Frá snjómokstri inn með Reykjarfirði.
Allt var orðið ófært út úr sveitinni um helgina í þessu norðaustan og norðan áhlaupi sem gerði um og fyrir helgi enn verst var veðrið í gær.Nú er verið að opna því veghefill fór kl 10 í morgun frá Hólmavík og var komin til Djúpavíkur í hádeyginu,enn flugvallavélin var kölluð út í hádeyginu og byrjaði fljótlega að moka á móti að norðan,og í þessum skrifuðu orðum ættu tækin að vera eða við að vera komin saman í Naustvíkum.
Jón Hörður Elíasson rekstrarstjóri vegagerðar á Hólmavík sagði við mig í símtali fyrir stundu að vegagerðin myndi halda opnu norður ef veður leyfði og ekki mikinn mokstur um að ræða,og þá sennilega opnað eins og var í haust ef þyrfti á mánudögum og föstudögum.