Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. mars 2005

Landsins forni fjandi farin að sjást.

Íshrafl í Hvalvík.
Íshrafl í Hvalvík.
1 af 2
Þá er íshrafl farið að reka inn á Trékyllisvíkina og víðar dáldið íshrafl er utan við Munaðarnes í minni Íngólfsfjarðar engan ís hef ég séð í Reykjarfirði og á Gjögurssvæðinu ennþá enda skyggni mjög slæmt um 3 til 6 km.
Ég náði tveimur sæmilegum myndum af íshraflinu í Trékyllisvík og í Hvalvík.Settar líka í hafísmyndasafn.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. mars 2005

Veðrið kl 0900.Hafís.

Norðan 11 til 12 m/s snjóél skyggni 4 km dálítill sjór frost 10,4 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -7,5 stig LÁ -11,0 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð flekkótt.
Hafís sést núna reka hér á milli Litlu-Ávíkur og Krossnes og rekur inn á Trékyllisvík.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Norðan 10 m/s snjóél skyggni 8 km dálítill sjór frost 8,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -8,0 stig LÁ -9,0 stig úrkoma 0,0 mm.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. mars 2005

Veðrið kl 0900.

Norðan 7 m/s úrkoma í grennd skyggni 22 km dálítill sjór frost 8,3 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -3,5 stig LÁ -8,6 stig úrkoma 0,0 mm.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Norðan 6 til 7 m/s skýjað skyggni 40 km sjólítið frost 3,6 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -1,8 stig LÁ -4,7 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. mars 2005

Bingó var í gærkvöld.

Nemendur Finnbogastaðaskóla héldu Bíngó í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík í gærkvöld til styrktar í ferðasjóð nemanda.
Þetta er árvist hjá þeim og einnig tvö spilakvöld.
All sæmileg mæting var á Bingóið.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. mars 2005

Veðrið kl 0900.

Norðaustan 4 til 5 m/s léttskýjað skyggni 45 km gráð frost 3,2 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -0,6 stig LÁ-5,7 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Norðnorðaustan 5 m/s þokumóða skyggni 20 km sjólítið frost 0,7 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 4,7 stig LÁ -0,8 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. mars 2005

Mjólkin kom ekki.

Meðal annars sem vantaði með fluginu í dag og von var á var mjólkin sem kemur í Kaupfélagið á Norðurfirði.Að sögn vöruafgreyðslu fyrir sunnan hjá Flugfélagi Íslands sem sér um afgreyðsu fyrir Landsflug kom Mjólkursamsalan aldrey með vörur þangað í dag.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. mars 2005

Flug á Gjögur á áætlun.

Flug á Gjögur var á eðlilegum tíma í dag lítið var að flytja.Eitthvað vantaði af vörum sem áttu að koma.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
Vefumsjón