Finnbogastaðaskólinn og eða börn skólans héldu bingó í félagsheimilinu í Trékyllisvík í gærkvöld til styrktar ferðasjóðs síns það gera börnin með að halda bingó og félagsvist tvisvar þrisvar á ári,bingóið var vel sótt og margir góðir vinningar.Kaffihlé var og boðið upp á meðlæti og kaffi og mjólk.Stjórnandi bíngósins var Trausti Steinsson skólastjóri.Myndin ekki góð sem ég læt með ekki rétt stillt myndavélin hjá mér.
Flug var á venjulegum tíma í dag og pósferð hjá mér.Núna er farið að hvessa af suðri talsvert þannig að ekki hefði verið flogið seinna í dag sennilega.
Sunnan 22 til 24 m/s rigning skyggni 25 km hiti 10 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma var 0,7 mm enn mældist ílla vegna stormsins í dag.HÁ 11 stig LÁ 7 stig
Í gærkveldi var saumaklúbbur hjá Eddu Hafsteinsdóttur og Guðlaugi Ágústsyni í Kaupfélagshúsinu Norðurfirði.Færra fólk var enn í undanförnum klúbbum því þrenn hjón eru fyrir sunnan og einhverjir komu ekki,samt var spiluð vist á tveim borðum og bryds á einu,og konur við sínar hannirðir,frábært kvöld hjá þeim Eddu og Gulla.