Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. júlí 2020

Krossnessundlaug.

Sundlaugin Krossnesi. Mynd S S.
Sundlaugin Krossnesi. Mynd S S.
1 af 6

Krossneslaug er af mörgum talin ein skemmtilegasta sundlaug landsins. Hún var gerð árið 1954 og er rétt fyrir ofan fjöruna svo gestir horfa út yfir hafflötinn þegar þeir slaka á í lauginni. Það er ungmennafélagið Leifur heppni sem sér um rekstur laugarinnar. 

Með þessum aukna fjölda gesta er mikilvægt að ráðast í það að bæta aðstöðu og gera laugarsvæðið betur í stakk búið til að taka á móti þeim sem heimsækja hana. 

Þess vegna var ákveðið á aðalfundi ungmennafélagsins þann 20. júní síðastliðinn að ráðast í framkvæmdir í lauginni. Það sem á að gera er að stækka og bæta aðstöðu í búningsklefum og bæta við um leið aðstöðu fyrir starfsmann.  Guðlaugur Maríasson frá Felli teiknaði viðbygginguna fyrir félagið. 

Í kjölfarið var leitað eftir styrkjum til að hjálpa til við fjármögnun verksins og hefur ungmennafélagið fengið úthlutað frá verkefni brothættra byggða Áfram Árneshreppur  3.880.000 kr. til að gera endurbætur á búningsaðstöðu. 

Verkefnið fékk einnig öndvegisstyrk að upphæð 10.000.000 kr. frá öndvegissjóði brothættra byggða 

https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/uthlutun-ur-ondvegissjodi-brothaettra-byggda

Þannig að


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. júlí 2020

Göngumenn í vanda á Trékyllisheiði við Búrfell.

Frá leitinni. Mynd Davíð M Bjarnason.
Frá leitinni. Mynd Davíð M Bjarnason.

Klukkan þrjú í dag voru björgunarsveitir á Ströndum kallaðar út vegna tveggja göngumanna í vanda á Trékyllisheiði. Og síðan rétt fyrir klukkan 17 í dag fundu björgunarsveitarmenn göngufólkið á Trékyllisheiði við Búrfell. Þau báru sig nokkuð vel en voru orðin blaut og köld enda hafði ringt mikið fyrr um daginn. Björgunarsveitafólkið gaf þeim heitt að drekka og nýbakaðar kleinur, þau


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. júlí 2020

Talsverð úrkoma.

Ávíkuráin gróf sig langt niður dálítið fyrir ofan sjávarmál. Lónið heldur sér.
Ávíkuráin gróf sig langt niður dálítið fyrir ofan sjávarmál. Lónið heldur sér.

Talsverð eða mikil úrkoma voru dagana 16, 17 og 18 júlí. Úrkoman mældist þessa þrjá sólarhringa 92,0 mm. Það gekk í norðan þann 13 með hægum vindi í fyrstu en vindur fór mest í hvassviðri þann 17. Vindur var síðan dottin niður þann 19. Þessi úrkoma er ekkert í líkingu við miklu úrkomuna í ágúst 2015. Sjá hér.. Enda


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2020

Viðvörun á Strandavegi NR 643.

Mikið vatnsveður er á Ströndum.
Mikið vatnsveður er á Ströndum.

Vegagerðin hefur sett upp merki með viðvörun um að vatn renni yfir veg 643 norður í Árneshrepp eftir tilkynningu frá veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík og síðan tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Einnig er grjót farið að falla úr skriðum niður á veg, þó


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2020

Úrkomu og vatnsagamyndir mikill sjór.

Mikill sjór myndin tekin úr eldhúsinu.
Mikill sjór myndin tekin úr eldhúsinu.
1 af 4

Óvanalegt að sjá mikinn sjó í júlí mánuði. Varla var hægt að taka myndir bæði vegna úrkomunnar og hvassviðrisins.

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2020

Úrkomuyfirlit.

Úrkomumælir.
Úrkomumælir.

Frá því um 21:30 í gærkvöldi var komin lemjandi rigning aftur, en meiri súld og rigning var fyrr. Úrkoman var 19.6 mm eftir nóttina eða síðustu 15 tímana. Nú er orðið hvasst og úrkoman mælist ekki eins vel. Mjög


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. júlí 2020

Minni úrkoma seinnipartinn í dag.

Lækir og ár vaxa jafnt og þétt.
Lækir og ár vaxa jafnt og þétt.

Úrkoman mældist á veðurstöðinni Litlu-Ávík 12,1 mm frá 09:00 til 18:00 í dag eða eftir 8 tíma. Úrkoman var miðlungs í dag en seinnipartinn dró mikið úr henni svona meiri súld og rigning. Það hefur bætt mikið í læki og ár samt. Nú er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. júlí 2020

Mikil úrkoma í nótt.

Lækir eru farnir að renna niður á láglendi.
Lækir eru farnir að renna niður á láglendi.

Úrkoman mældist 26,2 mm í nótt frá 06:00 þann 15 til 09:00 í morgun, eða síðustu 15 tímana.

Miðlungsúrkoma var í gærkvöldi frá því um níu leitið en mikil rigning orðin fyrir ellefu og sjálfsagt fram eftir nóttu. Í morgun hefur þetta verið svona miðlungs rigning. Lækir hafa nú farið ört vaxandi og vatn


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júlí 2020

Mikilli úrkomu spáð á Ströndum.

Úrkomuspá kl:18.00 á morgun. Kort VI.
Úrkomuspá kl:18.00 á morgun. Kort VI.

Veðurstofan spáir mikilli úrkomu hér á Ströndum næstu 3 daga, og er búið að tala við veðurathugunarmann á veðurstöðinni í Litlu-Ávík, og hann beðinn að láta vita þegar óvenju mikil úrkoma hefst. En spáð er Norðan eða Norðaustan 13-18 m/s seinnipartinn á morgun, með hita 8 til 13 stig. og dálítil rigning, en bætir í úrkomu síðdegis. Hiti 8 til 13 stig.

Sjá og fylgist með veður og úrkomuspá hér á vefnum sem er beintengd Veðurstofu Íslands. Fyrst að smella á Veðurspá sem er vinstra megin á síðunnu,


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. júlí 2020

Bændur hófu slátt um síðastliðin mánaðamót.

Heyskapur á Melum 2 júní.
Heyskapur á Melum 2 júní.
1 af 3

Bændur hér í Árneshreppi hófu slátt um mánaðmótin júní- júlí. Ágætis veður hefur verið og sæmilegur þurrkur fyrstu dagana í norðan golu og þokuskýjum niður í hlíðar, en sól með köflum. Þessir fjórir bændur hér hrepp eru nú að fullu við að slá og þurrka og rúlla. Enn nú er orðið


Meira

Atburðir

« 2021 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
Vefumsjón