Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. desember 2021

Veðrið í Nóvember 2021.

Mesta snjódýpt mældist þann 30: 9 CM.
Mesta snjódýpt mældist þann 30: 9 CM.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðarins var norðanátt með slyddu og síðan snjókomu og snjóéljum. 3 til 5 var suðvestanátt með smávegis skúrum, annars þurrt. 6 til 10 voru norðlægar vindáttir og vindasamt og með talsverðri úrkomu. 11 til 13 voru hægar breytilegar vindáttir. 14 til 15 var suðvestan með skúrum eða slydduéljum. Þann 16 var sunnan í fyrstu síðan norðan með slydduéljum. 17 og 18 voru suðlægar vindáttir og með snjókomu um kvöldið þann 18, og norðaustanátt með snjókomu þann 19. Frá 20 til 22 voru suðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri. 23 til 25 voru norðlægar vindáttir með éljum eða snjókomu. 28 til 30 voru hafáttir með snjókomu.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur, og oft mikil hálka þegar hitastig rokkar í + hita og niður í – hitastig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 78,4 mm.  (í nóvember 2020: 126,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 14: +10,2 stig.

Mest frost mældist þann 26: -6,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,1 stig. (í nóvember 2020: +1,6 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,32 stig. (í nóvember 2020: -1,29 stig.)

Sjóveður: Rysjótt sjóveður var í mánuðinum, þó voru tveir dagar sæmilegir, 4 og 5, sjólítið eða dálítill sjór. Annars var slæmt í sjóinn vegna vinds eða sjógangs, það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Alhvít jörð var í 6 daga.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð var því í 13 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30: 9 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Norðan, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, snjókoma, slydda, él, hiti -2 til +1 stig.

3-5: Suðvestan, SSV, stinningsgola, gola, enn hvassviðri um tíma þ. 3. Skúrir, úrkomulaust þ.4. hiti -4 til +7,5 stig.

6-10: Norðaustan, N, ANA, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, rigning, slydda, snjókoma, él, hiti -1 til +4 stig.

11-13: Austan, SA, breytilegar vindáttir, kul eða gola, úrkomulaust 11 og 12 en rigning þ.13. Hiti -3 til +5 stig.

14-15: Suðvestan eða S kaldi, stinningskaldi, skúrir, slydduél, hiti +2 til +10 stig.

16: Sunnan gola, síðan norðan stinningskaldi, allhvasst, slydduél, hiti -1 til +3 stig.

17-18: Vestan, SSA, gola, kul, úrkomulaust þ.17. En snjókoma um kvöldið þ.18. Hiti -5 til +2 stig.

19: Norðaustan ANA, Stinningskaldi, kaldi, snjókoma, hiti -0 til +1 stig.

20-22: Suðvestan, S, gola, stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, úrkomulaust þ.20. Og úrkomu varð vart Þ. 21. Skúrir, rigning, hiti -4 til +9,5 stig.

23-25: Norðan, NA, VSV, stinningsgola, kaldi, allhvasst, snjóél, snjókoma, úrkomu varð vart Þ.25. Hiti -3 til +4 stig.

26-27: Suðvestan kul, gola, stinningsgola, kaldi, úrkomulaust þ.26. En lítilsáttar slydda seinnihluta dags þ.27. Hiti -6 til +4 stig.

28-30: Norðaustan, ANA, N, kul, gola,stinningsgola, kaldi, stinningskaldi,snjókoma, hiti +1 til -3 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. nóvember 2021

Veðrið í Október 2021.

Úrkomusamt var í mánuðinum. Úrkomumælir í L-Á.
Úrkomusamt var í mánuðinum. Úrkomumælir í L-Á.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu 9 daga mánaðarins voru hafáttir, oft með allhvössum vindi eða hvassviðri með talsveðri úrkomu. 10 til 12 voru hægar suðlægar vindáttir með köldu veðri. Þann 13 var skammvinn Norðanátt með rigningu. 14 til 15 voru suðlægar vindáttir með frosti um morguninn, en fór svo hlýnandi og komin NA átt um kvöldið með smávegis rigningu. Frá 16 til 19 var norðaustanátt með éljum og síðan slyddu og rigningu, hvassviðri var 18 og 19. Þá voru breytilegar vindáttir 20 til 21 með úrkomulausu veðri. Frá 22 og 23 voru hægar breytilegar vindáttir með rigningu og síðan súld. Og dagana 24 og 25 var norðaustan allhvass vindur með slyddu, en síðan suðvestan um kvöldið. Frá 26 til 31 voru norðlægar vindáttir með súld eða rigningu og slyddu, kólnandi veður.

Mánuðurinn var úrkomusamur, og umhleypingasamur.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 144,4 mm. (í október 2020: 81,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 23: +7,7 stig.

Mest frost mældist þann 14: -1,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,5 stig. (í október 2020: +5,0 stig. )

Meðalhiti við jörð var +0,67 stig. (í október 2020: +2,01 stig.)

Sjóveður: Mjög slæmt sjóveður í mánuðinum, enn 3 dagar sæmilegir eða góðir, 11, 12 og 15. Dálitill sjór eða sjólítið. Annars dálitill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 0 daga.

Auð jörð var því í 30 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 17: 2 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-9: Norðan NA. ANA allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, en hvassviðri var þann 4 og 7. Rigning, slydda, súld. Úrkomulaust 5 og 6. Úrkomu vart þ.7. Hiti +0 til +7,5 stig.

10-12: Suðaustan eða breytilegar vindáttir, kul eða gola, skúrir, rigning, súld, úrkomulaust þann 11. Hiti -1 til +5 stig.

13: Norðan NNA, stinningskaldi, rigning, hiti +2 til +5 stig.

14-15: Suðvestan, V, gola, stinningsgola, kaldi, allhvasst, hvassviðri. Enn NA stinningsgola um kvöldið Þ.15. Úrkomulaust þ.14. Lítilsáttar rigning um kvöldið þ.15. Hiti -2 til +7 stig.

16-19: Norðaustan, ANA, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, en hvassviðri 18 og 19. Snjóél, slydda, rigning, hiti -0 til +5 stig.

20-21: Norðan, kaldi, SV, stinningskaldi, NA, stinningsgola, ANA, gola, úrkomulaust, hiti +0 til +5 stig.

22-23: Suðaustan eða breytilegar vindáttir, kul eða gola, rigning, súld, þoka, hiti -1 til +8 stig.

24-25: Norðaustan, N, stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, enn SV stinningsgola um kvöldið þ.25. Súld, rigning, slydda. Hiti +1 til +5,5 stig.

26-31: Norðaustan, N, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, súld, rigning, slydda, hiti -0 til +6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónsyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. október 2021

Veðrið í September 2021.

Flekkótt fjöll.
Flekkótt fjöll.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðvestanáttum eða suðlægum, með skúrum eða rigningu, oft strekkingur, hlýtt í veðri. Þann 7 var skammvinn norðaustanátt með rigningu og súld, svalara veður. Frá 8 til 10 var suðvestanátt og hlýrra í veðri. Þá var frá 11 til 12 norðaustan og austanátt með rigningu og talsvert svalara veðri. Frá 13 til 19 voru suðlægar vindáttir oft nokkuð vindasamt og úrkoma alla dagana og hlýrra í veðri aftur. Frá 20 til 21 var norðan hvassviðri með rigningu eða slyddu. 22 og 23 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu.Frá 24 og til 30 var norðaustan og norðan, hvassviðri, stormur og rok var 26 til 28 með slyddu og snjókomu.

Vindur fór í kviðum í 34 m/s í rokinu þann 28 sem eru 12 vindstig gömul.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 188,6 mm. (í september 2020) : 146,1 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 2: +17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22 og 28. +0,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,9 stig. (í september 2020: +5,9 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,37 stig. (í september 2020: +3,08 stig.)

Sjóveður: Sjóveður var mjög rysjótt í mánuðinum. Sæmilegt var í sjóinn þó, dagana 9, 10, 11, 16, 17, 18, 19. Það er sjólítið eða dálítill sjór. Annars var slæmt eða bara ekkert sjóveður, vegna vinds eða mikilla ölduhæðar, það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór, hafrót.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt mældist ekki á mælingatíma. (alhvítt varð um tíma þ.28 en var aðeins rétt flekkótt þ.29 á mælingartíma klukkan 09:00.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-6: Suðvestan, S, SA, gola, stinningsgola, allhvasst, rigning, skúrir, hiti +8 til +17 stig.

7: Norðaustan, A, kaldi, stinningskaldi, kul, rigning og súld, hiti +7 til +9 stig.

8-10: Suðvestan stinningsgola, stinningskaldi, lítilsháttar skúrir þ.8. Annars úrkomulaust, úrkomu varð vart þ.8. Hiti +6 til +13,5 stig.

11-12: Breytileg vindátt, síðan NA og ANA andvari, kul, stinningsgola, kaldi, rigning, hiti +5 til +10 stig.

13-19: Suðvestan S. SA, hvassviðri þ.15, annars allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola,kul. Rigning eða skúrir, hiti +5 til +15 stig.

20-21:Norðaustan,ANA stinningsgola, stinningskaldi, hvassviðri þ.21.rigning, slydda, hiti +1 til +9 stig.

22-23: Suðvestan, S, SA, kul, kaldi, stinningskaldi, rigning, skúrir, hiti +1 til +7 stig.

24-30: Norðaustan, ANA, N, kaldi, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, stormur, rok, stinningsgola, kul. Skúrir, rigning, slydda, snjókoma. Úrkomulaust þ. 30. Hiti +1 til +7 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. september 2021

Veðrið í Ágúst 2021.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu. Bærinn Litla-Ávík.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu. Bærinn Litla-Ávík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru frá byrjun mánaðar og fram til 13, með úrkomulitlu veðri, og hægviðrasamt var. Frá 14 og til 16 voru breytilegar vindáttir, en suðvestan um tíma þann 15, en innlögn (norðan) á kvöldin með þokulofti. Þá var hæg norðlæg vindátt frá 17 til 22, með þokulofti, þoku og smá súld. Frá 23 og til 24 voru breytilegar vindáttir og hægviðri, súld eða rigning. Síðan frá 25 og út mánuðinn var suðvestanátt með lítilsáttar skúrum og hlýju veðri. Mánuðurinn var hægviðrasamur og hlýr.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 43,0 mm. (í ágúst 2020 : 119,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 25: +20,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7: +7,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +11,4 stig. (í júní 2020: +9,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var +8,85 stig. (í ágúst 2020: +6,82 stig.)

Sjóveður: Gott sjóveður allan mánuðinn, það er gráð eða sjólítið.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-13: Norðan, NNA, NNV, logn, andvari, kul, gola, rigning, súld, þoka, úrkomulaust 6, 9, 10, 11, 12. Úrkomu varð vart þann 2. Hiti +7 til +17 stig.

14: Breytileg vindátt, andvari eða kul, úrkomulaust en þokuloft, hiti +8 til +16 stig.

15-16: Suðvestan, SA, en norðan eða norðaustan á kvöldin, úrkomulaust, hiti +9 til +17 stig.

17-22: Norðan, NNA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, þoka, súld, rigning, úrkomulaust,20, úrkomu varð vart 21, hiti +8 til +15 stig.

23-24: Breytilegar vindáttir, logn, andvari, gola, súld, rigning, hiti +11 til +17 stig.

25-31: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, skúrir,úrkomulaust þann 25. Úrkomu varð vart 30 og 31 hiti +11 til 20 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. ágúst 2021

Mælitæki yfirfarin.

Mælingabíll Veðurstofunnar.
Mælingabíll Veðurstofunnar.
1 af 3

Í gærkvöldi kom Árni Sigurðsson veðurfræðingur frá Veðurstofu Íslands í Litlu-Ávík að yfirfara mælitækin á stöðinni. Í dag 31 ágúst var aðal vinnan í að fara yfir mæla og annan búnað. Hitamælar voru bornir saman og ef munaði tildæmis 0,2 til 0,5 var þeim mælum skipt út. Eins voru varamælar sem eru á stöðinni prufaðir á sama hátt. Einn mælir sýndi 0,8 stigum of mikið, það var lágmarksmælir við jörð, honum var að sjálfsögðu skipt út fyrir nýjan.Þessar athuganir eru gerðar á tveggja til þriggja ára fresti að bera saman mælana.

Ekkert var gert vegna hitamælisins á Gjögurflugvelli í þessari ferð, en mælirinn sýnir 1,5 til 2,0 stiga hita of mikið. Þótt hann sé látinn sína hitastigið, þá er hann skráður bilaður á VÍ.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. ágúst 2021

Veðrið í Júlí 2021.

Oft var fallegt veður í mánuðinum.
Oft var fallegt veður í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðarins var suðvestanátt hvöss fram eftir degi og þurru veðri og hlýju. Síðan voru frá 2 fram til 5 voru norðlægar vindáttir með þoku og svalara veðri. Frá 6 til 9 var suðvestanátt með hlýju veðri. Þá var norðan hægviðri með þurru veðri 10 og 11. Heldur svalara. Frá 12 til 26 voru suðlægar vindáttir, oft vindasamt og jafnvel stormkviður, en mjög hlýtt í veðri og úrkomulítið. Síðustu fimm daga mánaðarins voru hafáttir með súld og rigningu í fyrstu og svalara í veðri. Enn hlýrra aftur eftir að stytti upp.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 44,3 mm. (í júlí 2020: 119,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 17.

Mestur hiti mældist þann 20: +19,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 2: +5,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +11,0 stig. (í júlí 2020: +8,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var +8,22 stig. (í júlí 2020: +5,72 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 1, 15, 21, 27, 28, vegna hvassviðris og sjógangs. Annars var gott sjóveður í mánuðinum, gráð eða sjólítið.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan allhvasst, stinningskaldi, kaldi, úrkomulaust, hiti +10 til +17 stig.

2-5: Norðan NNV, NNA, andvari, kul, gola, úrkomulaust 2, 3, 5, en súldarvottur þ.4. Þoka 4 og 5. Hiti +5 til +13 stig.

6 til 9: Suðvestan kul, gola, stinningsgola, en stinningskaldi, eða allhvass þ.8. Skúrir þ.6. Enn úrkomulaust 7, 8 og 9. Hiti +8 til +19 stig.

10-11: Norðan andvari, kul, gola, úrkomulaust, hiti +8 til +12 stig.

12-26: Suðvestan, SA, S, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, enn allhvasst, eða hvassviðri, 15, 18, 21, með stormkviðum. Rigning, súld, skúrir, mistur. Úrkomulaust var dagana 13, 18, 19, 20, 21, 22. Úrkomu varð vart þann 15. Hiti +7 til +19 stig.

27-31: Norðan, NNV, kaldi, stinningsgola, gola, kul, andvari,logn. Rigning og súld, þoka, þokuloft. Úrkomulaust var 30 og 31. Hiti +6 til +14 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. júlí 2021

Veðrið í Júní 2021.

Lítil sem engin spretta var orðin í lok mánaðarins.
Lítil sem engin spretta var orðin í lok mánaðarins.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlægar vindáttir voru fyrstu þrjá daga mánaðarins með hlýju veðri og smá vætu. 4 til 8 voru mest hafáttir, enn oft hluta dags suðlægar vindáttir og þá var hlítt yfir daginn. Þá voru hafáttir áfram frá 9 til 19 með mikilli rigningu 10 til 11, síðan voru slyddu og eða snjóél og mjög kalt í veðri. Loks snerist til suðlægra vindátta þann 20 og 21 með hlýnandi veðri í bili og úrkomulitlu veðri. Þá gerði skammvinna norðlæga vindátt aftur þann 22 og 23 með svalara veðri, en úrkomulitlu. 24 til 26 var suðvestanátt með úrkomulitlu veðri en mjög hlýju veðri. Hiti fór í 19,1 stig þann 26. Þá var hæg norðlæg eða breytileg vindátt 27 og 28 með þurru veðri. 29 og 30 var hvöss suðvestanátt með stormkviðum og hlýju veðri.

Mánuðurinn var mjög kaldur fram til 20 júní. Jörð mjög þurr og lítil sem engin spretta orðin í lok mánaðar.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 63,3 mm. (í júní 2020) : 64,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 29. +19,6 stig.

Mest frost mældist þann 15. -0,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,7 stig. (í júní 2020: +8,1stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,46 stig. (í júní 2020 +5,41 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður vegna sjógangs eða mikils vinds var dagana 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 24, 25, 26, 29 og 30. Það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór. Annars gott eða sæmilegt sjóveður, það er gráð, sjólítið eða dálítill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Suðvestan eða breytileg vindátt, kul, gola, stinningsgola, skúrir, rigning, hiti +5 til +12 stig.

4-8: Norðan, NV, NA, Breytileg vindátt, rigning, súld, þoka, þokuloft, hiti, +5 til +14 stig.

9-19: Norðan NA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, en stinningskaldi eða allhvasst 11 og 13.Súld, rigning, slydduél, snjóél, skúrir. Úrkomulaust var 12, 15 og 19. ‚úrkomu varð vart þ. 18. Hiti -1 til +7 stig.

20-21: Suðvestan, S kul, gola, kaldi, stinningskaldi, rigning, úrkomulaust þ.20. Hiti +2 til +13 stig.

22-23: Norðan stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, kul, súld, rigning, hiti +5 til +11 stig.

24-26: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, lítilsáttar skúrir þ.25. En úrkomu vart þ.24. Úrkomulaust þ.26. hiti +6 til +19 stig.

27-28: Norðan eða breytileg vindátt, andvari, kul eða gola, úrkomulaust, hiti +8 til +19 stig.

29-30: Suðvestan stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, úrkomulaust Þ.29. Úrkomu varð vart Þ. 30. Hiti +9 til +20 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. júní 2021

Veðrið í Maí 2021.

Mikið þurrviðri var og jörð þurr og skorpin.
Mikið þurrviðri var og jörð þurr og skorpin.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru ríkjandi frá byrjun mánaðar og fram til 27. Mikið þurrviðri var og jörð orðin mjög þurr og skorpin, (eða skrælnuð). Eins var mjög kalt og oft frost. Veður fór hlýnandi um og eftir Hvítasunnu eða 23 og 24, fór veður svo ört hlýnandi eftir það þótt hafáttir væru.

Loks snérist til suðlægra vindátta þann 28 og voru suðlægar vindáttir út mánuðinn, með lítilsáttar vætu, og hlýju veðri.

Ræktuð tún voru í lok mánaðar farin að taka aðeins lit eftir vætuna.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 8,3 mm. (í maí 2020.) : 28,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 6 daga.

Þurrir dagar voru 20.                                                                                 

Mestur hiti mældist þann 28: +15,0 stig.

Mest frost mældist þann 11: -5,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,3 stig. (í maí 2020.) : +5,2 stig,)

Meðalhiti við jörð var -0,19 stig. (í maí 2020: +1,10 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 1, 2, 6, 7, 9, 16, 17, 22, 23. Og 29. SV allhvasst. Það er dálítill sjór, talsverður sjór. Annars ágætt sjóveður, gráð, sjólítið eða dálítill sjór.

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 1= 3 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-27: Norðan, NA, ANA, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi. Snjóél, Þ. 1, 6 og 22. Lítilsáttar súld þ.22. Úrkomu vart, 6, 9, 10, 14 og 23. Úrkomulaust var dagana, 2, 3, 4, 5, 8, 11, 12, 13, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 24, 25, 26 og 27. Hiti frá -5 stigum til +12 stig.

28-31: Suðaustan, S, SSV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst þ.29. Úrkomulaust Þ.28. Úrkomu varð vart Þ.29. Annars lítilsáttar rigning eða skúrir. Hiti +4 til +15 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. maí 2021

Veðrið í Apríl 2021.

Sæmilegt eða gott sjóveður var í 17 daga.
Sæmilegt eða gott sjóveður var í 17 daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestanátt var fyrstu 3 daga mánaðarins með þíðviðri og tók snjó upp. Enn þann 3. klukkan 16.45 snérist til norðanáttar með snjókomu og snarkólnandi veðri. Þann 4 var norðanátt með snjókomu. Þann 5 og 6 voru hægar suðlægar vindáttir með hörkufrosti. Frostið fór niður í -12,8 stig sem er almesta frost í vetur. Síðan voru austlægar vindáttir með hvassviðri og snjókomu eða éljum. 9 og 10 var hægviðri með úrkomulausu veðri. 11 og 12 var austlæg átt með snjókomu eða slyddu þann 11. Þá gerði suðvestanátt með hlýnandi veðri 13 til 14. Dagana 15 og 16 var suðaustlæg vindátt með hlýju veðri. Frá 17 til 21 var suðvestanátt með kólnandi veðri. 22 til 30 voru hægar hafáttir að mestu með rigningu eða súld og þokulofti, en snjóéljum síðasta dag mánaðar, og varð jörð flekkótt, enn auð jörð var búin að vera síðan 21.

Í suðvestan veðrinu þann 2 fór vindur í kviðum í 34 m/s eða yfir 12 vindstig gömul.

Auð jörð á láglendi talin í fyrsta sinn þann 21.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 44,4 mm. (í apríl 2020) : 44,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 16: +11,2 stig.

Mesta frost mældist þann 5: -12,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,6 stig. (í apríl 2020: +2,4stig,)

Meðalhiti við jörð var -1,52 stig. (í apríl 2020: -1,20 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður var frá 1 til 9 og 14, 18, og 30. Dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór. Annars var sæmilegt eða gott sjóveður. Það er gráð, sjólítið eða dálítill sjór.

Alhvít jörð var í 6 daga.

Flekkótt jörð var í 15 daga.

Auð jörð var því í 9 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 8: 29 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Suðvestan kaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, úrkomulaust 1 og 2, annars, skúrir, slydda, rigning. Hiti +8 niður í -4 stig. Enn um 16.45 snérist til norðanáttar með snjókomu og frosti.

4: Norðaustan, N, stinningsgola, stinningskaldi, allhvass, snjókoma, él, skafrenningur, frost, -7 til -10 stig.

5-6: Suðvestan, S, kul eða gola, snjókoma, úrkomulaust þ. 5. Frost -3 til -13 stig.

7-8: Suðaustan gola í fyrstu síðan ANA og NA, allhvasst, hvassviðri, snjókoma, él frost -1 til -6 stig.

9-10: Breytilegar vindáttir, V, NA, SA, kul eða gola, úrkomulaust, frost frá -8 til +3 stig.

11-12: Suðaustan ANA, gola eða stinningsgola í fyrstu, síðan N gola eða kul, slydda, snjókoma, úrkomulaust þ. 12. Hiti +0 til +5 stig.

13-14: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, smá skúrir þ. 14. Annars úrkomulaust. Hiti +3 til +8 stig.

15-16: Suðaustan, A, kul. gola, stinningsgola, stinningskaldi, rigning, skúrir, hiti +3 til +11 stig.

17-21: Suðvestan, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, skúrir, rigning, úrkomulaust þ.20. Hiti -2 til +6 stig.

22-30: Norðan, NA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi þ.30.rigning, súld, þoka, snjóél þ.30. Úrkomulaust, 26, 27, 28, 29. Hiti +8 niður í -3 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. apríl 2021

Veðrið í Mars 2021.

Ávíkuráin ruddi sig í leysingum þann 17.
Ávíkuráin ruddi sig í leysingum þann 17.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var suðvestan með lítilsáttar skúrum. Síðan þann 2 og 3 var norðlæg vindátt eða breytileg með þurru veðri. 4 og 5 var suðvestan með úrkomuvotti þann 5. 6 til 8 voru breytilegar vindáttir með hægviðri og úrkomulitlu veðri. Þann 9 snérist til norðanáttar með snjókomu og éljum, mikið var um ísingu í þessu norðan hreti. Það snjóaði mikið í þessu hreti og miklir skaflar. Þann 15 var austlæg vindátt með mikilli slyddu um kvöldið og fram á nótt. Þann 16 var komin suðvestanátt með hlýnandi veðri, oft hvassviðri, snjó tók hratt upp í þessu þíðveðri. Það dró úr vindi um morguninn þann 23. Þá kólnaði í veðri og voru él 23 og 24. Suðvestanáttin gekk síðan alveg niður þann 24. Frá 25 til 29 var norðan hvassviðri með snjókomu og skóf allt í skafla, talsverður snjór komin aftur. Frostið fór í -11 stig og er það mesta frost í vetur. 30 og 31 var suðvestan með hvassviðri þann 31 og hlýnandi veðri, og snjó fór að taka upp eftir síðasta hret.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 64,7 mm. (í mars 2020) : 56,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 5 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 18: +10,6 stig.

Mest frost mældist þann 27: -10,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,1 stig. (í mars 2020: -0,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,78 stig. (í mars 2020: -3,63 stig.)

Sjóveður. Sæmilegt sjóveður dagana 2, 3, 4, 6, 7, 8, 19. Það er sjólítið eða dálítill sjór. Oftast var sjóveður slæmt vegna hvassviðra eða ölduhæðar. Dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór.

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 14: 51 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan hvassviðri, stinningskaldi, síðan stinningsgola, skúrir, hiti +2 til +4,5 stig.

2-3: Norðan, NA, eða breytileg vindátt, kul, stinningsgola, kaldi, úrkomulaust, hiti -1 til +4,5 stig.

4-5: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust en skúravottur þ.5. Hiti +2 til +7,5 stig.

6-8: Breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, súld, rigning, skúrir, hiti +6 niður í -2 stig.

9-14: Norðaustan síðan norðan, gola, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, frostrigning, snjókoma, snjóél, hiti + 1,5 niður í -5 stig.

15: Austnorðaustan stinningsgola eða kaldi, mikil slydda um kvöldið, hiti-1 til +2 stig.

16-24: Suðvestan eða S, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, skúrir, rigning, síðan snjóél, hiti +11 niður í -3 stig.

25-29: Norðan, NA, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, snjókoma, él, frost-1 til -11 stig.

30-31: Suðvestan kul, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, úrkomulaust þ.30. Enn skúrir þ. 31. Hiti frá -6 til +5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón