Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Vestan 5 m/s úrkoma í grend skyggni 23 km talsverður sjór frost 10,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun: HÁ -9,9 stig LÁ -13,6 stig úrkoma 0,0 ekki mælanleg.Varist hálkuna sem er undir þar sem snjór er.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Tvö flug á Gjögur í dag,og Jólapóstur.

Tvær áæltunarvélar frá Landsflugi komu í dag á Gjögur,fyrri vélin kom með póst og frægt enn sú seinni með farþega.
Þannig að nú eru allir komnir heim til síns fólks sem ætla að eyða jólunum með sínu fólki í sveitinni og allur jólapóstur komin á heimilin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Snjómokstur innansveitar.

Í morgun var mokað frá Norðurfirði og í Trékyllisvík enn fært er þaðan og á Gjögur og á flugvöllin,einnig er verið að moka til Munaðarness,og líka var mokað til Djúpavíkur það gerði Ingólfur Benidiktsson með flugvallarvélinni,enn þessi mokstur endist ekki lengi því nú er spáð hvassviðri með ofankomu fram á jóladag.
Á vef vegagerðarinnar kemur fram að ófært sé í Árneshrepp.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2004

Veðrið kl 0900.Þorláksmessa.

Vestan 5 til 6 m/s snjóél skyggni 10 km talsverður sjór frost 10,5 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -7,5 LÁ stig -10,6 stig.Jörð smá snjóþyljur og svell.
Beðið er afsökunar hvað veðrið kemur seint á síðuna smá truflanir voru á innternetinu.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Norðnorðaustan 13 til 15 m/s snjóél skyggni 7 km allmikill sjór frost 7,6 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -4,2 stig LÁ -8,0 stig úrkoma 1 mm.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. desember 2004

Veðrið kl 0900.Mörsugur byrjar.

Norðnorðaustan 21 til 23 m/s snjókoma skyggni 0,3 km mikill sjór frost 4,8 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 0,4 stig LÁ -5,9 stig úrkoma 1 mm.Jörð snjóþiljur og svellað.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. desember 2004

Rafmagnið komið á í Árneshreppi.

Rafmagnið komst aftur á um hálf tólf og var því rafmagnslaust í um tvo og hálfan tíma.Bilunin var sú að það skóf inn í spenniskúr við BÆ í Trékyllisvík í vestanáttinni,er þetta að minnsta kosti í annað sinn sem þetta skeður og vonandi verða einhverjar úrbætur gerðar.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. desember 2004

Rafmagn fór af norður í Árneshrepp.

Rafmagn fór af hingað norður í Árneshrepp uppúr kl 9 í kvöld búið er að kalla út menn til að athuga tengivirki í Selárdal og í Steingrímsfirði að sögn Eysteins Gunnarssonar hjá Orkubúinu á Hólmavík enn allt mjög óljóst ennþá,gæti líka skafið inn í spenniskúrinn við BÆ í Trékyllisvík því nú er orðið allhvass vindur af vestri nánar á morgun nema rafmagn komi fljótlega á.Við keyrum ljósavél hér í Litlu-Ávík enn spennan er lá út í mitt hús ég ætla að slökkva á tölvunni
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Vestsuðvestan 5 m/s léttskýjað skyggni 30 km sjólítið hiti 0,3 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 1,0 stig LÁ -2,4 stig úrkoma 0,9 mm.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. desember 2004

Hreppsnefnd Árneshrepps úthlutaði Byggðakvótanum

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Á síðasta hreppsnefnarfundi úthlutaði hreppsnefnd Árneshrepps Byggðakvótanum sem Sveitarfélaginu Árneshreppi var úthlutað fyrir stuttu af Sjávarútvegsráðuneytinu sem Byggðakvóta enn í hlut Árneshrepps komu 10 þorskígidistonn.
Að sögn Gunnsteins Gíslasonar oddvita Árneshrepps var ákveðið að úthluta þessum kvóta til þessara sex heimabáta sem gera út frá Norðurfirði.Þessir bátar eru og eigendur þeirra.Blær ST 16 Úlfar Eyjólfsson Krossnesi,Drangavík ST 160 Þórður Magnússon Djúpavík,Guðmundur Gísli ST 23 Guðmundur G Jónsson Munaðarnesi,Óskar III ST 40 Gunnsteinn Gíslason Bergistanga,Kleif ST 72 Hávarður Benidiktsson Kjörvogi og Fiskavík ST 44 Guðmundur Jónsson Stóru-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón