Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. desember 2004

Veðrið kl 0900. 4.s. í jólaföstu.

Sunnan 3 m/s léttskýjað skyggni 60 km dálítill sjór frost 4,6 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -1,4 stig LÁ -5,5 stig úrkoma engin.Jörð smá snjóföl og svellað.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Vestan 8 til 9 m/s hálfskýjað skyggni 35 km dálítill sjór frost 1,6 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 0,6 stig LÁ -1,9 stig úrkoma 0,0 mm úrkomu varð vart enn mældist ekki.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. desember 2004

Litlu-jólin í Árneshreppi.

Dansað kringum jólatréið.
Dansað kringum jólatréið.
Í gær hélt Kvennfélag Árneshrepps og nemendur ásamt starfsfólki Finnbogastaðaskóla Litlu-jólin í Félagsheimilini í Árnesi.Dagskráin hófst með borðhaldi hangiket og laufabrauð voru á matseðlinum og allt meðlæti sem því fylgir.Síðan voru nemendur og starfsfólk skólans með skemmtidagskrá meðal efnis var jólasaga söngur leikrit og listdans.Síðan var gengið í kringum jólatréið og ekki leið að löngu að tveir jólasveinar komu í heimsókn þeir félagar Gluggagæjir og Kjötkrókur við mikinn fögnuð yngsta fólksins
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. desember 2004

Veðrið kl 0900.

Suðsuðvestan 7 til 8 m/s hálfskýjað skyggni 50 km sjólítið frost 1,3 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -1,1 stig LÁ -8,0 stig úrkoma eingin.Jörð smásnjóföl og svellað.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Austan 7 m/s hálfskýjað skyggni 55 km dálítill sjór frost 3,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -3,0 stig LÁ -7,6 stig úrkoma 0,1 mm.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. desember 2004

Vegurinn opnaður í Árneshrepp.

Veghefillinn skóf svellin.
Veghefillinn skóf svellin.
Vegagerðin sendi veghefil norður í morgun að opna veginn enn lítill snjór var enn gífurleg svell og skóf hefillin vegin til Norðurfjarðar og til Munaðarness nyrsta bæ í byggð hér í hreppnum .Það eru ekki eins sleip svellin eftir það.Það kemur líka fram á síðu vegagerarinnar að vegurinn sé flugháll.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. desember 2004

Veðrið kl 0900.

Suðaustan 2 m/s léttskýjað skyggni 60 km dálítill sjór frost 7,2 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -2,3 stig LÁ -8,6 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð smá snjóföl og svellað.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Norðnorðvestan 10 til 12 m/s skýjað skyggni 25 km allmikill sjór frost 2,4 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -0,4 stig LÁ -3,8 stig úrkoma 0,9 mm.Dimm él hafa verið í dag.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2004

Nýr fréttavefur fyrir Strandir.

Mig langar að minnast á nýjan fréttavef á Ströndum sem á að vera fyrir alla sýsluna og ritstýrir Jón Jónsson á Kirkjubóli fréttavefnum og er einnig ábyrðamaður útgefandi er Sögusmiðjan.
Slóðin er www.strandir.is þið komist líka á síðuna þar undir tenglar á minni síðu Strandir og Strandamenn það er sama slóðin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2004

Flug á Gjögur í dag.

Flug á Gjögur var nokkurnveigin á áætlun í dag talsverðar vöruflutningar voru í dag og póstur í meira lagi.Fólk er farið að koma heim í jólaleyfi og einnig nemendur úr framhaldsskólum.
Gífurleg hálka er á vegum eins og undanfarið.

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Krossnes séð úr urðunum 15-03-2005.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Veggir feldir.
Vefumsjón