Ég fór á félagsvist sem haldin var í gærkvöld í félagsheimilinu Trékyllisvík allgóð þáttaka var þetta var ágætis tilbreyting að hitta sveitunga enn annars hefur ekkert verið farið um jóladagana.
Jólamessu var aflýst í gær vegna ófærðar,enn Árneskirkju er nú þjónað frá Hólmavík af sóknarprestinum þar séra Sigríði Óladóttur. Enn ófært var orðið aftur eftir mokstur á þorláksmessu.Nú eru og hafa verið mjög dimm él.
Norðan 10 til 11 m/s snjóél skyggni 12 km frost 3,6 stig allmikill sjór jörð talsverðar snjóþiljur með mismunandi snjódýpt.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,5 mm HÁ +3,6 LÁ -4,1 stig.
Gott kvöld góðir lesendur,ég bið afsökunar á þessari bilun í umsjónarkerfi Snerpu þar sem ég fer inn til að skrifa á heimasíðuna,ég vil þakka Snerpu fyrir góða þjónustu að laga þetta á annan dag jóla eftir að fréttist af bilun í kerfinu enn ég ætlaði að senda veður á síðunni sem venjulega þótt jóladagar væru enn ég sendi þá bara veðurlýsingu frá kl 21 í kvöld hér á eftir.
Austnorðaustan 9 til 11 m/s skafrenningur skyggni 25 km frost 0.3 stig allmikill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 0,9 mm HÁ +1,4 LÁ -1,2 stig. Talsverð frosrigning var um hádegið í dag,öll hús mjög síluð að utan.
Jæja þá er komin aðfangadagur jóla,um leið og ég óska ykkur gleðlegra jóla þá vil ég þakka fyrir frábæra lesningu á síðunni minni og þakka ykkur lesendur góðir fyrir góða leiðsögn og ábendingar í tölvupósti. Ég óska öllum lesendum heimasíðu minnar Gleðilegra jóla og hafið frábæra gleðilega jólahátíð. Besta jólakveðja.
Norðan 7 til 8 m/s snjókoma skyggni 9 km frost 1,0 stig talsverður sjór,jörð dálítill snjór með misþikku yfirborði.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoman var 8 mm HÁ +3,4 LÁ -1,8 stig. Ég bendi á veður á Vedur.is og á textavarpi sjónvarps.Það eru hvít jól hér í Árneshreppi.