Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. desember 2004

Veðrið kl 0900.

Suðsuðvestan 7 til 8 m/s hálfskýjað skyggni 50 km sjólítið frost 1,3 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -1,1 stig LÁ -8,0 stig úrkoma eingin.Jörð smásnjóföl og svellað.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Austan 7 m/s hálfskýjað skyggni 55 km dálítill sjór frost 3,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -3,0 stig LÁ -7,6 stig úrkoma 0,1 mm.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. desember 2004

Vegurinn opnaður í Árneshrepp.

Veghefillinn skóf svellin.
Veghefillinn skóf svellin.
Vegagerðin sendi veghefil norður í morgun að opna veginn enn lítill snjór var enn gífurleg svell og skóf hefillin vegin til Norðurfjarðar og til Munaðarness nyrsta bæ í byggð hér í hreppnum .Það eru ekki eins sleip svellin eftir það.Það kemur líka fram á síðu vegagerarinnar að vegurinn sé flugháll.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. desember 2004

Veðrið kl 0900.

Suðaustan 2 m/s léttskýjað skyggni 60 km dálítill sjór frost 7,2 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -2,3 stig LÁ -8,6 stig úrkoma 0,1 mm.Jörð smá snjóföl og svellað.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Norðnorðvestan 10 til 12 m/s skýjað skyggni 25 km allmikill sjór frost 2,4 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -0,4 stig LÁ -3,8 stig úrkoma 0,9 mm.Dimm él hafa verið í dag.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2004

Nýr fréttavefur fyrir Strandir.

Mig langar að minnast á nýjan fréttavef á Ströndum sem á að vera fyrir alla sýsluna og ritstýrir Jón Jónsson á Kirkjubóli fréttavefnum og er einnig ábyrðamaður útgefandi er Sögusmiðjan.
Slóðin er www.strandir.is þið komist líka á síðuna þar undir tenglar á minni síðu Strandir og Strandamenn það er sama slóðin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2004

Flug á Gjögur í dag.

Flug á Gjögur var nokkurnveigin á áætlun í dag talsverðar vöruflutningar voru í dag og póstur í meira lagi.Fólk er farið að koma heim í jólaleyfi og einnig nemendur úr framhaldsskólum.
Gífurleg hálka er á vegum eins og undanfarið.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2004

Veðrið kl 0900.

Norðan 16 til 17 m/s snjóél skyggni 9 km allmikill sjór frost 1,0 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ -0,9 stig LÁ -4,4 stig úrkoma 0,5 mm.Jörð smá snjóföl svellað.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. desember 2004

Flutningabílar sóttu ullina til bænda í kvöld.

Tveir flutningabílar frá Strandafragt á Hólmavík komu norður um kvöldmatarleitið í kvöld að sækja ullina til bænda.Bílarnir voru um átta tíma norður það byrjuðu einhverjar olíutruflanir í öðrum bílnum í Bjarnarfirði og síðan fauk aftaníkerra á hliðina í Naustvíkunum enn sæmilega gekk að rétta hana við aftur.Veghefill var á undan bílunum norður að reyna að skafa svellin,bílstjórarnir Guðmundur Björsson og Kristján Guðmundsson seygja lítið um snjó enn allt væri ein glæra og sleypt þótt allt væri keðjað,bílarnir lögðu á stað til baka um hálf ellefu í kvöld.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. desember 2004

Veðrið kl 1800.

Norðaustan 15 til 17 m/s alskýjað skyggni 30 km allmikill sjór frost 3,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ -2,5 stig LÁ -3,5 stig úrkoma 0,2 mm.Varist hálkuna.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Naustvík 11-09-2002.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
Vefumsjón