Ég var að vona að ég þyrfti ekki að skrifa um rafmagnsleysi strax þótt eittvhað væri að veðri.
Rafmagn fór af Árneshreppi um kl 19:08 og fyrst var haldið að væri slitið hingað norður yfir Trékyllisheiði enn Þorsteinn Sigfússon svæðisstjóri hjá Orkubúinu á Hólmavík seygir að eitthvað að spennivirki í Steingímsfirði,óvíst er hvenar rafmagn kemst á seint í kvöld eða á morgun.
Snjókoman kom sem hendi væri feifað um kl 1825 og hvesti með VNV með hita um 0 stig enn síðan snérist í NNA 11 til 13 m/s og sást ekki út úr augum,nú um kl 2215 hefur snjókoman minnkað enda orðið frost rúm 2 stig og skefur í talsverða skafla orðið.