Þá er búið að fljúga á Gjögur í dag enn ekki var flogið í gær vegna veðurs.Leiguflugvél kom í dag á vegum Landsflugs með vörurnar og póstin og farþega.
Mikið hefur molnað niður úr ísnum í nótt í sjóganginum,ísinn hefur minkað langt inn á Trékyllisvík enn Norðurfjörður fullur af ís ennþá talsvert hrafl út með Krossnesi og í Veturmýrarnes Ávikin er full af ís ennþá.
Austnorðaustan 14 til 16 m/s úrkoma í grennd skyggni 12 km allmikill sjór hiti 2,4 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 2,5 stig LÁ 0,4 stig úrkoma 7 mm.Jörð alhvít.
Á þryðjudaginn var fór íþróttatími skólabarna Finnbogastaðaskóla fram á Finnbogastaðavatni við alls kins leyki á skautum. Aðeins 5 börn eru í skólanum en sjötta barnið á myndinni er ekki komið á skólaaldur.Börnin stilltu sér upp til myndatöku á ísilögðu vatninu fyrir ljósmyndaran Bjarnheiði Fossdal. Vefsíðan þakkar Bjarnheiði fyrir myndina.
Austnorðaustan 14 til 16 m/s úrkoma í grennd skyggni 18 km dálítill sjór frost 0,4 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -0,1 stig LÁ-5,4 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð alhvít.
Í gær voru strengdir kaðlar við smábátahöfina á Norðurfirði til varnar að ís kæmist inn í hana enda fylltist Norðurfjörðirinn af ís í nótt þegar snérist í hvassa norðaustan átt,en ís er við bryggju við hafskipabryggjuna.