Búið er að aflísa flugi til Gjögurs í dag,að sögn Sveindísar Guðfinnsdóttur flugvallarvarðar bíða 19 farþegar flugs suður eða í fulla áætlunarvélina Dorníer 228 vél Landsflugs. Brjálað veður hefur verið síðan kl 10.00 í morgun snjókoma og skafrenníngur og ekki sést út úr augum.
Austnorðaustan 14 til 15 m/s skafrenningur skyggni 22 km allmikill sjór frost 2,1 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -2,0 stig LÁ -5,0 stig úrkoma 0,3 mm.Jörð almikill snjór og skaflar.
Við bræður hér í Litlu-Ávík skutum upp flugeldum í kvöld eftir kl 2100 enn nú er snjókoma annað slagið og sést norður til Norðurfjarðar þar var skotið upp fyrr í kvöld einnig,áfram er spáð leiðindaveðri.
Vestan 2 m/s snjókoma skyggni 1,5 km mikill sjór frost 4,9 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -3,7 stig LÁ -5,6 stig úrkoma 13 mm.Jörð allmikill snjór og skaflar.
Um leið og ég óska ykkur lesendur góðir Gleðilegra áramóta vil ég þakka fyrir frábærar kveðjur í gestabókina og tölvupóst með upplýsingar og annað og hvatningu með heimasíðuna litlihjalli.it.is. Ég óska öllum nær og fjær Gleðilegs nýs árs Jón Guðbjörn Litlu-Ávík.