Íslandsflug hafði bara eina flugvél í innanlandsfluginu í gær og seinkaði flugi til Gjögurs um rúma tvo tíma kom um 1640,myklir flutningar voru með vélinni í gær.
Ég hafði bara engan tíma að skrifa á síðuna í gær eftir póstferð enda seinkaði flugi um 2 tíma þannig að ég kom heim úr póstferð rétt fyrir sex og þá í veðursendingu síðan mat.Eftir það var farið í að skypta um púströr undir jeppanum hans Sigga vorum ekki búnir fyrr enn uppúr ellefu í gærkvöld.
Norðan 15 til 16 m/s úrkoma í grennd skygni 25 km hiti 0 stig mikill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 3 mm HÁ 1 stig LÁ -1 stig.Talsverð snjókoma var framá morgun.