Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. febrúar 2005

Fyrir þrjátíu árum.

Frá skírn í Árneskirkju 08-06-1975.
Frá skírn í Árneskirkju 08-06-1975.
Vefsíðan fékk frábært bréf frá heiðurshjónum nú fyrir stuttu og reynir heimasíðan að koma því á framfæri hér með,þaug hafa orðið:

Fyrir 30 árum,nánar tiltekið 1975, fjölgaði nýfæddum í Árneshreppi um 6 einstaklinga.Þykir það nokkuð merkilegt fyrir tvennar sakir.
Fyrst þær að líklega hafa ekki fæðst svo margir einstaklingar á sama árinu eftir þetta í hreppnum.
Hitt er að fjögur fyrstu börnin á árinu fæðast á sex vikna tímabil.
Einhverjar vangaveltur hafa verið um hvað hafi komið af stað þessari miklu frjósemi.Hvort það var kalt vor eða eitthvað annað skal ósagt látið.
Þann 8.júní 1975 voru skírð saman í Árneskirkju af séra Andrési Ólafssyni,Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir frá Djúpavík fædd 16 janúar,Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Munaðarnesi F 6/2,Arnar Hallgrímur Ágústsson frá Steinstúni F 9/2 og Benidikt Jón Guðmundsson frá Stóru-Ávík F 27/2.Síðar á árinu fæðist Pálina Hjaltadóttir í Bæ 12 október og Benedikt G.Karlsson frá Djúpavík fæddur 4 nóvember.
Viljum við undirrituð senda öllu þessu fólki hamingju óskir með tugina þrjá.
Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir og Sæmundur Pálsson frá Djúpavík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. febrúar 2005

Veðrið kl 1800.

Norðvestan 2 m/s þoka skyggni 0,6 km ládautt hiti 0,5 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 2,7 stig LÁ -1,8 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. febrúar 2005

Seinkun var á flugi til Gjögurs.

Seinkunin var um klukkutíma útaf að það þurfti að sameina flug til Bíldudals og Gjögurs og var fyrst flogið á Bíldudal síðan á Gjögur,póstur og vörur komu eitthvað af farþegum fóru.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. febrúar 2005

Veðrið kl 0900.Fullt tungl.

Sunnan 1 m/s léttskýjað skyggni 65 km ládautt frost 1,1 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 3,2 stig LÁ -1,9 stig úrkoma engin.Jörð frosin og mikið héluð.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. febrúar 2005

Veðrið kl 1800.

Logn léttskýjað skyggni meyra enn 70 km ládautt hiti 2,8 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 5,4 stig LÁ 0,8 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. febrúar 2005

Veðrið kl 0900.

Suðsuðaustan 1 m/s léttskýjað skyggni 60 km ládautt hiti 1,8 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 5,0 stig LÁ 0,1 stig úrkoma engin.Jörð frosin.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. febrúar 2005

Veðrið kl 1800

Breytileg vindátt 1 m/s léttskýjað skyggni 60 km ládautt hiti 4,7 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 7,9 stig LÁ 4,0 stig engin úrkoma.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. febrúar 2005

Árshátíð félags Árneshreppsbúa í Reykjavík.

Árshátíð félags Árneshreppsbúa verður haldin laugardaginn 5.mars í Bræðraminni, Kiwanishúsinu, Engjateig 11, Reykjavík. Húsið verður opnað klukkan19, borðhald hefst hálftíma síðar.
Forsala aðgöngumiða og borðapantanir verða í Kiwanishúsinu Engjateig 11,
laugardaginn 26. febrúar milli klukkan 14 og 16. Gestir utan af landi geta pantað miða hjá Snorra Torfasyni, sími 660 3531, og hjá Gíslínu Gunnsteinsdóttur í síma 5672678.
Verð aðgöngumiða er kr. 5.000 fyrir matargesti en að borðhaldi loknu þarf hver sá sem hug hefur á að blanda geði glaðbeitta Strandamenn að reiða fram 1.500 krónur.
Matseðill kvöldsins er girnilegur að vanda;
Forréttur: Parma skinka á salatbeði og melónu framreitt með hvítlauksbrauði og graslauksósu.
Aðalréttur: Heilsteikt logandi lambalæri (niðursneitt í sal) borið fram með kartöflum, grænmeti og sósum að eigin vali.
Eftirréttur: Kaffi og konfekt.
"Heilsað með vinstri" nefnist skemmtidagskrá árshátíðarinnar en hana flytur Laddi ásamt Hirti Howser, undirleikara. Skemmtidagskráin hefst um leið og gestir koma í húsið og stendur þar til borðhaldi lýkur. Laddi kemur fram í sínum þekktustu "karekterum". Munu hinar persónur Ladda birtast hér og þar í salnum, gestum algjörlega að óvörum og blanda geði við þá og sprella á meðal gesta.
Að borðhaldi loknu tekur hljómsveitin Pónik við ásamt Ara Jónssyni söngvara og Strandamanni og leika og syngja til klukkan 3 um nóttina.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. febrúar 2005

Veðrið kl 0900.

Logn léttskýjað skyggni 50 km gráð hiti 5,2 stig.
Yfirlit frá 1800 í gær:HÁ 8,9 stig LÁ 4,1 stig úrkoma engin.Auð jörð
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. febrúar 2005

Veðrið kl 1800.

Vestan 4 m/s léttskýjað skyggni 40 km gráð hiti 8,6 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 13,4 stig LÁ 7,6 stig úrkoma engin.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
Vefumsjón