Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. október 2004
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. október 2004
Myndir af vegaskemdum.Vegurinn jeppafær.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. október 2004
Vegurinn ófær í Árneshrepp.
Vegurinn er farinn í sundur mjög víða á leiðinni norður,í Veyðileisukleif eru nokkrar skriður og hér innansveitar á Kjörvogshlíð og frá Trékyllisvík til Norðurfjarðar.Að sögn Jóns Harðar hjá vegagerðinni á Hólmavík eru fjögur tæki farin á stað norður til að reyna að opna óvíst er hvenar opnist sennilega ekki fyrr enn á morgun.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávik er úrkoman orðin 98 mm frá því kl 0900 þann 12/10 og til kl 0900 í morgun og allt er á floti.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. október 2004
Allmikil úrkoma á Ströndum í dag.
Mikil úrkoma hefur verið í dag úrkoman mældist á veðurstöðinni í Litlu-Ávík 32 mm frá því kl 0900 í morgun og til 1800 í dag.Enn úrkoman er orðin 79 mm bara núna tvo síðustu sólarhringa enn það er að nálgast meðalúrkomu í október undanfarin ár.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. október 2004
Heimaslátrun.
Heimaslátrun hefur staðið yfir að undanförnu hjá bændum.Hér í Litlu-Ávík var slátrað rollum í dag og það restin hér sem fer í heimaneyslu búið var áður að slátra lömbum.Kjötið er saltað og fryst og sett í reyk,eftir er að setja í bjúgu sem fara í reyk,einnig eru hausar sviðnir og hreinsaðir það er talsverð vinna að saga niður og ganga frá öllu í frystir enda er þetta matarforði fram á næsta haust.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. október 2004
Fyrsta flug Landsflugs á Gjögur.
Ekki var hægt að fljúga vegna veðurs í gær enn í dag var flogið á Gjögur og þá hið nýja flugfélag Landsflug sem tók við rekstri Íslandsflugs innanlands um síðustu mánaðarmót.Lítið er um flutning á þessum tíma árs enn eykst mikið um næstu mánaðarmót þegar flutningabíll hættir ferðum á Norðurfjörð í lok október.
Íslandsflug hefur flogið á Gjögur og þar með þjónað Árneshreppsbúum í um fjórtán ár og vonandi heldur slík þjónusta áfram hjá hinu nýja félagi.
Flogið verður á Gjögur eins og verið hefur á mánudögum og fimmtudögum.
Íslandsflug hefur flogið á Gjögur og þar með þjónað Árneshreppsbúum í um fjórtán ár og vonandi heldur slík þjónusta áfram hjá hinu nýja félagi.
Flogið verður á Gjögur eins og verið hefur á mánudögum og fimmtudögum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. október 2004
Síðasta flug Íslandsflugs var í gær á Gjögur.
Íslandsflug hætti öllu innanlandsflugi á miðnætti síðastliðnu þannig að það var síðsta áætlunurflug þeirra í gær á Gjögur.
Flug heldur samt áfram á Gjögur á mánudögum og fimmtudögum eða tvisvar í viku af hinu nýja innanlandsflugi sem heitir Landsflug og er með Dorníer vél 19 manna sem fygldi með í kaupum af Íslandsflugi þannig að það verður engin breyting á flugi hingað í Árneshrepp.
Flug heldur samt áfram á Gjögur á mánudögum og fimmtudögum eða tvisvar í viku af hinu nýja innanlandsflugi sem heitir Landsflug og er með Dorníer vél 19 manna sem fygldi með í kaupum af Íslandsflugi þannig að það verður engin breyting á flugi hingað í Árneshrepp.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. september 2004
Skipt um kanttré á bryggjunni á Gjögri.
Í þessari viku hefur Páll Pálsson smiður og aðstoðarmaður hans Guðbrandur Albertsson verið að vinna við að skipta um kanttré á bryggjunni á Gjögri,enn þaug gömlu voru orðin fúin og úrsérgengin.Bryggjan á Gjögri er nú lítið notuð nema á sumrum og þá helst af burtfluttum Gjögrurum enn nú orðið er bara sumarbústaðabyggð á Gjögri enn samt er talið nauðsinlegt að halda bryggjunni við.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. september 2004
Ærin Grágás bar tveim lömbum í gær.
Nokkuð óvæntur sauðburður var í Litlu-Ávík hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda þar í gær,Siggi hafði áhyggjur af rollunni og taldi hana vera með lambi og taldi hana hafa komist í hrút um það leyti sem sauðburður byrjaði,allt reyndist það vera rétt enn svo var þessi rolla ekki í túninu í gærmorgun og Siggi fór að leyta enn fann hana ekki í gær,enn í morgun fann hann Grágás borna á næstu jörð Stóru-Ávík þangað hafði hún farið til að bera tveim stórum og fallegum gimrum,rollan verður sett á enn áveðið var að lóa henni í haust af því hún var geld í vor,þannig að Grágás bjargaði sínu lífi með þessu framtaki,hver veit nema hún komi með ný tvö lömb á vori komandi og gangi úti með tvö lítil lömb og tvö stór.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. september 2004
Vegurinn orðinn fær í Árneshrepp.
Vegagerðamenn náðu því í gærkvöld að gera fært fyrir stóra bíla jeppar fóru innyfir og fjárflutningabíll komst norðuryfir og hann fór í morgun aftur,vegagerðamenn seygja veginn varasaman ennþá fyrir fólsbíla enn ætti vera orðin góð færð seinna í dag enn unnið verður í veginum í allan dag.