Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. mars 2005

Óvæntur sauðburður á Finnbogastöðum.

Ærin með gimbrina úti.
Ærin með gimbrina úti.
Nú í dag rétt eftir hádeigið bar tveggja vetra á einu gimbrarlambi á Finnbogastöðum hjá Guðmundi Þorsteinssyni bónda óvænt.Það virðist vera að rollan hafi komist í hrúta í haust áður en þeir voru teknir inn að sögn Guðmundar.Ekki er vitað annað enn þetta sé fyrsti sauðburður í Árneshreppi á þessu ári.Nýborna rollan ásamt nýfæddu lambi fengu að spóka sig úti í dag í góða veðrinu í smá tíma.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. mars 2005

Bilun á Strandir.ís

Bilun varð á netþjóni á www.strandir.is í gær enn unnið hefur verið að viðgerð í nótt og kemst vonandi í lag í dag.Vonandi hafa eingar skemdir orðið á harða diskinum en verið er að athuga það.Strandir.is er nú keyrð á varanetþjóni og er ekki eins fullkomin og aðalnetþjónn.Lesendur Stranda.ís eru beðnir velvirðingar á þessu og síni smá biðlund.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. mars 2005

Veðrið kl 0900.Föstudagurinn langi.

Norðaustan 2 m/s skýjað skyggni 20 km dálítill sjór hiti 2,6 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 4,1 stig LÁ 0,2 stig úrkoma 3 mm.Jörð auð.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Breytileg vindátt 1 m/s skýjað skyggni 22 km sjólítið hiti 3,7 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 9,5 stig LÁ 3,5 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. mars 2005

Veðrið kl 0900.Skírdagur.

Austsuðaustan 3 m/s skýjað skyggni 30 km dálítill sjór hiti 5,6 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 6,3 stig LÁ 0,8 stig úrkoma 3 mm,auð jörð.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Norðnorðaustan 7 til 8 m/s slydda skyggni 7 km dálítill sjór hiti 1,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900:HÁ 1,1 stig LÁ -1,6 stig úrkoma 0,1 mm.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. mars 2005

Hafís mínkar við landið.

Þá er lokssins komin smá vindur af Norðaustri sem hefur þaug áhrif að ís er að mínka svoldið við ströndina,eða hafís nær nú um ca 500 til 700 m frá landi hér útaf Litlu-Ávík veðurathugunarstöð eða má seygja auðan sjó að mestu frá Vestanverðri Reykjneshyrnu og í Krossnestá enn íshrafl virðist reka út NV með Veturmýrarnesi,Selskerssvæðið virðist mikið til autt.Slæmt skyggni hefur verið enn sást dáldið út annað slagið um miðjan dag.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. mars 2005

Veðrið kl 0900.

Norðan 7 m/s snjókoma með köflum skyggni 6 km frost 1,5 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -0,4 stig LÁ -1,7 stig úrkoma 1 mm.Jörð alhvít.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Norðnorðvestan 3 m/s frostúði skyggni 1,2 km frost 0,6 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 0,7 stig LÁ -0,7 stig úrkoma 0,1 mm.
Þoka var um tíma í dag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. mars 2005

Lítil breyting á Hafísnum.

Frekar lítil breyting hefur orðið á Hafísnum í dag og í gær.Þegar sást í smá tíma út í morgun og rétt fyrir hádeygið vegna þoku og þokulofts var þetta allt mjög svipað þó helst að minni ís er á Serskerssvæðinu og meyra um vakir og lænur þar.
Nú lítur ílla út fyrir Grásleppukarla að leggja net nema að ísin fari að hörfa frá landi,enn nú í þrjá daga hefur verið logn eða breytileg vindátt og eða hafgola,vindmælir hér á Veðurathugunarstöðinni í Litlu-Ávík hefur ekki farið í nema 3 til 4 m/s undanfarna þrjá sólarhringa.

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
Vefumsjón