Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Austan 6 m/s alskýjað skyggni 25 km talsverður sjór hiti 3,9 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 4,0 stig LÁ 2,1 stig úrkoma 0,0 mm.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. mars 2005

Búið að fljúga á Gjögur í dag.

Þá er búið að fljúga á Gjögur í dag enn ekki var flogið í gær vegna veðurs.Leiguflugvél kom í dag á vegum Landsflugs með vörurnar og póstin og farþega.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. mars 2005

Hafísinn inn á fjörðum hefur minnkað.

Mikið hefur molnað niður úr ísnum í nótt í sjóganginum,ísinn hefur minkað langt inn á Trékyllisvík enn Norðurfjörður fullur af ís ennþá talsvert hrafl út með Krossnesi og í Veturmýrarnes Ávikin er full af ís ennþá.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. mars 2005

Veðrið kl 0900.

Austnorðaustan 14 til 16 m/s úrkoma í grennd skyggni 12 km allmikill sjór hiti 2,4 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 2,5 stig LÁ 0,4 stig úrkoma 7 mm.Jörð alhvít.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. mars 2005

Á skautum á Finnbogastaðavatni.

Á Finnbogastaðavatni.
Á Finnbogastaðavatni.
Á þryðjudaginn var fór íþróttatími skólabarna Finnbogastaðaskóla fram á Finnbogastaðavatni við alls kins leyki á skautum.
Aðeins 5 börn eru í skólanum en sjötta barnið á myndinni er ekki komið á skólaaldur.Börnin stilltu sér upp til myndatöku á ísilögðu vatninu fyrir ljósmyndaran Bjarnheiði Fossdal.
Vefsíðan þakkar Bjarnheiði fyrir myndina.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Austnorðaustan 16 til 18 m/s alskýjað skyggni 22 km talsverður sjór hiti 0,8 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 1,0 stig LÁ -0,5 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. mars 2005

Aflýst flugi.

Búið er að aflýsa flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. mars 2005

Engin breyting á ís.

Hafís í Ávíkinni.15-03-2005.
Hafís í Ávíkinni.15-03-2005.
Ekki er að sjá neina breytingu á hafísnum síðan í gærmorgun héðan frá Litlu-Ávík að sjá
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. mars 2005

Veðrið kl 0900.

Austnorðaustan 14 til 16 m/s úrkoma í grennd skyggni 18 km dálítill sjór frost 0,4 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -0,1 stig LÁ-5,4 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð alhvít.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. mars 2005

Veðrið kl 1800.

Norðaustan 13 til 14 m/s skýjað skyggni 20 km dálítill sjór frost 5,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -4,6 stig LÁ -5,9 stig úrkoma 0,0 mm.

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
Vefumsjón