Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2004

Ráðskona var í Litlu-Ávík um sauðburð.

Gunnur og Kolbrún.
Gunnur og Kolbrún.
Gunnur Salbjörg Friðriksdóttir var ráðskona hjá okkur hér í Litlu-Ávík frá 13 maí til 17 júní og hún leysti mig einnig af með veðrið meðan ég var fyrir sunnan.Gunnur er fyrrverandi starfsmaður Veðurstofunnar og hefur leyst mig af áður með veðrið. Sonardóttir hennar Kolbrún Andradóttir var líka um tíma hér og þótti gaman í sveitinni.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2004

Var í veikindafrýi í júní.

Ég fór suður 5 júní kom aftur heim 16 júní var í rannsóknum og myndatökum og beið eftir niðurstöðum enn er slæmur í hné liðþófi farin aðgerð seinna enn nóg um þetta.Skrifa svo þegar ég hef frá einhverju að segja.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2004

Smá yfirlit síðan ég gerði hlé á skrifum í maí.

Sauðburður var búin að mestu um 5 júní enn hér í Litlu-Ávík voru eftirlegukindur að bera til 17 júní og svipað annarsstaðar í hreppnum,kalt var framanaf enn um 20 mai var fé sett út jafnt og þétt og við hér keyrðum fé inn í Kúvikurdal þann 2 júní og aftur 4 júní og þá var verið að sleppa fé úr túnum.
Búið var að dreifa tilbúnum áburði á tún um miðjan júní
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. maí 2004

Veður kl 1800.

Norðvestan 2 m/s rigning skygni 12 km hiti 6 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900:Úrkoma 10 mm HÁ 6 stig LÁ 4 stig.
Mun ekki skrifa veður á síðuna á næstunni bendi á veður á VEDUR.IS og TEXTAVARPI.Veður frá Litlu-Ávík eru send 5 sinnum á sólarhring sem hér segir:Kl-0600-0900-1200-1800 og 2100.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. maí 2004

Verður lítið skrifað á heimasíðuna.

Nú á næstunni mun eg lítið skrifa á heimasíðuna því eg er að byrja að vera í fjárhúsinum vegna sauðburðar hjá bróðir mínum sem eg hef alltaf gert undanfarin ár.Veður mun ég ekki setja á síðuna verður síðast núna kl 1800.Bendi á textavarpið og vedur.is þar sjást öll 5 skeytin sem ég sendi svona ca 20 mín til hálftíma eftir sendingu.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. maí 2004

Vorvertíð hefst.Veður kl 0900.

Norðan 2 m/s rigning skygni 7 km hiti 5 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 9 mm HÁ 5 stig LÁ 3 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. maí 2004

Veður kl 1800.

Norðan 3 m/s þoka skygni 0,5 km hiti 5 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900:Úrkoma 0,2 HÁ 7 stig LÁ 4 stig
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. maí 2004

Lokadagur.Veður kl 0900.

Norðvestan 1 m/s súld skygni 6 km hiti 4 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,8 mm HÁ 5 stig LÁ 4 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. maí 2004

Veður kl 1800.

Norðvestan 2 m/s alskýjað skygni 22 km hiti 5 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 0900:Úrkoma 0,2 mm HÁ 5 stig LÁ 4 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. maí 2004

Flug. Póstur.Byrjaði að sækja áburð.

Áætlunarflug var á áætlun í dag og var ég nokkuð fljótur í póstferð.Fór svo um 1530 á traktor með vagn til Norðurfjarðar að sækja fyrstu ferðina af áburði tek 6 balla í ferð og vonast til að sækja hinar 2 ferðirnar á morgun fyrir Sigurstein.

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Mundi í gatinu.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Víganes:Í október 2010.
Vefumsjón