Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. ágúst 2022

Veðrið í Júlí 2022.

Oft var þokusúld eða þokuloft eða þoka í mánuðinum.
Oft var þokusúld eða þokuloft eða þoka í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægum vindáttum með lítilsáttar súld og þokulofti. 6 og 7 var vindur austlægur, enn síðan vestlægur með rigningu, hlítt. 8 og 9 var norðlæg vindátt með rigningu. Þann 10 og 11 var suðlæg vindátt, síðan norðlæg, smá væta og síðan þokumóða í norðanáttinni. Þann 12 var norðan stinningskaldi með súld og kalt í veðri. 13 og 14 var hægviðri og hlýtt í veðri. Frá 15 til 25 voru hægar hafáttir, oft með þoku og þokusúld, oft kalt í veðri en hlýrra þegar birti upp á milli. Frá 26 til 28 var suðlæg vindátt með rigningu eða skúrum, hlýtt í veðri. Frá 29 til 31 var norðlæg vindátt með súld eða rigningu. Fremur svalt.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júlí 2022

Veðrið í Júní 2022.

Oft var þoka og súld seinnihluta mánaðar.
Oft var þoka og súld seinnihluta mánaðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann 1 var norðan kul og smá súldarvottur. 2 til 5 voru suðvestlægar vindáttir með smá úrkomuvotti sem mældust ekki. Frá 6 til 13 voru hafáttir oftast með einhverri úrkomu og þokulofti fremur svalt í veðri.  Það hlýnaði með breytilegum vindáttum 14 til 16, úrkomuvottur. Þá gekk í norðlæga vindátt þann 17 og 18 með svölu veðri og rigningu. Þann 19 var suðvestan allhvass og skúravottur, hlítt í veðri. Þann 20 var hæg norðanátt. Þann 21 var suðvestan eða sunnan kaldi með skúrum eða rigningu. Frá 22 til 29 voru norðlægar vindáttir með svölu veðri og oftast með úrkomu. Þann 30 var norðan í fyrstu með þokusúld og kalt, en síðan gerði suðaustan golu með hlýu veðri um hádegi.

Mjög kalt var í veðri frá 21 og til 29 og snjóaði oft í fjöll á þessu tímabili. Reyndar var oft svalt í mánuðinum, en hlýnaði aðeins á milli.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. júní 2022

Málverk afhjúpað af fyrrum verslunarstjórum.

Málverkið af Gunnsteini Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur.
Málverkið af Gunnsteini Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur.
1 af 2

Á aðalfundi Verslunarfélags Árneshrepps sem var haldinn 25. júní var af hjúpuð mynd af fyrrum kaupfélagstjórahjónunum Gunnsteini Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur sem stóðu vaktina lungan úr sinni starfævi, þetta var gert fyrir tilstilli stjórnar félagsins.

Það kom fram í máli Arinbjarnar Bernharðssonar að þau hafi verið okkar salt og pipar í áratugi en nú væru þau farin að láta sig hverfa á vetrum því væri gott að hafa mynd af þeim upp á vegg.

Rekstur verslunarinnar slapp réttum megin við núllið á liðnu ári.

Á liðnum vetri var ákveðið að auka hlutafé félagsins og gekk það vel, var aukningin um 2 milljónir króna og líkur hlutafjár aukningunni nú um mánaðarmótin.

Sérstaka þakkir fá


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. júní 2022

Ný hreppsnefnd kom saman í dag.

Ný hreppsnrefnd Árneshrepps.
Ný hreppsnrefnd Árneshrepps.
1 af 2

Hreppsnefndarfundur var haldinn í dag í hreppsnefnd Árneshrepps, Fyrsti fundur nýrrar hreppsnefndar .Kosið var í nefndir og ráð og fleira á þessum fundi. Eva Sigurbjörnsdóttir verður áfram oddviti sveitarstjórnar. Aðrir í hreppsnefnd eru Bjarnheiður Júlía Fossdal, Delphine Briois, Arinbjörn Bernhardsson og


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júní 2022

Veðrið í Maí 2022.

Þann 11 snjóaði talsvert.
Þann 11 snjóaði talsvert.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

1-4 voru norðlægar vindáttir með snjókomu eða slyddu. 5 til 7 voru suðlægar vindáttir með slyddu, snjókomu eða éljum. Frá 8 til 14 voru norðlægar vindáttir með kuldatíð, rigningu, slyddu eða snjókomu. Þann 15 fór loks að hlýna í veðri í bili með hægviðri. Frá 17 til 27 voru norðlægar vindáttir oft með súld eða rigningu og köldu veðri. Þann 28 fór að hlýna vel í veðri, samt með norðlægum vindáttum,(innlögn), hægviðri og svölu veðri á nóttinni þegar léttskýjað var.

Ræktuð tún voru farin að taka aðeins við sér um 20 þrátt fyrir kuldatíð.

Mánuðurinn einkenndist af kuldatíð fram í miðjan mánuð og úrkomusamt var í mánuðinum.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. maí 2022

Talningu er lokið í Árneshreppi.

Fráfarandi hreppsnefnd.
Fráfarandi hreppsnefnd.

Í sveitarstjórn verða þessir kosnu fulltrúar sem aðalmenn.

Bjarnheiður Júlía Fossdal Melum 1 með 24 atkvæði. Arinbjörn Bernharðsson Norðurfirði með 21 atkvæði. Delphine Briois Finnbogastaðaskóla með


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. maí 2022

Veðrið í Apríl 2022.

Þoka var þann 2 og oftar.
Þoka var þann 2 og oftar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlægar vindáttir voru fyrstu tvo daga mánaðarins og sæmilega hlýtt í veðri. Frá 3 til 6 var norðaustanátt með úrkomu og kólnandi veðri. Hægviðri var 7 og 8 og úrkomulaust. 9 til 12 var norðaustanátt með snjókomu eða éljum. Dagana 13 og 14 var hægviðri með smá vætu þann 14. Frá 15 til 17 voru suðlægar vindáttir hvassviðri í fyrstu síðan mun hægari og ört hlýnandi veður, úrkomulítið. 18 til 20 voru hafáttir og kólnandi veður. 21 til 27 var hægviðri með úrkomulausu veðri. 28 til 30 var suðvestanátt með allhvössum vindi eða hvassviðri þann 30.

Auð jörð var talin í fyrsta sinn í vor þann 30.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. apríl 2022

Bifreiðaskoðun 2 til 5 maí 2022.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja ehf.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja ehf.

Tilkynning frá Frumherja.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja ehf, verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 2. maí til fimmtudagsins 5. maí 2022. Aðeins er farin þessi eina ferð á þessu ári. Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet). Skoðuð eru öll ökutæki og einnig ferðavagnar. Frumherji ehf. vill benda viðskiptavinum sínum á skoðunarstöðina


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2022

Veðrið í mars 2022.

Mikið snjóaði í mánuðinum.
Mikið snjóaði í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur, vindasamur, snjóþungur og úrkomusamur. Mikil snjókoma var frá því um morguninn þann 8 og fram yfir hádegið. Eins snjóaði mikið þann 10 frá hádegi og framundir kvöldmat, þegar breyttist í slyddu og síðan rigningu. Þá snjóaði mikið þann 19 og fram á morgun þann 20. Mikil snjókoma var frá því um kvöldið þann 21 og fram á þriðjudaginn 22. Mesti snjór sem hefur komið til margra ára hér í Árneshreppi. Laugardaginn 26 var sunnan og síðan suðvestan og hlýnaði mikið í veðri og gerði talsverðan blota og snjór seig talsvert, en þar sem þunnt var á fór í svell. Svo frysti aftur daginn eftir. Ágætisveður var þrjá síðustu daga mánaðarins, þá kom einn af vorboðunum á Ávíkina,:Álftin.

Ofsaveður var af suðri þann 14 seinnihluta dags, Klukkan 18:00 var vindhraði í jafnavind 34 m/s sem er fárviðri. Kviður fóru þá í 48 m/s. Í suðvestan rokinu þann 26 fóru kviður í 35 m/s.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. mars 2022

Ómskoðun.

Guðbrandur við ómskoðun.
Guðbrandur við ómskoðun.
1 af 2

Guðbrandur Þorkelsson bóndi á Skörðum Dalasýslu kom norður seint í dag þegar vegur opnaðist til að Ómskoða og telja fósturvísa hjá bændum hér í Árneshreppi.Í Litlu-Ávík. Árnesi 2 og Melum 1 og 2.Ómskoðunin er til að telja fósturvísa í ám til að vita hvaða ær verði tvílembdar eða einlembdar og jafnvel þrílembdar  eða hvað er mikið gelt, á komandi vori í sauðburðinum. Við talninguna  er  notuð ómsjá. Guðbrandur  Þorkelsson bóndi  að Skörðum í Dalasýslu sér um ómskoðunina eða talninguna. Guðbrandur vinnur mikið við þetta í sinni heimasveit og víðar. Ljóst er að með slíkri talningu  er hér á ferðinni tækni sem fyrir fjölmörg fjárbú sýnist vera ákaflega áhugaverð til að nýta.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
  • Agnes komin uppundir Hjallskerin í Ávíkinni.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
Vefumsjón