Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. desember 2004

Rafmagnlaust hér í Árneshreppi.

Rafmagn fór af ca 08.10 í morgun engar fréttir hef ég af hvað skeð hefur nú ætli skafi ekki inn í þessa spenniskúra þeirra hjá Orkubúinu.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. desember 2004

Veðrið kl 0900.Annar í jólum.Fullt tungl.

Sunnan 14 til 16 m/s snjókoma með köflum skyggni 7 km talsverður sjór hiti 1,3 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 1,8 stig LÁ - 2,3 stig úrkoma 1 mm.Jörð Smá skaflar það hefur skafið mikið í morgun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Norðan 7 m/s alskýjað skyggni 30 km allmikill sjór frost 1,0 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 0,5 stig LÁ-1,1 stig úrkoma 0,0 mm.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. desember 2004

Veðrið kl 0900.Jóladagur.

Norðnorðvestan 15 til 16 m/s skýjað skyggni 30 km mikill sjór frost 0,4 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 0,3 stig LÁ -4,0 stig úrkoma 1 mm.Jörð smá snjóþyljur og svellað.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. desember 2004

Veðrið kl 1800.Aðfangadagskvöld.

Norðan 19 til 21 m/s snjóél skyggni 2 km stór sjór frost 3,6 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -3,2 stig LÁ -6,0 stig úrkoma 2 mm.
Það dró úr vindi um hádegið og frameftir degi og síðan hvessti aftur enn nú eru él.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. desember 2004

Gleðileg jól.

Ég óska öllum lesendum heimasíðunnar innilega gleðilegra jóla nær og fjær og farið varlega í umferðinni og gætið ykkur á hálkunni.
Lesendur síðunnar hafa verið á bilinu 80 til 135 á sólarhring undanfarin hálfan mánuð.
Munið eftir veðri á vedur.is þar kemur fram veður héðan frá Litlu-Ávík 5 sinnum á sólarhring kl 06 09 12 18 og 21 það er hægt að sjá eftir um 20 mínútur eftir heila tímann.Ég mynni á fréttasíðuna Strandir.is fréttir úr Strandasýslu.
Gleðileg jól.Jón Guðbjörn Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. desember 2004

Hvít jól í Árneshreppi.

Norðurfjörður-Krossnes Drangajökull í baksýn.
Norðurfjörður-Krossnes Drangajökull í baksýn.
Það verða að teljast hvít jól hér og allstaðar á Sröndum og sennilega víðast hvar á landinu,enn ekki er hann mikill enn nú er vitlaust veður og bætir í og skefur í skafla.Ég tók mynd í gær í góða veðrinu í hádeginu héðan frá Litlu-Ávík og yfir til Norðufjarðar og Krossness Drangajökull í baksýn ef sést.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. desember 2004

Veðrið kl 0900.Aðfangadagur jóla.

Norðan 20 til 22 m/s snjókoma skyggni 0,0 km stórsjór frost 5,1 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ-4,0 stig LÁ -11,1 stig úrkoma 6 mm.Jörð snjóþyljur og svellað.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Afslöppun á Þorláksmessukveldi.

Það voru él fram undir dag í morgun enn síðan náðu élin ekki inn á ströndina og síðan fallegt veður og léttskýjað um tíma í dag,síðan að vinna veðurskeyti og póstur og fleyra óvæntar fréttir af útafakstri sem hver og einn gat lennt í á þessum svelluðu vegum,við meigum byðja til Guðs að allt fór vel.
Nú sest maður niður og hlustar á jólakveðjurnar lesnar á gömlu góðu Rás I,enda er það eina stöðin sem maður heyrir í hér,þá finnst mér loksins komin jól og hangiketslyktin angar um allt hús,þetta er vani hér að hlusta á jólakveðjulesturinn tala nú ekki um í Strandasýslu og sýslur landsins og yfirleitt er hlustað áfram oft yfir rauðvínsglasi eða konuvíni sem ég kalla svo það er Sherrý,Bristol Crem (Konunni minni heitinni þótti þetta gott þótt hún smakkaði lítið vín.)Ég held þessum sið á Þorlákskveldi.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Bíll lennti útaf vegna hálku.

Bíllinn í Skarðsvík.
Bíllinn í Skarðsvík.
Í dag lennti fólsbíll útaf við Skarðvík við svonefnt Skarð hér í Árneshreppi ökumaður var einn í bílnum og slaðaðist ekki,enn bíllinn valt ekki enn hafði snúist til í hálku og snérist til í gagnstæða akstursstefnu og rann síðan niður barð niður í um þrjá til fjóra metra á jafnsléttu enn þar er þýfið,bíllinn skemdist talsvert á stuðara og svuntu þar undir enn panna undir vél slapp.Bíllinn var dregin upp með traktor meðfram veiginum og upp á veg þar sem var látt upp á veg,vélin var ræst og allt virkaði vel.

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík.
  • Björn og Gunnsteinn.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
Vefumsjón