Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. desember 2018

Tíu milljónum úthlutað til að efla verslun.

Verslunarhúsið Norðurfirði.
Verslunarhúsið Norðurfirði.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 10 milljónum króna úthlutað til að efla verslun í strjálbýli fyrir árið 2018 en alls voru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónum króna á árunum 2018-2021. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstunni.

Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Framlögin koma m.a. til með að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, m.a. með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu.

Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknirnar og gerði tillögur til ráðherra. Valnefnd bárust tuttugu umsóknir vegna framlaga til verslunar í strjálbýli. Sótt var um samtals kr. 65.286.756,- fyrir árið 2018 en samtals var sótt um kr. 202.245.756,- fyrir tímabilið 2018-2022.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. desember 2018

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2018.

Hér má sjá styrkþega samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2017. Mynd OV.
Hér má sjá styrkþega samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2017. Mynd OV.

Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum.  Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.

Rétt er að minna á að leitast verður við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði.

Verkefnin þurfa að uppfylla þau skilyrði að þau séu til eflingar vestfirsku samfélagi,


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2018

Veðrið í Nóvember 2018.

Reykjaneshyrna, talsvert snjóaði síðustu daga mánaðar.
Reykjaneshyrna, talsvert snjóaði síðustu daga mánaðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðar voru norðlægar vindáttir með slyddu, frostrigningu og síðan éljum. Þann 5 var hæg breytileg vindátt, með éljum. Þann 6 og 7 var norðaustan hvassviðri, og hlýnaði í veðri. Síðan 8 og 9 voru breytilegar vindáttir og hægviðri. Þá gerði norðaustan 10 til 16 með kólnandi veðri, með rigningu og síðan slyddu. Þann 17 og 18 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri sérstaklega um morguninn þann 17. þegar hiti fór í 15 stig. Frá 19 til 26 var hægviðri með lítilsáttar úrkomu með köflum, en svölu veðri. Þá gekk í norðaustanátt þann 27 og var NA út mánuðinn með hvassviðri og snjókomu.

Úrkomusamt var fyrri hluta mánaðar eða framyfir miðjan mánuð.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2018

Aðventuhátíð

Kór Áthagafélags Strandamanna.
Kór Áthagafélags Strandamanna.

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður sunnudaginn 9. desember í Bústaðakirkju klukkan 16:00. Stjórnandi er Ágota Joó. Einsöngur: Snorri Snorrason. Píanó: Vilberg Viggósson. Hugvekju flytur Marta Ragnarsdóttir. Miðaverð við innganginn er 4.500 kr. fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn hátíðargesta, 14 ára og yngri. Kaffihlaðborð er innifalið. Miðaverð í forsölu er 3.500 kr. Forsölu lýkur föstudaginn 7. desember.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. nóvember 2018

Óvenjulegt hlítt loft mætti veðurathugunarmanni.

Fjöll voru alhvít í gærmorgun, en í morgun rétt flekkótt.
Fjöll voru alhvít í gærmorgun, en í morgun rétt flekkótt.

Það var virkilega gaman að koma út í morgun klukkan níu að lesa af hitamælum segir „Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík, því hitinn var13,9 stig og hámarkshitinn hafði farið í 15,0 stig með morgninum. Jón segir þetta óvenjulegt í nóvembermánuði og þetta hafi varla gerst betra í sumar síðastliðið“. Þessi hiti bætir liðan manna og heilsu örugglega. Vindur er fremur hægur hér á Ströndum eins og er en


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. nóvember 2018

Komin í póstinn aftur.

Jón Guðbjörn á póstafgreiðslunni. Mynd Eva.
Jón Guðbjörn á póstafgreiðslunni. Mynd Eva.

Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík hefur nú um síðustu mánaðamót tekið við öllum pósti í Árneshreppi, það er bréfhirðingu og að dreifa pósti á bæina og sér um póststöðina á Norðurfirði fyrir Íslandslandspóst ohf.   Jón hætti akkurat fyrir ári síðan og Ólafur Valsson tók við póstinum þegar hann opnaði verslunina á Norðurfirði. Hann tolldi ekkert við það frekar en að vera í versluninni. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti var með póstinn í sumar en getur ekki verið lengur enda nóg að gera á skrifstofu hreppsins. Íslandspóstur hafði


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. nóvember 2018

Gulli nýr flugvallarvörður.

Guðlaugur A Ágústsson.
Guðlaugur A Ágústsson.
1 af 2

Guðlaugur Agnar Ágústsson tók við starfi flugvallarvarðar á Gjögurflugvelli nú 1 nóvember. Guðlaugur er búin að sitja námskeið fyrir flugvallarverði hjá Isavia og í fjarkennslu. Gulli hefur undanfarin 2 ár séð um snjómokstur á flugvellinum, og sem hann mun einnig gera áfram. Guðlaugur var ráðinn sem verktaki í þetta starf hjá Isavia. „Nú er þetta orðið þannig á þessum minni flugvöllum, áður vara þetta auglýst staða,segir Arnór Magnússon umdæmisstjóri flugvalla hjá Isavia fyrir Vestfirði.“

Einnig er Hulda Björk Þórisdóttir að taka námskeið hjá Isavia fyrir radíóið, það er samskipti við flugvélar við lendingar flugtök og önnur samskipti við flugvélar. Guðlaugur mun síðan borga henni laun eftir því sem hann notar hennar starfskrafta, en Gulli er verktakinn og ef hann þarf aðstoð við eitthvað borgar hann þeim laun. (undirverktökum.)

Fyrrverandi


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2018

Veðrið í Október 2018.

Sjálfvirkur úrkomumælir Veðurstofunnar á Gjögurflugvelli.
Sjálfvirkur úrkomumælir Veðurstofunnar á Gjögurflugvelli.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðar voru hægar breytilegar vindáttir, með rigningu. Um kvöldið þann 3 snérist til norðaustanáttar, og var hvassviðri þann 4 með rigningu og síðan slydduéljum. Norðanáttin gekk svo niður þann 5. Síðan var hægur vindur með ýmsum vindáttum. Þann 17 var norðvestan og síðan suðaustan með skúrum eða slydduéljum. Frá 18 til 23 voru suðvestanáttir eða vestan, með rigningu, skúrum og síðan slydduéljum. Frá 24 og til 26 voru norðlægar vindáttir, með slyddu eða éljum. Þá snérist í suðvestan hvassviðri aðfaranótt 28 og fram á morgun, en síðan gerði S hægviðri. Þá var austlæg vindátt síðustu tvo daga mánaðarins, með rigningu. Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum, og mánuðurinn fremur svalur, og mun kaldari en október í fyrra. Veðurathugunarmaður var í fríi frá 8 til 10.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. október 2018

Sjórinn gefur og tekur.

Plastmottan sem Jón fann í fjörinni.
Plastmottan sem Jón fann í fjörinni.

Þegar veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík var að mæla sjávarhita í gærmorgun, en sjávarhitinn er mældur í gömlu innsiglingunni(lendingunni) fyrir báta í Litlu Ávík. Þá fann Jón Guðbjörn plast mottu um þriggja metra langa og 55 centimetra breiða. Ýmislegt berst að landi eins spýtukubbar og jafnvel góðar spýtur þótt lítið sé um það undanfarin ár, mest drasl. Sem betur fer er langt síðan að sjórinn hafi tekið mannslíf hér í Árneshreppi. Jón er að pæla í því


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. október 2018

Veðurstöðin sendir ekki í 3 daga.

Litla-Ávík.
Litla-Ávík.

Veðurskeyti munu ekki berast frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík eftir kl: 09:00 á morgun þann 8 október og ekki 9 og 10. Veðurathugunarmaður fer í frí suður til Reykjavíkur vegna jarðarfarar hálfbróður síns Lýðs Sveinbjörnssonar. Veðurskeyti ættu að koma aftur


Meira

Atburðir

« 2019 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Afmælisbarnið síunga ásamt gestum.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
Vefumsjón