Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. mars 2004

Vetrarrúningur á fullu hjá bændum.

Gunnar Dalkvist bóndi í Bæ.
Gunnar Dalkvist bóndi í Bæ.
Nú er vetrarrúningur á fullu hjá bændum eða snoðklypping eins og það er kallað líka,enn bændur rýja fé á haustin þegar fé er tekið á gjöf sem er aðalullin og svo núna um þetta leiti.Ég kom í húsin hjá Gunnari Dalkvist bónda í Bæ og smellti af honum mynd við að klippa eina ána
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. mars 2004

Flug og póstur á réttum tíma.

Áætlunarflug var á réttum tíma og ég í póstferð og allt samkvæmt áætlun.Drullukrap á vegum og sumsstaðar svoldill snjór og sleypt þar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. mars 2004

Veður kl 0900.

Austnorðaustan 9 til 11 m/s skýjað skyggni 28 km hiti 1 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma var 0,5 mm HÁ 1 stig LÁ 0 stig.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. mars 2004

Veður kl 1800.

Breytileg vindátt snjókoma skyggni 7 km hiti 0 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun: Úrkoma var 1 mm HÁ 1 stig LÁ -1 stig.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. mars 2004

Veður kl 0900.

Norðnorðvestan 10 til 11 m/s snjókoma skyggni 1,5 km frost 1 stig allmikill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoman var 12 mm Há 2 stig LÁ -1 stig.
Þá er komin snjór aftur dálítil snjór hér á lálendi blautur og þúngur snjór.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. mars 2004

Veður kl 1800.

Norðan 10 m/s rigning skyggni 12 km hiti 2 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma var 7 mm HÁ 3 stig LÁ 2 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. mars 2004

Gvendardagur.Veður kl 0900.

Logn súld skyggni 20 km hiti 3 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,1 mm HÁ 3 stig LÁ 1 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. mars 2004

Veður kl 1800.

Vestnorðvestan 4 til 5 m/s þoka á síðustu kls skyggni 7 km hiti 1 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Engin úrkoma var HÁ 3 stig LÁ -1 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. mars 2004

Flug slapp í þokunni.

Þoku lagði inn strax í hádeginu þegar vind fór að blása af norðri enn heldur bjartara var út á Gjögri og þar innyfir þannig að flug slapp á áætlun,ég í minni póstferð.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. mars 2004

Veður kl 0900.

Logn léttskýjað skyggni 23 km frost 1 stig sjólítið.Engin úrkoma HÁ 4 stig LÁ -2 stig.
Þokubakki til hafssins.

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
Vefumsjón