Um leið og ég óska ykkur lesendur góðir Gleðilegra áramóta vil ég þakka fyrir frábærar kveðjur í gestabókina og tölvupóst með upplýsingar og annað og hvatningu með heimasíðuna litlihjalli.it.is. Ég óska öllum nær og fjær Gleðilegs nýs árs Jón Guðbjörn Litlu-Ávík.
Um hálf ellefu var langbylgjan á Gufuskálum komin í lag,þannig að allir í dreyfbýli og sjómenn ættu að geta hlustað á gömlu góðu gufuna um áramótin sem ná sendingum gegnum Gufuskála.
Truflanir hafa verið frá því í gærkvöld á útsendingu Rýkisútvarps frá sendinum á Gufuskálum,eru skruðningar og læti í útsendingu,í viðtali við bilanir hjá RÚV er maður á leiðinni vestur að gera við og vonandi verður allt komið í lag fyrir kvöldið.Þetta er slæmt fyrir sjómenn og víða í sveitum sem ná bara langbylgjusendingum
Suðvestan 8 m/s Snjókoma á síðustu kl skyggni 11 km frostmark 0,0. Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 0,2 stig LÁ -1,4 stig úrkoma 2 mm. Borgarísjaki NA af Gjögurvita ca 20 til 25 km frá landi.
Þegar ég var í póstferðinni í dag og fór út í Gjögurvita að líta eftir sá ég borgarísjaka NA af vitanum og ca 20 til 25 km frá landi allhvöss suðvestanátt var þá.Enda átti ég von á svona sendingu með rýkjandi hvössum vesanáttum.