Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. október 2004

Síðasta flug Íslandsflugs var í gær á Gjögur.

Dorníer vél Íslandsflugs á Gjögurflugvelli.
Dorníer vél Íslandsflugs á Gjögurflugvelli.
Íslandsflug hætti öllu innanlandsflugi á miðnætti síðastliðnu þannig að það var síðsta áætlunurflug þeirra í gær á Gjögur.
Flug heldur samt áfram á Gjögur á mánudögum og fimmtudögum eða tvisvar í viku af hinu nýja innanlandsflugi sem heitir Landsflug og er með Dorníer vél 19 manna sem fygldi með í kaupum af Íslandsflugi þannig að það verður engin breyting á flugi hingað í Árneshrepp.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. september 2004

Skipt um kanttré á bryggjunni á Gjögri.

Unnið við Gjögurbryggju.
Unnið við Gjögurbryggju.
Í þessari viku hefur Páll Pálsson smiður og aðstoðarmaður hans Guðbrandur Albertsson verið að vinna við að skipta um kanttré á bryggjunni á Gjögri,enn þaug gömlu voru orðin fúin og úrsérgengin.Bryggjan á Gjögri er nú lítið notuð nema á sumrum og þá helst af burtfluttum Gjögrurum enn nú orðið er bara sumarbústaðabyggð á Gjögri enn samt er talið nauðsinlegt að halda bryggjunni við.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. september 2004

Ærin Grágás bar tveim lömbum í gær.

Grágás með gimbrarnar sínar tvær.
Grágás með gimbrarnar sínar tvær.
1 af 2
Nokkuð óvæntur sauðburður var í Litlu-Ávík hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda þar í gær,Siggi hafði áhyggjur af rollunni og taldi hana vera með lambi og taldi hana hafa komist í hrút um það leyti sem sauðburður byrjaði,allt reyndist það vera rétt enn svo var þessi rolla ekki í túninu í gærmorgun og Siggi fór að leyta enn fann hana ekki í gær,enn í morgun fann hann Grágás borna á næstu jörð Stóru-Ávík þangað hafði hún farið til að bera tveim stórum og fallegum gimrum,rollan verður sett á enn áveðið var að lóa henni í haust af því hún var geld í vor,þannig að Grágás bjargaði sínu lífi með þessu framtaki,hver veit nema hún komi með ný tvö lömb á vori komandi og gangi úti með tvö lítil lömb og tvö stór.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. september 2004

Vegurinn orðinn fær í Árneshrepp.

Vegagerðamenn náðu því í gærkvöld að gera fært fyrir stóra bíla jeppar fóru innyfir og fjárflutningabíll komst norðuryfir og hann fór í morgun aftur,vegagerðamenn seygja veginn varasaman ennþá fyrir fólsbíla enn ætti vera orðin góð færð seinna í dag enn unnið verður í veginum í allan dag.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. september 2004

Vegurinn í Árneshrepp varla opnaður í kvöld.

Aurskriðan á Kýrvíkurnesi á Kjörvogshlíð.
Aurskriðan á Kýrvíkurnesi á Kjörvogshlíð.
Vegagerðmenn frá Hólmavík fóru í morgun að skoða veginn norður og komust rétt svo í Kaldbaksvíkurkleyf þar eru svaka mikil skriðuföll,enn jarðýta var send á stað í morgun og það tekur langan tíma að opna í Kaldbaksvíkur kleyfinni og engin veit um ástandið í Veiðileysukleif,ég fór í morgun og náði mynd af skriðunni á Kýrvíkurnesi á Kjörvogshlíð hún ca 2 til 3 metrar á hæð og um 15 metra breið á veiginum,það er bara smávegis miðað við sem er í Kaldbaksvíkurkleif að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra á Hólmavík.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. september 2004

Vegagerðin hætti við að opna veginn norður.

Vegagerðin hefur nú hætt við að opna vegin norður í Árneshrepp vegna vegna mikilla skriðufalla víða á leiðinni frá Bjarnarfyrði og alla leiðina norður og hefur nú snúið moksturstækjum við vegna mikilla úrkomu og allt virðist á iði fyrir ofan vegi í fjallshlíðum og veðuhæð er talsverð líka 18 til 20 m/s af norðri og norðnorðvestsri,vegfarendur eru beðnir um að reyna ekki að vera áferðinni norðan Bjarnafjarðar og innansveitar bara að Kjörvogi og hættulegt er í svonefndum urðum á milli Norðurfjarðar og Trékyllisvikur í Árneshreppi.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. september 2004

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðis.

Vegurinn hingað norður í Árneshrepp lokaðist vegna aurskriða á Kjörvogshlíð,að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverksstjóra hjá vegagerðinni á Hóæmavík er veghefill á leiðinni að opna og ætti að vera orðið fært um hádeigið nema að fleiri skriður falli á veginn enn gífurleg úrkoma er á þessum slóðum.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. september 2004

Gífurleg úrkoma var í nótt.

Nú er allt á floti hér um slóðir úrkoman hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 40 mm frá kl 1800 í gær til 0900 í morgun og hefur aldrei mælst eins mikil á milli úrkomumælinga.
Nú eru allir lækjir á fullu og meir enn það,stutt er síðan að allt var þurt.Þessi úrkoma er svona ca á við venjulega úrkomu í september í hálfan mánuð miðað við undanfarin ár.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. september 2004

Vatnið komið aftur.

Nú er óhætt að seigja að neisluvatnið sé komið aftur til að vera og gildir það yfirleitt þar sem vatnslaust var.Hér í Litlu-Ávík kom aðeins vatn meðan ég var fyrir sunnan 8 sept eftir rigningar þá enn dugði í einn dag,enn nú er búið að rigna talsvert þótt engir lækir séu enn.Vatn er búið að vera stöðugt síðan 13 eða 14 september,vatnslaust var hér í Litlu-Ávík frá 22 ágúst eða í 23 daga.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. september 2004

Réttað í Melarétt á laugardaginn var.

Frá Melarétt.
Frá Melarétt.
Hinar lögskipuðu fjárleitir byrjuðu hér á föstudaginn var með því að Ófeygsfarðasvæðið var smalað allt norður í Eyvindarfjörð fyrri daginn enn síðari daginn austan Húsár að Reykjarfjarðatagli um Sýrárdal og Seljaneshlíð í kringum Íngólfsfjörð og yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt á laugardaginn 11 september.Sögðu bændur óvenju mikið af fé hafi verið norðan Húsár sennilega vegna góðs tíðarfars í sumar og lítið í ám,fé kom misjafnlega vænt af fjalli,leitarmenn fengu ágætt veður báða dagana.
Um næstu helgi verður innra svæðið leitað allt frá Kolbeinsvík og þá verður réttað í Kjósarrétt í Reykjarfirði laugardaginn 18 september.

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
  • Húsið fellt.
  • Slegið up fyrir grunni.04-09-08.
Vefumsjón