Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. desember 2004

Veginum haldið opnum norður í Árneshrepp.

Moksturdagar hjá Vegagerðinni eru á þriðjudögum og föstudögum.Í dag núna um kl tíu hafði ég samband við Vegagerðina á Hólmavík og var þá verið að kanna hvort þyrfti að moka enn það verður gert ef þarf og þá fljótlega.Mikil slyddu og síðan snjóél voru í gær og í gærkveldi og allt fraus þannig að mikil hálka er víðast hvar og svell þar sem vatn rennur á veginn og bólgnar upp.Farið varlega varist slysin.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. desember 2004

Veðrið kl 0900.

Vestsuðvestan 9 til 10 m/s hálfskýjað skyggni 40 km sjólítið frost 0,4 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 1,3 stig LÁ -0,6 stig úrkoma 1 mm.Jörð alhvít talsverð hálka.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. desember 2004

Óperusöngvari varð sér til skammar í Kastljósi.

Í gærkveldi fyrsta desember í Kastljósi Ríkissjónvarpssins stjórnundur þáttarins voru Sigmar Guðmundsson og Eyrún Magnúsdóttir og gestir voru Kristján Jóhannsson óperusöngvari og maður sem sá um styrktartónleika í Hallgrímskirkju fyrir stuttu.Málið var eitthvað um kosnað og sem átti að skilast til Félags Krabbameinssjúkum börnum,enn mönnum bar ekki saman um kostnaðarliði.
Ekki ætla ég að pæla í slíku hvað er rétt í því eða ekki.Enn ef ég geri eitthvað frítt þá geri ég það frítt,enn í þessu sambandi viðurkenndi óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson hafa fengið vissa upphæð,fyrir hvað ,ég spyr? og þóttist syngja fyrir krabbmeinssjúk börn frítt,þetta var ljótt af honum að taka krónu,og fyrir utan það hvernig hann hagaði sér í þættinum kallandi framí í tíma og ótíma og veifandi diski með mynd af sjálfum sér og bendandi á fyrirspyrjanda aðallega Eyrúnu Magnúsdóttur og byðja hana að tala um sig eða eitthvað annað.Að mínu mati og margra annarra sem ég hef talað við varð Kristján Jóhannsson sér til mikillar skammar í beinni útsendingu í sjónvarpi í gærkveldi.Eyrún var að spyrja spurninga sem fréttamaður og í fullum rétti,það kom mér á óvart hvað Eyrún stóð þetta vel af sér sem níbirjuð í Kastljósinu.Halltu áfram á sömu braut Eyrún.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Suðsuðvestan 12 til 14 m/s snjóél á síðustu kl skyggni 20 km sjólítið hiti 0,9 stig.
Yfirlit frá kl 0900:HÁ 4,6 stig LÁ 0,5 stig úrkoma 2 mm.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. desember 2004

Veðrið kl 0900.

Smá bilun var í kerfinu sem ég fer inná til að mata síðuna,enn nú kemur veðrið.
Suðvestan 16 til 19 m/s úrkoma í grennd skyggni 30 km dálítill sjór hiti 2,9 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 5,0 stig LÁ 1,1 stig úrkoma 0,5 mm.Jörð flekkótt hálkublettir.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. desember 2004

Félagsvist var í gærkveldi.

Frá félagsvistinni í gærkvöld.
Frá félagsvistinni í gærkvöld.
Nemendur Finnbogastaðaskóla voru með félagsvist í félagsheimilinu í Árnesi í gærkveldi,spilað var á sjö borðum.Þetta er fyrsta félagsvist vetrarins og eru nemendur skólans að safna í ferðasjóð.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Suðsuðaustan 12 til 14 m/s slydda skyggni 18 km dálítill sjór hiti 1,7 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 2,6 stig LÁ -4,6 stig úrkoma 0,0 mm.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. desember 2004

Heimasíðan ársgömul í dag.

Þá er Heimasíðan mín ársgömul í dag hún var formlega opnuð þann 1 desember 2003.Heimsóknir á síðuna eru orðnar 16480 það er miklu meiri fjöldi enn ég átti von á.Ég veit að margir fara inn á síðuna og gá hvort sé eitthvað nýtt þar og fara síðan inn á í tenglum á aðrar síður svo sem Sparisjóðina Bæjarins Besta Morgunblaðið og Veðurstofuna og svo framveigis enn þetta er allmikilar heimsóknir yfir sextánþúsund manns,takk fyrir góðir lesendur og ég vona þið hafið eitthvað gaman að fygjast með áfram þótt ekki sé alltaf mikið til að seygja frá.
Nýtt útlit síðunnar í dag af tiefni dagssins.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. desember 2004

Veðrið kl 0900.Fullveldisdagurinn.

Sunnan 3 til 4 m/s léttskýjað skyggni 45 km dálítill sjór frost 4,5 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær: HÁ -2,1 stig LÁ -4.6 stig,úrkoma eingin.Jörð smá snjóföl hálka víða.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. nóvember 2004

Veðrið kl 1800.

Norðan 8 m/s alskýjað skyggni 30 km talsverður sjór frost 2,4 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 0,4 stig LÁ -2,7 stig úrkoma 0,1 mm.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
Vefumsjón