Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 13. mars 2004

Veður kl 1800.

Austsuðaustan 2 m/s alskýjað skyggni 30 km hiti 4 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma var 0,1 mm HÁ 5 stig LÁ 3 stig.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 13. mars 2004

Skeljungs afgreiðsuskálin á Djúpavík fauk.

Shell afgreiðsuskúrinn á Djúpavík.
Shell afgreiðsuskúrinn á Djúpavík.
Það fyrsta sem vegagerðamenn sáu þegar þeir komu til Djúpavíkur í fyrrakvöld að Shell skálinn var á hliðinni.
Skúrinn liggur yfir dælurnar og þær sennilega í klessu enn skúrinn sjálfur virðist lítið skemmdur að sjá.Sennilega hefur vindhviða komist undir hann og sett á hliðina hurðar og götu meigin og ofan á dælurnar.Sunnan og suðaustan rok og hvassviðri var dagana 7-9 og 10 mars.Hóteleigundur Hótels Djúpavíkur eru ekki heima enn væntanleg í kvöld eða morgun,enn þaug reka bensín og olíu sölu frá Shell á Djúpavík.
Ég fór í dag og tók mynd af söluskúrnum.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 13. mars 2004

Veður kl 0900.

Breitileg vindátt 1 m/s skýjað skyggni 28 km hiti 3 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Engin úrkoma HÁ 7 stig LÁ -0 stig.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. mars 2004

Árneshreppur komin í vegasamband.

Moksturstækin mætast.
Moksturstækin mætast.
Þá erum við hreppsbúar komnir í vegasamband við umheiminn enn eins og ég sagði var byrjaður mokstur í gær um miðjan dag og komst tækið sem mokar norðan megin inn fyrir Naustvík í gærkvöld og veghefillinn sunnanmegin komst seint í gærkvöld alla leið í Djúpavík enda lítið að moka þangað.Síðan var byrjað snemma í morgun og mættust tækin innarlega í Reikjarfirði við svonefnd Hrafnabjörg,um kl 1530 í dag enda var mesti moksturinn frá Naustvík og inn með Reykjarfirðinum enn nú eru vegagerðamenn að moka ruðningum útaf og laga til ruðninga.
Jón Hörður umdæmisstjóri vegagerðar á Hólmavík segir ekki verða hleypt annarri umferð enn jeppa nú í fyrstunni vegna þess það er sumstaðar runnið úr og stöku stöðum aurbleita.Ég var annað slagið í dag að fylgjast með mokstrinum og náði tel ég ágætismynd þegar moksturstækin mættust.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. mars 2004

Veður kl 1800.

Suðaustan 2 m/s skýjað skyggni 35 km hiti 7 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkomu varð vart enn ekki mælanleg HÁ 7 stig LÁ 4 stig.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. mars 2004

Veður kl 0900.

Suðaustan 4 m/s rigning með köflum skyggni 35 km hiti 4 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkomu varð vart enn mældist ekki HÁ 5 stig LÁ 1 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. mars 2004

Veður kl 1800.

Austsuðaustan 4 m/s hálfskýjað skyggni 40 km hiti 5 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Engin úrkoma var HÁ 8 stig LÁ 5 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. mars 2004

Byrjað að opna vegin innúr.

Nú um miðjan dag var byrjað að opna veginn frá Kjörvogi og inn í Djúpavík.Ég hitti Íngólf Benidiktsson á flugvellinum um tvöleytið í dag þegar hann var að gera vélina klára í mokstur setja á keðjur og fleira enn Íngólfur mokar hérna norðanmegin frá enn svo hefill frá Bjarnarfirði og norður þar til tækin mætast,nánar á morgun vonandi.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. mars 2004

Flug og póstur,gott veður.

Flug var á áætlun í dag ef ekki aðeins fyrr,ég í póstferð og komin snemma heim.Mjög gott veður hefur verið í dag hægviðri og skýjað enn kaldara enn undanfarið í hvassviðrinu.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. mars 2004

Veður kl 0900.

Suðsuðaustan 8 m/s léttskýjað skyggni 50 km hiti 5 stig sjólítið. Yfirlit frá kl 1800 í gær:Engin úrkoma var HÁ 10 stig LÁ 5 stig.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir.Skólastjóri frá 2004 til 2007.
Vefumsjón