Um hálf ellefu var langbylgjan á Gufuskálum komin í lag,þannig að allir í dreyfbýli og sjómenn ættu að geta hlustað á gömlu góðu gufuna um áramótin sem ná sendingum gegnum Gufuskála.
Truflanir hafa verið frá því í gærkvöld á útsendingu Rýkisútvarps frá sendinum á Gufuskálum,eru skruðningar og læti í útsendingu,í viðtali við bilanir hjá RÚV er maður á leiðinni vestur að gera við og vonandi verður allt komið í lag fyrir kvöldið.Þetta er slæmt fyrir sjómenn og víða í sveitum sem ná bara langbylgjusendingum
Suðvestan 8 m/s Snjókoma á síðustu kl skyggni 11 km frostmark 0,0. Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 0,2 stig LÁ -1,4 stig úrkoma 2 mm. Borgarísjaki NA af Gjögurvita ca 20 til 25 km frá landi.
Þegar ég var í póstferðinni í dag og fór út í Gjögurvita að líta eftir sá ég borgarísjaka NA af vitanum og ca 20 til 25 km frá landi allhvöss suðvestanátt var þá.Enda átti ég von á svona sendingu með rýkjandi hvössum vesanáttum.
Flug á Gjögur tókst í dag enn allhvass vindur var,flugi seinkaði dáldið fáir fóru með vélinni enn nokkrir komu sem ætla að dvelja hjá sínu fólki um áramótin.
Verið er að moka hér innansveitar frá Norðurfirði á Munaðarness og í Trékyllisvík.Einnig verður mokað til Djúpavíkur þegar búið er að skafa flugbrautina á Gjögurflugvelli.Heldur hefur bætt í vind síðan kl 0900 og eru kviður upp í 21 m/s enn skefur lítið.
Suðsuðvestan 13 til 14 m/s skýjað skyggni 35 km dálítill sjór frost 0,1 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 0,4 stig LÁ -3,0 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð talsverðar snjóþyljur.