Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. september 2004

Var í hnéaðgerð fyrir sunnan.

Ég fór suður sjötta þessa mánaðar með flugi og var í hnéaðgerð þann áttunda hjá Arnbirni Arnbjörnssyni í Læknastöðinni Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34,innri liðþófi var í sundur og hann fjarlægður aðgerðin gerð með leisergeislum aðgerðin gekk vel og líðanin sæmileg núna enn mjög slæmur fyrst eftir aðgerð það tekur að minnsta kosti mánuð að ná sér alveg eftir aðgerðina,Ég kom heim með flugi daginn eftir aðgerð.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. september 2004

Geir og Hilmar með tónleika á Hótel Djúpavík.

Hilmar Garðarsson tónlistarmaður.
Hilmar Garðarsson tónlistarmaður.
1 af 2
Í gærkvöld héldu tveir ungir menn tónleika á Hótel Djúpavík kynntu þar lög af nýútgefnum diskum sínum.
Þeir byrjuðu tónleikaferðalagið á Ísafyrði og í Bolungarvík síðan á Djúpavík í gærkvöld og halda síðan norður um land með kynningu á diskum sínum.
Geir Harðarson sem er ættaður frá Stóru-Ávík hér í sveit gaf út diskinn Landnám,enn félagi hans Hilmar Garðarsson diskinn Pleaseðto Leaveyov á ensku enn diskur Geirs á íslensku.
Margt fólk var á tónleikunum heimamenn sem ferðafólk þótt ferðatímin sé að verða búin.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. september 2004

Ísjakar horfnir héðan að sjá.

Fór í um það bil 100 m hæð að athuga með ís enn ekkert að sjá í sjónauka né berum augum skyggni var ágætt um kl 1330.
Þessi rest af jökum sem hafa sést héðan virðast bráðnaðir eða horfnir,sá síðast í gær smá brot þegar byrti aðeins upp.Enn einhver jakabrot eru innar á flóanum ennþá.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. september 2004

Sláturfé flutt á Blöndós úr Árneshreppi.

Fjárbíll frá Blöndósi í Litlu-Ávík.
Fjárbíll frá Blöndósi í Litlu-Ávík.
Í gær fóru fyrstu lömbin í slátrun eða einn bíll og í dag þrír bílar eða yfir 900 lömb allt fór i slátrun á Blöndósi hjá Sláturfélagi Austur-Húnvetninga síðan verður lítið um slátrun úr hreppnum fyrr enn eftir miðjan september.
Bændur hafa að undanförnu verið að smala heimalönd,enn hinar hefðbundnu leytir hefjast 10 þessa mánaðar.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. ágúst 2004

Nýr skólastjóri við Finnbogastaðaskóla.

Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir skólastjóri.
Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir skólastjóri.
Nýr skólastjóri var ráðinn við Finnbogastaðaskóla í sumar sem er Jóhanna Þorsteinsdóttir,enn Trausti Steinsson sem var hér skólastjóri síðastliðin tvö ár sagði upp í vor.
Jóhanna Þorsteinsdóttir var áður forstöðumaður á Sólheimum í Grímsnesi.Fimm börn verða í skólanum í vetur og annar kennari í hálfu starfi og stundakennari svo ótalin sé matráðskona,enn heitur matur er í hádeginu fyrir börnin.Skólinn verður settur fimmtudaginn annan september.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. ágúst 2004

Bátur sökk út af Veiðileysufirði.

Bátur út af Veiðileysufirði sendi neiðarkall um fjögurleitið í dag mikill leki kom að bátnum rétt áður,maðurinn komst svo í björgunarbát og nærliggjandi bátar voru búnir að fá staðsetningu og einn þeirra Björg Hauks náði manninum um borð og sigldi með hann til Drangsnes.
Aðrir bátar reyndu að taka bátinn sem varð fyrir þessu í slef enn bara stefnið stóð uppúr,enn það varð árangurslaust og báturinn sökk milli 1700 og 1800.Báturinn hét Fjarkinn ÍS 44 og hefur verið gerður út frá Norðurfirði í sumar,talið er að báturinn hafi rekist utan í hafísjaka sem svo víða mara í hálfu kafi,brot úr borgarísjökum eru víða á Húnaflóanum og jafnvel inn á firði.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. ágúst 2004

Vatnslaust.

Alveg er orðið vatnslaust neysluvatnið hér í Litlu-Ávík byrjaður að sækja vatn í ána ef á skildi kalla komst í smá hil enn þarf að ausa í föturnar til að geta fyllt þær,nú verður að sjóða allt neysluvatn.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. ágúst 2004

Hafísmyndir inná vef Veðurstofunnar.

Sigþrúður Ármannsdóttir á hafísdeild Veðurstofunnar tengdi saman hafísmyndasafnið á heimasíðunni minni og setti á heimasíðu Veðurstofunnar þannig ef farið er inn á vedur.is og ítt á lengst upp í vinstra horni þá kemur hafískort og tilkinnyngar þar neðarlega til hægri sést borgarísjakar á Húnaflóa þar er mín heimasíða.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. ágúst 2004

Haft samband við RÚV.

Ég hafði samband við fréttastofu útvarps rétt fyrir 2100 í kvöld um óvenjumikla borgarísjaka undanfarið á Húnaflóa stóra og litla.
Og frétt um það var lesin í útvarpsfréttum kl 2200,og einnig ísfrétt sem var gefin upp kl 1800 frá Litlu-Ávík ,enn það er nýtt að þulir útvarps lesi upp veðurlýsingu og sem því fylgir og fannst mér RÚV komast vel að lesa allt saman.Jón á Vaktinni á Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. ágúst 2004

Talsvert um borgarís á Húnaflóanum.

Talsvert hefur verið um borgarís og jakabrot á Húnaflóanum að undanförnu misstórir enn nokkrir mjög stórir enn brotna ört í hlíum sjónum og bráðna.Einn lítill strandaði við Árnesey fyrir hádeigið í dag og annar mjög stór er ca 8 km austur af Gjögurflugvelli eða Gjögurvita,sá borgarísjaki er nokkuð langur eða um 150 til 200 m enn breydd talsvert minni jakanum hallar talsvert í vestur að því sjónarhorni sem maður sér hann og er talsvert sprúngin að sjá eingir turnar eða slíkt er á þessum borgarísjaka,þetta er óvenju snemma að borgarís berst hér að landi við Húnaflóa enn sennilega meyri bráðnun við Grænland og ís berst fyrr út á sjó úr Grænlandsjöklum.Set inn myndir í hafísmyndasafn.

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
Vefumsjón