Nú um miðjan dag var byrjað að opna veginn frá Kjörvogi og inn í Djúpavík.Ég hitti Íngólf Benidiktsson á flugvellinum um tvöleytið í dag þegar hann var að gera vélina klára í mokstur setja á keðjur og fleira enn Íngólfur mokar hérna norðanmegin frá enn svo hefill frá Bjarnarfirði og norður þar til tækin mætast,nánar á morgun vonandi.
Flug var á áætlun í dag ef ekki aðeins fyrr,ég í póstferð og komin snemma heim.Mjög gott veður hefur verið í dag hægviðri og skýjað enn kaldara enn undanfarið í hvassviðrinu.
Finnbogastaðaskólinn og eða börn skólans héldu bingó í félagsheimilinu í Trékyllisvík í gærkvöld til styrktar ferðasjóðs síns það gera börnin með að halda bingó og félagsvist tvisvar þrisvar á ári,bingóið var vel sótt og margir góðir vinningar.Kaffihlé var og boðið upp á meðlæti og kaffi og mjólk.Stjórnandi bíngósins var Trausti Steinsson skólastjóri.Myndin ekki góð sem ég læt með ekki rétt stillt myndavélin hjá mér.