Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2004

Nýr fréttavefur fyrir Strandir.

Mig langar að minnast á nýjan fréttavef á Ströndum sem á að vera fyrir alla sýsluna og ritstýrir Jón Jónsson á Kirkjubóli fréttavefnum og er einnig ábyrðamaður útgefandi er Sögusmiðjan.
Slóðin er www.strandir.is þið komist líka á síðuna þar undir tenglar á minni síðu Strandir og Strandamenn það er sama slóðin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2004

Flug á Gjögur í dag.

Flug á Gjögur var nokkurnveigin á áætlun í dag talsverðar vöruflutningar voru í dag og póstur í meira lagi.Fólk er farið að koma heim í jólaleyfi og einnig nemendur úr framhaldsskólum.
Gífurleg hálka er á vegum eins og undanfarið.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2004

Veðrið kl 0900.

Norðan 16 til 17 m/s snjóél skyggni 9 km allmikill sjór frost 1,0 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -0,9 stig LÁ -4,4 stig úrkoma 0,5 mm.Jörð smá snjóföl svellað.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. desember 2004

Flutningabílar sóttu ullina til bænda í kvöld.

Tveir flutningabílar frá Strandafragt á Hólmavík komu norður um kvöldmatarleitið í kvöld að sækja ullina til bænda.Bílarnir voru um átta tíma norður það byrjuðu einhverjar olíutruflanir í öðrum bílnum í Bjarnarfirði og síðan fauk aftaníkerra á hliðina í Naustvíkunum enn sæmilega gekk að rétta hana við aftur.Veghefill var á undan bílunum norður að reyna að skafa svellin,bílstjórarnir Guðmundur Björsson og Kristján Guðmundsson seygja lítið um snjó enn allt væri ein glæra og sleypt þótt allt væri keðjað,bílarnir lögðu á stað til baka um hálf ellefu í kvöld.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Norðaustan 15 til 17 m/s alskýjað skyggni 30 km allmikill sjór frost 3,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -2,5 stig LÁ -3,5 stig úrkoma 0,2 mm.Varist hálkuna.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. desember 2004

Veðrið kl 0900.

Austnorðaustan 8 til 9 m/s skýjað skyggni 40 km talsverður sjór frost 2,6 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -2,5 stig LÁ -5,8 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð smá snjóföl svellað.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Austan 4 m/s skýjað skyggni 30 km talsverður sjór frost 4,2 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -3,5 stig LÁ -5,9 stig úrkoma 0,5 mm.Farið varlega í hálkunni.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. desember 2004

Flug á Gjögur í dag.

Þá var flogið á Gjögur í dag enn ekki var flogið í gær vegna veðurs.Talsverðir flutningar voru í dag með vélinni vörur í Kaupfélagið og póstur að aukast og fleira enda styttist í jól.Nokkrir farþegar voru líka.
Mikil hálka er á vegum alstaðar.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. desember 2004

Veðrið kl 0900.

Norðan 12 til 13 m/s snjóél skyggni 20 km allmikill sjór frost 3,9 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 2,5 stig LÁ -4,5 stig úrkoma 0,3 mm.Jörð smá snjóföl og svell.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Suðvestan 15 til 19 m/s skýjað skyggni 25 km talsverður sjór hiti 2,4 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 4,4 stig LÁ 2,3 stig úrkoma 1 mm.

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
  • Síðasti veggurinn feldur.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
Vefumsjón