Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. febrúar 2005

Verið að hreinsa veginn norður í Árneshrepp.

Jón Vilhjálmsson hjá Vegagerðinni á Hólmavik bað mig að koma því á framfæri að mikill skafrenningur er á Veyðileisuhálsi enn veghefill er nú að hreinsa norður og verður hefillinn fyrir norðan og fer til baka seinnipartin í dag þannig að bílar sem ætla innúr í dag ættu að fylgjast með heflinum til baka.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. febrúar 2005

Veðrið kl 0900.

Suðsuðvestan 12 til 14 m/s skýjað skyggni 50 km sjólítið frost 4,9 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -4,6 stig LÁ-10,2 stig úrkoma engin.Jörð alhvít.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. febrúar 2005

Veðrið kl 1800.

Norðan 9 til 10 m/s skýjað skyggni 40 km dálítill sjór frost 5,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -2,5 stig LÁ -5,5 stig úrkoma 0,2 mm.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. febrúar 2005

Verið er að hreinsa vegin norður í Árneshrepp.

Að sögn Vegagerðarmanna á Hólmavík er verið að hreynsa vegin norður í Árneshrepp og ætti að sjást fljótlega á síðu Vegagerðarinnar að vegurinn sé fær norður,einnig verður vegurinn hreynsaður í fyrramálið ef þurfa þykir.Tveir stórir jeppar fóru norður áður enn opnað var og gekk þeym vel.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er vindur að detta niður úr 15 m/s kl 12:00 og núna er um 10 m/s og spáð er sæmilegu veðri á morgun.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. febrúar 2005

Veðrið kl 0900.

Norðan 14 til 15 m/s snjóél skyggni 15 km talsverður sjór frost 3,3 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 1,0 stig LÁ -3,5 stig úrkoma 0,6 mm.Jörð alhvít.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. febrúar 2005

Leiguflug á Gjögur laugardaginn 5 febrúar

Pálmi Guðmundsson frá Bæ í Trékyllisvík bað mig að koma því á framfæri á síðunni,að leiguflug yrði frá Reykjavík til Gjögurs laugardaginn 5 febrúar vegna jarðarfarar Hjalta Guðmundssonar í Bæ bróður hans sem fer fram frá Árneskirkju sama dag kl 1400.
Brottför verður frá Reykjavíkurflugvelli kl 11:00 árdeigis og mun flugvélin bíða á Gjögri á meðan að athöfn stendur og síðan til baka aftur eftir jarðarför.Sæti eru laus ennþá,enn þeir sem vildu komast norður skula hafa samband við Pálma í síma 5576229.Ég endurtek í síma 5576229 við Pálma Guðmundsson.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. febrúar 2005

Veðrið kl 1800.Vetrarvertíð hefst.

Breytileg vindátt 1 m/s þokumóða skyggni 18 km gráð hiti 0,2 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 2,0 stig LÁ -0,1 stig úrkoma 0,5 mm.Slydda var í dag um tíma.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. febrúar 2005

Flug í dag.

Flug á Gjögur í dag var nokkurnveygin á áætlun og það loksins í hægviðri reyndar var komin slydda smáveygis.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. febrúar 2005

Veðrið kl 0900.

Sunnan 8 til 9 m/s léttskýjað skyggni 35 km sjólítið hiti 1,6 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 4,5 stig LÁ 1,2 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð flekkótt að litlu leyti.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. febrúar 2005

Veðrið kl 1800.

Suðsuðvestan 23 til 25 m/s kviður í 30 m/s skúrir skyggni 20 km dálítill sjór hiti 3,4 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 6,5 stig LÁ 2,0 stig úrkoma 0,3 mm og hefur mælst ílla í rokini.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Suðausturhlið komin.28-10-08.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón