Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. september 2017

Veðrið í Ágúst 2017.

Drangajökull-Hrolleifsborg. Oft var fallegt veður í ágúst.
Drangajökull-Hrolleifsborg. Oft var fallegt veður í ágúst.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægum hafáttum, fyrstu sjö dagana, með lítilsáttar súld með köflum. Þann 8 gerði skammvinna suðlæga vindátt. Síðan voru hægar norðlægar vindáttir aftur eða breytilegar vindáttir, með lítilsáttar úrkomu á köflum. Þann 17 fór að bæta í vind með norðanátt áfram og fór að kólna í veðri með talsverðri rigningu þann 18. Norðanáttin gekk svo niður þann 19. Þann 20 fór að hlýna vel í veðri aftur, enn svalara á nóttinni, með breytilegum vindáttum eða suðlægum og var blíðviðri fram til 27. Þann 28 gekk til norðlægra vindátta með súld og kólnandi í veðri fram til 29. Síðan voru suðlægar vindáttir tvo síðustu daga mánaðar með hlýju veðri. Mánuðurinn verður að teljast mjög góðviðrasaman í heild.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 47,1 mm. (í ágúst 2016: 44,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 5 daga.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist +15,0 stig þann 21.

Minnstur hiti mældist +3,5 stig þann 20.

Meðalhiti mánaðarins var +9,0 stig. (í ágúst 2016: 9,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var +5,35 stig. (í ágúst 2016: 5,99 stig.)

Sjóveður: Mjög gott mest allan mánuðinn nema 18 og 19.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-7: Norðan, NA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, súld, þurrt í veðri 2, 3, 4 og 5. hiti 7 til 11 stig.

8: Suðlæg vindátt, SA, SSV, kul, stinningsgola, rigning, hiti 6 til 10 stig.

9 -16: Norðlægar vindáttir eða breytilegar, andvari, kul, gola,stinningsgola, súld, þokuloft, skúrir, þurrt í veðri þann 12,14 og 15, hiti 4 til 13 stig.

17-19:Norðan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, gola, súld, rigning, þurrt í veðri þann 19. hiti 6 til 9 stig.

20: Breytileg vindátt, andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti 4 til 10 stig.

21-27: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri 21,22,23 og 24, rigning eða súld 25, 26 og 27, hiti 4 til 15 stig.

28-29: Norðan gola, stinningsgola, kul, súld, hiti 7 til 11 stig.

30-31: Suðvestan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, þurrt í veðri þ.30. en úrkomuvottur þ.31. hiti 5 til 14 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. ágúst 2017

Veðrið í Júlí 2017.

Heyfengur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.
Heyfengur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tíu daga mánaðarins voru norðlægar vindáttir með mismikilli úrkomu. Dagana 11 og 12 voru suðlægar vindáttir, með rigningu síðari daginn. Síðan voru hafáttir aftur, með súld, þokulofti og síðan rigningu. 17 og 18 voru suðlægar vindáttir með einhverri úrkomu, en hlýju veðri. Næstu þrjá daga var norðlæg vindátt með vætu. Frá 22 til 24 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Frá 25 fór að kólna í veðri með norðlægum vindáttum, og voru hafáttir út mánuðinn. Mánuðurinn var mjög hægviðrasamur og oft með lágskýjuðu veðri, þokulofti og rakasömu veðri.

Heyskapur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 49,7 mm. (í júlí 2016: 112,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist 20,0 stig þann 22.

Minnstur hiti mældist 5,1 stig þann 2.

Meðalhiti mánaðarins var +9,4 stig.

Meðalhiti við jörð var +7,52 stig. (í júlí 2016: 6,53 stig.)

Sjóveður: Mjög gott eða sæmilegt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-10: Norðlægar vindáttir eða breytilegar, andvari, gola, stinningsgola, kaldi, súld, rigning, skúrir, en þurrt í veðri 10. hiti 5 til 13 stig.

11-12: Suðlægar vindáttir, SA-SV, kul, gola, stinningsgola, skúrir, rigning, hiti 8 til 17 stig.

13-16: Norðlægar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, kaldi, súld, þoka, rigning, hiti 7 til 13 stig.

17-18: Suðlægar vindáttir SV, SA, gola og uppí kalda, skúrir, en rigning seinnipart og um kvöldið þ.18. hiti 6 til 15 stig.

19-21: Norðan eða NA, kul eða gola, súld, rigning, þurrt í veðri þ. 20. en þokumóða, hiti 8 til 17 stig.

22-24: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, stinningsgola, gola, kul, súldarvottur, skúrarvottur, úrkoma mældist ekki, þurrt í veðri þ.24. hiti 10 til 20 stig.

25-31: Norðan NNA, kul, stinningsgola, síðan gola, súld, en þurrt í veðri 25 og 26, hiti 6 til 15 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. júlí 2017

Veðrið í Júní 2017.

Smáhvalavaða í Norðurfirði.30 Grindhvalir þann 14.Reykjaneshyrna í baksýn.
Smáhvalavaða í Norðurfirði.30 Grindhvalir þann 14.Reykjaneshyrna í baksýn.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru ríkjandi frá byrjun mánaðar til og með 16 með svölu veðri og oftast með úrkomu. Þann 17 gerði skammvinna suðvestanátt með talsverðri rigningu og hlýnaði þá vel í veðri. En þann 18 var komið í sama horfið aftur, norðlæg átt og snarkólnaði aftur, og var svalt til 20, en þá hlýnaði vel í veðri seinnihluta dags með suðaustanátt, sem stóð í tæpa tvo daga. Síðan frá 23 til 25 voru norðlægar vindáttir aftur með svölu veðri og úrkomu. En þann 26 snérist loks til suðvestlægra vindátta, með mjög hlýnandi veðri, og var suðaustlæg vindátt síðasta dag mánaðar með hlýju veðri.

Það snjóaði í fjöll 6-7-8 og 9, niður í um 300 m hæð. Grasspretta virtist standa í stað fram yfir miðjan mánuð, en er að verða sæmileg í mánaðarlok.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 60,7 mm. (í júní 2016: 38,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist 15,0 stig þann 28.

Minnstur hiti mældist 1,6 stig þann 9.

Meðalhiti mánaðarins var +6,6 stig.

Meðalhiti við jörð var +4,38 stig. (í júní 2016: +6,95 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður, 1,2,3, 7,23 og 24. Annars sæmilegt eða gott.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-16: Norðlægar vindáttir, NA, N, NV, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, rigning, skúrir, súld, þoka, þurrt í veðri 6, 9 og 10, hiti 2 til 9 stig.

17: Suðvestan gola, stinningsgola, rigning, hiti 7 til 11,5 stig.

18-20: Norðan, NV, NA, stinningsgola, gola, en SA seinnipartinn, kul, súld, rigning, þurrt í veðri þann 19., enn þokumóða, hiti 4 til 10 stig.

21-22: Suðaustan og A, NA, stinningsgola, gola, kul, skúrir, rigning, hiti 7 til 13 stig.

23-25: Norðnorðaustan kaldi, stinningsgola, gola, súld, þurrt í veðri þ. 25. hiti 5 til 9 stig.

26-29: Suðvestan, kul, gola, stinningsgola,kaldi, skúrir þ.27., þurrt í veðri 26, 28 og 29, hiti 4 til 15 stig.

30: Suðaustan andvari, kul eða gola, lítilsáttar skúrir, hiti 9 til 14 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. júní 2017

Veðrið í Maí 2017.

Gífurleg úrkoma var í mánuðinum, úrkomumet í maí, 124,3 mm. Fyrra met var frá 1999, þá 102,7 mm.
Gífurleg úrkoma var í mánuðinum, úrkomumet í maí, 124,3 mm. Fyrra met var frá 1999, þá 102,7 mm.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægum suðlægum vindáttum eða breytilegum og hlýju veðri, síðan hægar norðlægar vindáttir með þokulofti og nokkuð svalara veðri í þokuloftinu. Þann tíunda snérist til ákveðinnar norðaustanáttar og var stormur eða hvassviðri, með rigningu og slyddu og síðan éljum, það náði ekki að festa snjó á láglendi hér á Ströndum í þessu hreti. Síðan var frekar hægviðrasamt þokuloft og súld, og fremur svalt í veðri áfram. Þann 17 og 18 var norðanátt með rigningu og slyddu. Þann 19 fór veður ört hlýnandi með suðlægum vindáttum, og var mjög hlítt þann 20. Síðan fór veður kólnandi með hafáttum, og var kalt í veðri út mánuðinn.

Mjög mikil úrkoma var 25 og 26 og úrhelli aðfaranótt 27, voru lækir beljandi sem hefur ekki sést í maí fyrr. Lambfé sem var komið út stóð í skjóli þar sem það var að fá og höfð opin fjárhús og hlöður svo fé kæmist inn. Mánuðurinn var óhagstæður vegna sauðburðar hjá bændum. Mjög blautur og oftast kalt í veðri. Ræktuð tún eru farin að taka vel við sér og úthagi farin að grænka vel þrátt fyrir kuldann, þannig að gróður er komin vel á veg.

Úrkomumet varð fyrir maí á veðurstöðinni í Litlu-Ávík, en úrkoman mældist 124,3 mm. Fyrra metið var frá 1999 en úrkoman mældist þá 102,7 mm.

Flugsamgöngur á Gjögur gengu ílla í mánuðinum vegna þoku, þokulofts og annars dimmviðris, (láskýja.)

Mæligögn:

Úrkoman mældist 124,3 mm. (maí 2016: 69,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist 18,1 stig þann 3.

Minnstur hiti mældist 0,9 stig þann 12.

Meðalhiti mánaðarins var +5,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,05 stig. (í mái 2016: +2,05 stig.)

Sjóveður: Mjög slæmt 10 til 14 og 16-17-18 og tvo síðustu daga mánaðar, mjög gott fyrstu níu daga mánaðarins, annars sæmilegt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4:Austlægar eða suðlægar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, rigning, þurrt í veðri, 3. og 4. hiti 4 til 18 stig.

5-9: Norðlægar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, þoka, súld, hiti 1 til 11 stig.

10-13: Norðaustan stormur, hvassviðri, allhvass, rigning, slydda, él, hiti, 1 til 7 stig.

14: Norðaustan, stinningskaldi, stinningsgola, síðan NV kul, súld, þokumóða, hiti 4 til 7 stig.

15-16: Norðan kul, síðan NV stinningsgola, og NA stinningskaldi, allhvass, stinningsgola, og NV stinningsgola, þoka, þ.15. en síðan þokuloft og súld þ.16. hiti 4 til 7 stig.

17-18: Norðan kaldi, allhvass, stinningskaldi, stinningsgola, rigning, slydda, súld, hiti 2 til 4 stig.

19: Breytileg vindátt, kul eða gola, súld um morguninn, hiti 3 til 12 stig.

20: Suðvestan eða V, stinningsgola síðan gola, þurrt í veðri, hiti 8 til 16 stig.

21-29: Norðan, NV, NA, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri 21 og 22, annars rigning eða súld, þoka, hiti 4 til 11 stig.

30-31: Norðaustan gola í fyrstu síðan ANA allhvass, stinningskaldi, kaldi, rigning, súld, hiti 4 til 8 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. maí 2017

Veðrið í Apríl 2017.

Mesta snjódýpt var að morgni 6. 25 cm, sem stóð ekki lengi.
Mesta snjódýpt var að morgni 6. 25 cm, sem stóð ekki lengi.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem stóðu fram til níunda, oftast með mikilli úrkomu, og frosti eða hita. Síðan var umhleypingasamt, mjög rysjótt tíðarfar með þíðviðri eða frosti fram yfir páskahelgi og sumardaginn fyrsta þann 20 og helgina þar á eftir, en engin ofsi í vindi, þótt nokkrum sinnum hafi verið allhvass vindur. Veður fór mjög hlýnandi þann 25 og var sæmilega hlítt út mánuðinn. Mjög mikil úrkoma var í mánuðinum, og sérstaklega fyrstu daga mánaðar, en úrkomulítið eftir miðjan mánuð. Úrkomumet varð á veðurstöðinni fyrir apríl mánuð 170,9 mm. En eldra metið var 115,9 mm í apríl 2009.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 170,9 mm. (í apríl 2016: 25,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 7 dagar.

Mestur hiti mældist + 11,6 stig þann 27.

Mest frost mældist – 7,5 stig þann 24.

Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,85 stig. (í apríl 2016: -0,49 stig.)

Alhvít jörð var í 11 daga.

Flekkótt jörð var í 13 daga.

Auð jörð var því í 6 daga.

Mesta snjódýpt mældist 25 cm þann 6.

Sjóveður: Slæmt í sjóinn fyrri hluta mánaðar síðan oftast gott eða sæmilegt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Norðaustan og A, stinningsgola, kaldi eða stinningskaldi, súld, rigning, slydda, snjókoma, hiti 1 til 3 stig.

3: Vestan eða breytileg vindátt, andvari eða kul, en SV allhvass um kvöldið, rigning, slydda, snjókoma, hiti frá 4 stigum niður í 1 stig.

4-9: Norðaustan eða N, stinningskaldi, gola, allhvass, kaldi, snjókoma, slydda, súld, rigning, él, hiti 4 til -4 stig.

10: Breytileg vindátt andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti -1 til -5 stig.

11-15: Norðan eða NA, kaldi, stinningskaldi, allhvass, rigning, slydda, snjókoma, él, hiti 3 til -3 stig.

16-17: Suðaustan kul eða gola, þurrt í veðri þ.16. en snjókoma, slydda, rigning, þ.17. hiti -4 til 3 stig.

18-19: Suðvestan stinningsgola, kaldi, allhvasst, stormkviður, skúrir, snjóél, hiti 6 til -0 stig.

20: Vestan allhvass síðan norðan stinningsgola, snjóél, hiti -1 til 2 stig.

21-22: Suðlægar vindáttir síðan V og N, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri þ. 21. hagél um kvöldið þann 22. hiti -5 til 3 stig.

23: Norðan eða NA, stinningsgola, snjóél, hiti -1 til-3 stig.

24-27: Suðvestan gola, stinningsgola, kaldi, allhvass, skúrir, þurrt í veðri þ.24. 26. og 27. hiti -8 til 12 stig.

28-30: Austlægar eða breytilegar vindáttir, kul eða gola,rigning, en þurrt í veðri þ.29. hiti 1 til 9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. apríl 2017

Veðrið í Mars 2017.

Oft var heiðskírt eða léttskýjað í byrjun mars. Urðarfjall. 03-03-2017.
Oft var heiðskírt eða léttskýjað í byrjun mars. Urðarfjall. 03-03-2017.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hæglætis og björtu veðri, fyrstu fimm dagana, léttskýjað eða jafnvel heiðskírt var og mikið um norðurljós, enn talsvert frost var. Síðan frá 6. voru norðaustlægar vindáttir með úrkomu fram til 10. Frá 11. til 15. voru suðlægar eða norðlægar vindáttir með einhverri úrkomu. Frá 16 til 21 voru hafáttir N, NA eða A, með snjókomu eða éljum og oft með nokkru frosti. Þá gerði suðlægar vindáttir, og hvassviðri 23 og 24 með stormkviðum. Þá gerði hægviðri í þrjá daga. Síðustu tvo dagana voru hægar hafáttir með súld.

Talsverð dægursveifla var á hitastigi í mánuðinum, það er, talsvert frost á nóttu en þegar sólin náði að skína þá hlýnaði talsvert yfir daginn, jörð er farin að taka við sér neðanfrá, hlýna. Talsvert frost var við jörð á nóttinni,(mælir er í 5 cm hæð við jörð.) eða í 23 daga, þótt lofthiti væri oft í tveggja metra hæð. Mesta frost við jörð fór niður í -10,6 stig þann 18.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 49,5 mm. (í mars 2016: 59,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist +8,0 stig þann 25.

Mest frost mældist -7,0 stig þann 18.

Meðalhiti mánaðarins var +0,7 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,58 stig. (í mars 2016: -1,38 stig.)

Alhvít jörð var í 9 daga.

Flekkótt jörð var í 15 daga.

Auð jörð var því í 7 daga.

Mesta snjódýpt mældist 9 cm. dagana 1-2-3 og 4.

Sjóveður: Slæmt dagana, 8, 9, 11, 16, 19, 20. Annars sæmilegt og sérlega eftir 20 og út mánuðinn.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-5: Suðaustan andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti -6 til 3 stig.

6-10: Norðaustan ,gola, stinningsgola eða kaldi, súld, rigning, slydda, snjókoma, hiti -2 til 4 stig.

11: Sunnan eða SSV, stinningskaldi, kaldi, gola, skúrir, hiti 2 til 6 stig.

12: Norðvestan, gola, þokuloft, súldarvottur. hiti 0 til 4 stig.

13: Suðlæg vindátt og síðan breytileg, gola, kaldi, kul, lítilsáttar súld, hiti, 2 til 5 stig.

14: Norðvestan gola, stinningsgola, síðan SV kaldi, slydda, snjókoma, hiti, 0 til 3 stig.

15: Suðvestan kaldi, stinningsgola, gola, slydduél, hiti 0 til 3 stig.

16-21: Norðan, NA eða A, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, snjókoma, él, þurt í veðri þ. 21. hiti -7 til 2,5 stig.

22-26: Sunnan eða SV, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi en allhvasst og hvassviðri með stormkviðum 24 og 25, él, snjókoma, skúrir, rigning, hiti, -3 til 8 stig.

27-29: Breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, þurrt í veðri 27 og 28, en súld þ. 29. hiti – 2 til 5 stig.

30-31: Norðaustan eða N, gola, stinningsgola, súld, hiti 1 til 4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. mars 2017

Veðrið í Febrúar 2017.

Alhvít jörð var í 9 daga.
Alhvít jörð var í 9 daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum fyrstu tvo dagana, en síðan austlægur og frá sjöunda voru suðlægar vindáttir með hvassviðri eða stormi ellefta og tólfta, úrkomulítið og nokkuð hlítt. Þann fimmtánda snérist til norðanáttar og síðan norðaustanáttar til nítjánda, með súld og talsverðri rigningu og súld þann sautjánda og fram á átjánda, en með snjókomu þann nítjánda á konudaginn. Þá gerði alhvíta jörð á láglendi aftur. Síðan var breytilegar vindáttir eða NA með éljum. Þann 22 til og með 24 var suðaustlæg vindátt, með úrkomu. Enn 25 var suðvestanátt með hvassviðri í fyrstu, síðan mun hægari þegar leið á daginn. Þann 26. snérist vindur í norðaustlæga vindátt, og var hæg austlæg átt síðasta dag mánaðar.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 76,3 mm. (í febrúar 2016: 103,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 8: +9,0 stig.

Mest frost mældist þann 22: -5,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,7 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,09 stig.(í febrúar 2016:-4,11 stig.)

Alhvít jörð var í 9 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 15 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 23 og 24: 18 cm.

Sjóveður: Nokkuð rysjótt enn nokkrir dagar sæmilegir, sérlega um og eftir miðhluta mánaðar.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Breytilegar vindáttir, kul,gola, en síðan ANA kaldi og SV stinningsgola, þ. 2. súld, rigning, hiti 1 til 5 stig.

3-6: Norðlæg eða austlæg vindátt, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, slydda, rigning, súld, en þurrt í veðri þ.6. hiti -0 til 6 stig.

7-14: Suðlægar vindáttir S, SV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, en hvassviðri eða stormur 11, 12, en síðan gola, skúrir, rigning, enn þurrt 9, 10 og 13, hiti 2 til 9 stig.

15-19: Norðan og NA, gola eða stinningsgola, súld, rigning, enn snjókoma þ.19. hiti -2 til 4 stig.

20: Breytileg vindátt andvari, aðeins snjókomuvottur, hiti 2 til -1 stig.

21: Norðaustan stinningsgola, stinningskaldi, en NV stinningsgola um kvöldið, él, frostúði, hiti -2 til 2 stig.

22-24: Suðaustan kul, stinningsgola, kaldi, snjókoma, skafrenningur, slydda, rigning, hiti -6 til 4 stig.

25: Suðvestan hvassviðri síðan stinningsgola, þurrt í veðri, hiti 6 til -2 stig.

26-27: Norðaustan eða A, allhvasst, stinningskaldi, kaldi,snjókoma, slydduél, hiti -1 til 5 stig.

28: Austlæg eða breytileg vindátt, þurrt í veðri, hiti 3 til -2 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. febrúar 2017

Veðrið í Janúar 2017.

Árnesstapar,Krossnes í baksýn. Mynd 20-01-2017.
Árnesstapar,Krossnes í baksýn. Mynd 20-01-2017.

Veðrið í Janúar 2017.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn og árið byrjaði með suðlægum vindáttum oft hvössum og frekar lítilli úrkomu. En um kvöldið þann áttunda gekk til norðaustanáttar með lítilsáttar snjókomu, og síðan norðlægari vindátt sem stóð fram til og með tólfta. Þá gekk vindur til suðlægra vindátta þann þrettánda með hægum vindi í fyrstu og hlýnandi veðri, og gerði talsverðan blota þann fimmtánda, en um kvöldið fór að kólna aftur, vindur var oft stífur og jafnvel hvassviðri. Frá tuttugusta til tuttugusta og fimmta var vindur meira austlægur, og á rólegu nótunum. Skammvinn SV átt var þann 26. Þann 27 snerist til áveðinnar NA og N, áttar með snjókomu eða éljum í tvo daga. Eftir það var auslægari vindáttir með frosti í fyrstu, en hlýnaði talsvert síðasta dag mánaðar. Snjólétt var í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 67,8 mm. (í janúar 2016: 45,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 15. 9,0 stig.

Mest frost mældist þann 19. -9,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,58 stig. (í janúar 2016: -3,53 stig.)

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 15 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 13: 22 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-8: Suðlægar vindáttir, SV, S, SA, gola, stinningsgola, kaldi,stinningskaldi,allhvasst, hvassviðri, en NA átt um kvöldið þ.8., þurrt í veðri 1 og 2, annars él, rigning, snjókoma, hiti 8 og niður í -3 stig.

9-12: Norðaustan, stormur, hvassviðri, stinningskaldi, kaldi, snjókoma, él, en þurrt í veðri þ. 12. hiti 1 til -7 stig.

13-22: Suðlægar vindáttir, Sunnan, SSV, SA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, en hvassviðri 15, 16,17 og 20. él, snjókoma, skafrenningur, slydda, rigning, skúrir, þurrt í veðri Þ.19. hiti -10 til 9 stig.

23-25: Suðaustan eða Austan, kul, gola, stinningsgola, kaldi, rigning, súld, hiti 1 til 8 stig.

26: Suðvestan kul, gola, stinningsgola, él um morguninn, hiti -1 til 2 stig.

27-28: Norðaustan eða N, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, snjókoma, él, hiti 2 til -3 stig.

29-31: Austlægar vindáttir, kul, gola, kaldi, en allhvasst aðfaranótt 31. og fram á morgun, en hæg breytileg átt um kvöldið, þurrt í veðri 29. og 30. rigning þann 31. hiti frá -6 til 6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. janúar 2017

Úrkoma árið 2016.

Úrkomumælir á veðurstöðinni Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum reiknuð út af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2015:

Janúar 45,1 mm. (97,6). Febrúar 104,2 mm. (78,0). Mars 59,7 mm. (89,1). Apríl 23,5 mm. (46,6). Maí 71,2 mm. (48,0). Júní 38,8 mm. (15,4). Júlí 112,4 mm. (68,0). Ágúst 42,8 mm. (252,8).September 172,0 mm. (58,6). Október 66,9 mm. (126,3). Nóvember 90,0 mm. (82,4). Desember 116,7 mm.

(76,6). Samtals úrkoma var því á liðnu ári 943,3 mm, enn árið 2015 1,039,4 mm. Þarna munaði mest um úrkomuna í ágúst 2015, þegar öll skriðuföllin urðu inn með Reykjarfirði og víðar í hreppnum. Það er mjög sjaldgæft að úrkoma fari yfir þúsund mm. á ársgrundvelli.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. janúar 2017

Meðalhiti árið 2016.

Hitamælaskýlið í Litlu-Ávík.
Hitamælaskýlið í Litlu-Ávík.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2016 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2015.:

Janúar: +0,1 stig. (-0,0 ). Febrúar -0,3 stig. ( -0,8 ). (Mars +1,7 stig. (+0,3). Apríl +2,9 stig. (+1,5). Maí +5,5 stig. (+2,6). Júní +8,6 stig. (+5,9).. Júlí +7,7 stig. (+6,2 ). Ágúst +9,3 stig. (+7,7 ). September +7,7 stig. (+8,7). Október +7,8 stig. (+4,7). Nóvember +3,7 stig. (+2,5). Desember +3,0 stig. (+0,2). Meðalhiti á ársgundvelli var +4,8 stig.

Eins og sjá má á þessu hitayfirliti var meðalhitinn allt annar og mun hærri en árið 2015, sem var mjög kalt vor og sumar hér í Árneshreppi og reyndar það ár talið yfirleitt kalt í heild. Aðeins einu sinni á liðnu ári mælist meðalhitinn fyrir neðan frostmark, eða í febrúar.

Atburðir

« 2020 »
« Júní »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Naustvík 10-09-2007.
Vefumsjón