Tveir bátar að vestan eru komnir á Norðurfjörð og ætla að róa þaðan á grásleppu og lögðu strax þann 15 mars,enn bræla hefur verið síðan og í dag er haugasjór.Fleyri aðkomubátar eru væntanleigir.Tveir heimamenn sem ætla að stunda grásleppu eru ekki búnir að leggja enn það eru minni bátar enn aðkomubátarnir.
Norðaustan 17 til 19 m/s snjóél á síðustu kls skyggni 25 km hiti 1 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 0900:Úrkoma 0,0 mældist ekki HÁ 3 stig LÁ 1 stig.
Nú er vetrarrúningur á fullu hjá bændum eða snoðklypping eins og það er kallað líka,enn bændur rýja fé á haustin þegar fé er tekið á gjöf sem er aðalullin og svo núna um þetta leiti.Ég kom í húsin hjá Gunnari Dalkvist bónda í Bæ og smellti af honum mynd við að klippa eina ána
Norðnorðvestan 10 til 11 m/s snjókoma skyggni 1,5 km frost 1 stig allmikill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoman var 12 mm Há 2 stig LÁ -1 stig. Þá er komin snjór aftur dálítil snjór hér á lálendi blautur og þúngur snjór.