Sunnan 16 tl 18 m/s skýjað skyggni 30 km dálítill sjór hiti 5 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 7,6 stig LÁ 4,0 stig úrkoma 0,0 mm.Jörð snjór og skaflar,snjór hefur sígið og bráðnað mikið í nótt.
Í gærkvöld var haldinn fyrsti saumaklúbbur vetrarins,Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga í Norðurfirði riðu á vaðið. Við karlar mættum líka og tókum í spil og spilað var á þrem borðum bridds eða vist konur voru við sínar hannirðir.Sem vanalega var veisluborð um kvöldið hjá þeim hjónum.
Suðsuðvestan 8 til 10 m/s skýjað skyggni 40 km sjólítið hiti 2,5 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 2,6 stig LÁ -1,5 stig úrkoma engin.Jörð snjór og skaflar.
Vestsuðvestan 5 m/s skýjað skyggni 50 km sjólítið frost 0,7 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 1,5 stig LÁ -1,4 stig úrkoma engin.Jörð snjór og skaflar.
Í dag voru snjómokstursmenn á vélunum sem eru með snjóblásara að laga til sem ekki vannst tími til í gær,svo sem í svonefndum Hundshálsi og í botni Norðurfjarðar frá króknum að sýkinu og eitthvað meira