Norðnorðvestan 6 m/s snjóél skyggni 20 km allmikill sjór frost 2,1 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 0,7 stig LÁ -2,5 stig úrkoma 3 mm.Jörð snjór og skaflar.
Í dag lennti ökumaður hjólaskóflu sem var að hreinsa snjó út af veginum í Hvalvík sem er rétt norðan við Árnesstapana útaf og aðeins eitt hjól var upp á veginum enn hin í snjóruðningnum fyrir utan veg sem hélt vélinni.Mjög svellað er undir snjónum á veginum. Ekki tókst að draga vélina upp á veg aftur með stórum traktorum.Síðan var gripið til þess ráðs að setja dráttarvíra og kaðla í stóra traktora og slaka hjólaskóflunni niðrí fjöru þótt snarbratt væri og dráttarvélarnar héldu í og síðan tönnin á hjólaskóflunni síðan var vélinni keyrt eftir fjörinni og keirð upp á veg við Árnesstapana.
Þá var flogið á Gjögur í dag um hálf þrjú og komust þá farþegarnir 19 suður sem beðið hafa flugs síðan á mánudag. Þetta er allmikil fækkun í hreppnum í dag. Veginum hefur verið haldið opnum í dag frá Norðurfirði til Gjögurs enn að mestu eru þetta göng ennþá nema þar sem snjóruðningsmönnum hefur gefist tími til að moka ruðningi útaf.
Norðan 9 m/s snjóél skyggni 2 km allmikill snjór hiti 0,2 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 0,6 stig LÁ -3,0 stig úrkoma 0,2 mm.Jörð snjór og skaflar.
Mokað var frá Norðurfirði og út á Gjögur þannig að það ætti að vera sæmilega fært mikill snjór er víða og skaflar reynt var að gera fært ef flogið hefði verið í dag enn margir farþegar bíða flugs suður.
Suðvestan 13 til 15 m/s snjókoma skyggni 0,2 km allmikill sjór frost 1,1 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 0,9 LÁ -1,2 úrkoma 28 mm.Jörð snjór og miklir skaflar.