Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. desember 2004

Lestur á heimasíðunni.

Heimsóknir á heimasíðuna hafa verið miklar fyrir jól og fram að áramótum eða að jafnaði um 100 eða frá 90 og upp í 140 heimsóknir á sólarhring.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. desember 2004

Sending á Gufuskálum komin í lag.

Um hálf ellefu var langbylgjan á Gufuskálum komin í lag,þannig að allir í dreyfbýli og sjómenn ættu að geta hlustað á gömlu góðu gufuna um áramótin sem ná sendingum gegnum Gufuskála.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. desember 2004

Truflanir á langbylgju RÚV.Á Gufuskálum.

Truflanir hafa verið frá því í gærkvöld á útsendingu Rýkisútvarps frá sendinum á Gufuskálum,eru skruðningar og læti í útsendingu,í viðtali við bilanir hjá RÚV er maður á leiðinni vestur að gera við og vonandi verður allt komið í lag fyrir kvöldið.Þetta er slæmt fyrir sjómenn og víða í sveitum sem ná bara langbylgjusendingum
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. desember 2004

Veðrið kl 0900.Gamlársdagur.

Suðsuðaustan 7 m/s skýjað skyggni 35 km sjólítið frost 1,1 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 1,2 stig LÁ -2,0 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð snjóþyljur talsverðar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Suðvestan 8 m/s Snjókoma á síðustu kl skyggni 11 km frostmark 0,0.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 0,2 stig LÁ -1,4 stig úrkoma 2 mm.
Borgarísjaki NA af Gjögurvita ca 20 til 25 km frá landi.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. desember 2004

Borgarísjaki.

Myndasafn.
Myndasafn.
Þegar ég var í póstferðinni í dag og fór út í Gjögurvita að líta eftir sá ég borgarísjaka NA af vitanum og ca 20 til 25 km frá landi allhvöss suðvestanátt var þá.Enda átti ég von á svona sendingu með rýkjandi hvössum vesanáttum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. desember 2004

Flug á Gjögur.

Flug á Gjögur tókst í dag enn allhvass vindur var,flugi seinkaði dáldið fáir fóru með vélinni enn nokkrir komu sem ætla að dvelja hjá sínu fólki um áramótin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. desember 2004

Hætt var við snjómokstur á Munaðarnes.

Ég nefndi það fyrr í dag að mokað yrði til Munaðarness enn hætt var við það enn það stóð til.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. desember 2004

Snjómokstur innansveitar.

Verið er að moka hér innansveitar frá Norðurfirði á Munaðarness og í Trékyllisvík.Einnig verður mokað til Djúpavíkur þegar búið er að skafa flugbrautina á Gjögurflugvelli.Heldur hefur bætt í vind síðan kl 0900 og eru kviður upp í 21 m/s enn skefur lítið.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. desember 2004

Veðrið kl 0900.

Suðsuðvestan 13 til 14 m/s skýjað skyggni 35 km dálítill sjór frost 0,1 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 0,4 stig LÁ -3,0 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð talsverðar snjóþyljur.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
Vefumsjón