Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2020

Myndatökur í Árneshreppi.

Nú heitir Litla-Ávík Kolku Staðir.
Nú heitir Litla-Ávík Kolku Staðir.
1 af 2

Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu er byrjuð í tökum í Árneshreppi á Ströndum. Framleiðslufyrirtækið Zik Zak kvikmyndir framleiðir myndina sem verður aðallega tekin upp á bæjunum Litla-Ávík og Stóru -Ávík, ásamt fleiri stöðum. Aðalleikarar myndarinnar eru þau


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. ágúst 2020

Stefnubreyting á íbúafundi í Árneshreppi.

Mynd Kristján Þ. Halldórsson.
Mynd Kristján Þ. Halldórsson.

Í liðinni viku var haldinn íbúafundur í Árneshreppi á fallegum degi. Verkefnið Áfram Árneshreppur! hefur verið í gangi þar í nær þrjú ár og er lokasprettur verkefnisins fram undan.

Í upphafi verkefnisins voru sett markmið og aðgerðaáætlun. Mörg þeirra hafa heppnast vel, einkum í ferðaþjónustu, enda hafa aldrei jafnmargir heimsótt Árneshrepp og á nýliðnu sumri.

Á íbúafundinum var reynt að ná yfirsýn yfir markmiðin og hver þeirra væru mikilvægust. Fundarmenn voru sammála um að skortur á þriggja fasa rafmagni væri það sem helst stæði framþróun í sveitarfélaginu fyrir þrifum,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. ágúst 2020

Leitarseðill fyrir 2020.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.

Fjallskilaseðill 2020 fyrir Árneshrepp er nú kominn hér inn á vefinn. Hér undir FJALLSKIL.  Sem er hér vinstra megin fyrir neðan fréttir. Allt er þetta með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár. Heimasmalanir


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. ágúst 2020

Veðrið í Júlí 2020.

Talsvert vatnsveður var 16, 17 og 18.
Talsvert vatnsveður var 16, 17 og 18.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tíu daga mánaðarins voru hægar norðlægar vindáttir og góður þurrkur. 11 og 12 voru breytilegar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Þann 13 gekk í norðanátt, allhvasst 17 og 18, með talsverðri úrkomu 16, 17 og 18. Eftir þessa þrjá sólarhringa mældist úrkoman 92,0 mm. Frá 19 og fram til 22 voru hægar breytilegar vindáttir. Norðan var með súld eða rigningu 23 til 27, svalt í veðri. Frá 28 og fram til 30 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Þann 31 var norðan uppí allhvassan vind með rigningu eða súld og svalara veðri.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. júlí 2020

Krossnessundlaug.

Sundlaugin Krossnesi. Mynd S S.
Sundlaugin Krossnesi. Mynd S S.
1 af 6

Krossneslaug er af mörgum talin ein skemmtilegasta sundlaug landsins. Hún var gerð árið 1954 og er rétt fyrir ofan fjöruna svo gestir horfa út yfir hafflötinn þegar þeir slaka á í lauginni. Það er ungmennafélagið Leifur heppni sem sér um rekstur laugarinnar. 

Með þessum aukna fjölda gesta er mikilvægt að ráðast í það að bæta aðstöðu og gera laugarsvæðið betur í stakk búið til að taka á móti þeim sem heimsækja hana. 

Þess vegna var ákveðið á aðalfundi ungmennafélagsins þann 20. júní síðastliðinn að ráðast í framkvæmdir í lauginni. Það sem á að gera er að stækka og bæta aðstöðu í búningsklefum og bæta við um leið aðstöðu fyrir starfsmann.  Guðlaugur Maríasson frá Felli teiknaði viðbygginguna fyrir félagið. 

Í kjölfarið var leitað eftir styrkjum til að hjálpa til við fjármögnun verksins og hefur ungmennafélagið fengið úthlutað frá verkefni brothættra byggða Áfram Árneshreppur  3.880.000 kr. til að gera endurbætur á búningsaðstöðu. 

Verkefnið fékk einnig öndvegisstyrk að upphæð 10.000.000 kr. frá öndvegissjóði brothættra byggða 

https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/uthlutun-ur-ondvegissjodi-brothaettra-byggda

Þannig að


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. júlí 2020

Göngumenn í vanda á Trékyllisheiði við Búrfell.

Frá leitinni. Mynd Davíð M Bjarnason.
Frá leitinni. Mynd Davíð M Bjarnason.

Klukkan þrjú í dag voru björgunarsveitir á Ströndum kallaðar út vegna tveggja göngumanna í vanda á Trékyllisheiði. Og síðan rétt fyrir klukkan 17 í dag fundu björgunarsveitarmenn göngufólkið á Trékyllisheiði við Búrfell. Þau báru sig nokkuð vel en voru orðin blaut og köld enda hafði ringt mikið fyrr um daginn. Björgunarsveitafólkið gaf þeim heitt að drekka og nýbakaðar kleinur, þau


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. júlí 2020

Talsverð úrkoma.

Ávíkuráin gróf sig langt niður dálítið fyrir ofan sjávarmál. Lónið heldur sér.
Ávíkuráin gróf sig langt niður dálítið fyrir ofan sjávarmál. Lónið heldur sér.

Talsverð eða mikil úrkoma voru dagana 16, 17 og 18 júlí. Úrkoman mældist þessa þrjá sólarhringa 92,0 mm. Það gekk í norðan þann 13 með hægum vindi í fyrstu en vindur fór mest í hvassviðri þann 17. Vindur var síðan dottin niður þann 19. Þessi úrkoma er ekkert í líkingu við miklu úrkomuna í ágúst 2015. Sjá hér.. Enda


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2020

Viðvörun á Strandavegi NR 643.

Mikið vatnsveður er á Ströndum.
Mikið vatnsveður er á Ströndum.

Vegagerðin hefur sett upp merki með viðvörun um að vatn renni yfir veg 643 norður í Árneshrepp eftir tilkynningu frá veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík og síðan tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Einnig er grjót farið að falla úr skriðum niður á veg, þó


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2020

Úrkomu og vatnsagamyndir mikill sjór.

Mikill sjór myndin tekin úr eldhúsinu.
Mikill sjór myndin tekin úr eldhúsinu.
1 af 4

Óvanalegt að sjá mikinn sjó í júlí mánuði. Varla var hægt að taka myndir bæði vegna úrkomunnar og hvassviðrisins.

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2020

Úrkomuyfirlit.

Úrkomumælir.
Úrkomumælir.

Frá því um 21:30 í gærkvöldi var komin lemjandi rigning aftur, en meiri súld og rigning var fyrr. Úrkoman var 19.6 mm eftir nóttina eða síðustu 15 tímana. Nú er orðið hvasst og úrkoman mælist ekki eins vel. Mjög


Meira

Atburðir

« 2021 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Úr myndasafni

  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
Vefumsjón