Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. október 2004
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. október 2004
Flugvél Flugmálastjórnar TF-FMS á Gjögurflugvelli.
Í dag kom flugvél flugmálastjórnar á Gjögurflugvöll og voru starfsmenn hennar að stilla aðflugshallaljós og yfirfara vindmæla.Flugvél Flugmálastjórnar er af gerðinni Beechcraft Super Ving-Air B-200.Flugstjóri var Snæbjörn Guðbjörnsson ásamt aðstoðarflugmanni.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. október 2004
Flug á Gjögur í dag.
Þá var hægt að fljúga í dag og við fengum póstinn okkar hér í sveitinni þótt hann kæmi nú óvenjulega leið með flugi til Ísafjarðar og þaðan á Gjögur með litlu vél Landsflugs sem er notuð í sjúkraflug og staðsett er á Ísafyrði.Það má því seygja að pósturinn hafi komið með sjúkraflugi í dag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. október 2004
Ekkert flogið ennþá síðan á fimmtudag.
Ekkert var flogið í gær og í dag vegna veðurs,enn áætlun hjá Landsflugi á Gjögur er á mánudögum og fimmtudögum enn í gær var stormur enn allhvass í dag enn ókyrð er í lofti og ísing þannig að flugi var aflýst.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. október 2004
Myndir af Ávíkurá í sumar og núna.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. október 2004
Myndir af vegaskemdum.Vegurinn jeppafær.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. október 2004
Vegurinn ófær í Árneshrepp.
Vegurinn er farinn í sundur mjög víða á leiðinni norður,í Veyðileisukleif eru nokkrar skriður og hér innansveitar á Kjörvogshlíð og frá Trékyllisvík til Norðurfjarðar.Að sögn Jóns Harðar hjá vegagerðinni á Hólmavík eru fjögur tæki farin á stað norður til að reyna að opna óvíst er hvenar opnist sennilega ekki fyrr enn á morgun.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávik er úrkoman orðin 98 mm frá því kl 0900 þann 12/10 og til kl 0900 í morgun og allt er á floti.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. október 2004
Allmikil úrkoma á Ströndum í dag.
Mikil úrkoma hefur verið í dag úrkoman mældist á veðurstöðinni í Litlu-Ávík 32 mm frá því kl 0900 í morgun og til 1800 í dag.Enn úrkoman er orðin 79 mm bara núna tvo síðustu sólarhringa enn það er að nálgast meðalúrkomu í október undanfarin ár.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. október 2004
Heimaslátrun.
Heimaslátrun hefur staðið yfir að undanförnu hjá bændum.Hér í Litlu-Ávík var slátrað rollum í dag og það restin hér sem fer í heimaneyslu búið var áður að slátra lömbum.Kjötið er saltað og fryst og sett í reyk,eftir er að setja í bjúgu sem fara í reyk,einnig eru hausar sviðnir og hreinsaðir það er talsverð vinna að saga niður og ganga frá öllu í frystir enda er þetta matarforði fram á næsta haust.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. október 2004
Fyrsta flug Landsflugs á Gjögur.
Ekki var hægt að fljúga vegna veðurs í gær enn í dag var flogið á Gjögur og þá hið nýja flugfélag Landsflug sem tók við rekstri Íslandsflugs innanlands um síðustu mánaðarmót.Lítið er um flutning á þessum tíma árs enn eykst mikið um næstu mánaðarmót þegar flutningabíll hættir ferðum á Norðurfjörð í lok október.
Íslandsflug hefur flogið á Gjögur og þar með þjónað Árneshreppsbúum í um fjórtán ár og vonandi heldur slík þjónusta áfram hjá hinu nýja félagi.
Flogið verður á Gjögur eins og verið hefur á mánudögum og fimmtudögum.
Íslandsflug hefur flogið á Gjögur og þar með þjónað Árneshreppsbúum í um fjórtán ár og vonandi heldur slík þjónusta áfram hjá hinu nýja félagi.
Flogið verður á Gjögur eins og verið hefur á mánudögum og fimmtudögum.