Áætlunarflug var á áætlun í dag og var ég nokkuð fljótur í póstferð.Fór svo um 1530 á traktor með vagn til Norðurfjarðar að sækja fyrstu ferðina af áburði tek 6 balla í ferð og vonast til að sækja hinar 2 ferðirnar á morgun fyrir Sigurstein.
Breitileg vindátt 1 m/s þoka í grennd skygni 12 km hiti 4 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,3 mm HÁ 4 stig LÁ 2 stig. Svartaþoka var kl 6 í morgun.
Í dag hélt Skákfélagið Hrókurinn vorskákmót í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík stjórnandi mótssins var Hrafn Jökulsson Forseti Hrókssins,telfdar voru 7 umferðir og teflt á átta borðum eða sextán manns tóku þátt.Síðan telfdi Hrafn við yngri kynslóðina fjöltefli og þótti honum sérstakt að öll skólabörn tefldu og þótti honum mörg þeirra mjög góð.Síðan afhenti Hrafn verðlaun fyrir þrjú efstu sætin efstur var Gunnar Dalkvist í Bæ með 6 vinninga og hlaut hann farandbikarann enn í öðru og þryðja sæti urðu jafnir Íngólfur Benidiktsson í Árnesi 2 og Trausti Steinsson skólastjóri með fjóran og hálfan vinning.