Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. ágúst 2004

Nýr skólastjóri við Finnbogastaðaskóla.

Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir skólastjóri.
Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir skólastjóri.
Nýr skólastjóri var ráðinn við Finnbogastaðaskóla í sumar sem er Jóhanna Þorsteinsdóttir,enn Trausti Steinsson sem var hér skólastjóri síðastliðin tvö ár sagði upp í vor.
Jóhanna Þorsteinsdóttir var áður forstöðumaður á Sólheimum í Grímsnesi.Fimm börn verða í skólanum í vetur og annar kennari í hálfu starfi og stundakennari svo ótalin sé matráðskona,enn heitur matur er í hádeginu fyrir börnin.Skólinn verður settur fimmtudaginn annan september.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. ágúst 2004

Bátur sökk út af Veiðileysufirði.

Bátur út af Veiðileysufirði sendi neiðarkall um fjögurleitið í dag mikill leki kom að bátnum rétt áður,maðurinn komst svo í björgunarbát og nærliggjandi bátar voru búnir að fá staðsetningu og einn þeirra Björg Hauks náði manninum um borð og sigldi með hann til Drangsnes.
Aðrir bátar reyndu að taka bátinn sem varð fyrir þessu í slef enn bara stefnið stóð uppúr,enn það varð árangurslaust og báturinn sökk milli 1700 og 1800.Báturinn hét Fjarkinn ÍS 44 og hefur verið gerður út frá Norðurfirði í sumar,talið er að báturinn hafi rekist utan í hafísjaka sem svo víða mara í hálfu kafi,brot úr borgarísjökum eru víða á Húnaflóanum og jafnvel inn á firði.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. ágúst 2004

Vatnslaust.

Alveg er orðið vatnslaust neysluvatnið hér í Litlu-Ávík byrjaður að sækja vatn í ána ef á skildi kalla komst í smá hil enn þarf að ausa í föturnar til að geta fyllt þær,nú verður að sjóða allt neysluvatn.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. ágúst 2004

Hafísmyndir inná vef Veðurstofunnar.

Sigþrúður Ármannsdóttir á hafísdeild Veðurstofunnar tengdi saman hafísmyndasafnið á heimasíðunni minni og setti á heimasíðu Veðurstofunnar þannig ef farið er inn á vedur.is og ítt á lengst upp í vinstra horni þá kemur hafískort og tilkinnyngar þar neðarlega til hægri sést borgarísjakar á Húnaflóa þar er mín heimasíða.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. ágúst 2004

Haft samband við RÚV.

Ég hafði samband við fréttastofu útvarps rétt fyrir 2100 í kvöld um óvenjumikla borgarísjaka undanfarið á Húnaflóa stóra og litla.
Og frétt um það var lesin í útvarpsfréttum kl 2200,og einnig ísfrétt sem var gefin upp kl 1800 frá Litlu-Ávík ,enn það er nýtt að þulir útvarps lesi upp veðurlýsingu og sem því fylgir og fannst mér RÚV komast vel að lesa allt saman.Jón á Vaktinni á Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. ágúst 2004

Talsvert um borgarís á Húnaflóanum.

Talsvert hefur verið um borgarís og jakabrot á Húnaflóanum að undanförnu misstórir enn nokkrir mjög stórir enn brotna ört í hlíum sjónum og bráðna.Einn lítill strandaði við Árnesey fyrir hádeigið í dag og annar mjög stór er ca 8 km austur af Gjögurflugvelli eða Gjögurvita,sá borgarísjaki er nokkuð langur eða um 150 til 200 m enn breydd talsvert minni jakanum hallar talsvert í vestur að því sjónarhorni sem maður sér hann og er talsvert sprúngin að sjá eingir turnar eða slíkt er á þessum borgarísjaka,þetta er óvenju snemma að borgarís berst hér að landi við Húnaflóa enn sennilega meyri bráðnun við Grænland og ís berst fyrr út á sjó úr Grænlandsjöklum.Set inn myndir í hafísmyndasafn.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. ágúst 2004

Hitamet sett í Árneshreppi á Ströndum.

Þegar ég fór að lesa tölur af hitamælum veðurstöðvarinnar hér í Litlu-Ávík kl 1200 og hitinn var 24,3 stig fór mér að detta í hug að hitamet félli hér í Árneshreppi í dag frá því mælingar byrjuðu á Grænhóli við Gjögur.
Allt er miðað við mannaðar stöðvar Grænhóll við Reykjarfjörð í Gjögurslandi byrjaði 1921 og var til 1934.Þá tók Kjörvogur við 1934 til 1971 og þá Gjögur 1971 og var til 1995´.
Þá tekur stöðin Litla-Ávík við sem er við austanverða Trékyllisvík 12 ágúst 1995 og er ennþá þannig að mannaðar veðurstöðvar eru búnar að vera hér langt aftur á siðustu öld.
Mestur hiti sem mællst hefur áður er 23.0 stig á Grænhóli við Gjögur þann 24-06 1925.
Þar næst á Kjörvogi 21,9 21-06 1935 og 07-07-1939.Enn Gjögur náði ekki hitatölu yfir tuttugu stigum og ekki Litla-Ávík fyrr enn nú í dag.
Þá kemur Litla-Ávík með hitametið í dag sem er 26,0 stig,og þá féll hitamet frá 24-06-1925 frá Grænhól.Þetta er mikill munur frá þokuloftinu undanfarna daga sem hitinn var 8 til 11 stig.Það skal tekið fram að Trausti Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands gaf mér upp hámarkstölur frá veðurstöðvum í hreppnum.Með ártöl er vitnað í bókina Saga Veðurstofu Íslands.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. ágúst 2004

Settar fréttir á RÚV og BB.

Setti í morgun fréttir í Ríkisútvarp og á Bjæarins Besta um þurkkatíð og vatnsleysi.
Sjáið www.ruv.is og www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. ágúst 2004

Neysluvatn af skornum skammti.

Ávíkuráin mjög lítil.
Ávíkuráin mjög lítil.
Í þessum miklu þurrviðri undanfarið hefur borið á vatnsskorti eða litlu neysluvatni sumstaðar á bæjum og sumarhúsum.Vatn þraut alveg í sumarhúsi á Gjögri og á Eyri í Íngólfsfyrði og hér í Litlu-Ávík er það mjög lítið rétt dugar til uppvöskunar og hreinlætisaðstöðu,enn höfum sloppið við að ná í vatn í ána ennþá enn Ávikuráin hefur sjaldan sést svo lítil.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. júlí 2004

Morgunútvarp.

Lennti í viðtali í morgunútvarpi í morgun á Rás 2 um veður um verslunarmannahelgina sem var kl 0900 suðsuðaustan 7 m/s skýjað og hiti 13 stig,og sagði frá balli sem var í gærkvöld og um mikla umferð hingað í hreppinn.Einnig að fullt tungl verði í kvöld og kvennfólk væri fjörugra þá og konur skildu hugsa sinn gang vel um helgina og fara varlega í makavali í kvöld og um helgina eða næstu þrjá daga.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Dregið upp.
  • Byrjaðað jafna brunarústir við jörðu 19-06-2008.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
Vefumsjón