Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. janúar 2005

Veðrið kl 0900.Stormur.

Suðsuðvestan 21 til 23 m/s vindkviður í 30 m/s skýjað skyggni 35 km dálítill sjór hiti 6,9 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 7,8 stig LÁ 5,7 stig úrkoma 0,0 mm.Jörð flekkótt.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. janúar 2005

Þak losnaði og lyftist upp í stormkviðum.

Áhúsinu lengs til hægri losnaði um þakið.
Áhúsinu lengs til hægri losnaði um þakið.
Í rokinu og í miklum kviðum mánudagskvöldið þann 24 þessa mánaðar varð vart við að þak lyftist á einni íbúð Kaupfélagshúsanna sem reyndar var mannlaus þarna,í rokinu og ofsaveðrinu sem gekk þá yfir um kvöldið og fram á nótt komst vindur undir þakið og losaði það upp öðru meygin enn bara lyftist enn ekkert fauk sem betur fer.
Að sögn Gunnsteins Gíslasonar oddvita Árneshrepps voru fengnir menn í dag að reyna að festa þakinu niður með löngum nöglum til bráðabrygða,þetta er talsvert tjón þótt þakið hafi ekki fokið af því framundan er að skipta um allar undirstöður og laga til frammbúðar seygir Gunnsteinn.Þessi hús sem kölluð eru Kaupfélagshús eru nú í eigu Árneshrepps.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var rok þetta kvöld eða 27 m/s og kviður fóru oft í og yfir 36 m/s eða 12 vindstig sem er fárviðri,enn veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík vill benda á að kviður standa ekki oft yfir nema um eina mínútu eða upp í tvær,kviður sem gefnar eru upp á veðurstöð verða að standa stiðst yfir um eina mínútu og voru það æði oft þetta kvöld.Einnig er búið að vera hvassviðri oft undanfarna daga.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. janúar 2005

Veðrið kl 1800.

Suðsuðvestan 14 til 17 m/s skýjað skyggni 45 km sjólítið hiti 6,5 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 7,0 stig LÁ 5,5 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. janúar 2005

Aurbleyta á vegum og sumstaðar skemmdir.

Vegurinn niðrí Litlu-Ávik hefur skemmst dáldið í þessum öru leysingum undanfarna daga,í dag þegar ég kom snemma úr póstferð fórum við bræður að moka í þar sem mest hafði runnið úr og náðum mölinni aftur fyrir neðan veg,ég var svo á tipnum held ég sé kallað að moka úr og jafna vel í mestu rásirnar sem komnar voru í veiginn.Frá Gjögri og í Trékyllisvík hefur vegur lítið sem ekkert skemmst enn aurbleyta er,ekki veit ég um vegin áfram til Norðurfjarðar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. janúar 2005

Flug í fyrra lagi.

Áætlunarvél Landsflugs kom frekar fyrir áætlun í dag á Gjögur talsverður flutningur var með vélinni,tveir farþegar fóru.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. janúar 2005

Veðrið kl 0900.

Suðsuðvestan 11 til 12 m/s hálfskýjað skyggni 40 km sjólítið hiti 6,5 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 9,5 stig LÁ 6,2 stig úrkoma 0,0 mm.Jörð flekkótt.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. janúar 2005

Veðrið kl 1800.

Suðvestan 11 til 12 m/s skýjað skyggni 40 km sjólítið hiti 7,4 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 7,6 stig LÁ 6,1 stig úrkoma 0,0 mm.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. janúar 2005

Veðrið kl 0900.

Suðsuðvestan 14 til 16 m/s skúr skyggni 40 km dálítill sjór hiti 7,3 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 9,0 stig LÁ 6,0 stig úrkoma 0,0 mm.Jörð dálítill snjór enn talsvert autt.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. janúar 2005

Veðrið kl 1800.

Suðsuðvestan 16 til 18 m/s skýjað skyggni 35 km sjólítið hiti 6,9 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 7,2 stig LÁ 5,3 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. janúar 2005

Veðrið kl 0900.Fullt tungl.

Suðvestan 10 til 14 m/s léttskýjað skyggni 40 km sjólítið hiti 5,8 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 8,9 stig LÁ 2,5 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð talsverður snjór enn víða orðið autt.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Frá brunanum.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
Vefumsjón