Í dag var vegurinn opnaður frá Norðurfirði til Krossnes og núna bara rétt búið að sögn Íngólfs Benidiktsonar vélamanns snjómoksturstækis enn hann sagðist hafa eingöngu blásið snjóin og sumstaðar eru göng eins og eru víðast þar sem mokað hefur verið,vegurin hefur verið lokaður til Krossness frá því fyrir áramót. Nú er aðeins hláka hér í hreppnum á hádegi var hiti 3 stig og rigning enn nú er stitt upp.
Það er vanalegt að tveir bæjir verða einangraðir hér í hreppnum þegar gera slík snjóalög sem nú eru enn það er Munaðarnes í norðri og Djúpavík í suðri.Verst af öllu sagði Sólveig Jónsdóttir við mig fréttaritara heimasíðunnar,það er það að hafa mist út sjónvarpið annan í jólum það þíðir það að ekkert verður hægt að gera við fyrr enn snjóa leysa einnig ná hjónin á Munaðarnesi ekki tölvusambandi eða vegna þess að talva er biluð. Á Djúpuvík hafa þaug hjón Eva og Ásbjörn ágætt og ná sjónvarpi og eru nettengd við umheiminn,Ásbjörn kom á snjósleða norður í sveit í gær og náði í póst og nauðsynjar þá seygist hann fara upp úr Reykjarfirði að Glissu og niðrí Árnesdal í Trékyllisvík.
Norðaustan 6 m/s slydda skyggni 7 km dálítill sjór hiti 1,4 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 2,0 stig LÁ -6,5 stig úrkoma 3 mm.Jörð snjór og skaflar.
Suðaustan 1 m/s alskýjað skyggni 50 km dálítill sjór frost 5,8 stig. Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -5,4 stig LÁ -7,5 stig úrkoma eingin. Mjög fallegt veður í dag og kyrrt þótt skýjað hafi verið í mestallan dag lokssins eftir langverandi leyðinda veður.
Á mánudaginn var var settur snjóblásari á traktorinn í Bæ sem er stór Massey Ferguson 4255 og 95 hestöfl nýleg vél.Vegagerðin hefur geymt snjóblásara á Gjögurflugvelli sem var til vara ef blásarinn bilaði sem notaður er við mokstur flugbrautar.Blásarinn er útbúin með sér mótor sem er 160 hestöfl sem var settur aftan á þrýtengi traktors og blásarinn á ámoksturstæki traktors að framan allt er vökvaknúið frá þessum mótor,þannig að traktorinn ber aðeins tækin uppi.Vélamaður á þessari vél er Gunnar G Dalkvist bóndi í Bæ í Trékyllisvík.
Borgarísjakinn sem hefur verið NA af Reykjaneshyrnu er á svipuðum slóðum aðeins austar og nær landi flugmaður áætlunarvélarinnar í dag er sammála mér um fjarlægð frá landi sé milli 4 og 5 km.Mynd sem ég náði af jakanum í dag og ég set hana líka í hafísmyndasafn.
Suðaustan 4 m/s léttskýjað skyggni 40 km dálítill sjór frost 6,3 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -2,2 stig LÁ -6,6 stig,úrkoma engin.Jörð snjór og skaflar.
Norðan 15 til 16 m/s snjóél á síðustu kls skyggni 12 km allmikill sjór frost 0,3 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 0,8 stig LÁ -3,3 stig úrkoma 2 mm.Jörð snjór og skaflar.