Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. ágúst 2004

Hitamet sett í Árneshreppi á Ströndum.

Þegar ég fór að lesa tölur af hitamælum veðurstöðvarinnar hér í Litlu-Ávík kl 1200 og hitinn var 24,3 stig fór mér að detta í hug að hitamet félli hér í Árneshreppi í dag frá því mælingar byrjuðu á Grænhóli við Gjögur.
Allt er miðað við mannaðar stöðvar Grænhóll við Reykjarfjörð í Gjögurslandi byrjaði 1921 og var til 1934.Þá tók Kjörvogur við 1934 til 1971 og þá Gjögur 1971 og var til 1995´.
Þá tekur stöðin Litla-Ávík við sem er við austanverða Trékyllisvík 12 ágúst 1995 og er ennþá þannig að mannaðar veðurstöðvar eru búnar að vera hér langt aftur á siðustu öld.
Mestur hiti sem mællst hefur áður er 23.0 stig á Grænhóli við Gjögur þann 24-06 1925.
Þar næst á Kjörvogi 21,9 21-06 1935 og 07-07-1939.Enn Gjögur náði ekki hitatölu yfir tuttugu stigum og ekki Litla-Ávík fyrr enn nú í dag.
Þá kemur Litla-Ávík með hitametið í dag sem er 26,0 stig,og þá féll hitamet frá 24-06-1925 frá Grænhól.Þetta er mikill munur frá þokuloftinu undanfarna daga sem hitinn var 8 til 11 stig.Það skal tekið fram að Trausti Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands gaf mér upp hámarkstölur frá veðurstöðvum í hreppnum.Með ártöl er vitnað í bókina Saga Veðurstofu Íslands.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. ágúst 2004

Settar fréttir á RÚV og BB.

Setti í morgun fréttir í Ríkisútvarp og á Bjæarins Besta um þurkkatíð og vatnsleysi.
Sjáið www.ruv.is og www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. ágúst 2004

Neysluvatn af skornum skammti.

Ávíkuráin mjög lítil.
Ávíkuráin mjög lítil.
Í þessum miklu þurrviðri undanfarið hefur borið á vatnsskorti eða litlu neysluvatni sumstaðar á bæjum og sumarhúsum.Vatn þraut alveg í sumarhúsi á Gjögri og á Eyri í Íngólfsfyrði og hér í Litlu-Ávík er það mjög lítið rétt dugar til uppvöskunar og hreinlætisaðstöðu,enn höfum sloppið við að ná í vatn í ána ennþá enn Ávikuráin hefur sjaldan sést svo lítil.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. júlí 2004

Morgunútvarp.

Lennti í viðtali í morgunútvarpi í morgun á Rás 2 um veður um verslunarmannahelgina sem var kl 0900 suðsuðaustan 7 m/s skýjað og hiti 13 stig,og sagði frá balli sem var í gærkvöld og um mikla umferð hingað í hreppinn.Einnig að fullt tungl verði í kvöld og kvennfólk væri fjörugra þá og konur skildu hugsa sinn gang vel um helgina og fara varlega í makavali í kvöld og um helgina eða næstu þrjá daga.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. júlí 2004

Veðurmælar athugaðir.

Elvar uppí mælastaur.
Elvar uppí mælastaur.
Þann 26-07 kom Elvar Ástráðsson frá veðurstofu og daginn eftir var farið í að yfirlíta öll mælitæki og mála sem þarf og allir hitamælar bornir saman og reindust allir hundrað prósent réttir svona yfirlit er gert á þryggja til fjögurra ára fresti.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. júlí 2004

Heyskap líkur hjá bændum í Árneshreppi í dag.

Heyrúllur settar á vagna.
Heyrúllur settar á vagna.
1 af 2
Heyskap er að ljúkja hjá bændum hér í hreppnum það er fyrri slætti,enn tveir þrýr bændur slá svo há um miðjan ágúst.Sláttur hófst um fyrstu helgi í júlí og fengu bændur hið mesta þurrviðri við heyskapinn til margra ára enn grassprettan eftir því minna hey enn gott.Allir bændur heyja í rúllur nema einn það er á Krossnesi sem setja mest í vothey og þar er aðeins eftir enn að setja í tóftir og biðið eftir að sígi í þeim.Miklar fyrningar voru eftir hjá flestum bændum síðan í fyrra svo minna heymagn í sumar skiptir litlu máli.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. júlí 2004

Húsbílaklúbburinn á ferð í Árneshreppi.

Húsbílar á tjaldstæðinu við Finnbogastaðaskóla.
Húsbílar á tjaldstæðinu við Finnbogastaðaskóla.
Í gær komu um og yfir 60 húsbílar í hreppin og með bækistöð á tjaldstæðinu við Finnbogastaðaskóla.Gífurleg umferð varð og oft tafsöm fyrir aðra ferðalanga enn mikil traffik er búin að vera undanfarna daga,húsbílarnir fara aftur á morgun.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. júlí 2004

Morgunblaðið segir upp fréttariturum.

Morgunblaðið hefur nú sagt upp fjölda starfsmanna og þar á meðal mörgum fréttariturum í dreifbýlinu þar á meðal mér,ég er búin að vera fréttaritari fyrir Morgunblaðið frá árinu 1996 og verið duglegur að senda fréttir.Enn mest er sagt upp fréttariturum í fámennustu byggðalögunum sem mér finnst kjánalegt.Mér finnst Morgunblaðið ekki verða það landsbyggðablað á eftir sem ég hef talið það vera og þeir sjálfir á blaðinu hafa haldið fram,að byrta ekki fréttir úr fámennum sveitum eða byggðarlögum.Ég óska Morgunblaðinu alls hins besta í framtíðinni.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. júlí 2004

Vestfirskir kajakróðrarar á Ströndum.

Elín-Sveinbjörn-Sigurður-Örn og Halldór.
Elín-Sveinbjörn-Sigurður-Örn og Halldór.
1 af 2
Í gærkvöld komu hér inn á Ávíkina fimm kajakar undir stjórn fjögurra karla og einnar konu þáðu þaug smá veitingar hjá mér og héldu síðan áfram til Gjögurs og ötluðu að tjalda rétt hjá heita pottinum fyrir neðan flugvöllin.í dag var svo lokaferðin frá Akurvík til Djúpavíkur og þar yrði fólkið sótt á bíl og fara landleið vestur.
Að sögn Halldórs Sveinbjörssonar sem er ljósmyndari Bæjarins Besta og Morgunblaðssins fararstjóra fóru þaug frá Ísafyrði um síðustu helgi og komu víða við á Hornströndum enn í gær var áfanginn frá Drangavík Trékyllisvík Gjögur,smá bræla var hjá þeim í gær og í fyrradag.Þaug sem voru á ferð á kajjökunum eru:Elín Marta Eiríksdóttir,Sveinbjörn H Kristjánsson,Sigurður P Hilmarsson,Örn Torfason og Halldór Sveinbjörsson.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. júlí 2004

Farið á bát í Árnesey.

1 af 2
Nú í kvöld fór Íngólfur Benidiktsson bóndi í Árnesi með lömb fram í Árnesey fyrir Sigurstein bónda í Litlu-Ávík,enn móðir lambanna fannst dauð inn með Reykjarfirði í dag.Oft er farið með fé í Árnesey og farið með heimalinga fyrir bændur fyrir utan sem Árnesbændur láta fé í eina,allgóð grasspretta er þar yfirleitt enn nú hefur verið mjög þurrt í veðri.

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Naustvík 11-09-2002.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
Vefumsjón