Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. nóvember 2004

Bjúgu koma úr reyk.

Sett í bjúgu í Litlu-Ávík 29-10-2004.
Sett í bjúgu í Litlu-Ávík 29-10-2004.
1 af 2
Það hefur verið hefð hér í Árneshreppi að búa til mat á haustin úr kjöti og innmat til að hafa matarforða til vetursins og fram á næsta haust helst af öllu.
Ennþá er það gert að miklu leyti enn sumt hefur dottið út enn annað heldur sig hjá flestum.
Þar má telja bjúgnagerð sem flest heimili búa til ennþá enn reyndar með betri tækni enn áður(betri hakkavélar og plastumbúðir af nýustu gerð),þar á meðal voru búin til bjúgu hér í Litlu-Ávik fyrir stuttu og sett í reyk á Steinstúni hjá Ágústi Gíslasyni,enn þar er sennilega minsta breytingin nema sú að reykt er nú við spítur og sag eingöngu hér tiðkaðist aldrey að reykja við tað enn stundum var mór notaður með,Ágúst hefur mörg undanfarin ár reykt kjöt og bjúgu og annað fyrir marga sveitúnga sína undanfarin ár.Ég læt fylgja hér myndir þegar sett er í bjúgu í plast staðin fyrir langa og þegar bjúgun koma tilbúin úr reyk á Steinstúni.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. nóvember 2004

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa 7 nóvember.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður haldin sunnudaginn 7 nóvember 2004 klukkan 1400 í Bræðraminni,Kiwanishúsinu,Engjateig 11,Reykjavík.
Dagskrá:
1,Venjuleg aðalfundarstörf
2,Önnur mál.
Að loknum aðalfundi verða að vanda seldar kaffiveitingar,verð þeirra er 1200 kr á mann.
Því næst verður sýnt úr myndinni"Fjallaferðir í Árneshreppi á Ströndum"sem nú er verið að leggja lokahönd á en að henni vinnur Pálmi Guðmundsson frá Bæ í samvinnu við Vilhjálm Knudsen,kvikmyndagerðamann.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. október 2004

Tvær flugvélar á Gjögurflugvelli í dag.

Vélar Flugmálastjornar og Landsflugs.
Vélar Flugmálastjornar og Landsflugs.
Á meðan að flugvél Flugmálastjórnar var á Gjögri kom áætlunarvél Landsflugs með farþega póst og frægt þannig að um tíma voru tvær vélar á vellinum og tók ég mynd af þeim
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. október 2004

Flugvél Flugmálastjórnar TF-FMS á Gjögurflugvelli.

Flugvél Flugmálastjórnar á Gjögurflugvelli.
Flugvél Flugmálastjórnar á Gjögurflugvelli.
Í dag kom flugvél flugmálastjórnar á Gjögurflugvöll og voru starfsmenn hennar að stilla aðflugshallaljós og yfirfara vindmæla.Flugvél Flugmálastjórnar er af gerðinni Beechcraft Super Ving-Air B-200.Flugstjóri var Snæbjörn Guðbjörnsson ásamt aðstoðarflugmanni.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. október 2004

Flug á Gjögur í dag.

Flugvél Landsflugs Piper PA-31-350.
Flugvél Landsflugs Piper PA-31-350.
Þá var hægt að fljúga í dag og við fengum póstinn okkar hér í sveitinni þótt hann kæmi nú óvenjulega leið með flugi til Ísafjarðar og þaðan á Gjögur með litlu vél Landsflugs sem er notuð í sjúkraflug og staðsett er á Ísafyrði.Það má því seygja að pósturinn hafi komið með sjúkraflugi í dag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. október 2004

Ekkert flogið ennþá síðan á fimmtudag.

Ekkert var flogið í gær og í dag vegna veðurs,enn áætlun hjá Landsflugi á Gjögur er á mánudögum og fimmtudögum enn í gær var stormur enn allhvass í dag enn ókyrð er í lofti og ísing þannig að flugi var aflýst.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. október 2004

Myndir af Ávíkurá í sumar og núna.

Ávíkurá 14-10-2004.
Ávíkurá 14-10-2004.
1 af 2
Ég ætla að sýna myndir á mismun á vatnsmagni í Ávíkurá frá því í sumar í vatnsleysinu í ágúst og núna í gær eftir hádegið og samt hafði Ávikurá minkað talsvert eftir að dróg úr úrkomu strax um morgunin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. október 2004

Myndir af vegaskemdum.Vegurinn jeppafær.

Skriða í Hvalvík.
Skriða í Hvalvík.
1 af 3
Vegurinn er nú orðin rétt jeppafær norður í Árneshrepp.Ég set inn myndir af vegaskemmdum í Trékyllisvík teknar um 1300 til 1330 teknar í Hvalvík og við Árnesstapa myndirnar eru ekki góðar enn ættu að koma sæmilega fram.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. október 2004

Vegurinn ófær í Árneshrepp.

Vegurinn er farinn í sundur mjög víða á leiðinni norður,í Veyðileisukleif eru nokkrar skriður og hér innansveitar á Kjörvogshlíð og frá Trékyllisvík til Norðurfjarðar.Að sögn Jóns Harðar hjá vegagerðinni á Hólmavík eru fjögur tæki farin á stað norður til að reyna að opna óvíst er hvenar opnist sennilega ekki fyrr enn á morgun.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávik er úrkoman orðin 98 mm frá því kl 0900 þann 12/10 og til kl 0900 í morgun og allt er á floti.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. október 2004

Allmikil úrkoma á Ströndum í dag.

Mikil úrkoma hefur verið í dag úrkoman mældist á veðurstöðinni í Litlu-Ávík 32 mm frá því kl 0900 í morgun og til 1800 í dag.Enn úrkoman er orðin 79 mm bara núna tvo síðustu sólarhringa enn það er að nálgast meðalúrkomu í október undanfarin ár.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
Vefumsjón