Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. apríl 2004

Veður kl 1800.

Norðnorðvestan 9 til 11 m/s alskýjað skyggni 25 km hiti 0 stig talsverður sjór:Yfirlit frá kl 0900:Úrkoman var 0,1 mm HÁ 3 stig LÁ 0 stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. apríl 2004

Pálmasunnudagur.Veður kl 0900.

Logn alskýjað skyggni 30 km hiti 1 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoman var 0,5 mm HÁ 3 stig LÁ 1 stig.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. apríl 2004

Rauðmagi komin á borð Árneshreppsbúa.

Ekki stendur á að láta okkur fá í soðið nýjan rauðmaga eða annað hvort sem um aðkomubáta er um að ræða eða heimabáta ef maður kemur á bryggjuna á Norðurfirði,ég náði í rauðmaga í morgun og var með í matinn í hádeyginu ég man ekki eftir að hafa fengið svo snemma árs rauðmaga í matinn eftir að ég flutti hingað 1995.
Það virðist lofa góðu grásleppuveiðin eftir að veður lagaðist og hægt að vitja um net í þessari viku sem er að líða.Þrýr aðkomubátar og einn heimabátur róa frá Norðurfirði núna sem er enn eftir að fjölga.Nánari féttir síðar um grásleppuveiði síðar þegar ég hef tíma að afla mér betri frétta og helst með mynd af bátum eða verkun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. apríl 2004

Veður kl 1800.

Vestnorðvestan 3 m/s rigning lítil skyggni 18 km hiti 3 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900:Úrkoma 6 mm HÁ 4 stig LÁ 2 stig.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. apríl 2004

Veður kl 0900.

Norðaustan 3 til 4 m/s þokuruðningur skyggni 18 km hiti 3 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma var 0,7 mm HÁ 8 stig LÁ 3 stig.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. apríl 2004

Veður kl 1800.

Austsuðaustan 2 til 3 m/s skýjað skyggni 30 km hiti 7 stig gráð.Yfirlit frá kl 0900:Úrkoma 0,4 mm Há 8 stig Lá 4 stig.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. apríl 2004

Veður kl 0900.

Breytileg vindátt alskýjað skyggni 26 km hiti 4 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma var 3 mm HÁ 4 stig LÁ 2 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. apríl 2004

Komin heim að sunnan.

Jæja þá er ég komin heim úr ferðinni eins og stóð til að þetta yrði vika.Eins og kom fram fór ég suður vegna jarðarfarar,Magneu Krístínar Friðbjörnsdóttur sem var mikil vinkona okkar konunnar minnar heitinnar og ekki síður maðurinn hennar Daniél Sigurðsson sem var starfsfélagi minn öll mín starfsár eða um 18 ár á BSR(Byfreiðastöð Reykjavíkur).Það hittist ílla á flug héðan frá Gjögri enn ég treysti ekki á að fara á bíl vegna slæmrar veðurspár um síðustu helgi.Ferðin var því notuð til að heimsækja skildfólk og vandamenn og fyrir utan að vera á Veðurstofunni annað slagið.Og komst ég í skemmtlega skoðunarferð hjá Siglingastofnun í gær.Sigursteinn bróðir sá um póstferðir á meðan og mældi úrkomu á morgnana kl 0900.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. apríl 2004

Veður kl 1800.

Norðnorðvestan 8 m/s rigning og súld skyggni 18 km hiti 3 stig sjólítið.Ekkert yfirlit frá í gær nema úrkoma var 0,3 mm.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. mars 2004

Fer suður í frí í dag.

Ég fer suður í dag með áætlunarvélinni ef flugveður verður annars á morgun þarf að vera við jarðarför næstkomandi mánudag.Kveðja til ykkar lesendur góðir.Jón G Guðjónsson Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
Vefumsjón