Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2005

Veðrið kl 1800.

Norðan 7 m/s snjókoma skyggni 4 km talsverður sjór frost 3,6 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -2,0 stig LÁ -3,8 stig úrkoma 1 mm.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2005

Heimsóknir á heimasíðuna voru 3670 í mars.

Heimsóknir á heimasíðuna www.litlihjalli.it.is í mars voru 3670 eða 118 heimsóknir á sólarhring í liðnum mánuði,og er þetta svipað og í febrúar síðastliðin.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2005

Veðrið kl 0900.

Norðan 8 m/s úrkoma í grennd skyggni 18 km dálítill sjór frost 2,0 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 4,4 stig LÁ -2,4 stig úrkoma 0,0 mm.Jörð auð en frosin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Suðvestan 8 til 10 m/s skúr á síðustu kls skyggni 25 km sjólítið hiti 3,9 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 5,7 stig LÁ 0,6 stig úrkoma 3 mm.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. mars 2005

Tóku upp kartöflur um Páskana.

Ívar Benidiktsson sumarhúsaeigandi á Gjögri og fjölskylda hans dvöldu um páskahátíðina þar.
Þaug höfðu sett niður kartöflur í vor í Akurvík fyrir neðan flugvöllin og náðu aldrey að taka allt upp í haust,nú datt þeim að athuga með kartöflurnar og tóku upp um 4 kg af ágætis kartöflum og þurftu aðeins að henda nokkrum vegna frostskemda hitt voru fínustu kartöflur.
Þetta hlítur að vera einsdæmi að taka upp kartöflur í mars í Árneshreppi og að mestu óskemdum efir veturin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. mars 2005

Veðrið kl 0900.

Austan 5 til 6 m/s slydda skyggni 4 km sjólítið hiti 1,1 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 5,3 stig LÁ 1,0 stig úrkoma 2 mm.Jörð flekkótt.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. mars 2005

Fór á sjúkrahús.

Margir hafa sent mér tölvupóst og spurt hvort eitthvað hefði bilað hjá mér á heimsíðunni enn svo var nú ekki.
Heldur veiktist ég um páskhátíðina og varð að fá læknir til mín á annan í páskum vegna mikilla verkja.Og til öryggis tók læknirin mig með sér til Hólmavíkur til að taka blóðsíni og fleyra vegna þess að ég hef verið til margra ára með alltof háar magasírur og allt að því magasár en er eftir að koma úr rannsókn sem sent var suður á LSP en fékk sírubindandi töflur með mér heim og eru það versta búið.En kann ekki að skíra allt þetta læknamál.Kom heim seinnipartinn í dag.
Ég vil geta þess hvað gott var að vera þessa tvo sólarhringa á sjúkrahúsinu á Hólmavík og frábært starfsfólk sem stjönuðu við mann þessa daga.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Suðsuðvestan 3 m/s skýjað skyggni 45 km gráð hiti 4,9 stig.Úrkoma í dag var 0,0 mm.
Var ekki heima í rúma tvo sólarhringa þannig að ekkert yfirlit er HÁ og LÁ.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Sunnan 8 til 10 m/s skýjað skyggni 55 km gráð hiti 9,2 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 10,5 stig LÁ 6,8 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. mars 2005

Veðrið kl 0900.Annar í páskum.

Norðvestan 3 m /s skýjað skyggni 45 km gráð hiti 6,8 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 8,4 stig LÁ 2,2 stig úrkoma engin.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Spýtan og súlan eftir.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
Vefumsjón