Suðvestan 9 til 12 m/s skýjað skyggni 40 km sjólítið hiti 1,3 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 1,4 stig LÁ -2,5 stig úrkoma engin.Jörð alhvít og smá snjóþyljur á stöku stað.
Landsflug kom í sitt venjulega áætlunarflug í dag á áætlun,vörur og póstur með að sjálfsögðu.Það hvessti mikið upp úr hádeginu og var allhvass og hvassviðri þegar flugvélin kom rétt fyrir þrjú enn allt gekk þetta vel.Mikill skafrenningur (lágarenningur)hefur verið síðan að hvessti.
Jón G Guðjónsson í Litlu-Ávík tók myndir í spurningakeppnina Gettu Betur sem var í kvöld í Sjónvarpinu.Að sjálfsögðu mátti ekkert um þetta fréttast fyrr en eftir þáttinn.Jón var fengin til að taka myndir af Grásteini (Silfursteini) í landi Stóru-Ávíkur sem barst með hafís fyrir mörgum öldum.Andrés Yndriðason dagskrágerðamaður hélt að mynd væri til af Grásteini í safni Sjónvarps en svo var ekki og var haft samband við Jón til að taka myndir og tók hann átta myndir á stafræna myndavél og notaðar voru fjórar í þættinum og tókust mjög vel.
Flensa er búin að vera hér í hreppnum í nokkra daga og leggst misjafnlega á fólk,á sumum bæjum liggja allir og sumsstaðar hafa nágrannar gert verkin í útihúsum sum heimili hafa sloppið alveg ennþá hversu lengi sem það verður nú.