Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. janúar 2005

Aurbleyta á vegum og sumstaðar skemmdir.

Vegurinn niðrí Litlu-Ávik hefur skemmst dáldið í þessum öru leysingum undanfarna daga,í dag þegar ég kom snemma úr póstferð fórum við bræður að moka í þar sem mest hafði runnið úr og náðum mölinni aftur fyrir neðan veg,ég var svo á tipnum held ég sé kallað að moka úr og jafna vel í mestu rásirnar sem komnar voru í veiginn.Frá Gjögri og í Trékyllisvík hefur vegur lítið sem ekkert skemmst enn aurbleyta er,ekki veit ég um vegin áfram til Norðurfjarðar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. janúar 2005

Flug í fyrra lagi.

Áætlunarvél Landsflugs kom frekar fyrir áætlun í dag á Gjögur talsverður flutningur var með vélinni,tveir farþegar fóru.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. janúar 2005

Veðrið kl 0900.

Suðsuðvestan 11 til 12 m/s hálfskýjað skyggni 40 km sjólítið hiti 6,5 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 9,5 stig LÁ 6,2 stig úrkoma 0,0 mm.Jörð flekkótt.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. janúar 2005

Veðrið kl 1800.

Suðvestan 11 til 12 m/s skýjað skyggni 40 km sjólítið hiti 7,4 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 7,6 stig LÁ 6,1 stig úrkoma 0,0 mm.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. janúar 2005

Veðrið kl 0900.

Suðsuðvestan 14 til 16 m/s skúr skyggni 40 km dálítill sjór hiti 7,3 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 9,0 stig LÁ 6,0 stig úrkoma 0,0 mm.Jörð dálítill snjór enn talsvert autt.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. janúar 2005

Veðrið kl 1800.

Suðsuðvestan 16 til 18 m/s skýjað skyggni 35 km sjólítið hiti 6,9 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 7,2 stig LÁ 5,3 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. janúar 2005

Veðrið kl 0900.Fullt tungl.

Suðvestan 10 til 14 m/s léttskýjað skyggni 40 km sjólítið hiti 5,8 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 8,9 stig LÁ 2,5 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð talsverður snjór enn víða orðið autt.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. janúar 2005

Veðrið kl 2100. Rok.

Ég er ekki vanur að setja veðrið kl 2100 á síðuna en geri það núna vegna þess hvað veðrið er slæmt.
Suðsuðvestan 27 til 30 m/s rigning skyggni 20 km dálítill sjór hiti 7,4 stig.
Þannig að jafna vindur er 10 vindstig og upp í 11 vindstig og mestu kviður fara yfir 36 m/s eða 12 vindstig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. janúar 2005

Veðrið kl 1800.

Sunnan 21 til 25 m/s rigning skyggni 20 km dálítill sjór hiti 7,5 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 8,0 stig LÁ 5,2 stig úrkoma 0,0 mm.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. janúar 2005

Flug tókst í dag á Gjögur.

Áætlunarvél Landsflugs kom í dag þrátt fyrir hvassviðrið,en mjög hvasst er við fjöll,lítill flutningur var í dag þó tveir farþegar og póstur.

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Hræran losuð.06-09-08.
Vefumsjón