Verið er að moka hér innansveitar frá Norðurfirði á Munaðarness og í Trékyllisvík.Einnig verður mokað til Djúpavíkur þegar búið er að skafa flugbrautina á Gjögurflugvelli.Heldur hefur bætt í vind síðan kl 0900 og eru kviður upp í 21 m/s enn skefur lítið.
Suðsuðvestan 13 til 14 m/s skýjað skyggni 35 km dálítill sjór frost 0,1 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 0,4 stig LÁ -3,0 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð talsverðar snjóþyljur.
Vestnorðvestan 8 til 10 m/s úrkoma í grennd skyggni 22 km dálítill sjór frost 0,3 stig. Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 4,5 stig LÁ -0,4 stig úrkoma 0,5 mm.
Suðsuðvestan 19 til 21 m/s rigning skyggni 20 km dálítill sjór hiti 3,2 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 4,2 stig LÁ -5,5 stig úrkoma 8 mm.Jörð talsverðar snjóþyljur og eða skaflar
Ungmennafélagið Leifur Heppni hélt í gærkvöld félagsvist í félagsheimilinu Árnesi í fjárölflunarskyni spilað var á átta borðum,verðlaun voru fyrir fyrstu verðlaun karla og kvenna einnig voru setuverðlaun.Þetta spilakvöld var ekki nógu vel sótt reyndar var fólk farið í burt í gær enn ekki síður þá var skafrenningur og él og fólk hrætt við færðina.
Vestnorðvestan 5 til 6 m/s snjóél skyggni 1,5 km dálítill sjór frost 3,1 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -2,9 stig LÁ -4,9 stig úrkoma 3 mm.Jörð dálitlar snjóþyljur.
Suðsuðvestan 12 til 15 m/s skafrenningur skyggni 20 km dálítill sjór frost 4,5 stig. Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -0,1 stig LÁ -5,4 stig úrkoma 0,8 mm.Mikill skafrenningur í hriðjum.
Flug var í seinna lagi í dag og hafði vélin þrjá viðkomustaði á leið norður Bíldudal Ísafjörð og síðan á Gjögur allmargt fólk fór suður með vélinni í dag flestir úr jólaleifi mjög dimm él hafa verið í dag og skafrenningur.