Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. mars 2020

Flogið var í gær.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. Myndasafn.

Það var gott að Flugfélagið Ernir flugu til Gjögurs í gær. Ekki hefði verið hægt að fljúga í dag, hvassviðri svarta bylur er. Ernir létu Póstmiðstöð vita um flýtingu áætlunar um einn dag, þannig að allur uppsafnaður póstur kom, en ekki var hægt að fljúga á


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. mars 2020

Hætti hjá Vegagerðinni eftir langt starf þar.

Jón Hörður Elíasson. Mynd Jenný
Jón Hörður Elíasson. Mynd Jenný

Jón Hörður Elíasson rekstrarstjóri hætti hjá Vegagerðinni nú síðastliðin áramót. Hann byrjaði sem ungur maður hjá Vegagerðinni á Hólmavík og starfsferill hans er orðin býsna langur þar. Fyrsti starfsdagur hans var 25 maí 1970, þá var hann ráðinn sem sumarstarfsmaður á ýtuskóflu við ámokstur á vörubíla. Á níunda ártugnum var hann var hann ráðinn sem verkstjóri og síðan um áramótin 1997 sem rekstrarstjóri og gegndi því starfi þar til hann hætti. Þennan


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. mars 2020

Flugi aflíst.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir urðu að aflýsa flugi til Gjögurs í dag. Það átti að fljúga Bíldudalur – Gjögur enn ófært er á báða staðina. Viðvörun í lofti er vegna háloftavinds, og svo er austan hvassviðri á báðum stöðum. Sennilega verður ekkert athugað með flug á


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. mars 2020

80 Ára Afmælishátíðinni frestað hjá. Félagi Árneshreppsbúa.

Árshátíðinni frestað vegna Kórónuveirunnar.
Árshátíðinni frestað vegna Kórónuveirunnar.

Ákveðið hefur verið að slá árshátíðinni á frest. Ætlunin er að gera aðra tilraun á haustmánuðum og verður það auglýst vel þegar nær dregur.

Það hljómar einfaldlega ekki vel að geta ekki verið með hringdans (Kokkinn), syngja saman Blessuð sértu sveitin mín í hring á dansgólfinu eins og venjan hefur verið o.fl. auk þess sem við teljum okkur ekki fært að stefna heilsu okkar fólks í óþarfa hættu miðað


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. mars 2020

Áttatíu ára afmælisárshátíð Félags Árneshreppsbúa.

Miðasalan verður laugardaginn 7. mars KL: 14:00 til 16:00 í Félagsheimili Seltjarnarness Suðurströnd 2-6.
Miðasalan verður laugardaginn 7. mars KL: 14:00 til 16:00 í Félagsheimili Seltjarnarness Suðurströnd 2-6.
1 af 2

Afmælisárshátíðin verður haldinn í Félagsheimili Seltjarnarness Suðurströnd 2-6. Forsala miða verður þar laugardaginn 7. mars næstkomandi klukkan 14:00 til 16:00. Á meðan á forsölu miða stendur verður einnig hægt að kaupa miða í síma 849 9552 með kreditkorta símasölu. Nauðsynlegt er að greiða miða við pöntun. Takmarkað sætaframboð er.

Miðaverð í mat og á dansleik er 9.500 kr. En á dansleik eingöngu 3.000 kr. Bræðurnir Guðbrandur og Ragnar Torfasynir um veislustjórn og skemmtiatriði sem verða flest ættuð úr Árneshreppi.

Athugið að aðgöngumiðinn gildir einnig sem happdrættismiði, glæsilegir vinningar eru í boði.

Hljómsveitin Úlfarnir leika fyrir dansi.

Matseðillinn er girnilegur.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2020

Veðrið í Febrúar 2020.

Það sást til sólar 2svar í mánuðinum. Séð til Norðurfjarðar.
Það sást til sólar 2svar í mánuðinum. Séð til Norðurfjarðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægri NA átt, með smá éljum, siðan voru frá 2 til 8 suðlægar vindáttir með þíðviðri, og tók snjó og svellalög mikið til upp. Þann 9 og fram til 11 voru norðlægar vindáttir, með snjókomu eða éljum. 12 til 14 var ANA átt og stormur og rok þann 14 með snjókomu og skafrenningi. Þá voru Norðaustanáttir áfram oft með hvassviðri og eða stormi með ofankomu fram til 22. Þann 23 gerði Suðvestanátt eða suðlæga vindátt, með snjókomu með köflum, en þurru veðri þann 23. Þann 25 gekk í Norðaustanátt og austan með snjókomu eða éljum. Þann 29 voru breytilegar vindáttir og hægviðri með úrkomulausu veðri.

Vindur fór í 35 m/s í kviðum í austan veðrinu þann 14. Sem eru 12 vindstig gömul.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. febrúar 2020

Stórafmæli félags Árneshreppsbúa laugardaginn 14. mars 2020.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.
1 af 2

Á þessum merku tímamótum er vel við hæfi að senda félagsmönnum kveðju í gegnum eina vefmiðilinn sem gerður er út frá Árneshreppi. Það er dýrmætt og þakkarvert að Jón Guðbjörn í Litlu Ávík skuli færa okkur reglulega fréttir úr sveitinni okkar.

Félagið var stofnað fyrir 80 árum í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Það var fyrst í stað hugsað fyrir brottflutta íbúa í Reykjavík og nágrenni en fljótlega var ákveðið að opna það fyrir alla brottflutta Árneshreppsbúa sama hvar þeir bjuggu á landinu og að sjálfssögðu voru íbúar Árneshrepps einnig boðnir velkomnir í félagið.

Margt hefur drifið á daga félagsins frá stofnun þess og hafa margi fundir, skemmtikvöld, árshátíðir, spilakvöld, jólatrésskemmtanir og alls kyns viðburðir verið haldni í nafni þess í gegnum tíðina.

Mikið verk var unnið fyrir áratugum við að safna ljósmyndum af fólki og bæjum í hreppnum. Og er það myndasafn varðveitt hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Jafnframt hefur félagið staðið að kvikmyndagerð og eftir liggja tvær mannlífsmyndir og myndin Fjallaferðir í Árneshreppi á Ströndum sem er eftir Pálma Guðmundsson í Bæ.

Segja má að nýlegasta átak félagsins hafi verið að veita aðstoð við söfnun stofnfélaga vegna nýs verslunarfélags í Norðurfirði. Nú er verslunarfélagið orðið ársgamalt og stendur vel eftir fyrsta rekstrarárið. Við þökkum verkefninu Brothættum byggðum fyrir aðkomu þess að þeirri stofnun og þá sérstaklega Skúla Gautasyni, verkefnastjóra, fyrir hans framlag.

Árið 1951


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. febrúar 2020

Flugi aflýst.

Frá flugvellinum á Gjögri í dag.
Frá flugvellinum á Gjögri í dag.

Flugfélagið Ernir aflýstu flugi til Gjögurs nú um 13:20. Það átti að fljúga um klukkan tólf úr Reykjavík en það birti aldrei til á Gjögurflugvelli, snjókoma og lítið sem ekkert skyggni hné skýahæð, þannig að það varð að aflýsa. Síðan


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. febrúar 2020

Stormur- Rok- Ofsaveður eða Fárviðri á morgun.

Vindaspá á hádegi á morgun. Kort Veðurstofa Íslands.
Vindaspá á hádegi á morgun. Kort Veðurstofa Íslands.
1 af 2

Það er ljót veðurspá fyrir daginn á morgun frá Veðurstofu Íslands. Allt frá stormi uppí ofsaveður. Versta veðrið verður sunnanlands eftir veðurkortum að dæma, en á öllu landinu einnig, kannski eitthvað mismunandi eftir hvernig vindátt verður. En veðurspáin er þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Austan 3-8 m/s og bjartviðri, en bætir í vind í kvöld og nótt, austan 23-30 m/s og víða snjókoma eða skafrenningur í fyrramálið. Minnkandi frost. Snýst í sunnan 10-15 um kvöldið með slyddu og hita kringum frostmark.

Ef verður mjög austanstæður vindur hér í Árneshreppi verður mjög kviðótt mjög víða, og sem dæmi


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. febrúar 2020

Veðrið í Janúar 2020.

Oft var snjókoma eða dimm él í mánuðinum.
Oft var snjókoma eða dimm él í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum með öllum vindáttum. Norðan, Austan, Sunnan, Vestan, NA, SA, SV, NV, með snjókomu, rigningu eða éljum, og hitastigi í plús eða mínus. Og voru svona umhleypingar má segja út mánuðinn. Enn engin hvassviðri voru eftir 26.

Gott veður var dagana 16, 17 og 18, suðlægar vindáttir með úrkomulausu veðri. Og gott veður eftir hádegið þann 21 hæg austlæg vindátt og úrkomulaust. Breytilegar vindáttir voru dagana 27 og 28 og úrkomulaust veður.

Í suðvestan storminum þann 5 fór vindur í kviðum í 42 m/s. Og einnig í SSV stormi þann 19 fóru kviður í 35 m/s. Og í SV hvassviðri og stormi þann 20 fóru kviður í 33 m/s. Og í SV hvassviðri og stormi þann 23 fór vindur í 34 m/s í kviðum. Þetta er vindur sen fer í 12 vindstig gömul eða meira.

Mikil hálka var á vegum í mánuðinum. Svell tóku mikið upp þó í blotunum 19 og 21 og 22.

Flugsamgöngur féllu niður til Gjögurs eða þrjár flugferðir í mánuðinum, vegna veðurs. Mánuðurinn var úrkomusamur.                                                                                                                                      

Mæligögn:


Meira

Atburðir

« 2021 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Úr myndasafni

  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Frá brunanum.
Vefumsjón