Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Afslöppun á Þorláksmessukveldi.

Það voru él fram undir dag í morgun enn síðan náðu élin ekki inn á ströndina og síðan fallegt veður og léttskýjað um tíma í dag,síðan að vinna veðurskeyti og póstur og fleyra óvæntar fréttir af útafakstri sem hver og einn gat lennt í á þessum svelluðu vegum,við meigum byðja til Guðs að allt fór vel.
Nú sest maður niður og hlustar á jólakveðjurnar lesnar á gömlu góðu Rás I,enda er það eina stöðin sem maður heyrir í hér,þá finnst mér loksins komin jól og hangiketslyktin angar um allt hús,þetta er vani hér að hlusta á jólakveðjulesturinn tala nú ekki um í Strandasýslu og sýslur landsins og yfirleitt er hlustað áfram oft yfir rauðvínsglasi eða konuvíni sem ég kalla svo það er Sherrý,Bristol Crem (Konunni minni heitinni þótti þetta gott þótt hún smakkaði lítið vín.)Ég held þessum sið á Þorlákskveldi.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Bíll lennti útaf vegna hálku.

Bíllinn í Skarðsvík.
Bíllinn í Skarðsvík.
Í dag lennti fólsbíll útaf við Skarðvík við svonefnt Skarð hér í Árneshreppi ökumaður var einn í bílnum og slaðaðist ekki,enn bíllinn valt ekki enn hafði snúist til í hálku og snérist til í gagnstæða akstursstefnu og rann síðan niður barð niður í um þrjá til fjóra metra á jafnsléttu enn þar er þýfið,bíllinn skemdist talsvert á stuðara og svuntu þar undir enn panna undir vél slapp.Bíllinn var dregin upp með traktor meðfram veiginum og upp á veg þar sem var látt upp á veg,vélin var ræst og allt virkaði vel.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Vestan 5 m/s úrkoma í grend skyggni 23 km talsverður sjór frost 10,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun: HÁ -9,9 stig LÁ -13,6 stig úrkoma 0,0 ekki mælanleg.Varist hálkuna sem er undir þar sem snjór er.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Tvö flug á Gjögur í dag,og Jólapóstur.

Tvær áæltunarvélar frá Landsflugi komu í dag á Gjögur,fyrri vélin kom með póst og frægt enn sú seinni með farþega.
Þannig að nú eru allir komnir heim til síns fólks sem ætla að eyða jólunum með sínu fólki í sveitinni og allur jólapóstur komin á heimilin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Snjómokstur innansveitar.

Í morgun var mokað frá Norðurfirði og í Trékyllisvík enn fært er þaðan og á Gjögur og á flugvöllin,einnig er verið að moka til Munaðarness,og líka var mokað til Djúpavíkur það gerði Ingólfur Benidiktsson með flugvallarvélinni,enn þessi mokstur endist ekki lengi því nú er spáð hvassviðri með ofankomu fram á jóladag.
Á vef vegagerðarinnar kemur fram að ófært sé í Árneshrepp.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Veðrið kl 0900.Þorláksmessa.

Vestan 5 til 6 m/s snjóél skyggni 10 km talsverður sjór frost 10,5 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -7,5 LÁ stig -10,6 stig.Jörð smá snjóþyljur og svell.
Beðið er afsökunar hvað veðrið kemur seint á síðuna smá truflanir voru á innternetinu.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Norðnorðaustan 13 til 15 m/s snjóél skyggni 7 km allmikill sjór frost 7,6 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -4,2 stig LÁ -8,0 stig úrkoma 1 mm.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. desember 2004

Veðrið kl 0900.Mörsugur byrjar.

Norðnorðaustan 21 til 23 m/s snjókoma skyggni 0,3 km mikill sjór frost 4,8 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 0,4 stig LÁ -5,9 stig úrkoma 1 mm.Jörð snjóþiljur og svellað.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. desember 2004

Rafmagnið komið á í Árneshreppi.

Rafmagnið komst aftur á um hálf tólf og var því rafmagnslaust í um tvo og hálfan tíma.Bilunin var sú að það skóf inn í spenniskúr við BÆ í Trékyllisvík í vestanáttinni,er þetta að minnsta kosti í annað sinn sem þetta skeður og vonandi verða einhverjar úrbætur gerðar.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. desember 2004

Rafmagn fór af norður í Árneshrepp.

Rafmagn fór af hingað norður í Árneshrepp uppúr kl 9 í kvöld búið er að kalla út menn til að athuga tengivirki í Selárdal og í Steingrímsfirði að sögn Eysteins Gunnarssonar hjá Orkubúinu á Hólmavík enn allt mjög óljóst ennþá,gæti líka skafið inn í spenniskúrinn við BÆ í Trékyllisvík því nú er orðið allhvass vindur af vestri nánar á morgun nema rafmagn komi fljótlega á.Við keyrum ljósavél hér í Litlu-Ávík enn spennan er lá út í mitt hús ég ætla að slökkva á tölvunni

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
Vefumsjón