Áhúsinu lengs til hægri losnaði um þakið.
Í rokinu og í miklum kviðum mánudagskvöldið þann 24 þessa mánaðar varð vart við að þak lyftist á einni íbúð Kaupfélagshúsanna sem reyndar var mannlaus þarna,í rokinu og ofsaveðrinu sem gekk þá yfir um kvöldið og fram á nótt komst vindur undir þakið og losaði það upp öðru meygin enn bara lyftist enn ekkert fauk sem betur fer.
Að sögn Gunnsteins Gíslasonar oddvita Árneshrepps voru fengnir menn í dag að reyna að festa þakinu niður með löngum nöglum til bráðabrygða,þetta er talsvert tjón þótt þakið hafi ekki fokið af því framundan er að skipta um allar undirstöður og laga til frammbúðar seygir Gunnsteinn.Þessi hús sem kölluð eru Kaupfélagshús eru nú í eigu Árneshrepps.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var rok þetta kvöld eða 27 m/s og kviður fóru oft í og yfir 36 m/s eða 12 vindstig sem er fárviðri,enn veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík vill benda á að kviður standa ekki oft yfir nema um eina mínútu eða upp í tvær,kviður sem gefnar eru upp á veðurstöð verða að standa stiðst yfir um eina mínútu og voru það æði oft þetta kvöld.Einnig er búið að vera hvassviðri oft undanfarna daga.