Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2018

Veðrið í Nóvember 2018.

Reykjaneshyrna 316 m, talsvert snjóaði síðustu daga mánaðar.
Reykjaneshyrna 316 m, talsvert snjóaði síðustu daga mánaðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðar voru norðlægar vindáttir með slyddu, frostrigningu og síðan éljum. Þann 5 var hæg breytileg vindátt, með éljum. Þann 6 og 7 var norðaustan hvassviðri, og hlýnaði í veðri. Síðan 8 og 9 voru breytilegar vindáttir og hægviðri. Þá gerði norðaustan 10 til 16 með kólnandi veðri, með rigningu og síðan slyddu. Þann 17 og 18 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri sérstaklega um morguninn þann 17. þegar hiti fór í 15 stig. Frá 19 til 26 var hægviðri með lítilsáttar úrkomu með köflum, en svölu veðri. Þá gekk í norðaustanátt þann 27 og var NA út mánuðinn með hvassviðri og snjókomu.

Úrkomusamt var fyrri hluta mánaðar eða framyfir miðjan mánuð.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 95,5 mm. (í nóvember 2017: 72,0 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 17: +15,0 stig.

Mest frost mældist þann 26: -3,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,9 stig. (í nóvember 2017: +0,7 stig. )

Meðalhiti við jörð var +0,55 stig. (í nóvember 2017: -3,32 stig.)

Alhvít jörð var í 3 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 23 daga.

Sjóveður: Mjög gott eða sæmilegt, gráð, sjólítið, dálitill sjór 17 til 27. annars mjög rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Norðaustan og N gola, stinningsgola, kaldi, allhvass, slydda, slyddu eða snjóél, frostrigning, hiti -1 til 4 stig.

5: Breytileg vindátt með kuli, snjóél um morguninn, hiti -3 til 2 stig.

6-7: Austnorðaustan, eða NA stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, þurrt þ.6. síðan rigning, hiti 2 til 6 stig.

8-9: Breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, rigning, en þurrt þ.9. hiti 2 til 7 stig.

10-16: Norðaustan allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, rigning, súld, slydda, hiti 1 til 6 stig.

17-18: Suðlægar vindáttir, SA, S, SSV, stinningsgola, kaldi, allhvass, síðan gola, rigning, hiti 4 til 15 stig.

19-26: Breytilegar vindáttir, andvari eða kul, þoka, súld, rigning, þurrt dagana 22, 23, 24, 26, hiti -4 til 6 stig.

27-30: Norðaustan og NNA stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, síðan hvassviðri, þurrt í veðri þ. 27. síðan él og snjókoma, hiti frá 4 og niður í -2 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2018

Veðrið í Október 2018.

Sjálfvirkur úrkomumælir Veðurstofunnar á Gjögurflugvelli.
Sjálfvirkur úrkomumælir Veðurstofunnar á Gjögurflugvelli.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðar voru hægar breytilegar vindáttir, með rigningu. Um kvöldið þann 3 snérist til norðaustanáttar, og var hvassviðri þann 4 með rigningu og síðan slydduéljum. Norðanáttin gekk svo niður þann 5. Síðan var hægur vindur með ýmsum vindáttum. Þann 17 var norðvestan og síðan suðaustan með skúrum eða slydduéljum. Frá 18 til 23 voru suðvestanáttir eða vestan, með rigningu, skúrum og síðan slydduéljum. Frá 24 og til 26 voru norðlægar vindáttir, með slyddu eða éljum. Þá snérist í suðvestan hvassviðri aðfaranótt 28 og fram á morgun, en síðan gerði S hægviðri. Þá var austlæg vindátt síðustu tvo daga mánaðarins, með rigningu. Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum, og mánuðurinn fremur svalur, og mun kaldari en október í fyrra. Veðurathugunarmaður var í fríi frá 8 til 10.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 87,8 mm. (í júní 2017: 61,7. mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 19 +9,0 stig.

Mest frost mældist þann 6 -4,3 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,2 stig. (í október 2017:+6,1 stig. )

Meðalhiti við jörð var +0,42 stig. (í október 2017: +2,94. stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt. Ekki mælanleg.

Sjóveður: Gott eða sæmilegt 1, 2, 6, 7, 11, 14, 15, 16, 18 og 29. Annars rysjótt sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðaustan kul eða gola í fyrstu, síðan vestan gola, stinningsgola, rigning, hiti 2 til 7 stig.

3: Breytileg vindátt með kuli í fyrstu, síðan snérist í N og NA um kvöldið með stinningskalda, þurrt í veðri, hiti 0 til 5 stig.

4-5: Norðaustan og N hvassviðri, allhvass, stinningskaldi, síðan hægari, rigning, slydduél, hiti frá 5 stigum niður í -3,5 stig.

6-7: Suðaustan gola eða stinningsgola, síðan S og SV kul, slydduél, rigning, hiti, frá -4 til 5 stig.

8-10: Veðurathugunarmaður í frí.

11-13: Norðan, NA, SA, gola, stinningsgola, kaldi, rigning, þoka, hiti 1 til 7 stig.

14-16: Breytilegar vindáttir kul eða gola, rigning þann 16, annars þurrt, hiti 2 til 8 stig.

17: Norðvestan stinningsgola, síðan SA kul eða gola, skúrir eða slydduél, hiti 2 til 6 stig.

18:23: Suðvestan eða V gola, stinningsgola, kaldi, en hvassviðri, þ. 20 og fram á morgun þ. 21. Rigning, skúrir, él, þurrt í veðri þ.23. Hiti frá 9 stigum niður í -1 stig.

24-26: Norðaustan síðan N og NV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, slydda, él, hiti -1 til 2 stig.

27: Austlæg vindátt, kul, gola, og síðan S, kaldi, snjókoma um kvöldið, hiti -1 til 2 stig.

28-29: Suðvestan hvassviðri í fyrstu, síðan kaldi, stinningsgola, síðan S kul, rigning, skúrir, hiti 1 til 7 stig.

30-31: Norðaustan og A, kul, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, rigning, hiti -1 til 6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. október 2018

Veðrið í September 2018.

Fé kom vænt af fjalli og fallþungi dilka var meiri en í fyrra.
Fé kom vænt af fjalli og fallþungi dilka var meiri en í fyrra.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestan var fyrsta dag mánað með allhvössum vindi og skúrum. Síðan hægar breytilegar vindáttir með smá skúrum til 4. Þann 5 og 6 var hæg norðlæg vindátt með súld. Og frá 7 til 12 voru hægar breytilegar vindáttir með lítilsáttar vætu með köflum. Frá 13 og fram til 22 voru norðlægar vindáttir, oft allhvassar með rigningu og síðan slyddu, og snjóaði sumstaðar í sjó fram, er þetta því fyrsta hausthretið. 23 og 24 voru suðvestanáttir og þann 24 gerði SV storm með miklum skúrum, og ofsaveðri í hryðjum 33 m/s. Síðan var hægviðri með suðlægum eða breytilegum vindáttum, með vætu. Þann 28 var suðvestan hvassviðri með rigningu og síðan skúrum. Þá var norðan skot með rigningu og síðan slyddu þann 29. Síðan endaði mánuðurinn með hægri breytilegri vindátt og björtu og þurru veðri.

Fyrsti snjór í fjöllum var að morgni 15. Og fyrst varð alhvítt í fjöllum fyrir hádegi þann 20.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 54,6 mm. (í september 2017: 116,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 4 og 7: +14,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 23: -2,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,8 stig. (í september 2017: +8,6 stig.)

Meðalhiti við jörð var +3,07 stig. (í september 2017: + 5,75 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt eða gott sjóveður,1 til og með 15 og frá 23 til 28. Gráð, sjólítið, dálítill sjór. Slæmt sjóveður,16 til 22, og 29 og 30. Talsverður sjór, allmikill eða mikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan stinningskaldi, allhvass, kaldi, skúrir, hiti 8 til 12 stig.

2-4: Breytilegar vindáttir, kul,gola, stinningsgola, smá skúrir, þurt í veðri þ.2. hiti 4 til 14 stig.

5-6: Norðan gola eða stinningsgola, síðan kul, súld, hiti 5 til 9 stig.

7-12:Breytilegar vindáttir andvari, kul eða gola, skúrir, súld, þurrt í veðri 7, 8 og 12. hiti 5 til 14 stig.

13-22: Norðan eða NA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, enn norðanáttin datt svo niður þann 22. súld, rigning, skúrir, slydda, þurrt í veðri, þ. 22. hiti 2 til 8 stig.

23-24: Suðvestan, gola, stinningsgola, en stinningskaldi, hvassviðri eða stormur þ.24. skúrir, hiti frá -2 til 9 stig.

25: Breytileg vindátt, SA, VSV, NNA, kul eða gola, rigning, súld, hiti 3 til 7 stig.

26-27: Suðlægar vindáttir, SA, VSV, kul eða gola, skúrir, hiti 0 til 6 stig.

28: Sunnan og síðan SV stinningskaldi, allhvass eða hvassviðri, rigning, skúrir, hiti 6 til 10 stig.

29: Norðan kaldi, stinningskaldi, rigning, slydda, hiti 2 til 3 stig.

30: Breytileg vindátt, SV, SA, kul eða gola, þurrt í veðri, hiti frá -2 til 6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. september 2018

Veðrið í Ágúst 2018.

Mikið var um þoku og þokuloft í ágúst.
Mikið var um þoku og þokuloft í ágúst.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru ríkjandi frá byrjun mánaðar og fram til 19. Mikið var um þoku sem er nokkuð óvenjulegt í ágúst. Hægviðrasamt var í þessum norðlægu vindáttum og fremur svalt nema þá daga sem birti eitthvað upp. Þann 20 gerði suðvestanátt í einn sólarhring með skúrum og hægum vindi. Eftir það voru komnar hafáttir aftur með þokulofti og einhverri vætu en ekki mikilli. Tvo síðustu daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með rigningu eða skúrum og með hærra hitastigi en verið hefur undanfarið. Úrkomulítið var í mániðinum.

Tvær tilkynningar voru sendar á hafísdeild Veðurstofunnar í mánuðinum, en talsvert hefur verið um borgarísjaka stóra sem smá á Húnaflóa allt frá Horni og austur á Skaga.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 37,3 mm. (í ágúst2017: 47,1 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 2 og 3. +15,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 30. +2,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,7 stig. (í ágúst 2017: +9,0. )

Meðalhiti við jörð var +5,58 stig. (í ágúst 2017: +5,35 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt eða gott, gráð, sjólítið eða dálítill sjór. Slæmt sjóveður var 28 eða talsverður sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-19: Mest Norðan, NA, NNV eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, enn kaldi 6, 7 og 17, þoka, súld, rigning, þurrt í veðri, 3, 4, 9, 10 og 19. Hiti 4 til 15 stig.

20: Suðvestan gola eða stinningsgola, skúrir, hiti 8 til 12 stig.

21-29: Norðan, NNV, NA, kul, gola, stinningsgola enn,kaldi eða stinningskaldi þann 28. þoka, súld, rigning, skúrir, þurrt í veðri 26,27 og 29, hiti 3 til 12 stig.

30-31: Sunnan SA. SSV gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, rigning, skúrir, hiti 2 til 13 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. ágúst 2018

Veðrið í Júlí 2018.

Mikill vatnsagi var seinnihluta mánaðar.
Mikill vatnsagi var seinnihluta mánaðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu þrjá daga mánaðarins voru hægar suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu. Síðan var norðvestanátt í tvo daga. Þann 6 var hæg suðaustanátt. Frá 7 og fram til 12 var suðvestlæg vindátt með hlýju veðri, en oft hvössum vindi. Þann 13 snerist til norðlægra vindátta með vætutíð til 16. Frá 17 til 19 voru breytilegar vindáttir með hlýju veðri og þurrviðri. Síðan voru hafáttir út mánuðinn með úrkomusömu og svölu veðri. Úrkomusamt var í mánuðinum ekki þurr dagur eftir 19. Heyfengur var miklu minni en í fyrra, en þá var metheyskapur. Hey náðust vel þurr í rúllur, þótt úrkomusamt væri, enn góður þurrkur var þess á milli, sérlega fyrri hluta mánaðar.

Úrkomumet varð á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir þennan júlímánuð, úrkoman mældist 159,2 mm, og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma í júlí fyrr á stöðinni.

Vindur náði 38 m/s í suðvestan hvassviðrinu þann 9.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 159,2 mm. (í júlí 2017: 49,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 17: +17,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 17. +3,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +8,2 stig. (í júlí 2017:+9,4 stig.)

Meðalhiti við jörð var +6,27 stig. (í júlí 2017: +7,52 stig.)

Sjóveður: Oftast sæmilegt, gráð, sjólítið eða dálítill sjór. Slæmt sjóveður var 16, 29 og 30, talsverður sjór. Einnig var slæmt sjóveður í suðvestan hvassviðrinu 9 og 10.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Suðvestan eða SA, gola eða stinningsgola, súld, skúrir, rigning, hiti, 7 til 12,5 stig.

4-5: Norðvestan eða N stinningsgola, rigning, hiti 6 til 9 stig.

6: Suðaustan kul eða gola, þurrt í veðri, hiti 4 til 11 stig.

7-12: Suðvestan kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri með miklum stormkviðum þann 9. Rigning eða skúrir, þurrt í veðri 8 og 12. Hiti 7 til 15 stig.

13-16: Norðvestan eða N gola, stinningsgola, kaldi, rigning, súld, hiti 5 til 10 stig.

17-19: Norðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri, hiti 3 til 18 stig.

20-31: Norðan, NNV, NNA kul, gola, stinningsgola, en kaldi og stinningskaldi þ.29., súld rigning, þoka, hiti 4 til 13 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júlí 2018

Veðrið í Júní 2018.

Séð niður að Eyri við Ingólfsfjörð.
Séð niður að Eyri við Ingólfsfjörð.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðarins var suðvestanátt, oft allhvasst, en þurru veðri og góðum hita. 5 og 6 var norðanátt og svalara og þokuloft. Síðan var skammvinn suðvestanátt með hlýju og þurru veðri. Frá 9 og fram til 20 voru norðlægar vindáttir oftast með köldu veðri og einhverri úrkomu. Þá voru suðlægar vindáttir næstu 4 daga, en aðfaranótt 25 var norðlæg og eða norðvestlæg vindátt með mikilli rigningu fram á morgun. Eftir það var suðvestanátt aftur með vætu. Þann 28 gerði skammvinna norðlæga vindátt með rigningu. Mánuðurinn endaði með breytilegri vindátt og hægviðri en úrkomu. Úrkomusamt var í mánuðinum með köflum, aðallega eftir níunda dags mánaðar.

Hafís borgarísjakar sáust frá landi í mánuðinum, og voru sendar tvær hafístilkynnigar 13 og 19 á Hafísdeild Veðurstofunnar.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 75,9 mm. (í júní 2017: 60,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 7 : +16,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 16: +2,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,8 stig. (í júní 2017: +6,6 stig.)

Meðalhiti við jörð var +5,46 stig. (í júní 2017: +4,38 stig.)

Sjóveður: Oftast sæmilegt, ládautt, gráð, sjólítið eða dálítill sjór. Nokkuð slæmt sjóveður, 14 og 15, það er talsverður sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Suðvestan og V allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, þurrt í veðri, hiti 6 til 14 stig.

5-6: Norðan , kul, súldarvottur þann 5. þurrt þann 6. þoka eða þokuloft, hiti 3 til 11 stig.

7-8: Suðvestan stinningsgola eða kaldi, þurrt í veðri, hiti 5 til 16 stig.

9-20: Norðan NV, NNA, kul, gola, stinningsgola eða kaldi, rigning, súld, þoka, en þurrt í veðri 13 og 20, hiti 2 til 11 stig.

21-24: Mest SV, og SSA, gola,stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, rigning eða skúrir, þurrt í veðri þann 24. hiti 7 til 14 stig.

24-25: Um kvöldið þ.24 og aðfaranótt 25 var norðlæg vindátt eða NV, með mikilli rigningu fram á morgun.

25-27: Suðvestan gola, stinningsgola, stinningskaldi, en allhvasst eða hvassviðri þann 25 um kvöldið og fram á morgun, rigning, skúrir, hiti 6 til 15 stig.

28: Norðan,NNA, kul eða gola, rigning, hiti 8 til 12 stig.

29-30: Breytilegar vindáttir, SV. N gola, kul, logn, rigning, súld, hiti 7 til 15 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júní 2018

Veðrið í Maí 2018.

Lambfé á túnum, snjór í fjöllum.
Lambfé á túnum, snjór í fjöllum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum, mest suðvestanáttum með éljagangi og kulda fram til 7 en þá fór að hlýna aðeins í veðri. Þann 8 seinnipartinn gekk í norðaustlæga vindátt með kólnandi veðri, og snjóaði niður á láglendi um kvöldið þann 10. Þann 13 gekk til suðvestlæga vindátt um tíma, og hiti rauk í 12 stig um hádegið, síðan snérist í norðan með þoku og hiti féll niður í 4 stig á innan við klukkutíma. Frá 15 til 18 var suðvestan með vætu. Síðan var skammvinn austanátt með slyddu þann 19. Og þann 20 var norðvestan með rigningu og síðan slyddu. Og frá 21 til 26 voru suðlægar eða breytilegar vindáttir með vætu með köflum. Síðan vestlægar eða norðlægar vindáttir og hægviðri, en með vætu. Tvo síðustu daga mánaðar var suðvestan eða vestan, að mestu með þurru og mjög hlýju veðri. Mánuðurinn var nokkuð umhleypingasamur.

Ræktuð tún orðin græn og hafa tekið vel við sér,og úthagi einnig. Lambfé snerti varla við rúllum sem voru settar útá tún sem venjulaga um sauðburð. Farið að sleppa lambfé úr túnum fyrir mánaðarlok. Mun betra sauðburðaveður var í ár heldur enn í fyrra, en þá var mikil vætutíð og kalt, úrkomumet varð þá á veðurstöðinni 124,3 mm.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 62,6 mm. (í maí 2017: 124,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist þann 30. +13,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 3. -3,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var: +5,0 stig. ( í maí 2017: +5.7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +1,35 stig. (í maí 2017: +3,05 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 30 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann, mældist ekki.

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 9, 10,11,20 það er talsverður, allmikill eða mikill sjór(Þ.10). Annars sæmilegt sjóveður, gráð, sjólítið eða dálitill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1 -7: Suðvestan eða suðlægar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, en hvassviðri og uppí ofsaveður í kviðum þann 6. Snjó eða slydduél, rigning, hiti -3 til 5 stig.

8: Breytileg vindátt með kuli í fyrstu, síðan NA gola, stinningsgola, þurrt í veðri enn þokuloft, hiti 3 til 6 stig.

9-12: Norðaustan N, NV, allhvasst, stinningskaldi, stinningsgola,, gola, rigning, súld, slydda, snjókoma, hiti 1 til 5 stig.

13: Suðvestan stinningsgola í fyrstu, síðan Norðan, kul eða gola, rigningarvottur, þoka, hiti 4 til 12 stig.

14: Norðaustan gola, rigning um kvöldið, hiti 2 til 7 stig.

15-18: Suðvestan stinningsgola,kaldi, stinningskaldi, skúrir, rigning, hiti 2 til 11 stig.

19: Austan gola, kaldi, stinningskaldi, rigning, slydda, skúrir, hiti 1 til 6 stig.

20: Norðvestan stinningsgola eða kaldi,rigning, slydda, hiti 2 til 7 stig.

21: Breytileg vindátt kul eða gola, þurrt í veðri, hiti 1 til 6 stig.

22: Suðaustan stinningsgola síðan gola, skúrir, rigning, hiti 2 til 8 stig.

23: Suðvestan stinningskaldi, allhvass, skúrir, hiti 6 til 9 stig.

24 Breytileg vindátt, andvari eða kul, skúrir um kvöldið, hiti 2 til 9 stig.

25-26: Suðvestan eða S, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, skúrir, rigning, hiti 3 til 11 stig.

27-29: Vestlæg eða N og eða breytileg vindátt, kul eða gola, rigning eða súld, hiti 3 til 9 stig.

30-31: Suðvestan eða VSV, gola, stinningsgola, kaldi, skúrarvottur þ.30, annars þurrt, hiti 6 til 14 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. maí 2018

Veðrið í Apríl 2018.

Séð til Gjögurs frá Byrgisvík 12 apríl.
Séð til Gjögurs frá Byrgisvík 12 apríl.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var breytileg átt og kul og þurrt í veðri, síðan snérist í ákveðna norðaustanátt með éljum til 5. Þá gerði hægar suðlægar vindáttir með hita yfir daginn en frosti á nóttunni. Þann 9 fór að hlína aðeins í veðri með suðlægum vindáttum áfram. Frá 13 og fram til 28 voru mest hafáttir, með svalara veðri yfirleitt. Siðan voru suðlægar vindáttir eða breytilegar, með rigningu slyddu eða éljum tvo síðustu daga mánaðarins. Úrkoman var með minna móti. Ræktuð tún hné úthagi eru ekkert farin að taka við sér í mánaðarlok, enda kuldatíð.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 56,3 mm. (í apríl 2017: 170,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 15. +10,4.

Minnstur hiti mældist þann 1 og 6. -4,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,7 stig. (í apríl 2017: +1,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,19 stig. (í apríl 2016: -0,85 stig.)

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð var því í 17 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 4. 4 cm.

Sjóveður: Sæmilegasta sjóveður, sjólítið eða dálitill sjór, en frekar slæmt í sjóinn dagana 3 og 4 allmikill sjór, og 5, 17 og 18, talsverður sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Breytilegar vindáttir með kuli, þurrt í veðri, hiti -5 til 1 stig.

2-5: Norðaustan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, síðan kul eða gola, snjóél, en þurrt í veðri þann 5. hiti -4 til 3 stig.

6-12: Suðvestan S. SA. eða breytilegar vindáttir, kaldi, stinningskaldi,gola, kul, þurrt í veðri 7, 8, 9 og 10, hiti -5 til 10 stig.

13-28: Norðlægar vindáttir, NA, N, NNV, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskald, allhvasst, rigning, súld, slydda, snjókoma, él, þurrt í veðri 15 og 16 og 26. hiti 0 til 10 stig.

29-30: Sunnan eða SV, stinningsgola, kaldi, allhvasst, síðan breytileg vindátt og kul, skúrir, rigning, slydda og eða él.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. apríl 2018

Veðrið í Mars 2018.

Það gerði alhvíta jörð aftur 23 mars.
Það gerði alhvíta jörð aftur 23 mars.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem voru ríkjandi fram til 12. Eftir það voru austlægar eða breytilegar vindáttir og hægviðri. Veður fór hlýnandi frá og með 14 og veður var góðviðrasamt og snjó tók mikið til upp fram til 22. Enn þann 23 gerði skammvinna norðaustanátt eða norðan, með snjókomu og gerði alhvíta jörð aftur. Eftir það voru hægar suðlægar vindáttir fram til 27,með úrkomulausu veðri og hita yfir frostmarki á daginn. Þann 28 gekk í skammvinna hvassa austanátt, með úrkomulausuveðri. Síðustu þrjá daga mánaðarins voru hægar hafáttir með kólnandi veðri.

Mánuðurinn verður að teljast góðviðrasamur að mestu og mjög úrkomulítill.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 38,7 mm. (í mars 2017: 49,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 18: +8,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 13: -5,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,1 stig. (Í mars 2017: +0,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,6 stig. (í mars 2017:-2,58 stig.)

Alhvít jörð var í 13 daga.

Flekkótt jörð var í 18 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 6. 16 cm.

Sjóveður: Að mestu sæmilegt sjóveður, það er dálítill sjór eða sjólítið. Slæmt í sjóinn dagana 4,5,6,10,11,23,24 og 28, það er talsverður sjór eða allmikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-12: Mest Norðaustan, NNA eða A, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvass þann 11, síðan gola eða kul, él, snjókoma, þurrt í veðri 9, 10 og 12. hiti -4 til 2 stig.

13-18: Auslægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, slydda,rigning, súld, þoka, þurrt í veðri 13, 16 og 18. hiti -6 til 8 stig.

19-20: Suðvestan, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, skúrir, rigning, en þurrt þ.19. hiti 3 til 8 stig.

21-22: Breytilegar vindáttir, logn, kul, enn S kaldi um tíma þ.21. þoka, súld, rigning, hiti 2 til 6 stig.

23: Norðaustan og N, NV, allhvass, stinningskaldi, stinningsgola, gola, slydda, snjókoma, hiti 3 og niður í -2 stig.

24: Suðvestan gola, stinningsgola, kul, þurrt í veðri, hiti -2 til 2,5 stig.

25-27: Suðaustan kul eða gola, þurrt í veðri, hiti -2 til 5 stig.

28: Austan, ANA, stinningskaldi, allhvass, úrkomulaust, hiti 2 til 4 stig.

29: Norðvestan kul, þokumóða, þurrt í veðri, hiti 1 til 5 stig.

30-31: Norðaustan, kul eða gola, skúrir, él, þurrt í veðri þ. 31. hiti -1 til 4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. mars 2018

Veðrið í Febrúar 2018.

Fallegt veður var á sunnudagsmorguninn 18 febrúar.
Fallegt veður var á sunnudagsmorguninn 18 febrúar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði fljótlega með látum. Þann 2 og 4 var sunnan og suðvestan rok eða jafnvel ofsaveður í jafnavind, með hlýindum báða dagana um tíma. Snjó tók mikið til upp og svell hurfu mikið til. Suðvestan eða vestanáttir voru svo ríkjandi áfram með éljum og frosti fram til 9. Þann 10 gerði norðan hvell með mikilli snjókomu. Síðan héldu umhleypingar áfram, með frosti eða hita. Þann 15 og 16 hlánaði svolítið, og einnig þann 19. Síðan var allgóður hiti frá 23 og fram á síðasta dag mánaðar, en kólnaði mikið um kvöldið þann 28. Snjó tók mikið til upp, þannig að jörð á láglendi var talin lítilsáttar flekkótt síðustu tvo daga mánaðarins.

Vindur fór í 40 m/s í kviðum um hádegið í sunnan rokinu þann 2. Og í 45 m/s í SV rokinu þann 4.

Tjón: Bátur fauk uppúr bátavagni í ofsaveðrinu þann 4. á Norðurfirði, og einnig brotnaði rúða í Kaffi Norðurfirði. Þann 24 á laugardegi, í suðvestan hvassviðri fuku upp hurðir á flatgryfju á Finnbogastöðum, eða gáfu eftir í veðurofsanum, og lögðust inn, enn mjög kviðótt var þar.

Mánuðurinn verður að teljast mjög umhleypingasamur og vindasamur mánuður í heild.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 100,4 mm. (í febrúar 2017: 76,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 24. +10,2 stig.

Minnstur hiti mældist þann 13. -6,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,6 stig. (í febrúar 2017: +2,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,22 stig. ( í febrúar 2017: -0,09 stig.)

Alhvít jörð var í 12 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 11. 45 cm.

Sjóveður: Rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðaustan og A kaldi, stinningsgola, gola, snjóél, snjókoma, hiti -1 til -4 stig.

2: Sunnan eða SSV, stormur, síðan allhvasst, rigning, skúrir, hiti 2 til 9 stig.

3: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, allhvasst, él, hiti 1 til 3 stig.

4: Ofsaveður í fyrstu, síðan stormur, skúrir, rigning, hiti 2 til 9 stig.

5-9: Suðvestan eða S, allhvass, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, skafrenningur, snjóél, snjókoma, úrkomulaust þann 6 og 8. Hiti 2 til -6 stig.

10: Norðan, NNA, NNV, gola, stinningsgola, allhvass, hvassviðri, mikil snjókoma, hiti 0 til -3 stig.

11-12: Suðvestan, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, skafrenningur, él, hiti -0 til -6 stig.

13-15: Norðaustan eða A, kaldi, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, en allhvasst eða hvassviðri þann 14, snjókoma, él, rigning, hiti -7 til 4 stig.

16: Suðvestan allhvasst, stinningskaldi, stinningsgola, smá él, hiti 0 til 3 stig.

17-18: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti 2 til -5 stig.

Um kvöldið þann 18 var austnorðaustankaldi fram á morgun þann 19, með snjókomu, slyddu og rigningu.

19: Austan kaldi í fyrstu síðan sunnan stinningskaldi, allhvass, skúrir, hiti 8 og niður í -1 stig.

20: Suðvestan allhvass, stinningskaldi, stinningsgola, slyddu eða snjóél, hiti 0 til 4 stig.

21: Austan, SA, kaldi, allhvass, síðan SV, allhvass eða hvassviðri, kaldi, snjókoma, slydda, rigning, hiti -2 til 7 stig.

22: Suðaustangola, síðan SV eða S, allhvass eða hvassviðri, snjóél, hiti -1 til 3 stig.

23-24: Austan og síðan suðlægar vindáttir, stormur um tíma þann 23 og hvassviðri þann 24, annars allhvass eða stinningskaldi, snjókoma, slydda, rigning, hiti 1 til 10 stig.

25-27: Suðlægar vindáttir, SA, S, SSV, gola, stinningsgola, allhvasst, slydda, rigning, skúrir, en þurrt í veðri þann 26. hiti 1 til 10 stig.

28: Suðvestan stinningskaldi í fyrstu, síðan norðan gola eða stinningsgola, súld, hiti 1 til 9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2021 »
« ágúst »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón