Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Breytileg vindátt 1 m/s skýjað skyggni 22 km sjólítið hiti 3,7 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 9,5 stig LÁ 3,5 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. mars 2005

Veðrið kl 0900.Skírdagur.

Austsuðaustan 3 m/s skýjað skyggni 30 km dálítill sjór hiti 5,6 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 6,3 stig LÁ 0,8 stig úrkoma 3 mm,auð jörð.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Norðnorðaustan 7 til 8 m/s slydda skyggni 7 km dálítill sjór hiti 1,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900:HÁ 1,1 stig LÁ -1,6 stig úrkoma 0,1 mm.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. mars 2005

Hafís mínkar við landið.

Þá er lokssins komin smá vindur af Norðaustri sem hefur þaug áhrif að ís er að mínka svoldið við ströndina,eða hafís nær nú um ca 500 til 700 m frá landi hér útaf Litlu-Ávík veðurathugunarstöð eða má seygja auðan sjó að mestu frá Vestanverðri Reykjneshyrnu og í Krossnestá enn íshrafl virðist reka út NV með Veturmýrarnesi,Selskerssvæðið virðist mikið til autt.Slæmt skyggni hefur verið enn sást dáldið út annað slagið um miðjan dag.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. mars 2005

Veðrið kl 0900.

Norðan 7 m/s snjókoma með köflum skyggni 6 km frost 1,5 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -0,4 stig LÁ -1,7 stig úrkoma 1 mm.Jörð alhvít.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Norðnorðvestan 3 m/s frostúði skyggni 1,2 km frost 0,6 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 0,7 stig LÁ -0,7 stig úrkoma 0,1 mm.
Þoka var um tíma í dag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. mars 2005

Lítil breyting á Hafísnum.

Frekar lítil breyting hefur orðið á Hafísnum í dag og í gær.Þegar sást í smá tíma út í morgun og rétt fyrir hádeygið vegna þoku og þokulofts var þetta allt mjög svipað þó helst að minni ís er á Serskerssvæðinu og meyra um vakir og lænur þar.
Nú lítur ílla út fyrir Grásleppukarla að leggja net nema að ísin fari að hörfa frá landi,enn nú í þrjá daga hefur verið logn eða breytileg vindátt og eða hafgola,vindmælir hér á Veðurathugunarstöðinni í Litlu-Ávík hefur ekki farið í nema 3 til 4 m/s undanfarna þrjá sólarhringa.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. mars 2005

Talsvert að gera í Kaupfélaginu fyrir Páskahátíð.

Margrét Jónsdóttir við afgreiðslu.
Margrét Jónsdóttir við afgreiðslu.
Útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði er opið alla virka daga frá kl 1300 til 1800 nema að venjulega er alveg lokað á miðvikudögum,nema á morgun verður opið frá kl 1300 til 1800.
Talsvert var að gera í Kaupfélaginu í dag og í nógu að snúast og að afgreyða hjá útibústjóranum Margréti Jónsdóttur í dag næstsíðasta virkan dag fyrir Páskahátíð.Vefritari Litlahjalla var á ferð í dag á Norðurfirði og smellti af mynd í versluninni.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. mars 2005

Veðrið kl 0900.Einmánuður byrjar.

Breytileg vindátt 1 m/s þoka í grennd skyggni 15 km frost 0,3 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 3,3 stig LÁ -0,7 stig úrkoma 0,5 mm.Jörð frosin
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Breytileg vindátt þokumóða skyggni 18 km hiti 2,9 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 7,8 stig LÁ 0,9 stig úrkoma engin.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Dregið upp.
Vefumsjón