Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 10. apríl 2005

Saumaklúbbur á Melum.

Konur í saumaklúbb á Melum 09-04-2005.
Konur í saumaklúbb á Melum 09-04-2005.
Saumaklúbbur var í gærkvöld á Melum hjá þeim hjónum Bjarnheiði Fossdal og Birni Torfasyni.
Þetta er þetta venjulega í þessum klúbbum konur við hannirðir karlar við spil.
Síðan er stór kaffiveisla á eftir eins og allstaðar á klúbbkvöldum.
Saumaklúbbur var á Munaðarnesi á Sunnudaginn 3 apríl þar dró það til tíðinda að karlar þurftu að fá konu lánaða í bridds spil við eitt borðið og valdist í það skólastjórinn Jóhanna Þorsteinsdóttir.Erfiðlega hefur gengið að halda klúbbana á hálfsmánaðar fresti vegna tíðarfars í vetur.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 10. apríl 2005

Veðrið kl 0900.

Norðan 4 m/s skýjað skyggni 28 km dálítill sjór hiti 1,2 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 1,9 stig LÁ 0,4 stig úrkoma 0,0 mm.Jörð snjólag.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. apríl 2005

Veðrið kl 1800.

Suðsuðvestan 8 m/s slydduél skyggni 25 km dálítill sjór hiti 1,0 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 3,4 stig LÁ 0,9 stig úrkoma 0,1 mm.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. apríl 2005

Veðrið kl 0900.

Suðsuðvestan 11 m/s skýjað skyggni 30 km dálítill sjór hiti 3,1 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 4,6 stig LÁ 1,3 stig úrkoma 0,6 mm.Jörð snjór
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. apríl 2005

Veðrið kl 1800.

Austsuðaustan 2 m/s rigning skyggni 6 km dálítill sjór hiti 1,3 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 3,0 stig LÁ 0,2 stig úrkoma 2 mm.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. apríl 2005

Veðrið kl 0900.Nýtt tungl.(sumartungl)

Norðan 6 m/s úrkoma í grennd skyggni 20 km talsverður sjór hiti 0,3 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 4,0 stig LÁ -7,8 stig úrkoma 0,2 mm.Jörð skaflar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. apríl 2005

Veðrið kl 1800.

Suðsuðvestan 4 m/s úrkoma í grennd skyggni 12 km talsverður sjór frost 7,6 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -6,4 stig LÁ -8,3 stig úrkoma 0,1 mm.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. apríl 2005

Borgarísjakar.

Borgarís út af Ávíkinni 07-04-2005.
Borgarís út af Ávíkinni 07-04-2005.
Nokkuð stór Borgarísjaki er hér fyrir utan Ávíkina og annar útaf Felli eða milli Fells og Sundlaugar hann brotnaði í tvennt í morgun fyrir hádeigi jakin sem er hér fyrir utan Ávíkina er strandaður.Myndir í myndaalbúmi undir hafísmyndir.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. apríl 2005

Vegurinn orðinn fær´norður í Árneshrepp.

Flugvallarvélin.
Flugvallarvélin.
Í morgun var byrjað að opna vegin norðan Bjarnafjarðar í Árneshrepp,mokað var beggja megin frá með veghefli að innverðu og flugvallarvélinni norðan frá.Að sögn Jóns Gísla hjá Vegagerðinni á Hólmavík var vegurinn orðin fær um 1600 í dag en eftir er að moka útaf og laga til þar sem um einhvern snjó var að ræða.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. apríl 2005

Útlendingur í tjaldi við Krossnessundlaug.

Brasalíumaður kom norður á Land-Rover fyrir nokkrum dögum og tjaldaði við Krossnessundlaug og var í tjaldi alla dagana í snjókomunni og hvassviðrinu.Ekki vildi hann þyggja að vera inni neinsstaðar þótt honum hafi verið boðið það af mörgum.Sagt er að þessi maður sé fjósamaður á Tannstaðabakka í Hrútafirði.Ekki náði fréttaritari mynd af tjaldbúa og tjaldi.

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Spýtan og súlan eftir.
  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
Vefumsjón