Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. desember 2003

Veður kl 1800.

SA 2 til 6 m snjókoma skyggni 4 km frost 5.1 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 0900:Úrkoma 1,3 mm HÁ -2.0 LÁ -5,3 stig.
Talsvert meyri snjókoma var í dag á Norðurfirði um miðjan dagin þegar ég var þar á ferð enn lítil hér á veðurathugunarstað enn jókst hér talsvert fyrir kl 1800 og í næstum logni.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. desember 2003

Veður kl 0900.

NNA 9 til 11 m snjóél skyggni 9 km frost 2.3 stig talsverður sjór,jörð smá snjóþekja.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma í nótt 3,3 mm,HÁ 1,6 ´LÁ -2,5 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. desember 2003

Jólakort skrifuð.

Ég fór í það í dag að skrifa jólakortin af því ég hafði tíma,ég skrifa um þrájtíu kort á eftir að frímerkja þaug geri það eftir kl 21 þegar ég er búin að senda veðrið.Það er ekkert sniðugt að gera þetta á síðustu stundu,ennfremur sendi ég nokkur á tölvunni eins og tildæmis á vefkort.is á þorláksmessu eða daginn fyrr.Hér í Litlu-Ávík er alltaf vaninn að opna jólakort ekki fyrr enn á aðfangadagskvöld og ég ólst upp við það,enn veit og heyrt um fólk sem opna kortin sín strax og þaug koma inn um lúguna,ég mundi ekki kunna við þann sið.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. desember 2003

Veður kl 1800.

N 13 til 14 m snjókoma skyggni 4 km hiti 0,3 stig,allmikill sjór.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun HÁ 2,8 LÁ -0,2 stig úrkoma 1,5 mm.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. desember 2003

Veður kl 0900.

NNA 12 til 13 m slydda skyggni 8 km hiti 1,6 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 7,1mm HÁ 3,5 LÁ 1,5 stig,jörð rétt aðeins flekkót.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. desember 2003

Póstferð og vitinn athugaður.

Hefðmundin dagur hjá mér á mánudögum annað en veðurathugun fimm sinnum á dag og matseld fyrir hádegið er póstferð fyrir kl 1400 þá sækji póst í Bæ í Trékyllisvík og þá er pósturinn komin frá Norðurfirði  í Bæ,síðan fer ég með póstinn út á Gjögurflugvöll og meðan ég bíð eftir flugvélinni fer ég neðrí vitann(Gjögurvita)sem ég lít eftir allt í lagi þar í dag enda stutt síðan ég skipti um perur.Flug var á réttum tíma í dag fór þá á ný í Bæ með póstin,pósturin lesin í sundur og ég dreyfi á bæina frá Bæ og til Litlu-Ávíkur oftast komin heim um 1530 til 1600.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. desember 2003

Veður kl 1800.

NA 11 til 13 m rigning hiti 2.9 stig dálítill sjór
úrkoma 1,1 mm.Yfirlit frá kl 09 í morgun HÁ 4,0 LÁ 2,2 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. desember 2003

Veður kl 0900.

ANA 6 til 8 m alskýjað hiti 3.4 stig sjólítið.Jörð
rétt aðeins flekkótt og frosin.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 3,6 LÁ -0,1 stig úrkomulaust var í nótt.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. desember 2003

Veður kl 1800.

SSV 9 til 13 m léttskýjað hiti 3,6 stig sjólítð úrkomu varð ekki vart í dag.Yfirlit frá kl 09 í morgun HÁ 4.1 LÁ 2,4 stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. desember 2003

Skoðaði sjóvarnargarð.

Ég fór talsvert eftir hádegið út á Gjögur að skoða hvernig gengi hjá verktakanum vinna við sjóvarnargarð sem verið er að búa til þar fyrir neðan tvö hús þar,verkið ekki langt komið þannig að ég tek fréttamynd þar seinna fyrir moggan þegar komin er sæmilegt lag á varnargarðinn.

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Gjögur-05-07-2004.
  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
Vefumsjón