Vorskemmtun Finnbogastaðaskóla.
Í dag héldu börn Finnbogastaðaskóla sína árlegu vorskemmtun í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.Aðeins 6 börn eru í skólanum á öllum aldri,þaug fóru með stutt leikrit eða leikþætti og sungu og einnig voru stúlkurnar með flautuleik og ýmislegt annað til skemmtunar,kaffiveitingar og meðlæti var í restina.





