Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. september 2004

Vegurinn í Árneshrepp varla opnaður í kvöld.

Aurskriðan á Kýrvíkurnesi á Kjörvogshlíð.
Aurskriðan á Kýrvíkurnesi á Kjörvogshlíð.
Vegagerðmenn frá Hólmavík fóru í morgun að skoða veginn norður og komust rétt svo í Kaldbaksvíkurkleyf þar eru svaka mikil skriðuföll,enn jarðýta var send á stað í morgun og það tekur langan tíma að opna í Kaldbaksvíkur kleyfinni og engin veit um ástandið í Veiðileysukleif,ég fór í morgun og náði mynd af skriðunni á Kýrvíkurnesi á Kjörvogshlíð hún ca 2 til 3 metrar á hæð og um 15 metra breið á veiginum,það er bara smávegis miðað við sem er í Kaldbaksvíkurkleif að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra á Hólmavík.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. september 2004

Vegagerðin hætti við að opna veginn norður.

Vegagerðin hefur nú hætt við að opna vegin norður í Árneshrepp vegna vegna mikilla skriðufalla víða á leiðinni frá Bjarnarfyrði og alla leiðina norður og hefur nú snúið moksturstækjum við vegna mikilla úrkomu og allt virðist á iði fyrir ofan vegi í fjallshlíðum og veðuhæð er talsverð líka 18 til 20 m/s af norðri og norðnorðvestsri,vegfarendur eru beðnir um að reyna ekki að vera áferðinni norðan Bjarnafjarðar og innansveitar bara að Kjörvogi og hættulegt er í svonefndum urðum á milli Norðurfjarðar og Trékyllisvikur í Árneshreppi.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. september 2004

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðis.

Vegurinn hingað norður í Árneshrepp lokaðist vegna aurskriða á Kjörvogshlíð,að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverksstjóra hjá vegagerðinni á Hóæmavík er veghefill á leiðinni að opna og ætti að vera orðið fært um hádeigið nema að fleiri skriður falli á veginn enn gífurleg úrkoma er á þessum slóðum.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. september 2004

Gífurleg úrkoma var í nótt.

Nú er allt á floti hér um slóðir úrkoman hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 40 mm frá kl 1800 í gær til 0900 í morgun og hefur aldrei mælst eins mikil á milli úrkomumælinga.
Nú eru allir lækjir á fullu og meir enn það,stutt er síðan að allt var þurt.Þessi úrkoma er svona ca á við venjulega úrkomu í september í hálfan mánuð miðað við undanfarin ár.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. september 2004

Vatnið komið aftur.

Nú er óhætt að seigja að neisluvatnið sé komið aftur til að vera og gildir það yfirleitt þar sem vatnslaust var.Hér í Litlu-Ávík kom aðeins vatn meðan ég var fyrir sunnan 8 sept eftir rigningar þá enn dugði í einn dag,enn nú er búið að rigna talsvert þótt engir lækir séu enn.Vatn er búið að vera stöðugt síðan 13 eða 14 september,vatnslaust var hér í Litlu-Ávík frá 22 ágúst eða í 23 daga.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. september 2004

Réttað í Melarétt á laugardaginn var.

Frá Melarétt.
Frá Melarétt.
Hinar lögskipuðu fjárleitir byrjuðu hér á föstudaginn var með því að Ófeygsfarðasvæðið var smalað allt norður í Eyvindarfjörð fyrri daginn enn síðari daginn austan Húsár að Reykjarfjarðatagli um Sýrárdal og Seljaneshlíð í kringum Íngólfsfjörð og yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt á laugardaginn 11 september.Sögðu bændur óvenju mikið af fé hafi verið norðan Húsár sennilega vegna góðs tíðarfars í sumar og lítið í ám,fé kom misjafnlega vænt af fjalli,leitarmenn fengu ágætt veður báða dagana.
Um næstu helgi verður innra svæðið leitað allt frá Kolbeinsvík og þá verður réttað í Kjósarrétt í Reykjarfirði laugardaginn 18 september.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. september 2004

Var í hnéaðgerð fyrir sunnan.

Ég fór suður sjötta þessa mánaðar með flugi og var í hnéaðgerð þann áttunda hjá Arnbirni Arnbjörnssyni í Læknastöðinni Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34,innri liðþófi var í sundur og hann fjarlægður aðgerðin gerð með leisergeislum aðgerðin gekk vel og líðanin sæmileg núna enn mjög slæmur fyrst eftir aðgerð það tekur að minnsta kosti mánuð að ná sér alveg eftir aðgerðina,Ég kom heim með flugi daginn eftir aðgerð.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. september 2004

Geir og Hilmar með tónleika á Hótel Djúpavík.

Hilmar Garðarsson tónlistarmaður.
Hilmar Garðarsson tónlistarmaður.
1 af 2
Í gærkvöld héldu tveir ungir menn tónleika á Hótel Djúpavík kynntu þar lög af nýútgefnum diskum sínum.
Þeir byrjuðu tónleikaferðalagið á Ísafyrði og í Bolungarvík síðan á Djúpavík í gærkvöld og halda síðan norður um land með kynningu á diskum sínum.
Geir Harðarson sem er ættaður frá Stóru-Ávík hér í sveit gaf út diskinn Landnám,enn félagi hans Hilmar Garðarsson diskinn Pleaseðto Leaveyov á ensku enn diskur Geirs á íslensku.
Margt fólk var á tónleikunum heimamenn sem ferðafólk þótt ferðatímin sé að verða búin.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. september 2004

Ísjakar horfnir héðan að sjá.

Fór í um það bil 100 m hæð að athuga með ís enn ekkert að sjá í sjónauka né berum augum skyggni var ágætt um kl 1330.
Þessi rest af jökum sem hafa sést héðan virðast bráðnaðir eða horfnir,sá síðast í gær smá brot þegar byrti aðeins upp.Enn einhver jakabrot eru innar á flóanum ennþá.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. september 2004

Sláturfé flutt á Blöndós úr Árneshreppi.

Fjárbíll frá Blöndósi í Litlu-Ávík.
Fjárbíll frá Blöndósi í Litlu-Ávík.
Í gær fóru fyrstu lömbin í slátrun eða einn bíll og í dag þrír bílar eða yfir 900 lömb allt fór i slátrun á Blöndósi hjá Sláturfélagi Austur-Húnvetninga síðan verður lítið um slátrun úr hreppnum fyrr enn eftir miðjan september.
Bændur hafa að undanförnu verið að smala heimalönd,enn hinar hefðbundnu leytir hefjast 10 þessa mánaðar.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
Vefumsjón