Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. nóvember 2021

Veðrið í Október 2021.

Úrkomusamt var í mánuðinum. Úrkomumælir í L-Á.
Úrkomusamt var í mánuðinum. Úrkomumælir í L-Á.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu 9 daga mánaðarins voru hafáttir, oft með allhvössum vindi eða hvassviðri með talsveðri úrkomu. 10 til 12 voru hægar suðlægar vindáttir með köldu veðri. Þann 13 var skammvinn Norðanátt með rigningu. 14 til 15 voru suðlægar vindáttir með frosti um morguninn, en fór svo hlýnandi og komin NA átt um kvöldið með smávegis rigningu. Frá 16 til 19 var norðaustanátt með éljum og síðan slyddu og rigningu, hvassviðri var 18 og 19. Þá voru breytilegar vindáttir 20 til 21 með úrkomulausu veðri. Frá 22 og 23 voru hægar breytilegar vindáttir með rigningu og síðan súld. Og dagana 24 og 25 var norðaustan allhvass vindur með slyddu, en síðan suðvestan um kvöldið. Frá 26 til 31 voru norðlægar vindáttir með súld eða rigningu og slyddu, kólnandi veður.

Mánuðurinn var úrkomusamur, og umhleypingasamur.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. október 2021

Póstur kemur næst með flugi.

Póstur kom síðast í gær með bíl.
Póstur kom síðast í gær með bíl.

Síðasta áætlunarferð hjá Strandafrakt var í gær sem föst áætlun en kemur svo þegar þarf að flytja eitthvað og fært er. Þannig að í gær kom síðasti póstur með bíl þetta haustið.

Næst kemur póstur með flugi, og í fyrsta sinn þriðjudaginn 2 nóvember


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. október 2021

Velur Vestfirði sem besta áfangastað í heimi 2022.

Lonely Planet velur Vestfirði sem besta áfangastað í heimi 2022
Lonely Planet velur Vestfirði sem besta áfangastað í heimi 2022
1 af 2

Lonely Planet velur Vestfirði sem besta áfangastað í heimi 2022

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Val Lonely Planet mun beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem mun reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt.

Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk Lonely Planet staði fyrir Best in Travel listann, sá listi fer síðan fyrir dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara frammúr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „Vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar ferðaþjónustu.

„Fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fæst ekki jafn glæsileg viðurkenning og Best in Travel hjá Lonely Planet er. Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins.“ segir Díana Jóhannsdóttir hjá Áfangastaðastofu Vestfjarða.

Ferðaþjónusta hefur átt undir högg að sækja vegna COVID-19 síðastliðin tvö ár, en sjá mátti viðsnúning í sumar þegar erlendir ferðamenn ferðuðust í auknu mæli aftur til Íslands og til Vestfjarða þegar létti á ferðatakmörkunum. Búast má við að áhuginn á Vestfjörðum verði enn meiri þegar ferðavilji tekur að glæðast á ný, enda er um að ræða sannkallaða útivistarparadís þar sem hægt er að eyða mörgum dögum í allskonar náttúrutengda afþreyingu, hvort sem það eru gönguferðir, kayak eða bátsferðir.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. október 2021

Varðskipið Þór sækir hvalshræin í Árneshrepp.

Bátar koma frá varðskipinu Þór.
Bátar koma frá varðskipinu Þór.
1 af 6

Varðskipið Þór kom á tíunda tímanum í morgun i Trékyllisvík og lagði rétt fyrir utan Melavíkina til að fresta þess að draga hvalahræin út, sem ráku að landi aðfaranótt laugardagsins 2 október síðastliðin. Menn á varðskipinu eru með tvo báta til að draga hvalina út, enn hvalirnir eru þungir í sandinum og grjótinu og bátarnir verða að kippa í þá nokkrum sinnum þar til þeir komast á flot. Síðan var farið að nota traktor til að koma dýrunum í flæðarmálið og þá gekk allt betur. Síðan eru hræin dregin út í Þór og hífðir þar um borð á dekkið.

Heimamenn og margir aðrir eru varðskipsmönnum til hjálpar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. október 2021

Um 50 hvali rak á land við Melabæina.

Hvalir í Melavík.
Hvalir í Melavík.
1 af 5

Hvalina rak á land rétt austan við Melabæina Mela 2 og Mela 1 í svonefndri Melavík. Þetta virðist vera um fimmtíu Grindhvali að vera að ræða. Það er eins og þeyr hafi ruglast synt í land í hóp, flestir eru dauðir en 3 til 4 voru með lífsmarki þegar fréttamaður var þarna um eittleytið. Það verður útilokað að koma bát að því talsverður sjógangur er þarna og stórgrýtt langt fram.

Lögregla er


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. október 2021

Veðrið í September 2021.

Flekkótt fjöll.
Flekkótt fjöll.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðvestanáttum eða suðlægum, með skúrum eða rigningu, oft strekkingur, hlýtt í veðri. Þann 7 var skammvinn norðaustanátt með rigningu og súld, svalara veður. Frá 8 til 10 var suðvestanátt og hlýrra í veðri. Þá var frá 11 til 12 norðaustan og austanátt með rigningu og talsvert svalara veðri. Frá 13 til 19 voru suðlægar vindáttir oft nokkuð vindasamt og úrkoma alla dagana og hlýrra í veðri aftur. Frá 20 til 21 var norðan hvassviðri með rigningu eða slyddu. 22 og 23 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu.Frá 24 og til 30 var norðaustan og norðan, hvassviðri, stormur og rok var 26 til 28 með slyddu og snjókomu.

Vindur fór í kviðum í 34 m/s í rokinu þann 28 sem eru 12 vindstig gömul.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. september 2021

Rafmagn komst á í morgun í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Orkubúsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík voru við vinnu í alla nótt við að koma rafmagni á norður í Árneshrepp. Í fyrsta lagi brunnu rofar í spennistöðinni við Selá, sem er spennistöðin fyrir Árneshrepp. Það varð að fá spennir frá Bolungarvík, og það tókst í þessu vitlausa veðri sem var. Í gærkvöldi var grafa send norður en hún var lengi norður vegna ófærðar. Nokkrir rafmagnsstaurar voru farnir að hallast mikið og lína slitin frá einangrunum í Trékyllisvík.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. september 2021

Enn og aftur rafmagnslaust í Árneshreppi.

Það verður bara að keyra rafstöð.
Það verður bara að keyra rafstöð.

Rafmagn fór af norður í Árneshrepp rétt fyrir fimm í dag. Ekki er vitað hvar er bilað. Vitlaust veður er á svæðinu þó sé nú að lægja aðeins. Það


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. september 2021

Rafmagn fór af í Árneshreppi í 4 tíma.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.

Rafmagn fór af Árneshreppi á ellefta tímanum í morgun. Rafmagn komst á aftur á þriðja tímanum í dag. Leit að bilun stóð yfir í um þrjá tíma, enn slitið var við Bólstað í Selárdal í Steingrímsfirði þar sem línan fer uppá Trékyllisheiði. Einnig var þar mikil ísing og sjávarselta á línum sem þurfti að þrífa. Snarvitlaust veður er á svæðinu norðan 20 til 26 m/s í Árneshreppi,


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. september 2021

Auglýsing um kjörstað og opnunartíma.

Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.

Við Alþingiskosningarnar, sem fram eiga að fara laugardaginn 25. september 2021, verður kjörstaður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Kjörstaður verður opnaður kl. 09.00 og honum lokað kl. 17.00.


Meira

Atburðir

« 2023 »
« Júní »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Úr myndasafni

  • Unnið við sperrur.29-10-08.
  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
Vefumsjón