Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. maí 2023

Tilkynning frá Póstinum Árneshreppi.

Alltaf tekið á móti pósti í Litlu-Ávík.
Alltaf tekið á móti pósti í Litlu-Ávík.

Pósturinn kemur með flutningabíl Strandafraktar frá og með miðvikudeginum 17 maí og út október 2023.

Tekið er á móti bréfum á milli 13:00 og 15:00. Á Norðurfirði á miðvikudögum. Ef þarf að senda pakka látið þá vita deginum áður, eða fyrr til að hægt sé að skrá þá. Alltaf er tekið á móti pósti í Litlu-Ávík hjá Jóni G G.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. maí 2023

Svipað hret og var í fyrra.

Séð til Norðurfjarðar í gær eftir að stytti upp.
Séð til Norðurfjarðar í gær eftir að stytti upp.

Norðan hret hefur verið frá í gær með slyddu í fyrstu og síðan snjókomu, það stytti upp um miðjan dag í gær, síðan byrjaði að snjóa aftur í nótt, og er lítilsáttar snjókoma. Frostið fór niður í -2,1 stig í nótt og var alhvít jörð í morgun með snjódýpt 8 CM.

Hretið í fyrra var 12 og 13 maí, þá fór frostið niður í -1,8 stig


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. maí 2023

Veðrið í Apríl 2023.

Örkin 634 M alhvít þann 13.
Örkin 634 M alhvít þann 13.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 49,6 mm. (í apríl 2022: 34,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 17: +12,5 stig.

Mest frost mældist þann 13: -2,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,6 stig. (í apríl 2022: + 2,8 stig.)


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. apríl 2023

Bifreiðaskoðun 2 til 5 maí. Á Hólmavík.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja ehf.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja ehf.

Tilkynning frá Frumherja.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja ehf, verður staðsett á Hólmavík frá þriðjudeginum 2. maí til föstudagsins 5. maí 2023.  Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet). Skoðuð eru öll ökutæki og einnig ferðavagnar. Frumherji ehf. vill benda viðskiptavinum sínum á skoðunarstöðina í Búðardal þar sem skoðað er 10 sinnum á ári 2 daga 


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. apríl 2023

Veðurathuganir frá Litlu-Ávík komið á vefinn.

Veðurstöðvarnar í Litlu-Ávík.
Veðurstöðvarnar í Litlu-Ávík.

Nú er komið inná vefinn Litli-Hjalli, veðurathuganir fyrir Litlu-Ávík og er þetta hægra megin á vefnum.

Sjálfvirka stöðin sendir allan sólarhringinn á klukkutímafresti, en veðurathuganir frá mönnuðu stöðinni


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. apríl 2023

Veðrið í Mars 2023.

Alhvít jörð var í 21 dag.
Alhvít jörð var í 21 dag.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 25,8 mm.  (2022: 142,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 2: +8,2 stig.

Mest frost mældist þann 11: -10,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -2,5 stig. (2022: +0,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var -5,67 stig. (2022: -2,56 stig.)


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. mars 2023

Veðrið í Febrúar 2023.

Flekkótt jörð var í 12 daga.
Flekkótt jörð var í 12 daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 99,5 mm. (í febrúar 2022 58,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist þann 28. +10,7 stig.

Minnstur hiti mældist þann 9. -9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig. (í febrúar 2022 -1,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,06 stig. (í febrúar 2022 -4,89 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt sjóveður var dagana 21, 22, 23, 24, 27. Sjólítið, dálítill sjór. Annars mjög slæmt vegna vinds eða ölduhæðar, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 10: 25.CM.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. febrúar 2023

Veðrið í Janúar 2023.

Það snjóaði mikið í mánuðinum.
Það snjóaði mikið í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

1 til 3 var suðvestanátt með golu og uppí stinningskalda, úrkomulítið. Þann 4 var hægviðri og úrkomulaust, frost. 5 og 6 voru austlægar vindáttir, andvari uppí kalda. Frá 7 til 18 voru norðaustlægar vindáttir eða norðan með vindi frá golu og uppí hvassviðri og nokkurri úrkomu. Þann 19 var austlæg vindátt með andvara og uppí stinningsgolu. Þann 20 gerði suðaustan og hlýnaði í veðri og gerði talsverðan blota snjó tók talsvert upp og víða fór í svell á láglendi. Frá 21 til 28 var mest suðvestan með golu og uppí allhvassan vind. Snjókoma slydda eða él. En dálítill bloti 26, 27 og 28. Snjó tók upp og svell mínkuðu talsvert. 30 og 31 voru austlægar vindáttir, gola upp í allhvassan vind,með snjókomu og frosti.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. janúar 2023

Meðalhiti í Litlu-Ávík árið 2022.

Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.
Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2022 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2021:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2023

Úrkoma árið 2022 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2022, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2021.:

Janúar


Meira

Atburðir

« 2023 »
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Klætt þak 11-11-08.
  • Kort Árneshreppur.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
Vefumsjón