Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. apríl 2021

Veðrið í Mars 2021.

Ávíkuráin ruddi sig í leysingum þann 17.
Ávíkuráin ruddi sig í leysingum þann 17.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var suðvestan með lítilsáttar skúrum. Síðan þann 2 og 3 var norðlæg vindátt eða breytileg með þurru veðri. 4 og 5 var suðvestan með úrkomuvotti þann 5. 6 til 8 voru breytilegar vindáttir með hægviðri og úrkomulitlu veðri. Þann 9 snérist til norðanáttar með snjókomu og éljum, mikið var um ísingu í þessu norðan hreti. Það snjóaði mikið í þessu hreti og miklir skaflar. Þann 15 var austlæg vindátt með mikilli slyddu um kvöldið og fram á nótt. Þann 16 var komin suðvestanátt með hlýnandi veðri, oft hvassviðri, snjó tók hratt upp í þessu þíðveðri. Það dró úr vindi um morguninn þann 23. Þá kólnaði í veðri og voru él 23 og 24. Suðvestanáttin gekk síðan alveg niður þann 24. Frá 25 til 29 var norðan hvassviðri með snjókomu og skóf allt í skafla, talsverður snjór komin aftur. Frostið fór í -11 stig og er það mesta frost í vetur. 30 og 31 var suðvestan með hvassviðri þann 31 og hlýnandi veðri, og snjó fór að taka upp eftir síðasta hret.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 64,7 mm. (í mars 2020) : 56,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 5 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 18: +10,6 stig.

Mest frost mældist þann 27: -10,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,1 stig. (í mars 2020: -0,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,78 stig. (í mars 2020: -3,63 stig.)

Sjóveður. Sæmilegt sjóveður dagana 2, 3, 4, 6, 7, 8, 19. Það er sjólítið eða dálítill sjór. Oftast var sjóveður slæmt vegna hvassviðra eða ölduhæðar. Dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór.

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 14: 51 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan hvassviðri, stinningskaldi, síðan stinningsgola, skúrir, hiti +2 til +4,5 stig.

2-3: Norðan, NA, eða breytileg vindátt, kul, stinningsgola, kaldi, úrkomulaust, hiti -1 til +4,5 stig.

4-5: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust en skúravottur þ.5. Hiti +2 til +7,5 stig.

6-8: Breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, súld, rigning, skúrir, hiti +6 niður í -2 stig.

9-14: Norðaustan síðan norðan, gola, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, frostrigning, snjókoma, snjóél, hiti + 1,5 niður í -5 stig.

15: Austnorðaustan stinningsgola eða kaldi, mikil slydda um kvöldið, hiti-1 til +2 stig.

16-24: Suðvestan eða S, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, skúrir, rigning, síðan snjóél, hiti +11 niður í -3 stig.

25-29: Norðan, NA, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, snjókoma, él, frost-1 til -11 stig.

30-31: Suðvestan kul, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, úrkomulaust þ.30. Enn skúrir þ. 31. Hiti frá -6 til +5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. mars 2021

Veðrið í Febrúar 2021.

Frá Norðurfirði 26-02-2021.
Frá Norðurfirði 26-02-2021.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum og með hægviðri og þurru veðri fram til 7. Frá 8 og til 10 var norðaustan með talsverðri snjókomu. 11 og til 13 er hægviðri og dró úr frosti smátt og smátt. 14 og 15 voru austlægar eða suðlægar vindáttir með éljum og síðan rigningu. 16 til 18 var hægviðri með talsverðri rigningu eða slyddu þann 17. Frá 19 og til 25 voru hafáttir með úrkomu alla dagana, súld, rigningu, slyddu eða snjókomu. Þann 26 fór að hlýna með suðlægum vindáttum, en snjóaði fyrst talsvert aðfaranótt 26. Síðan var rigning, skúrir og síðan él þann 28. Suðvestan hvassviðri eða stormur með miklum kviðum var 27 og 28. Snjó tók mikið til upp á láglendi.

Í suðvestan storminum þann 28 fóru kviður í 33 m/s sem eru tólf vindstig gömul.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 69,5 mm. (í febrúar 2020: 48,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 27: +9,0 stig.

Mest frost mældist þann 10: -5,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,7 stig. (í febrúar 2020: -02 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,36 stig. (í febrúar 2020: -2,80 stig.)

Sjóveður: Gott eða sæmilegt sjóveður var 2, 3, 4, 5, 6, 7, 11, 13, 15, 16, 17, 18, 19, 26. Sjólítið eða dálítill sjór. Annars var slæmt sjóveður vegna ölduhæðar eða hvassviðra. Talsverður sjór.

Alhvít jörð var í 20 daga.

Flekkótt jörð var í 8 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 12: 38 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan gola eða stinningsgola, úrkomulaust, hiti +1 til -3 stig.

2-7: Suðaustan eða A, kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust, hiti +3 niður í -5 stig.

8-10: Norðaustan eða norðan, kaldi eða stinningskaldi, úrkomulaust þann 8 annars snjókoma, hiti +2 niður í -6 stig.

11-13: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari eða kul, snjókoma um morguninn þ.11.,annars úrkomulaust, frost -5 til +5 stig.

14: Austan stinningsgola eða kaldi, él, rigning, hiti +0 til 6 stig.

15: Sunnan, SA, stinningsgola eða kaldi, rigning, hiti +1 til +7 stig.

16-17: Norðaustan eða N, kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust þ. 16, annars rigning eða slydda, hiti +1 til +5 stig.

18:Suðlægar eða breytilegar vindáttir, gola, úrkomulaust, hiti +1 til +4 stig.

19-25: Norðaustan, N, NV, stinningskaldi, kaldi. stinningsgola, gola, kul, súld, rigning, slydda, snjókoma, hiti -1 til +3 stig.

26-28: Suðaustan eða S kul, stinningsgola, stinningskaldi, síðan suðvestan allhvasst, hvassviðri, stormur, snjókoma, rigning, skúrir, síðan él, hiti -1 til +9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. febrúar 2021

Veðrið í Janúar 2021.

Finnbogastaðafjall. 29-01-2021.
Finnbogastaðafjall. 29-01-2021.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlæg vindátt var fyrstu 5 daga mánaðarins með smá vætu með köflum. Miklar stormkviður voru um kvöldið þann þriðja með úrhellisskúrum. Þann 6 var vestan eða norðvestan hægviðri og þurrt í veðri en frost. Þá var suðlæg vindátt þann 7 með smá snjómuggu um kvöldið og frost. Þann 8 var suðlæg vindátt í fyrstu með hita í +, enn síðan snérist í hæga norðanátt fyrir hádegið með snjókomu og komið hvassviðri um kvöldið með talsverðu frosti. 9 og 10 var vestlæg eða suðlæg vindátt og hægviðri og björtu veðri með talsverðu frosti. Frá 11 og fram til 17 var hægviðri með frosti í fyrstu síðan hita vel yfir frostmarki og úrkomu með köflum. Frá 18 og til 28 var norðan eða norðaustan allhvasst eða hvassviðri með slyddu, snjókomu eða éljum og talsverðu frosti. Þrjá síðustu daga mánaðarins var mest hægviðri með úrkomulausu veðri en talsverðu frosti.

Mánuðurinn var úrkomulítill og mjög kaldur.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 49,5 mm. (í janúar 2020) : 117,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist þann 4. +9,2 stig.

Mest frost mældist þann 10. -10,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -1,1 stig. (í janúar 2020: -0,2stig,)

Meðalhiti við jörð var -4.03 stig. (í janúar 2020: -2,81 stig.)

Sjóveður. Sjóveður var gott eða sæmilegt 1, 2, 5, 6, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 29, 30. Þá var sjólítið eða dálítill sjór. Hina dagana var slæmt eða ekkert sjóveður, það er talsverður, allmikill eða mikill sjór.

Alhvít jörð var í 20 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð var því í 5 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 27.= 23.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-5: Suðvestan, S, gola og uppí hvassviðri, en stormur um tíma um kvöldið þann 3 með miklum kviðum uppí 32 m/s. Rigning eða skúrir, úrkomulaust 1og 5. Hiti +9 til -4 stig.

6: Vestan, NV, gola og uppí kalda, úrkomulaust, hiti +1 til -6 stig.

7: Sunnan kul uppí allhvassan vind, lítilsáttar snjókoma um kvöldið frost -2 til -8 stig.

8: Suðvestan stinningsgola í fyrstu, síðan norðan gola og uppí hvassviðri með snjókomu, hiti +5 til -8 stig.

9: Norðvestan stinningsgola síðan vestan andvari, úrkomulaust, frost -4 til -10 stig.

10: Sunnan kul, úrkomulaust, frost -5 til 10 stig.

11: Norðnorðaustan stinningsgola í fyrstu, síðan suðsuðaustan kul, úrkomulaust, frost -1 til -9 stig.

12-15: Sunnan, SA eða breytilegar vindáttir, logn, kul, uppí kalda, rigning þann 13 annars úrkomulaust, hiti +6 til -7 stig.

16-17: Norðvestan eða V, andvari uppí golu, úrkomulaust, en snjókoma um kvöldið þann 17. Hiti +0 til +3 stig.

18-28: Norðan, NA, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, slydda, snjókoma, él, skafrenningur, úrkomulaust þann 28. HHHHiti +2 til -6 stig.

29: Suðaustan kul, síðan vestan gola, úrkomulaust, hiti +1 til frost -6 stig.

30: Norðan eða norðnorðaustan, kaldi, stinningsgola, úrkomulaust, hiti 0 til frost -7 stig.

31: Breytileg vindátt eða SA, kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust, frost -3 til -6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Úrkoma árið 2020 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2020, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2019.:

Janúar: 117,1 mm. (46,0 mm.)

Febrúar: 48,8 mm. (59,2 mm.)

Mars: 55,9 mm. (52,7 mm.)

Apríl: 45,3 mm. (32,7 mm.)

Maí: 28,2 mm. (11,9 mm.)

Júní: 64,7 mm. (13,5 mm.)

Júlí: 110,9 mm. (80,7 mm.)

Ágúst: 127,3 mm. (101,8 mm.)

September: 147,2 mm. (148,6 mm.)

Október: 80,7 mm. (45,4 mm.)

Nóvember: 125,5 mm. (24,3 mm.)

Desember: 81,6 mm. (106,9 mm.)

Samtals úrkoma var því á árinu 2020: 1033,2 mm. enn árið 2019: 723,7 mm. Er úrkoman því 309,5 mm meiri en árið 2019. Úrkoman fer yfir hundrað millimetra í janúar, júlí, ágúst, september og í nóvember. Enn 2019 fer úrkoma yfir hundrað mm í ágúst, september og í desember. Það er mjög sjaldgæft að úrkoma fari yfir þúsund mm á ársgrundvelli, en hefur skeð og á liðnu ári fór hún það, enda úrkomusamt ár.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Meðalhiti í Litlu-Ávík árið 2020.

Mælaskýli í Litlu-Ávík.
Mælaskýli í Litlu-Ávík.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2020 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2019.:

Janúar: -0,2 stig. (+0,5 stig.)

Febrúar: -0,2 stig. (+0,2 stig.)

Mars: -0,3 stig. (0,0 stig.)

Apríl: +2,4 stig. (+4,3 stig.)

Maí : +5,2 stig (+4,1 stig.)

Júní: +8,1 stig. (+7,3 stig.)

Júlí: +8,3 stig (+8,3 stig.)

Ágúst: +9,8 stig. (+7,0 stig.)

September: +5,9 stig. (+7,1 stig.)

Október: +5,0 stig. (+4,3 stig.)

Nóvember: +1,6 stig. (+2,2 stig.)

Desember: +0,7 stig. (+1,2 stig.)

Meðalhiti ársins er því +3,85 stig.

Í janúar, febrúar og í mars 2020 er meðalhiti rétt undir frostmarki, annars alltaf í plús. Engin frosttala er í meðalhitanum fyrir árið 2019, enn í mars er meðalhitinn 0 stig. Meðalhitinn er eins í júlí bæði árin. Hitinn var hæstur í ágúst, en í júlí 2019.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. janúar 2021

Veðrið í Desember 2020.

Það snjóaði talsvert 19 til 21, en þann snjó tók mikið til upp 24 og 25. Mynd tekin 23.
Það snjóaði talsvert 19 til 21, en þann snjó tók mikið til upp 24 og 25. Mynd tekin 23.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlæg vindátt og síðan NNV um kvöldið með snjókomu þann 1. Frá 2 til 4 var norðan áhlaup, frá allhvössum vindi og uppí storm, með snjókomu með talsverðu frosti. Þá voru suðlægar vindáttir með úrkomu þann sjöunda, en annars þurru veðri 5 til 8. Frá 9 til 22 var Norðaustlæg vindátt allt frá stinningsgolu og uppí stormstyrk, með rigningu, slyddu og talverðri snjókomu frá 19 og fram á morgun þann 21. Frá 23 og til 26 var suðlæg vindátt með hvassviðri eða stormi 24 og 25. Rigning og síðan él. Snjó tók mikið til upp 24 og 25. Þá var norðanátt 27 og 28, með úrkomu. Síðan var hægviðri þrjá síðustu daga mánaðarins, og var léttskýjað á gamlárskvöld og fallegt veður.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 80,2 mm. (í desember 2019: 107,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 25. +8,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22. -8,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,7 stig. (í desember 2019: +1,2 stig,)

Meðalhiti við jörð var -1,68 stig. (í desember 2019: -1,34 stig.)

Sjóveður. Oftast slæmt, en sæmilegt sjóveður var þó dagana 8, 9, 10,23, 24, 26, 31. Það er sjólítið eða dálítill sjór. Annars slæmt, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 8 daga.

Auð jörð var því í 7 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 22. 26 cm.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan, S, stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, skúrir, rigning, en NNV stinningsgola um kvöldið með snjókomu. Hiti -1 til +8 stig.

2-4: Norðan allhvasst, hvassviðri eða stormur, snjókoma frost -3 til -7 stig.

5-8: Suðaustan, S, SSV, kul, gola, stinningsgola, snjókoma, slydda, rigning þ.7. Annars úrkomulaust, hiti -8,5 til +4 stig.

9-22: Norðaustan, ANA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, stormur, rigning, slydda, snjókoma, úrkomulaust 13, 14. Hiti +6 til -9 stig.

23-26: Sunnan, SSV ,kul, gola,stinningsgola,kaldi, allhvasst, en hvassviðri eða stormur 24 og 25. Úrkomulaust þ.23. annars rigning, skúrir, slyddu eða snjóél, hiti +8,5 til -6 stig.

27-28: Norðan hvassviðri, allhvasst, kaldi, rigning, slydda, él, hiti +4 til -2 stig.

29-31: Austan, SA, eða breytilegar vindáttir, kul eða gola, snjómugga þann 29. Annars úrkomulaust. Frost -1 til -5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. desember 2020

Veðrið í Nóvember 2020.

Árnesstapar- Reykjarneshyrna- Mýrarhnjúkur.
Árnesstapar- Reykjarneshyrna- Mýrarhnjúkur.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðvestanátt með rigningu og síðan slyddu, fyrstu tvo dagana. Frá 3 til 10 var suðvestan með hvassviðri eða stormi 4 og 5. Og skúrum eða éljum, rigningu, hitasveiflur með 1 stigs frosti uppí 11 stiga hita. Þá var hæg suðlæg vindátt með þurru veðri 11 og 12. 13 til 17 voru norðlægar vindáttir frá kalda og uppí hvassviðri, með nokkurri úrkomu. 18 og 19 var hæg suðlæg vindátt með þurru veðri. 20 og 21 var norðan mikinn hlutann allhvass vindur með talsverðri úrkomu, rigningu, slyddu eða snjókomu. 22 var hæg suðaustlæg vindátt með þurru veðri. Þá var Norðaustanátt, allhvöss með éljum 23 og 24. Frá 25 til 28 var suðvestanátt með hvassviðri, stormi eða roki, og miklum stormkviðum. Tvo síðustu daga mánaðarins voru hægar breytilegar vindáttir.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur.

Talsverð hálka var á vegum í mánuðinum.

Vindur fór í 33 m/s í kviðum þann 4 í Suðvestanáttinni sem eru tólf vindstig gömul.

Vindur fór í 44 m/s í kviðum um morguninn þann 27 þegar jafnavindur var 28 m/s.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 126,4 mm. (í nóvember 2019: 24,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 5. +11,0 stig.

Mest frost mældist þann 18. -6,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,6 stig. (í j nóvember 2019: +2,2 stig,)

Meðalhiti við jörð var -1,29 stig. (í nóvember 2019: -1,28 stig.)

Sjóveður. Mjög rysjótt. Gott eða sæmilegt, sjólítið eða dálítill sjór,7, 8, 9, 10, 11, 12, 18, 19, 29, 30. Annars slæmt vegna ölduhæðar eða hvassviðra, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.

Alhvít jörð var í 9 daga.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð var því í 10 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30: 7 cm.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Norðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, rigning, slydda, hiti +1 til +5 stig.

3-10: Suðvestan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, enn hvassviðri eða stormur 4 og 5. Skúrir, snjóél, rigning, en úrkomulaust 3, 8 og 10. Hiti -1 til +11 stig.

11-12: Sunnan eða SA, kul eða gola, úrkomulaust, hiti -1 til +4 stig.

13-17: Norðan, NA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri þ.15., rigning, slydda, snjókoma, snjóél, hiti -2 til +5 stig.

18-19: Suðvestan, S, SA, kul eða gola, úrkomulaust, hiti -6,5 til +1 stig.

20-21: Norðan kul og síðan allhvasst, rigning, slydda, snjókoma, hiti -6 til +4 stig.

22: Suðaustan kul, úrkomulaust, hiti -4 til +2 stig.

23-24: Suðaustan kul í fyrstu síðan NA stinningskaldi, allhvasst, þurrt þ. 23. Síðan él, hiti -5 til +3 stig.

25-28: Suðvestan stinningsgola, stinningskaldi, hvassviðri, stormur, rok, skúrir, slyddu og snjóél, hiti -3 til +6,6 stig.

29: Sunnan kul í fyrstu, síðan Vestan gola eða stinningsgola, úrkomulaust, hiti -2 til +2 stig.

30: Norðan, NNA stinningsgola í fyrstu, síðan SA gola, snjóél, snjókoma, hiti -1 til -0 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. nóvember 2020

Veðrið í Október 2020.

Heiðskírt var allan þriðjudaginn 15.
Heiðskírt var allan þriðjudaginn 15.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlæg vindátt var fyrstu tvo daga mánaðarins, með rigningu í fyrstu síðan þurrt. Síðan var norðan þann þriðja með súld. Frá 4 til 7 voru hægar suðlægar eða breytilegar vindáttir, með rigningu 6 og 7. Þá var ákveðin norðanátt 8 og 9 með rigningu. Hægar breytilegar vindáttir voru 10 til 11 með lítilsáttar rigningu. 12 til 17 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu. Þann 18 kólnaði með norðlægri vindátt í tvo daga. Þá var hæg suðlæg vindátt 20 og 21. Frá 22 til 30 var ákveðin austlæg vindátt oft allhvasst eða hvassviðri og rigning með köflum. 31 var suðlæg vindátt með lítilsáttar rigningu.

Úrkomusamara var fyrri hluta mánaðarins en seinni hluta. Ekkert snjóaði á lálendi í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 81,2 mm. (í október 2019: 45,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist þann 14.+11,9 stig

Mest frost mældist þann 20. -0,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,0 stig. (október 2019: +4,3 stig,)

Meðalhiti við jörð var +2,01 stig. (í október 2019: +1,26 stig.)

Sjóveður. Það má segja að sjóveðrið hafi skipts í tvo hluta, sæmilegt eða slæmt: Gott eða sæmilegt var dagana, það er gráð, sjólítið eða dálítill sjór. 3, 4, 5, 6, 7, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 20, 21, 22, 31. Annars slæmt, talverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 0 dag.

Auð jörð var því í 31 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann. Ekkert snjóaði á lálendi.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðaustan,stinningsgola, gola, kul, rigning um morguninn þ.1. annars úrkomulaust, hiti +0 til +7 stig.

3: Norðan stinningsgola, gola, súld, hiti +3 til +5 stig.

4-7: Sunnan, SA, SV, stinningsgola, gola, kul, úrkomulaust þ.4 og 5. Annars rigning, hiti +2 til +7,5 stig.

8-9: Norðan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, rigning, hiti +4 til +7,5 stig.

10-11: Breytilegar vindáttir, kul eða gola, rigning en úrkomulaust þ.10. hiti +1 til +8,5 stig.

12-17: Suðvestan, S, SA, gola, stinningsgola, kaldi, en allhvasst eða hvassviðri, um tíma þ.14. lítilsáttar skúrir eða rigning, en úrkomulaust 13 og 15, hiti +3 til +12 stig.

18-19: Norðan, NA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, gola, súld, skúrir, hiti +3 til +7 stig,

20-21: Sunnan, SSV, SA, kul eða gola, úrkomulaust þ. 20. En lítilsáttar rigning þ.21. hiti -0,4 til +5 stig.

22-30: Austnorðaustan, NA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri þ.24 og 28. Úrkomulaust 24, 26, 27, 28. Annars rigning. Hiti +2 til +7,5 stig.

31: Sunnan, SA, stinningsgola, síðan gola,rigning, hiti +1 til +7 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. október 2020

Veðrið í September 2020.

Úrkomusamt var í mánuðinum.
Úrkomusamt var í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðarins var norðan kaldi, uppí allhvassan vind, mest með súld og svölu veðri. Þá voru suðlægar vindáttir 5 og 6 og hlýnandi í veðri. 7 og 8 voru norðlægar vindáttir og kólnaði talsvert. Þann 9 var suðaustan með lítilsáttar skúrum. Þá var norðaustan með stinningsgolu og uppí hvassviðri þann 11 með rigningu eða súld, fremur svalt í veðri. Breytilegar vindáttir voru 14 og 15 með úrkomuvotti. Þá var suðvestan frá 16 til 19. Hvassviðri eða stormur var þann 19 með miklum skúrum, stundum skýfall. Þann 20 var tvíátta, fyrst suðlæg vindátt en síðan norðan allhvasst með úrhellisrigning, Úrkoman mældist frá kl. 09.00 til 18:00 eða 9 tíma 26,0 mm. Þann 21 var skammvinn norðaustanátt með slyddu og síðan rigningu. : Þá var þann 22 SA í fyrstu enn síðan NA allhvass með skúrum eða rigningu. 23 og 24 var norðan allhvasst með snjóéljum og slydduéljum. 25 til 27 voru suðlægar vindáttir allhvasst og eða hvassviðri með skúrum eða rigningu þann 26. Hlýnaði í veðri um tíma. 28 og 29 voru norðlægar vindáttir með éljum slyddu eða rigningu. Þann 30 var suðlæg vindátt í fyrstu síðan NA um kvöldið með talsverðri rigningu fram á morgun þann 1 október.

Mánuðurinn var umhleypingasamur og úrkomusamur.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 146,1 mm. (í september 2019: 148,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 6 +13,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 25 -1,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,9 stig. (í september 2019: +7,1 stig,)

Meðalhiti við jörð var +3,08 stig.(í september 2019: +4,07 stig.)

Sjóveður: Mjög rysjótt. En sex sæmilegir dagar, það er sjólítið eða dálítill sjór, 1, 5, 6, 15, 25, 27. Annars mjög slæmt vegna hvassviðra og sjógangs: Talsverður sjór,allmikill sjór, mikill sjór

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 29. 1cm.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Norðan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning, súld, úrkomulaust þ.4. hiti +4 til 10 stig.

5-6: Suðaustan, SV, kul, gola, stinningsgola, rigning, skúrir, úrkomulaust þ.5. hiti +2 til 13 stig.

7-8: Norðnorðvestan og síðan NA, gola, stinningsgola, kaldi, rigning, enn úrkomulaust þ.8. hiti +4 til +11 stig.

9: Suðaustan andvari, kul, gola, skúrir, hiti +2 til 8 stig.

10-13. Norðaustan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, rigning, súld, hiti +4 til +9 stig.

14-15: Breytilegar vindáttir andvari, kul, gola, lítilsáttar skúrir, hiti +3 til +11 stig.

16-19: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, en hvassviðri eða stormur um tíma þ.19. skúrir eða rigning, hiti +6 til +11,5 stig.

20: Sunnan og SA með stinningsgolu í fyrstu, síðan norðan allhvass með úrhellisrigning, úrkoman mældist eftir daginn 26,0 mm. Hiti +3 til +8,5 stig, veður hratt kólnandi.

21: Norðaustan gola, stinningsgola, slydda, rigning, hiti +1 til +4 stig.

22: Suðaustan kul í fyrstu, en síðan NA allhvass, skúrir, rigning, hiti +0 til +6 stig.

23-24: Norðan stinningskaldi, allhvass, slydduél, snjóél, skúrir, hiti +0 til +4 stig.

25-27: Sunnan, SA, SSV, kul, gola, stinningsgola, kaldi, en allhvasst eða hvassviðri þ.26. skúrir, rigning, úrkomulaust þ.25. hiti -2 til +12 stig.

28-29: Norðan, NMV, NA, ANA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, rigning, slydduél, snjóél, slydda, hiti +0 til +3 stig.

30: Sunnan kul eða gola í fyrstu, síðan NA gola með talsverðri rigningu, hiti +1 til +7 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. september 2020

Veðrið í Ágúst 2020.

Úrkomusamt var í mánuðinum.
Úrkomusamt var í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar eða austlægar vindáttir voru fyrstu fimm daga mánaðarins, með talsverðri úrkomu þann 5. Síðan var sunnan þann 6 með úrkomulausu og hlýju veðri. Þá var norðan þann 7 með talsverðri rigningu. Frá 8 til 12 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri og rigningu. Hitinn fór í 17,1 stig þann 10 sem virðist ætla að verði mesti hiti sumarsins. 13 og 14 var suðvestan hvassviðri með hlýju veðri en úrkomu litlu. Frá 15 til 26 voru norðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri og hægviðri. Frá 27 og út mánuðinn voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri, mikil rigning var aðfaranótt 31.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 119,9 mm.  (í ágúst 2019: 101,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist þann 10. +17,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22. +3,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,8 stig. (í ágúst 2019: +7,0 stig.)

Meðalhiti við jörð var +6,82 stig. (í ágúst 2019: +5,94 stig.)

Sjóveður. Að mestu gott í mánuðinum, gráð, sjólítið, dálítill sjór. Enn slæmt dagana 1,2, 5, 6 og 7. Það er talsverður sjór.

Yfirlit dagar eða vikur.

1-2: Norðan og NV stinningsgola, kaldi, rigning eða súld, hiti +7 til +9 stig.

3: Austan eða breytileg vindátt, kul, súld, hiti +8 til +9 stig.

4: Norðan gola, stinningsgola, rigning og súld, hiti +7 til +9 stig.

5: Austan stinningskaldi, stinningsgola, síðan gola, talsverð rigning, hiti +7 til +12 stig.

6: Sunnan gola, stinningsgola, úrkomulaust, hiti +8 til +15 stig.

7: Norðan kaldi, stinningsgola, talsverð rigning, hiti +7 til +13 stig.

8-12: Suðvestan eða S. kul, gola, stinningsgola, kaldi, rigning, skúrir, hiti +6 til +17 stig.

13-14: Suðvestan allhvasst, hvassviðri, rigning þ.13. þurrt þ.14. hiti +9 til +15 stig.

15-26: Norðan, NA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, rigning þ. 15. súld þ. 18 og þ.26. Annars úrkomulaust. Hiti +4 til +15 stig.

27-28: Suðvestan kul eða gola, úrkomulaust þ.27. enn úrkomu vart þ.28. Hiti +7 til +14 stig.

29-31: Suðaustan eða breytilegar vindáttir kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri þ.29. annars rigning eða skúrir, mikil rigning var aðfaranótt 31. hiti +7 til +16 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2022 »
« ágúst »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Kaupfélagshúsin og Íbúðir á Norðurfirði-06-07-2004.
Vefumsjón