Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. nóvember 2004

Rafmagnið komst á.

Rafmagnið komst á aftur hér í Árneshreppi rétt fyrir kl tvö í nótt.Orsakir rafmagnsleisins eru nokkuð óljósar enn Drangsneslínurofi sem er fyrir Árneshrepp og innanverðan Steingrímsfjörð fór út og öryggi fóru í spennistöð við Selá einnig hafði snjóað inn í spennistöð við Bæ í Trékyllisvík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. nóvember 2004

Rafmagnsleysi.

Ég var að vona að ég þyrfti ekki að skrifa um rafmagnsleysi strax þótt eittvhað væri að veðri.
Rafmagn fór af Árneshreppi um kl 19:08 og fyrst var haldið að væri slitið hingað norður yfir Trékyllisheiði enn Þorsteinn Sigfússon svæðisstjóri hjá Orkubúinu á Hólmavík seygir að eitthvað að spennivirki í Steingímsfirði,óvíst er hvenar rafmagn kemst á seint í kvöld eða á morgun.
Snjókoman kom sem hendi væri feifað um kl 1825 og hvesti með VNV með hita um 0 stig enn síðan snérist í NNA 11 til 13 m/s og sást ekki út úr augum,nú um kl 2215 hefur snjókoman minnkað enda orðið frost rúm 2 stig og skefur í talsverða skafla orðið.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. nóvember 2004

Nýr læknir þjónar Árneshreppsbúum.

Guðmundur Sigurðsson læknir á Norðurfirði.
Guðmundur Sigurðsson læknir á Norðurfirði.
Um Mánaðarmótin síðustu fastréði Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík nýan lækni Guðmund Sigurðsson sérfræðing í heimilislækningum.Guðmundur er Vestfyrðingur í húð og hár fæddur á Ísafirði 1942 sonur Sigurðar Guðmundssonar bakarameistara og Krístinar Guðjónu Guðmundsdóttur húsfreyju.Guðmundur starfaði áður við Heilsigæsluna á Seltjarnarnesi.Guðmundur kom í dag sína fyrstu ferð í heilsugæsluselið í Norðurfirði enn læknir kemur hálfsmánaðarlega í Árneshrepp.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. nóvember 2004

Karlshöfn á Gjögri.

Unnið í Karlshöfn.21-10-2004.
Unnið í Karlshöfn.21-10-2004.
1 af 2
Fyrir stuttu hefur Hilmar Thorarensen frá Gjögri verið með verktaka við að endurbæta vörina fyrir neðan sumarhús þeirra systkina á Gjögri.
Það var um myðja síðustu öld sem faðir Hilmars Karl F Thorarensen byrjaði að endurbæta lendingu í stórgrýtisurð innan við svonefnda Broddanesbúðakletta með því að fleyta steinum með tunnum sem grjótið var bundið í á fjöru og flaut svo upp á flóði og síðan dregið út á fjörð með bát.Enn nú voru notuð stórvirkari tæki og komin allmyndarlegur varnargarður og búið að dýpka talsvert og komin lítil höfn.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. nóvember 2004

Bjúgu koma úr reyk.

Sett í bjúgu í Litlu-Ávík 29-10-2004.
Sett í bjúgu í Litlu-Ávík 29-10-2004.
1 af 2
Það hefur verið hefð hér í Árneshreppi að búa til mat á haustin úr kjöti og innmat til að hafa matarforða til vetursins og fram á næsta haust helst af öllu.
Ennþá er það gert að miklu leyti enn sumt hefur dottið út enn annað heldur sig hjá flestum.
Þar má telja bjúgnagerð sem flest heimili búa til ennþá enn reyndar með betri tækni enn áður(betri hakkavélar og plastumbúðir af nýustu gerð),þar á meðal voru búin til bjúgu hér í Litlu-Ávik fyrir stuttu og sett í reyk á Steinstúni hjá Ágústi Gíslasyni,enn þar er sennilega minsta breytingin nema sú að reykt er nú við spítur og sag eingöngu hér tiðkaðist aldrey að reykja við tað enn stundum var mór notaður með,Ágúst hefur mörg undanfarin ár reykt kjöt og bjúgu og annað fyrir marga sveitúnga sína undanfarin ár.Ég læt fylgja hér myndir þegar sett er í bjúgu í plast staðin fyrir langa og þegar bjúgun koma tilbúin úr reyk á Steinstúni.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. nóvember 2004

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa 7 nóvember.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður haldin sunnudaginn 7 nóvember 2004 klukkan 1400 í Bræðraminni,Kiwanishúsinu,Engjateig 11,Reykjavík.
Dagskrá:
1,Venjuleg aðalfundarstörf
2,Önnur mál.
Að loknum aðalfundi verða að vanda seldar kaffiveitingar,verð þeirra er 1200 kr á mann.
Því næst verður sýnt úr myndinni"Fjallaferðir í Árneshreppi á Ströndum"sem nú er verið að leggja lokahönd á en að henni vinnur Pálmi Guðmundsson frá Bæ í samvinnu við Vilhjálm Knudsen,kvikmyndagerðamann.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. október 2004

Tvær flugvélar á Gjögurflugvelli í dag.

Vélar Flugmálastjornar og Landsflugs.
Vélar Flugmálastjornar og Landsflugs.
Á meðan að flugvél Flugmálastjórnar var á Gjögri kom áætlunarvél Landsflugs með farþega póst og frægt þannig að um tíma voru tvær vélar á vellinum og tók ég mynd af þeim
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. október 2004

Flugvél Flugmálastjórnar TF-FMS á Gjögurflugvelli.

Flugvél Flugmálastjórnar á Gjögurflugvelli.
Flugvél Flugmálastjórnar á Gjögurflugvelli.
Í dag kom flugvél flugmálastjórnar á Gjögurflugvöll og voru starfsmenn hennar að stilla aðflugshallaljós og yfirfara vindmæla.Flugvél Flugmálastjórnar er af gerðinni Beechcraft Super Ving-Air B-200.Flugstjóri var Snæbjörn Guðbjörnsson ásamt aðstoðarflugmanni.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. október 2004

Flug á Gjögur í dag.

Flugvél Landsflugs Piper PA-31-350.
Flugvél Landsflugs Piper PA-31-350.
Þá var hægt að fljúga í dag og við fengum póstinn okkar hér í sveitinni þótt hann kæmi nú óvenjulega leið með flugi til Ísafjarðar og þaðan á Gjögur með litlu vél Landsflugs sem er notuð í sjúkraflug og staðsett er á Ísafyrði.Það má því seygja að pósturinn hafi komið með sjúkraflugi í dag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. október 2004

Ekkert flogið ennþá síðan á fimmtudag.

Ekkert var flogið í gær og í dag vegna veðurs,enn áætlun hjá Landsflugi á Gjögur er á mánudögum og fimmtudögum enn í gær var stormur enn allhvass í dag enn ókyrð er í lofti og ísing þannig að flugi var aflýst.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
Vefumsjón