Árneshreppur komin í vegasamband.
Þá erum við hreppsbúar komnir í vegasamband við umheiminn enn eins og ég sagði var byrjaður mokstur í gær um miðjan dag og komst tækið sem mokar norðan megin inn fyrir Naustvík í gærkvöld og veghefillinn sunnanmegin komst seint í gærkvöld alla leið í Djúpavík enda lítið að moka þangað.Síðan var byrjað snemma í morgun og mættust tækin innarlega í Reikjarfirði við svonefnd Hrafnabjörg,um kl 1530 í dag enda var mesti moksturinn frá Naustvík og inn með Reykjarfirðinum enn nú eru vegagerðamenn að moka ruðningum útaf og laga til ruðninga.
Jón Hörður umdæmisstjóri vegagerðar á Hólmavík segir ekki verða hleypt annarri umferð enn jeppa nú í fyrstunni vegna þess það er sumstaðar runnið úr og stöku stöðum aurbleita.Ég var annað slagið í dag að fylgjast með mokstrinum og náði tel ég ágætismynd þegar moksturstækin mættust.
Jón Hörður umdæmisstjóri vegagerðar á Hólmavík segir ekki verða hleypt annarri umferð enn jeppa nú í fyrstunni vegna þess það er sumstaðar runnið úr og stöku stöðum aurbleita.Ég var annað slagið í dag að fylgjast með mokstrinum og náði tel ég ágætismynd þegar moksturstækin mættust.