NA 12 til 14 m/s rygning skyggni 5 km hiti 2,8 stig allmikill sjór jörð flekkótt af snjó og svellum enn lítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 18.5 mm HÁ +3,2 LÁ +1,5 stig.
Nú um miðjan dag komu tveir flutningabílar frá Strandafragt á Hólmavík enn vegurinn hafði verið opnaður suður úr hreppnum.Bílarnir fóru á bæina og sóttu haustullina hjá bændum það er talsvert mikið magn af hverju býli ullin enda þurfti tvo bíla.
Ég var með frétt nokkurnvegin tilbúna og kláraði að skrifa hana og sendi á Morgunblaðið í dag,um sjóvarnargarðinn fyrir neðan hús Garðars Jónssonar og Kristmundar Kritsmundssonar á Gjögri enn verktakafyrirtækið Tígur ehf vinnur verkið enn á vegum Siglingastofnunar,einnig var dýpkað aðeyns upp með smábátabryggjunni á Norðurfyrði og er það búið myndin er tekin þegar verk var nýbyrjað á Gjögri.
Norðan 9 til 10 m/s rigning skyggni 10 km hiti 2,3 stig talsverður sjór jörð flekkótt af snjó og svellum.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 10,7 mm HÁ +5,9 LÁ +2,2 stig.
Það var mokað strax í morgun frá Norðurfirði og fram í Trékyllisvík enda komin hláka og því fyrr leysir neðrí veg og minni líkur á miklum svellum enn mjög sleipt er á vegum núna í þessum umhleypingum. Í póstferð fór ég sem vanalega á mánudögum,jólapóstur greynilega að aukast.Það er í Bæjarins Besta núna í dag mynd sem ég tók og smá frétt um ljósaskreytingar í Árneshreppi.
Austan 3 m/s úrkoma í grend hiti 5,1 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoman mældist 0,3 mm HÁ +6,1 LÁ +4,9 stig.Talsverð hálka á vegum