Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. nóvember 2004

Bændur taka inn féið og það rúið.

Sigursteinn við rúning.
Sigursteinn við rúning.
Bændur eru fyrir dálitlu búnir að taka inn hrúta og ásetningslömb og rýja,og flestir eru að taka inn fullorðna féið smátt og smátt og rýja jafnóðum til að ullin sé hrein,þannig að það stittist í því að fé sé komið í hús á fulla gjöf.Hjá Sigurteini í Litlu-Ávík er dáldið af fé út á Reykjanesi enn stittist í því að náð verði í það.Ég náði mynd í dag af Sigursteini Sveinbjörnssyni við rúningu í dag.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. nóvember 2004

Veðrið kl 0900.

Austsuðaustan 2 m/s léttskýjað skyggni 45 km frost 7 stig dálítill sjór.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:Há -4 stig LÁ -8 stig engin úrkoma var í nótt.Jörð er alhvít.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. nóvember 2004

Veðrið kl 1800 frá Litlu-Ávík.

Suðsuðvestan 1 m/s skýjað skyggni 35 km frost 7 stig talsverður sjór.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Há -4 stig LÁ -8 stig engin úrkoma var í dag.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. nóvember 2004

Byrja að láta veðrið á heimasíðuna.

Ætli ég byrji ekki núna kl 1800 að láta veðrið aftur á heimasíðuna eftir langt hlé eða síðan í mai í vor.Þetta verður þá eins að ég skrifa veðrið sem ég tek kl 1800 og kl 0900 þá kemur fram hámarks og lágmarkshiti og úrkoma.Auðvitað getur skeð að ég nái ekki alltaf að láta það á heimsíðuna enn vonandi ekki oft sem það mun vanta.Eins og flestir vita sendi ég veður líka á Veðurstofuna kl 0600 1200 og 2100 enn læt bara veðrið kl 0900 og 1800 á síðuna.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. nóvember 2004

Rafmagnið komst á.

Rafmagnið komst á aftur hér í Árneshreppi rétt fyrir kl tvö í nótt.Orsakir rafmagnsleisins eru nokkuð óljósar enn Drangsneslínurofi sem er fyrir Árneshrepp og innanverðan Steingrímsfjörð fór út og öryggi fóru í spennistöð við Selá einnig hafði snjóað inn í spennistöð við Bæ í Trékyllisvík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. nóvember 2004

Rafmagnsleysi.

Ég var að vona að ég þyrfti ekki að skrifa um rafmagnsleysi strax þótt eittvhað væri að veðri.
Rafmagn fór af Árneshreppi um kl 19:08 og fyrst var haldið að væri slitið hingað norður yfir Trékyllisheiði enn Þorsteinn Sigfússon svæðisstjóri hjá Orkubúinu á Hólmavík seygir að eitthvað að spennivirki í Steingímsfirði,óvíst er hvenar rafmagn kemst á seint í kvöld eða á morgun.
Snjókoman kom sem hendi væri feifað um kl 1825 og hvesti með VNV með hita um 0 stig enn síðan snérist í NNA 11 til 13 m/s og sást ekki út úr augum,nú um kl 2215 hefur snjókoman minnkað enda orðið frost rúm 2 stig og skefur í talsverða skafla orðið.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. nóvember 2004

Nýr læknir þjónar Árneshreppsbúum.

Guðmundur Sigurðsson læknir á Norðurfirði.
Guðmundur Sigurðsson læknir á Norðurfirði.
Um Mánaðarmótin síðustu fastréði Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík nýan lækni Guðmund Sigurðsson sérfræðing í heimilislækningum.Guðmundur er Vestfyrðingur í húð og hár fæddur á Ísafirði 1942 sonur Sigurðar Guðmundssonar bakarameistara og Krístinar Guðjónu Guðmundsdóttur húsfreyju.Guðmundur starfaði áður við Heilsigæsluna á Seltjarnarnesi.Guðmundur kom í dag sína fyrstu ferð í heilsugæsluselið í Norðurfirði enn læknir kemur hálfsmánaðarlega í Árneshrepp.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. nóvember 2004

Karlshöfn á Gjögri.

Unnið í Karlshöfn.21-10-2004.
Unnið í Karlshöfn.21-10-2004.
1 af 2
Fyrir stuttu hefur Hilmar Thorarensen frá Gjögri verið með verktaka við að endurbæta vörina fyrir neðan sumarhús þeirra systkina á Gjögri.
Það var um myðja síðustu öld sem faðir Hilmars Karl F Thorarensen byrjaði að endurbæta lendingu í stórgrýtisurð innan við svonefnda Broddanesbúðakletta með því að fleyta steinum með tunnum sem grjótið var bundið í á fjöru og flaut svo upp á flóði og síðan dregið út á fjörð með bát.Enn nú voru notuð stórvirkari tæki og komin allmyndarlegur varnargarður og búið að dýpka talsvert og komin lítil höfn.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. nóvember 2004

Bjúgu koma úr reyk.

Sett í bjúgu í Litlu-Ávík 29-10-2004.
Sett í bjúgu í Litlu-Ávík 29-10-2004.
1 af 2
Það hefur verið hefð hér í Árneshreppi að búa til mat á haustin úr kjöti og innmat til að hafa matarforða til vetursins og fram á næsta haust helst af öllu.
Ennþá er það gert að miklu leyti enn sumt hefur dottið út enn annað heldur sig hjá flestum.
Þar má telja bjúgnagerð sem flest heimili búa til ennþá enn reyndar með betri tækni enn áður(betri hakkavélar og plastumbúðir af nýustu gerð),þar á meðal voru búin til bjúgu hér í Litlu-Ávik fyrir stuttu og sett í reyk á Steinstúni hjá Ágústi Gíslasyni,enn þar er sennilega minsta breytingin nema sú að reykt er nú við spítur og sag eingöngu hér tiðkaðist aldrey að reykja við tað enn stundum var mór notaður með,Ágúst hefur mörg undanfarin ár reykt kjöt og bjúgu og annað fyrir marga sveitúnga sína undanfarin ár.Ég læt fylgja hér myndir þegar sett er í bjúgu í plast staðin fyrir langa og þegar bjúgun koma tilbúin úr reyk á Steinstúni.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. nóvember 2004

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa 7 nóvember.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður haldin sunnudaginn 7 nóvember 2004 klukkan 1400 í Bræðraminni,Kiwanishúsinu,Engjateig 11,Reykjavík.
Dagskrá:
1,Venjuleg aðalfundarstörf
2,Önnur mál.
Að loknum aðalfundi verða að vanda seldar kaffiveitingar,verð þeirra er 1200 kr á mann.
Því næst verður sýnt úr myndinni"Fjallaferðir í Árneshreppi á Ströndum"sem nú er verið að leggja lokahönd á en að henni vinnur Pálmi Guðmundsson frá Bæ í samvinnu við Vilhjálm Knudsen,kvikmyndagerðamann.

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
  • Brot úr jaka í fjörinni.18-12-2010.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón