. NA. stinningsgola, kaldi, síðan gola, súld, þurrt þ. 29. úrkomuvottur þ. 30. Hiti +1 til +11 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. september 2019

Snjóaði í fjöll í gær.

Örkin- Lambatindur og Reyðarfell.
Örkin- Lambatindur og Reyðarfell.

Þá er fyrsti snjórinn í haust komin í fjöll, það hefur snjóað talsvert í gær. Myndin sýnir Örkina sem er 634 m, og Lambatind og Reyðarfell sem er næst Finnbogastaðafjalli. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór hitinn niður í 0,0 gráður, en við jörð niður í -3,0 gráður í nótt.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. september 2019

Veðrið í Ágúst 2019.

Eiðsrofi (Djúpavíkurfoss) var tignarlegur að morgni 13 ágúst.
Eiðsrofi (Djúpavíkurfoss) var tignarlegur að morgni 13 ágúst.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn, eins og var í júlí síðastliðinn. Svalt var í veðri eins og hefur reindar verið í allt sumar. Algjört haustveður var í ágúst.

Úrkomusamt var í mánuðinum, úrkomulítið var fyrstu ellefu dagana, síðan var mjög úrkomusamt frá tólfta til fimmtánda, síðan dró úr úrkomu til tuttugusta og fimmta, eftir það var úrkomusamt út mánuðinn.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 101,8 mm. (í ágúst 2018: 37,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 1 og 23 = +11,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 20 = +4,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,0 stig. (í ágúst 2018: +7,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +5,94 stig. (í ágúst 2018 +5,58 stig.)

Sjóveður. Sjóveður var gott eða sæmilegt fyrstu níu daga mánaðarins, það er sjólítið eða dálítill sjór. Eftir það fór sjóveður að verða nokkuð rysjótt. Talsverður eða allmikill sjór var 10, 11, 12, 13, 14, 16, 17, 18, 27, 28, 29, 30, 31. Þá slæmt fyrir handfærabáta.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-31:Norðan NNA, NNV, NV, en mest hánorðan, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvasst 12 og 13. Rigning eða súld, hiti +4 til +11 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. ágúst 2019

Veðrið í Júli 2019.

Mikið var um þoku eða þokumóðu í mánuðinum
Mikið var um þoku eða þokumóðu í mánuðinum
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi allan mánuðinn með fremur svölu veðri fyrstu fimm dagana og nokkurri úrkomu. Síðan heldur hlýrra fram til þrettánda. Eftir það var nokkuð svalt veður og úrkomusamara út mánuðinn. Mikið var um þoku og þokumóðu og mjög rakt veður. Heyskapur gekk ágætlega fyrri hluta mánaðar,en síðan ekki fyrr en tvo síðustu daga mánaðar.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 80,5 mm. (í júlí 2018: 159,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist +14,5 stig. Þann 13.

Minnstur hiti mældist +3,4 stig. Þann 3.

Meðalhiti mánaðarins var +8,3 stig. (í júlí 2018: +8,2 stig)

Meðalhiti við jörð var +6,70 stig. (í júlí 2018: +6,27 stig.)

Sjóveður. Yfirleitt gott, gráð, sjólítið eða dálítill sjór. En slæmt síðustu daga mánaðar það er talsverður sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

Norðan. NA. NNV. Andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi. Þurrt dagana 2,6,9,10,11, og úrkomu sem varð vart en mældist ekki var dagana 1,7,19,24,annars rigning eða súld. Mikið var um þoku eða þokumóðu og mjög rakt. Hiti +3 til +14,5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. júlí 2019

Veðrið í Júní 2019.

Oft var þoka eða þokuloft í mánuðinum.
Oft var þoka eða þokuloft í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi fyrstu 11 daga mánaðarins með köldu veðri með snjó eða slydduéljum, heldur fór að hlína þann 6 en þann 10 fór að hlína fyrir alvöru þótt hafáttir væru enn. Þann 12 var vestlæg vindátt með miklum hita, fór í 17,5 stig. Þann 13 og fram til 22,voru norðlægar vindáttir og kólnaði talsvert í veðri þann 14 með þokulofti, síðan kólnaði enn frekar þann 18. Frá 23 og til 28 voru suðvestlægar vindáttir með mjög hlýju veðri, hitinn fór í 18,2 stig þann 27. og var það hæðsti hiti mánaðarins. Síðan voru hafáttir tvo síðustu daga mánaðarins með svölu veðri og súld. Mjög úrkomulítið var í mánuðinum, og jörð mjög þurr. Grasspretta gengur hægt og jafnvel að tún hafi brunnið þar sem þurrast er. Kuldatíð og þurrki um að kenna, mjög kalt var fyrstu ellefu daga mánaðarins, en mjög hlítt 23 til 28 en þá var mjög þurrt. Þannig að það er einungis í sex daga sem hægt er að tala um góðan hita hér á Ströndum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 13,7 mm. (í júní 2018: 75,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 27. +18,2 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7. -0,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var 7,3 stig. ( í júní 2018 +7,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,95 stig. (í júní 2018: +5,46 stig.)

Sjóveður: Gott eða sæmilegt, sjólítið eða dálítill sjór, enn slæmt dagana 3,4 og 5 þá talsverður sjór, og nokkuð slæmt fyrir handfærabáta í SV hvassviðrinu þann 25.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-11: Norðan eða NA, stinningsgola, kaldi, gola, kul, slydduél, snjóél, súld, þurrt 1-6-7-8-10-11, hiti frá – 1 til +15 stig.

12: Vestan eða NV, gola, stinningsgola, úrkomulaust, hiti 7 til 18 stig.

13-22: Norðan NNA, kul, gola, stinningsgola,kaldi, stinningskaldi, þokuloft, þoka, súld, rigning, úrkomulaust dagana 14 og 16, úrkomu varð vart 15, 19, 21 og 22. Hiti 4 til 14 stig.

23-28: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, rigning, skúrir, úrkomulaust 23, 24, 25, 26. Hiti til 8 til 18 stig.

29-30: Norðaustan, NNA, stinningsgola eða kaldi, súld, hiti 5 til 8 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júní 2019

Veðrið í Maí 2019.

Lambfé var sett út í þurrakulda á þessu vori.
Lambfé var sett út í þurrakulda á þessu vori.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru fyrstu þrjá dagana og úrkomulítið en svalt. Þann 4 var skammvinn suðvestanátt og hlýnaði þá talsvert í veðri um tíma. Síðan þann 5 fór veður kólnandi aftur með norðlægum vindáttum. Norðlægar vindáttir voru svo ríkjandi fram til 11 með köldu veðri og snjóéljum. Veður fór síðan hlýnandi aftur þann 12 með austlægum eða breytilegum vindáttum fram til 17. Þann 18  gekk í kuldatíð á ný með norðlægum vindáttum með súld og þokulofti í fyrstu, síðan þurru veðri, enn snjóéljum þann 28 og  slydduéljum þann 31 og var þessi kuldatíð út mánuðinn. Bændur hættu svona almennt að setja út lambfé vegna en meiri kulda þann 27 enda voru snjó og slydduél dagana á eftir. Það bjargaði talsvert að þetta var mest þurrakuldi þegar lambfé var sett út í byrjun. Úrkomulítið var í mániðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  11,5 mm. (í maí 2018: 62,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 17: 11,9 stig.

Mest frost mældist þann 7. -2,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,1 stig. (í maí 2018: +5,0 stig)

Meðalhiti við jörð var +2,13 stig. (í maí 2018: +1,35 stig.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 10: 2 cm.

Sjóveður: Gott eða sæmilegt mest allan mánuðinn, það er sjólítið eða dálítill sjór. Enn slæmt dagana 28 og 29.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Norðan og NA, gola, stinningsgola, kaldi, súld þ.1. annars þurrt, hiti 0 til 5 stig.

4: Suðvestan kaldi síðan kul, úrkomulaust, hiti 3 til 10,5 stig.

5-11: Norðaustan og N, kul, gola, stinningsgola, kaldi, úrkomulaust 6 og 7, rigning þ. 5 síðan snjóél, hiti +6 og niður í -1 stig.

12-17: Austlægar eða breytilegar vindáttir, gola, stinningsgola, kaldi, kul, úrkomulaust 12 og 14 annars rigning eða súld, hiti 2 til 12 stig.

18-31: Norðan eða NA, kul, gola eða stinningsgola. úrkomulaust 23, 25, 26, og 29 og 30, annars súld og slydduél eða snjóél.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. maí 2019

Veðrið í Apríl 2019.

Litla-Ávík 25-04-2019.
Litla-Ávík 25-04-2019.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo dagana var norðan skot með snjókomu. 3 til 4 voru hægar suðlægar vindáttir. 5 var norðaustan með slyddu. Enn frá 6 til 12 var hægviðri með hita yfir daginn en frosti að næturlagi. Léttskýjað og mjög fallegt veður þessa daga. Frá 13 fór að hlýna en frekar og bæta aðeins í vind og meira skýjað en góðviðrasamt. Þann 21 var breytileg vindátt og farið að kólna í veðri. 22 og 23 var skammvinn norðaustanátt með rigningu eða slyddu, kólnaði í veðri. Þann 24 og 25 voru breytilegar vindáttir og fór að hlýna aftur. Frá 26 og út mánuðinn voru hægar hafáttir.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 32,2 mm. (í apríl 2018: 56,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 19: +13,2 stig.

Mest frost mældist þann 03: -5,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,3 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,75 stig. (í apríl 2018: +0,19 stig.)

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 10 daga.

Auð jörð því í 18 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 1,2,og 3= 10 cm.

Sjóveður: Mjög gott eða sæmilegt sjóveður allan mánuðinn nema 1og 2.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Breytileg vindátt í fyrstu, kul eða gola, síðan Norðan stinningskaldi, allhvass, úrkomulaust þ.2. en snjókoma um tíma þ.1. hiti +1 niður í -5 stig.

3-4: Suðlægar vindáttir, S SV, stinningsgola, stinningskaldi, gola, þurrt í veðri þ.3. en vart úrkomu þ.4. hiti frá -5 til +6 stig.

5: Breytileg vindátt andvari, gola, síðan NA stinningsgola, slydda, hiti +1 til +3 stig.

6-12: Breytileg vindátt afram, logn, andvari, kul, gola, þurrt í veðri, en smá rigning þ.12. hiti -3 til +12 stig.

13-20: Mest Suðaustan, S, SSV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvass þ.17. rigning, skúrir, en úrkomulaust 13,14,15, hiti +3 til +13 stig.

21: Breytileg vindátt, S, SV, NV, N og NA, stinningsgola, gola, kul, úrkomulaust, hiti +4 til +7 stig.

22-23: Norðaustan stinningsgola eða kaldi, rigning eða slydda, hiti +1 til +4 stig.

24-25: Breytilegar vindáttir logn, andvari eða kul, rigning, hiti +3 til +10 stig.

26-30: Norðlægar vindáttir, kul eða gola, rigning, súld, en úrkomulaust 27 og 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. apríl 2019

Veðrið í Mars 2019.

Séð til Norðurfjarðar Drangajökull- Hrolleifsborg. Séð frá Litlu-Ávík.09-03-2019.
Séð til Norðurfjarðar Drangajökull- Hrolleifsborg. Séð frá Litlu-Ávík.09-03-2019.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu sjö daga mánað voru hafáttir með snjókomu, eða éljum, allhvasst eða hvassviðri var hluta úr dögunum 1 og 3. Frá 8 og til 11 voru suðlægar vindáttir og hægviðri og úrkomulausu veðri, en talsverðu frosti. Þann 12 gerði skammvinna NA átt allhvassa með lítilsáttar slyddu og hlýnaði aðeins í veðri. 13 til 17 var hægviðri með úrkomu með köflum. Frá 18 til 21 voru suðvestlægar vindáttir mest með dimmum snjóéljum. Þann 22 gerði allhvassa norðaustanátt með talsverðri snjókomu. Síðan voru suðlægar eða breytilegar vindáttir með úrkomu á köflum. Þann 25 gekk til suðaustlægrar vindáttar og hlýnaði í veðri, síðan suðvestan og snjó tók mikið upp á láglendi og var orðin flekkótt jörð að morgni þ.26. Frá 26 til 27 voru suðvestanáttir með hvassviðri og síðan stormi, fyrst með hlýju veðri en síðan kólnaði og komið frost þann 27 um kvöldið og mjög dimm él. Þann 28 var suðlæg vindátt með smávegis úrkomu. 29 var tvíátta, vestan í fyrstu síðan norðaustan með snjókomu. 30 og 31 voru suðlægar vindáttir og hlýnaði dálítið í veðri 31. Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild.

Í suðvestan rokinu þann 27 náðu kviður að fara í 78 hnúta eða 40 m/s. Mikli og dimm él voru.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 52,9 mm. (í mars 2018: 38,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 25: +8,0 stig.

Mest frost mældist þann 30: -7,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var 0,0 stig. (i mars 2018: +1,1 stig)

Meðalhiti við jörð var -3,22 stig. (í mars 2018: -1,60 stig.)

Alhvít jörð var í 20 daga.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 25: 20 cm.

Sjóveður: Rysjótt sjóveður en nokkrir dagar sæmilegir.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-7: Norðaustan, ANA N, NNV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi en allhvass þ.1. og allhvass og hvassviðri þ.3. snjókoma, slydduél, snjóél, hiti +4 niður í -3 stig.

8-11: Suðaustan kul, en komin A kaldi um kvöldið Þ. 11. úrkomulaust frost frá -7 og uppí +2 stig.

12: Norðaustan allhvasst, stinningskaldi, slydda, hiti -1 til +2 stig.

13-17: Austlægar eða breytilegar vindáttir, kul, stinningsgola, snjókoma, él, en úrkomulaust 16 og 17 hiti +3 til -2 stig.

18-21: Suðvestan gola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, en hvassviðri þ.20. með storméljum, skúrir, snjóél, hiti frá +7,5 niður í -7 stig.

22: Norðaustan og N stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, slydda, snjókoma, hiti frá +2 niður í -3 stig.

23-24: Mest suðlægar vindáttir SV, SA kul, stinningsgola, kaldi, síðan NV og N, gola, kaldi, skafrenningur, snjókoma, snjóél, frostrigning, hiti -5 til +2 stig.

25: Suðaustan og S kul, kaldi, allhvasst, snjókoma, slydda, rigning, hiti frá -2 til +8 stig.

26-27: Suðvestan, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, skúrir, slydduél, snjóél, miklar kviður þ. 27. Kviður fóru í 40 m/s. Hiti +8 niður í -2 stig.

28: Sunnan gola í fyrstu með smá snjómuggu, siðan SV stinningsgola eða kaldi og él og skafrenningur, hiti -0 til -3 stig.

29: Vestan stinningsgola fyrri hluta dags, síðan NA stinningskaldi, snjókoma, frost 0 til 4 stig.

30-31: Suðvestan eða S gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust þ.30. lítilsáttar rigning þ.31. Hiti -7 til +4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2019 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
Vefumsjón