Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. september 2020

Veðrið í Ágúst 2020.

Úrkomusamt var í mánuðinum.
Úrkomusamt var í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar eða austlægar vindáttir voru fyrstu fimm daga mánaðarins, með talsverðri úrkomu þann 5. Síðan var sunnan þann 6 með úrkomulausu og hlýju veðri. Þá var norðan þann 7 með talsverðri rigningu. Frá 8 til 12 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri og rigningu. Hitinn fór í 17,1 stig þann 10 sem virðist ætla að verði mesti hiti sumarsins. 13 og 14 var suðvestan hvassviðri með hlýju veðri en úrkomu litlu. Frá 15 til 26 voru norðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri og hægviðri. Frá 27 og út mánuðinn voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri, mikil rigning var aðfaranótt 31.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 119,9 mm.  (í ágúst 2019: 101,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist þann 10. +17,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22. +3,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,8 stig. (í ágúst 2019: +7,0 stig.)

Meðalhiti við jörð var +6,82 stig. (í ágúst 2019: +5,94 stig.)

Sjóveður. Að mestu gott í mánuðinum, gráð, sjólítið, dálítill sjór. Enn slæmt dagana 1,2, 5, 6 og 7. Það er talsverður sjór.

Yfirlit dagar eða vikur.

1-2: Norðan og NV stinningsgola, kaldi, rigning eða súld, hiti +7 til +9 stig.

3: Austan eða breytileg vindátt, kul, súld, hiti +8 til +9 stig.

4: Norðan gola, stinningsgola, rigning og súld, hiti +7 til +9 stig.

5: Austan stinningskaldi, stinningsgola, síðan gola, talsverð rigning, hiti +7 til +12 stig.

6: Sunnan gola, stinningsgola, úrkomulaust, hiti +8 til +15 stig.

7: Norðan kaldi, stinningsgola, talsverð rigning, hiti +7 til +13 stig.

8-12: Suðvestan eða S. kul, gola, stinningsgola, kaldi, rigning, skúrir, hiti +6 til +17 stig.

13-14: Suðvestan allhvasst, hvassviðri, rigning þ.13. þurrt þ.14. hiti +9 til +15 stig.

15-26: Norðan, NA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, rigning þ. 15. súld þ. 18 og þ.26. Annars úrkomulaust. Hiti +4 til +15 stig.

27-28: Suðvestan kul eða gola, úrkomulaust þ.27. enn úrkomu vart þ.28. Hiti +7 til +14 stig.

29-31: Suðaustan eða breytilegar vindáttir kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri þ.29. annars rigning eða skúrir, mikil rigning var aðfaranótt 31. hiti +7 til +16 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. ágúst 2020

Veðrið í Júlí 2020.

Talsvert vatnsveður var 16, 17 og 18.
Talsvert vatnsveður var 16, 17 og 18.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tíu daga mánaðarins voru hægar norðlægar vindáttir og góður þurrkur. 11 og 12 voru breytilegar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Þann 13 gekk í norðanátt, allhvasst 17 og 18, með talsverðri úrkomu 16, 17 og 18. Eftir þessa þrjá sólarhringa mældist úrkoman 92,0 mm. Frá 19 og fram til 22 voru hægar breytilegar vindáttir. Norðan var með súld eða rigningu 23 til 27, svalt í veðri. Frá 28 og fram til 30 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Þann 31 var norðan uppí allhvassan vind með rigningu eða súld og svalara veðri.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 119,5 mm. (í júlí 2019: 80,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist +14,5 stig þann 12 og 30.

Minnstur hiti mældist +1,7 stig þann 1.

Meðalhiti mánaðarins var +8.3 stig. (í júlí 2019: +8,3 stig,)

Meðalhiti við jörð var +5,7 stig. (í júlí 2019: +6,70 stig.)

Sjóveður: Að mestu ágætissjóveður, gráð, sjólítið, dálítill sjór. Slæmt í sjóinn talsverður sjór, allmikill sjór og mikill sjór, 16, 17 og 18. Og talsverður sjór, 25 og 31.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-10: Norðan, NNV, NNA, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri, hiti +2 til +13 stig.

11-12: Breytilegar vindáttir, ASA, SA, SV, kul eða gola, lítilsáttar rigning eða skúrir, hiti +6 til +15 stig.

13-18: Norðan kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, súld, rigning, hiti +4 til +12 stig.

19-22: Breytilegar vindáttir,SV, V, N, NA, andvari, kul, gola, Úrkomulaust 19, 20, 21, súldarvottur þ.22. hiti +6 til +12 stig.

23-27: Norðan, NV, NA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, síðan kul, súld, rigning, úrkomulaust þ.27. hiti +2 til +8 stig.

28-30: Suðaustan, ASA eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, úrkomulaust þ.28. annars úrkomuvottur sem mældist ekki, hiti +6 til +14,5 stig.

31: Norðan, NA, stinningsgola, allhvasst, síðan gola, rigning eða súld, hiti +7 til +9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. júlí 2020

Talsverð úrkoma 16 til 18 júlí.

Ávíkuráin gróf sig langt niður dálítið fyrir ofan sjávarmál. Lónið heldur sér.
Ávíkuráin gróf sig langt niður dálítið fyrir ofan sjávarmál. Lónið heldur sér.

Talsverð eða mikil úrkoma voru dagana 16, 17 og 18 júlí. Úrkoman mældist þessa þrjá sólarhringa 92,0 mm. Það gekk í norðan þann 13 með hægum vindi í fyrstu en vindur fór mest í hvassviðri þann 17. Vindur var síðan dottin niður þann 19. Þessi úrkoma er ekkert í líkingu við miklu úrkomuna í ágúst 2015. Sjá hér. Enda urðu litlar sem engar vegaskemmdir núna.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. júlí 2020

Veðrið í Júní 2020.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðvestanáttum með þurru og hlýnandi veðri. Frá 4 til 5 var norðanátt með köldu veðri. 6 til 8 var hægviðri með hlýnandi veðri aftur. Þá var norðanátt 9 og 10 með rigningu og svalara veðri aftur. Frá 11 til 16 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri og smávegis vætu. 17 og 18 voru hægar austlægar vindáttir eða suðlægar með hlýju veðri, hitinn fór í 16,6 stig þann 18. Síðan voru norðlægar vindáttir út mánuðinn með rigningu eða súld og þokulofti og frekar svölu veðri.

Jörð var mjög þurr fram til 8 eftir það fór að koma væta með köflum og grasspretta fór að lagast, og var orðin sæmileg spretta í mánaðarlok.

Jarðskjálfi fannst víða í Árneshreppi klukkan 19:27 þann 20.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 64,7 mm. (í júní 2019: 13,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist +16,6 stig þann 18.

Minnstur hiti mældist +0,5 stig þann 6.

Meðalhiti mánaðarins var +8,1 stig. (í júní 2019: 7,3 stig,)

Meðalhiti við jörð var +5,41 stig. (í júní 2019: -4,95 stig.)

Sjóveður. Gott eða sæmilegt, gráð, sjólítið, dálítill sjór. Enn verra eða talsverður sjór þann 29.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Suðvestan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust, +5 til +13 stig.

4-5: Norðan stinningsgola, kaldi, gola, súldarvottur þ.4. úrkomulaust þ.5. Hiti +2 til +6 stig.

6-8: Breytilegar vindáttir, gola eða kul, úrkomulaust þ.6. annars rigning. Hiti +0,5 til +13 stig.

9-10: Norðan gola, kul, rigning, þokuloft, þ.10. Hiti +5 til +9 stig.

11-16: Suðvestan, S, SA, skúrir, rigning, úrkomulaust þ. 16. Hiti +5 til +13,5 stig.

17-18: Norðaustan síðan SA, kul eða gola, úrkomulaust, hiti +5 til +17 stig.

19-30: Norðan, NNV, NNA, kul,gola, stinningsgola, úrkomulaust 19, 23, 24, 25 og 30., annars rigning og súld, þoka eða þokuloft, hiti +6 til +14 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. júní 2020

Veðrið í Maí 2020.

Lambfé sett út á tún þann 21.
Lambfé sett út á tún þann 21.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðanátt fyrstu tvo dagana. Frá 3 til 6 var suðvestanátt, rok eða ofsaveður þann 4. Frá 7 til 9 voru hægar vestlægar eða norðlægar vindáttir, talsverð snjóél að morgni 9 og varð jörð flekkótt. Frá 10 til 11 var suðvestlæg vindátt, en seinnipartinn þann 11 var komin norðaustanátt með slyddu, og snarkólnandi veðri, hiti fór úr +9 stigum niðurí 1 stig. Þann 12 og 13 var svalt í veðri.

Frá 14 til 20 voru norðlægar vindáttir og svölu veðri og slydduéljum. Loks þann 21 fór að hlýna verulega í veðri með suðlægri vindátt. Norðanátt var frá 22 fram til 24. Enn og aftur snarkólnaði. 25 til 26 var breytileg vindátt með svölu veðri og snjóaði niður í um 400 metra hæð í fjöllum aðfaranótt 26. Suðvestanátt var svo frá 27 til 28 allhvasst og fór að hlína í veðri. Siðan voru áframhaldandi suðlægar vindáttir með hlýju veðri.

Jörð var mjög þurr fyrrihluta mánaðar eða fram til 20. En þegar úrkoma kom loks 21 fóru ræktuð tún að taka við sér dálitið. Raunverulega var jörð mjög þurr allan mánuðinn, jörðin drakk þessa litlu úrkomu í sig um leið.

Í suðvestan rokinu þann 4 fóru kviður í 47 m/s, jafnavindur var þá kl.: 18:00 29 m/s. Þetta er eitt af verstu suðvestan veðrum sem hafa komið hér.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 28,2 mm. (í maí 2019: 11,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 8 daga.

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist +15,6 stig þann 29.

Minnstur hiti mældist -3,5 stig þann 12.

Meðalhiti mánaðarins var +5,2 stig. (í maí 2019: +4,1 stig,)

Meðalhiti við jörð var +1,10 stig. (í maí 2019: +2,13 stig.)

Sjóveður. Var sæmilegt eða gott meiri hluta mánaðarins, gráð, sjólítið eða dálítill sjór. Slæmt 17 talsverður sjór, og í suðvestan rokinu þann 4. Ekkert sjóveður fyrir strandveiðibáta 5, 10, 27, 28. Allhvasst, stinningskaldi.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 30 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 9. Flekkótt enn snjódýpt mældist ekki.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Norðan kaldi, stinningsgola, gola, úrkomu vottur þ.1. sem mældist ekki, þurrt þ.2. hiti +4 niðurí -1 stig.

3-6: Suðvestan stinningsgola, kaldi, allhvass, enn stormur eða rok og eða ofsaveður þann 4. Skúravottur þ. 4. og 6. sem mældist ekki, úrkomulaust 3 og 5. Hiti frá -2 til +11,5 stig.

7-8: Vestan stinningsgola eða kaldi í fyrstu, síðan norðan stinningsgola, gola, skúravottur þ. 7. En úrkomulaust þ.8. Hiti 0 til +6 stig.

9: Vestan kul með éljum, birti til fyrir hádegi. Síðan NA, gola og SSA, gola, hiti -3 til +3 stig.

10-11: Suðvestan stinningskaldi, kaldi, síðan NA stinningskaldi eða kaldi seinnipartinn þ.11. með slyddu. Hiti +9 niðurí -1 stig.

12: Suðaustan, NA, kul eða gola,úrkomulaust, hiti frá -3,5 til +6 stig.

13: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi, úrkomulaust, hiti +2 til 10,5 stig.

14-20: Norðan eða NA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, súld þ.14. slydduél þ.16 og 17. Rigning um kvöldið þ. 20. Annars úrkomulaust, hiti frá -2 til +7 stig.

21: Sunnan kaldi, stinningsgola, gola, kul, skúravottur, hiti +5 til +14 stig.

22-24: Norðan kul eða gola, súld, rigning, þoka, hiti +1,5 til +7 stig.

25: Breytileg vindátt, kul eða gola, skúrir, hiti +4 til +11 stig.

26: Norðan stinningsgola í fyrstu, síðan suðvestan kaldi, rigning, skúrir, hiti +2 til +11 stig.

27-28: Suðvestan allhvasst, stinningskaldi, skúrir, hiti +6 til +11 stig.

29-31: Sunnan, SA, SSV, eða breytilegar vindáttir, kaldi, stinningsgola, gola, kul, lítilsáttar skúrir, hiti +5 til +16 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. maí 2020

Veðrið í Apríl 2020.

Fallegt vetrarveður var þann 8.
Fallegt vetrarveður var þann 8.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestan og vestan var fyrri hluta dags þann 1 og síða norðan hvassviðri með éljum. Frá 2 og fram til 5 var norðaustan, með hvassviðri eða stormi þann 4 og 5 og snjókomu. Þann 6 var tvíátta, Norðan Norðvestan með snjókomu slyddu og síðan rigningu, síðan Suðvestan hvassviðri um kvöldið og úrkomulaust. Frá 7 til 8 var vindur norðlægur, með snjókomu þann 7 annars él. Frá 9 og fram til 12 voru mest breytilegar vindáttir, með hita yfir daginn og sólbráð, en frost á nóttinni. Þann 13 og 14 var suðvestan hvassviðri eða stormur, með lítilli úrkomu en hlítt í veðri og tók snjó mikið upp á láglendi. Síðan voru áframhaldandi suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Um nónleytið þann 18 snérist í Norðan golu með rigningu slyddu og síðan snjókomu og snarkólnandi veðri og var orðið alhvítt um kvöldið. Hitinn fór úr 11 stigum og niðurí 1 stig. Frá 19 til 24 voru suðlægar vindáttir með góðum hita. Siðan snérist í norðlægar eða breytilegar vindáttir með kólnandi veðri, sæmilega hlítt yfir daginn en frost á nóttinni. Þann 30 gerði norðaustan stinningskalda með en frekar kólnandi veðri með smá snjóéljum, og varð hvítt langt niður í hlíðar.

Jörð var talin fyrst auð á láglendi þann 23. Sumardaginn fyrsta.

Í suðvestan rokinu þann 14 fór vindur í kviðum í 33 m/s sem eru tólf vindstig gömul, eða fárviðri.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 44,9 mm. (í apríl 2019: 32,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist +12,1 stig. Þann 21.

Minnstur hiti mældist -7,0 stig. Þann 4.

Meðalhiti mánaðarins var +2,4 stig. (í apríl 2019: +4,3 stig,)

Meðalhiti við jörð var -1,20 stig. (í apríl 2019: +0,75 stig.)

Alhvít jörð var í 12 daga.

Flekkótt jörð var í 10 daga.

Auð jörð var því í 8 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 8: 32 cm.

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 1 til 8 og 11, 14, 30. Það er mikill sjór, allmikill sjór, talsverður sjór. Annars var bara sæmilegt sjóveður, það er dálítill sjór, sjólítið eða gráð.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan og VSV stinningsgola, allhvass, síðan Norðan hvassviðri, snjóél, frost -1 til -5 stig.

2: Norðan, NNA, allhvasst, stinningskaldi,kaldi, síðan breytileg vindátt, él, frost -2 til -6 stig.

3-5: Norðaustan stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, snjóél, snjókoma, skafrenningur, frost -2 til -7 stig.

6: Norðan eða NV kaldi, stinningsgola í fyrstu, síðan SSV stinningskaldi, hvassviðri, snjókoma, slydda, rigning, hiti, frá -4 til +4 stig.

7-8: Norðan kaldi, stinningsgola, gola, síðan sunnan kul, snjókoma, él, hiti -4 til +1,5 stig.

9-10: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, stinningsgola, gola, kul, úrkomulaust, hiti -2 til +6 stig.

11: Norðan, NV,NA, stinningsgola, allhvasst, slydda, súld, él, hiti +2 til -0 stig.

12: Norðaustan, gola, síðan Sunnan kul, úrkomulaust, hiti -2 til +4 stig.

13-14: Suðvestan hvassviðri, stormur, fárviðri í kviðum, litilsáttar skúrir, hiti +2 til +8 stig.

15: Suðvestan stinningsgola, kaldi, síðan breytileg vindátt, NNV, SSA, gola, kul, úrkomulaust, hiti +1 til +5 stig.

16-17: Suðvestan eða S, kaldi, stinningsgola, rigning, skúrir, sem mældust ekki, hiti -0 til +11 stig.

18: Sunnan stinningskaldi, allhvasst, síðan norðan gola með rigningu, slyddu og síðan snjókomu, hiti frá +11 og niður í 1 stig.

19-24: Suðlægar eða breytilegar vindáttir , SA, S, SV, kaldi, stinningsgola, gola, kul, slydda, rigning, skúrir, úrkomulaust, þ.20 og 24. Hiti +0 til +12 stig.

25-29: Norðlægar eða breytilegar vindáttir, stinningsgola, gola, kul eða andvari, rigning, snjóél, úrkomulaust, 27, 28 og 29. Hiti +10 niðurí -1 stig.

30: Norðaustan stinningskaldi eða kaldi, lítilsáttar él, hiti +1 til +4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. apríl 2020

Veðrið í Mars 2020.

Fallegt veður þann 7. Finnbogastaðafjall. Glifsa. Árnesfjall.
Fallegt veður þann 7. Finnbogastaðafjall. Glifsa. Árnesfjall.
1 af 4

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með austlægum eða suðaustlægum vindáttum með úrkomulitlu veðri, enn talsverð slydda var um tíma þann 3. Þann 4 var hægviðri með þurru veðri. Þann 5 gekk í norðlæga vindátt og norðaustan og austlægar vindáttir voru fram til 14 með éljum og snjókomu og skafrenningi. Enn hvassviðri var dagana 10 og 11. Þann 15 var suðvestan eða sunnan með snjókomu allhvasst um tíma og mikill skafrenningur. Þá gekk í norðaustan storm og síðan hvassviðri með talsverðri snjókomu, og bætti mikið á snjóalög á láglendi, frá 16 til 18. Þann 19 gekk í suðvestanátt, eða suðlægar vindáttir, hvassviðri ,stormur og rok var um tíma þann 20 og þíðviðri. Breytilegar vindáttir voru 24 og 25 með snjókomu. Frá 26 voru suðvestlægar vindáttir með éljum og skafrenningi, en þann 28 fór að hlýna í veðri og var þíðviðri út mánuðinn og tók snjó mikið upp á lálendi, og varð jörð flekkótt í 3 síðustu daga mánaðarins.

Vindur fór í 42 m/s í kviðum í S og SSV veðrinu þann 20. Oft í 38 m/s. Og í SSV veðrinu þann 31 fór vindur í 35 m/s.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 56,3 mm. (í mars 2019: 52,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist +7,3 stig þann 31.

Minnstur hiti mældist -8,3 stig þann 15.

Meðalhiti mánaðarins var -0,3 stig. (mars 2019: 0,0 stig,)

Meðalhiti við jörð var -3,63 stig. (í mars 2019: -3,22 stig.)

Alhvít jörð var í 28 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist 48 cm þann 19.

Sjóveður. Mjög rysjótt, en sæmilegt dagana þá dálítill sjór, 2, 4, 21, 22, 25, 26, 27. Annars mjög slæmt í sjóinn, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór eða stórsjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Austan kaldi eða stinningskaldi, úrkomulaust, hiti +2 til +3 stig.

2-3: Suðaustan eða Austan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust þ.2. enn slydda þ.3. hiti -1 til +2 stig.

4: Sunnan eða suðlæg vindátt gola, kul, úrkomulaust, hiti -4 til +2 stig.

5-6: Norðan og NA: allhvasst, stinningskaldi, kaldi, síðan gola, snjókoma, en úrkomulaust þ.6. hiti 0 til -5 stig.

7-8: Suðaustan kul í fyrstu, síðan ANA kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust þ. 7. En él þ. 8. Frost 0 til -6 stig.

9-14: Norðaustan og ANA, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, en hvassviðri 10 og 11. Snjóél, eða snjókoma, skafrenningur, hiti frá +2 niðurí -5 stig.

15: Sunnan eða SSV allhvasst, stinningskaldi, kul, snjókoma skafrenningur frost -1 til 8 stig.

16-18: Norðaustan stormur, hvassviðri, allhvasst, snjókoma, hiti frá +0,5 niðurí -4 stig.

19- 23: Suðlægar vindáttir, SV, S, SA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, enn hvassviðri, stormur og rok þann 20. Úrkomulaust þ.19. Annars, rigning, slydda, snjókoma, hiti frá -7 til +6,5 stig.

24: Norðnorðaustan stinningsgola, síðan sunnan kul, snjókoma, hiti frá -2 til +1 stig.

25: Breytileg vindátt, VSV, S, A, gola eða kul, lítilsáttar snjókoma um kvöldið, hiti frá -2 til +2 stig.

26-27: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, en NV frá hádegi þ. 27. kaldi, gola, kul, snjóél, skafrenningur, hiti frá +0 niðurí -5 stig.

28-31: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, allhvasst, enn hvassviðri 28 og 29, og stormur hluta úr dögum 30 og 31. Skafrenning síðan skúrir eða rigning, hiti -6 til +7 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2020

Veðrið í Febrúar 2020.

Það sást til sólar 2svar í mánuðinum. Séð til Norðurfjarðar.
Það sást til sólar 2svar í mánuðinum. Séð til Norðurfjarðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægri NA átt, með smá éljum, siðan voru frá 2 til 8 suðlægar vindáttir með þíðviðri, og tók snjó og svellalög mikið til upp. Þann 9 og fram til 11 voru norðlægar vindáttir, með snjókomu eða éljum. 12 til 14 var ANA átt og stormur og rok þann 14 með snjókomu og skafrenningi. Þá voru Norðaustanáttir áfram oft með hvassviðri og eða stormi með ofankomu fram til 22. Þann 23 gerði Suðvestanátt eða suðlæga vindátt, með snjókomu með köflum, en þurru veðri þann 23. Þann 25 gekk í Norðaustanátt og austan með snjókomu eða éljum. Þann 29 voru breytilegar vindáttir og hægviðri með úrkomulausu veðri.

Vindur fór í 35 m/s í kviðum í austan veðrinu þann 14. Sem eru 12 vindstig gömul.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 48.3 mm. (í febrúar 2019: 59,0 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist +10,5 stig þann 6.

Minnstur hiti mældist -6,0 stig dagana 2 og 14.

Meðalhiti mánaðarins var -0,2 stig. (í febrúar 2019: +0,2 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,80 stig. (í febrúar 2019: -3,37 stig.)

Sjóveður. Mjög rysjótt. Samt voru sæmilegir dagar, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 23. 24, þar sem var sjólítið eða dálítill sjór. Annars var slæmt eða ekkert sjóveður, það er talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór eða stórsjór.

Alhvít jörð var í 20 daga.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 25. 24 cm.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðaustan stinningsgola, síðan SA, kul,snjóél, frost 0 til -5 stig.

2-8: Suðaustan eða Sunnan, kul, gola, stinningsgola, kaldi, enn S og SV hvassviðri þ. 6. Él, rigning, skúrir, úrkomulaust 2 og 8, hiti frá -6 til +10,5 stig.

9-11: Norðan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en hvassviðri þ. 10. Frostrigning, snjókoma, él, hiti +1 til -3 stig.

12-14: Austnorðaustan stinningsgola, kaldi, en hvassviðri, stormur eða rok þ. 14. Él, snjókoma, skafrenningur, hiti frá -6 til +2 stig.

15- 22: Norðaustan kaldi, stinningskaldi, allhvasst, enn hvassviðri þ.15 og þ.16 og 17. Og stormur þ.20. Snjókoma,slydda, rigning, él. Hiti +3 til -4 stig.

23-24: Suðvestan eða Vestan, stinningskaldi eða kaldi, síðan Sunnan eða breytileg vindátt, gola eða kul, úrkomulaust þ. 23. Annars lítilsáttar snjókoma, hiti frá -6 til +2 stig.

25-28: Norðaustan og síðan Austan, allhvasst og hvassviðri þ. 25. Síðan stinningskaldi, kaldi, snjókoma, él, skafrenningur, hiti frá -4 til +1 stig.

29: Suðlæg eða breytileg vindátt, kul, úrkomulaust, hiti frá – 3 til +1 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. febrúar 2020

Veðrið í Janúar 2020.

Oft var snjókoma eða dimm él í mánuðinum.
Oft var snjókoma eða dimm él í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum með öllum vindáttum. Norðan, Austan, Sunnan, Vestan, NA, SA, SV, NV, með snjókomu, rigningu eða éljum, og hitastigi í plús eða mínus. Og voru svona umhleypingar má segja út mánuðinn. Enn engin hvassviðri voru eftir 26.

Gott veður var dagana 16, 17 og 18, suðlægar vindáttir með úrkomulausu veðri. Og gott veður eftir hádegið þann 21 hæg austlæg vindátt og úrkomulaust. Breytilegar vindáttir voru dagana 27 og 28 og úrkomulaust veður.

Í suðvestan storminum þann 5 fór vindur í kviðum í 42 m/s. Og einnig í SSV stormi þann 19 fóru kviður í 35 m/s. Og í SV hvassviðri og stormi þann 20 fóru kviður í 33 m/s. Og í SV hvassviðri og stormi þann 23 fór vindur í 34 m/s í kviðum. Þetta er vindur sen fer í 12 vindstig gömul eða meira.

Mikil hálka var á vegum í mánuðinum. Svell tóku mikið upp þó í blotunum 19 og 21 og 22.

Flugsamgöngur féllu niður til Gjögurs eða þrjár flugferðir í mánuðinum, vegna veðurs. Mánuðurinn var úrkomusamur.                                                                                                                                      

Mæligögn:

Úrkoman mældist 117,5 mm. (í janúar 2019: 45,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 22: +9,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 3: -10,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,2 stig. (í janúar2019: +0,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,81 stig. (í janúar 2019: --3,41 stig.)

Alhvít jörð var í 26 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 15: 28 cm.

Sjóveður. Mjög rysjótt. Oftast mjög slæmt vegna sjógangs eða hvassviðra eða storma.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan stinningskaldi, kaldi, snjókoma, él, hiti +0 til 3 stig.

2-3: Tvíátta var, Norðan allhvasst, stinningskaldi, kaldi, síðan Suðvestan og VSV stinningsgola, gola, snjókoma, él, frost -2 til -11 stig.

4: Tvíátta,Suðaustan gola, stinningsgola, síðan SSV, allhvass, snjókoma, slydda, rigning, hiti frá -4 til +5,5 stig.

5: Suðvestan, allhvasst, hvassviðri, stormur, slydduél, hiti +1 til +4 stig.

6-7: Norðaustan, ANA, N. NV, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, slydda, snjókoma, hiti frá -3 til +2 stig.

8-9: Suðvestan allhvass, hvassviðri, snjóél, skafrenningur, hiti + 2 til -6,5 stig.

10: Austan stinningsgola, síðan NA hvassviðri eða stormur, snjóél, slydda, rigning, hiti -6 til +4 stig.

11: Suðvestan stinningsgola, stinningskaldi, allhvass, rigning, snjóél, hiti, +5 til -3 stig.

12-15: Norðaustan og N, allhvass, hvassviðri, stormur, rok, snjókoma eða él, hiti frá -3 til +2 stig.

16-18: Austan og SA stinningsgola, síðan Suðvestan, gola, stinningsgola, úrkomulaust, hiti frá -3 til +4 stig.

19-20: Suðvestan hvassviðri, stormur, rigning, skúrir, síðan mjög dimm él, hiti +8 til -3 stig.

21: Suðvestan hvassviðri, allhvasst, stinningskaldi, stinningsgola. Siðan Austan gola, úrkomulaust, hiti -2,2 til +2,5 stig.

22-23: Sunnan hvassviðri, síðan SV stormur, hvassviðri, allhvasst, rigning, slydda, él, hiti +9 niður í -4 stig.

24: Suðvestan og VSV, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, úrkomulaust, frost -2 til -4 stig.

25-26: Norðaustan og ANA, hvassviðri, allhvasst, snjókoma, slydda, hiti frá -3 til +2 stig.

27-28: Breytilegar vindáttir, stinningsgola, gola, andvari, úrkomulaust, hiti -3 til +3 stig.

29-31: Norðan, stinningskaldi, kaldi, snjókoma, slydda, rigning, snjóél, hiti frá +2 niður í -1 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. janúar 2020

Úrkoma árið 2019 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2019, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2018.:

Janúar: 46,0 mm. (71,3 mm.)

Febrúar: 59,2 mm. (99,8 mm.)

Mars: 52,7 mm. (40,3 mm.)

Apríl: 32,7 mm. (57,1 mm.)

Maí: 11,9 mm. (62,9 mm.)

Júní: 13,5 mm. (75,9 mm.)

Júlí: 80,7 mm. (159,2 mm.)

Ágúst: 101,8 mm. (33,9 mm.)

September: 148,6 mm. (57,9 mm.)

Október: 45,4 mm. (87,3 mm.)

Nóvember: 24,3 mm. (94,6 mm.)

Desember: 106,9 mm. (57,1 mm.)

Samtals úrkoma var því á árinu 2019: 723,7 mm. enn árið 2018: 897,3 mm. Er úrkoman því 173,6 mm minni en árið 2018. Úrkoman fer yfir hundrað millimetra í ágúst, september og í desember. Enn í júlí fer úrkoman yfir hundrað mm á árinu 2018. Það er mjög sjaldgæft að úrkoma fari yfir þúsund mm. á ársgrundvelli, en hefur skeð.

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Maddý-Sirrý og Selma.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
Vefumsjón