Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. júlí 2004
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. júlí 2004
Víða sett upp skylti á sögulegum stöðum.
Nú í ár eins og í fyrra er verið að setja upp skylti sem vísa á og leiðbeina fólki á sögulega staði hér í hreppnum.Nú í dag setti Valgeir Benidiktsson þúsunþjalasmiður í Árnesi upp rekaviðarstaur sem í var skorið fyrir skilti sem segir frá Dugguholu og Þórðarhellir í Litlu-Ávíkulandi.
Dugguhola er hellisskúti sem sjór stendur upp í.Í brimi þá brýtur upp í hellinn og sjórinn lokar inni loft undir miklum þrýstingi sem síðan brýst út með dunum og dynkjum.Þjóðsagan segir að göng liggi úr Mýrarhnjúksþúfu undir Reykjaneshyrnu og út um Dugguholu.Tröllkona ein á að renna færi sínu niður um þessi göng og veiða fisk.
Þórðarhellir er lítill hellir í hömrum undir Reykjaneshyrnu.Í honum er sagt að sakamaður einn,Þórður að nafni hafi hafst þar við.Ein sagan seygir að það hafi verið Þórður sá sem brenndur var 1654 í Kistu og að hann hafi losað sig á bálkestinum og leyndst með reyknum í burtu.
Það tekur 2 til 3 klst.Að ganga alla leið í Þórðarhelli og til baka.
Svona er víða búið að setja upp skilti til upplýsinga fyrir ferðafólk,Landverd hefur drifið þetta áfram og Ferðamálaráð Vestfjarða með merkingar á þessum gönguleðum og við heimamenn.
Dugguhola er hellisskúti sem sjór stendur upp í.Í brimi þá brýtur upp í hellinn og sjórinn lokar inni loft undir miklum þrýstingi sem síðan brýst út með dunum og dynkjum.Þjóðsagan segir að göng liggi úr Mýrarhnjúksþúfu undir Reykjaneshyrnu og út um Dugguholu.Tröllkona ein á að renna færi sínu niður um þessi göng og veiða fisk.
Þórðarhellir er lítill hellir í hömrum undir Reykjaneshyrnu.Í honum er sagt að sakamaður einn,Þórður að nafni hafi hafst þar við.Ein sagan seygir að það hafi verið Þórður sá sem brenndur var 1654 í Kistu og að hann hafi losað sig á bálkestinum og leyndst með reyknum í burtu.
Það tekur 2 til 3 klst.Að ganga alla leið í Þórðarhelli og til baka.
Svona er víða búið að setja upp skilti til upplýsinga fyrir ferðafólk,Landverd hefur drifið þetta áfram og Ferðamálaráð Vestfjarða með merkingar á þessum gönguleðum og við heimamenn.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. júní 2004
Vegagerðin með framkvæmdir.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2004
Ráðskona var í Litlu-Ávík um sauðburð.
Gunnur Salbjörg Friðriksdóttir var ráðskona hjá okkur hér í Litlu-Ávík frá 13 maí til 17 júní og hún leysti mig einnig af með veðrið meðan ég var fyrir sunnan.Gunnur er fyrrverandi starfsmaður Veðurstofunnar og hefur leyst mig af áður með veðrið. Sonardóttir hennar Kolbrún Andradóttir var líka um tíma hér og þótti gaman í sveitinni.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2004
Var í veikindafrýi í júní.
Ég fór suður 5 júní kom aftur heim 16 júní var í rannsóknum og myndatökum og beið eftir niðurstöðum enn er slæmur í hné liðþófi farin aðgerð seinna enn nóg um þetta.Skrifa svo þegar ég hef frá einhverju að segja.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2004
Smá yfirlit síðan ég gerði hlé á skrifum í maí.
Sauðburður var búin að mestu um 5 júní enn hér í Litlu-Ávík voru eftirlegukindur að bera til 17 júní og svipað annarsstaðar í hreppnum,kalt var framanaf enn um 20 mai var fé sett út jafnt og þétt og við hér keyrðum fé inn í Kúvikurdal þann 2 júní og aftur 4 júní og þá var verið að sleppa fé úr túnum.
Búið var að dreifa tilbúnum áburði á tún um miðjan júní
Búið var að dreifa tilbúnum áburði á tún um miðjan júní
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. maí 2004
Veður kl 1800.
Norðvestan 2 m/s rigning skygni 12 km hiti 6 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900:Úrkoma 10 mm HÁ 6 stig LÁ 4 stig.
Mun ekki skrifa veður á síðuna á næstunni bendi á veður á VEDUR.IS og TEXTAVARPI.Veður frá Litlu-Ávík eru send 5 sinnum á sólarhring sem hér segir:Kl-0600-0900-1200-1800 og 2100.
Mun ekki skrifa veður á síðuna á næstunni bendi á veður á VEDUR.IS og TEXTAVARPI.Veður frá Litlu-Ávík eru send 5 sinnum á sólarhring sem hér segir:Kl-0600-0900-1200-1800 og 2100.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. maí 2004
Verður lítið skrifað á heimasíðuna.
Nú á næstunni mun eg lítið skrifa á heimasíðuna því eg er að byrja að vera í fjárhúsinum vegna sauðburðar hjá bróðir mínum sem eg hef alltaf gert undanfarin ár.Veður mun ég ekki setja á síðuna verður síðast núna kl 1800.Bendi á textavarpið og vedur.is þar sjást öll 5 skeytin sem ég sendi svona ca 20 mín til hálftíma eftir sendingu.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. maí 2004
Vorvertíð hefst.Veður kl 0900.
Norðan 2 m/s rigning skygni 7 km hiti 5 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 9 mm HÁ 5 stig LÁ 3 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. maí 2004
Veður kl 1800.
Norðan 3 m/s þoka skygni 0,5 km hiti 5 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900:Úrkoma 0,2 HÁ 7 stig LÁ 4 stig