Austnorðaustan 9 til 11 m/s skýjað skyggni 35 km dálítill sjór hiti 0 stig. Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Há 1 stig LÁ -0 stig úrkoma 0,0 mm svo lítil að hún mældist ekki.
Austnorðaustan 5 til 6 m/s hálfskýjað skyggni 50 km dálítill sjór hiti 0 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:Há 0 stig LÁ -7 stig Úrkoma engin.Jörð alhvít.
Bændur eru fyrir dálitlu búnir að taka inn hrúta og ásetningslömb og rýja,og flestir eru að taka inn fullorðna féið smátt og smátt og rýja jafnóðum til að ullin sé hrein,þannig að það stittist í því að fé sé komið í hús á fulla gjöf.Hjá Sigurteini í Litlu-Ávík er dáldið af fé út á Reykjanesi enn stittist í því að náð verði í það.Ég náði mynd í dag af Sigursteini Sveinbjörnssyni við rúningu í dag.
Austsuðaustan 2 m/s léttskýjað skyggni 45 km frost 7 stig dálítill sjór. Yfirlit frá kl 1800 í gær:Há -4 stig LÁ -8 stig engin úrkoma var í nótt.Jörð er alhvít.
Ætli ég byrji ekki núna kl 1800 að láta veðrið aftur á heimasíðuna eftir langt hlé eða síðan í mai í vor.Þetta verður þá eins að ég skrifa veðrið sem ég tek kl 1800 og kl 0900 þá kemur fram hámarks og lágmarkshiti og úrkoma.Auðvitað getur skeð að ég nái ekki alltaf að láta það á heimsíðuna enn vonandi ekki oft sem það mun vanta.Eins og flestir vita sendi ég veður líka á Veðurstofuna kl 0600 1200 og 2100 enn læt bara veðrið kl 0900 og 1800 á síðuna.